Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 45
gerðu mannvirki, s.s örsmáar réttir,
hlaðnar úr hundruðum smásteina.
Ef til vill vorum við síðasta kyn-
slóð kaupstaðarbarna sem léku sér
þannig.
Ekki var annað hægt en brosa
þegar ég kom nokkrum árum síðar í
fyrsta sinn í Hrunamannahrepp því
bæjarnöfnin og afstaða bæjanna
voru ærið kunnugleg.
Reynslan úr sveitinni var líka und-
irrót þess að ráðist var í öfluga
dúfna- og kanínurækt og auðvitað
var sú starfsemi í skjóli heimilis
Ragga. Byggður var stærðarskúr og
þar héldum við til með dýrin, höfðum
meira að segja rafmagnsljós.
Ekki voru allir leikir svona frið-
samlegir. Eftir að hafa séð skylm-
ingamyndir í bíóum voru smíðuð
sverð og skildir. Nýbyggingum var
breytt í kastala þar sem klifrað var
upp á þök eða upp að gluggum eftir
mótavírum og vinnupöllum.
Þar naut Raggi lipurðar og áræðis
og var jafnan öflugur liðsmaður,
gekk yst fram á vinnupalla og klifr-
aði hæst. Reyndar kom það a.m.k.
einu sinni fyrir að hann flaug fram af
þaki á háu húsi í þessum látum. Þeg-
ar hlaupið var til hans til að athuga
hvort hann væri lífs eða liðinn opnaði
hann augun og sagði ósköp rólega
þetta eina töfraorð sem alltaf dugði
þegar við vorum strákar og eitthvað
bjátaði á; „mamma“.
Íþrótta-, tafl- og ferðafélög voru
stofnuð innan hópsins en lifðu mis-
lengi eftir því sem áhugamálin
breyttust. Forráðamenn formlegs
æskulýðsstarfs bæjarfélagsins
reyndu að fá okkur til liðs við sig, en
hópurinn var of sjálfstæður til að
vilja leggja frumkvæðið í hendur
fullorðinna.
Og árin liðu, vinahópurinn stækk-
aði og allt í einu vorum við orðnir
ungir menn.
Við kynntumst stúlkunum okkar
hver af öðrum. Raggi fór í næsta
bæjarfélag, Hafnarfjörð, til að sækja
sér konuefni, hana Jonný. Í hönd fór
yndislegur tími þegar ungt fólk legg-
ur grunn að stofnun fjölskyldu og
byggir upp gagnkvæma virðingu, ást
og sterk tilfinningabönd. Fyrr en
varði vorum við flestir orðnir ráð-
settir heimilisfeður.
Raggi var mikill fjölskyldumaður
og fjölskyldan hans, sem stækkaði og
dafnaði, var honum allt. Þau Jonný
stofnuðu heimili í húsi foreldra henn-
ar við Tjarnarbraut í Hafnarfirði.
Fljótlega réðust þau í nýbyggingar,
fyrst íbúð í suðurbænum þar sem bú-
ið var um nokkurt skeið, síðar reistu
þau glæsilegt hús í norðurbænum. Í
þessum framkvæmdum komu sam-
heldni þeirra, dugnaður og smekk-
vísi berlega í ljós.
Börnin urðu þrjú, elst Berglind, þá
Ágúst Þór og yngst er Svala. Sam-
bandið milli okkar strákanna dofnaði
nokkuð meðan annríkið var mest og
um tíma leit út fyrir að við myndum
missa sjónar hver á öðrum. En við
fengum aðstoð frá eiginkonum okk-
ar, sem héldu hópinn með því lát-
lausa en sterka félagsformi kvenna,
saumaklúbbi.
Samskipti okkar vinanna á milli
fólust einkum í því að fá fréttir gegn-
um saumaklúbbinn en þegar um
hægðist sáu konurnar aumur á okk-
ur og tóku okkur með æ oftar.
Fyrst fengum við aukaaðild að
klúbbnum en síðar gerðumst við full-
gildir meðlimir, þó án handavinnu-
skyldu.
Sjálfsagt hefði komið skrítinn
svipur á okkur strákana forðum ef
sagt hefði verið að við ættum eftir að
vera í saumaklúbbi saman síðar á
lífsleiðinni. En saumaklúbburinn átti
saman mjög ánægjulegar stundir og
við vorum stoltir af því að tilheyra
svo fínum félagsskap og tókum hann
fram yfir ýmsa merkilega karla-
klúbba.
Farið var saman í ferðalög og
fylgst með fæðingum og uppvexti
barnanna. Fyrst eigin barna og síðar
tóku barnabörnin við. Gleðistundirn-
ar voru margar en það var líka gott
að eiga góða vini þegar sorgin kvaddi
dyra.
Ein stærsta sorgarstundin var
þegar Ragnar greindist með ólækn-
andi sjúkdóm á síðasta ári.
Raggi hóf ungur nám og störf hjá
einum stærsta fjölmiðli landsins,
Morgunblaðinu.
Fáar iðngreinar hafa breyst jafn-
mikið síðustu áratugi og bókagerð-
argreinarnar.
Þegar hann hóf nám var gamla
blýsetningin allsráðandi, en háþró-
aður tölvubúnaður er nú notaður við
allt umbrot. Rólyndi hans, dugnaður
og fagleg hæfni skipti sköpum þegar
unnið var í kappi við klukkuna hvern
einasta dag.
Einnig reyndi verulega á sam-
skiptahæfnina á auglýsingadeildinni
þegar beint samband var við við-
skiptavinina.
Á þessum krefjandi vinnustað
vann Ragnar í rúm þrjátíu og fimm
ár og stóð þar eins lengi og stætt var.
Síðustu vinnuvikurnar lagði hann
helsjúkur allt sitt þrek í starfið.
Fyrir um sautján árum lentum við
vinirnir í nokkrum lífsháska. Litla
kappsiglaranum okkar, sem við höfð-
um dundað við að smíða, hvolfdi á
Skerjafirði.
Vanbúnir öryggistækjum, illa
klæddir og reynslulausir í siglingum
vorum við komnir í sjálfheldu á sama
stað og við höfðum svo oft sem ungir
drengir storkað örlögunum á heima-
smíðuðum fleytum. Flotholt siglar-
ans rifnuðu og hann maraði í kafi
undir okkur.
En kjarkur og æðruleysi Ragga á
þeirri stundu var mér mikill styrkur
og í stað þess að gefast upp héldumst
við í hendur yfir kjölinn þar til hjálp
barst úr landi.
Við töluðum ekki oft saman um
þennan atburð en þó kom síðar í ljós
að svipaðar hugsanir höfðu bærst
með okkur. Við áttum ung börn og
ábyrgð okkar var mikil. Því höfðum
við báðir beðið almættið um lengri
tíma hér á jörðu.
Nú er fresturinn sem Raggi fékk
liðinn alltof fljótt. Eins og svo oft áð-
ur í leikjum æskunnar og verkefnum
fullorðinsáranna leggur hann fyrstur
af stað.
Því kveð ég nú kæran vin í bili.
Það er þó vissulega huggun harmi
gegn að eiga von á því að hann komi á
móti mér við næstu vistaskipti, bjart-
ur og brosmildur eins og forðum, og
auðveldi aðlögun í nýjum heimkynn-
um.
Nú síðustu mánuðina, þegar ein-
sýnt var hvert stefndi, hefur Jónína
með börnum þeirra og tengdasyni
staðið á aðdáunarverðan hátt við hlið
Ragnars, þau hafa sýnt mikinn styrk
og ást til að létta honum síðustu orr-
ustuna.
Við vinirnir í saumaklúbbnum
vottum Jónínu, Berglindi, Ágústi
Þór, Svölu og öðrum ástvinum Ragn-
ars okkar innilegustu samúð.
Megi góður Guð vernda ykkur og
styrkja.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á
vængjum morgunroðans meira að starfa
guðs um geim.
(Jónas Hallgr.)
Ingi.
Að vinna á Morgunblaðinu er
ástríða fyrir marga starfsmenn þess.
Ragnar Örn var ástríðufullur maður.
Raggi var einn af litlum hópi
starfsmanna á auglýsingadeildinni
þegar Mogginn var í Aðalstræti.
Hópur sem var samhentur og
kraftmikill og lagði sitt af mörkum til
að gera Moggann að góðum, traust-
um fjölmiðli. Af þessum litla hópi eru
nú þrjú látin og öll langt um aldur
fram. Það er einkennilegt til þess að
hugsa þegar litið er til baka. Raggi
var einn samviskusamasti maður
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og
hverju einasta verkefni sem hann tók
að sér skilaði hann frá sér betur en til
var ætlast.
Fyrir bragðið vann hann ævinlega
langan vinnudag þegar því var að
skipta. Hann var sérstaklega list-
rænn að eðlisfari og hafði unun af að
gera hluti sem áður höfðu ekki verið
reyndir. Raggi var frumkvöðull í að
bjóða viðskiptavinum blaðsins upp á
þjónustu sem var í því fólgin að setja
upp auglýsingarnar með listrænum
hætti þannig að þær vektu frekar at-
hygli en ella. Fyrir þetta var hann
ákaflega vel liðinn af viðskiptavinum
blaðsins og þeir beindu viðskiptum
sínum til Moggans frekar en annarra
miðla, ekki síst vegna þeirrar þjón-
ustulundar sem Raggi og samstarfs-
menn hans unnu af alúð og sam-
viskusemi.
Það dýrmætasta sem Mogginn á
eru traustir starfsmenn sem hafa
gert blaðið að því sem það er í dag.
Öflugt fyrirtæki sem hefur það að
leiðarljósi að koma á framfæri í
blaðinu því sem skiptir máli í okkar
litla samfélagi og að því vinnur gott
og traust fólk en einn af þeim kveður
nú í dag og blessuð sé minning hans.
Minningin um Ragnar Örn mun
lifa í brjósti þeirra sem fengu þann
heiður að kynnast honum á lífsleið-
inni. Þar fór drengur góður sem aldr-
ei gerði neitt nema í þeim tilgangi að
gleðja aðra. Engum honum líkum hef
ég kynnst og þakka honum fyrir
samfylgdina sem stóð í nokkur ár en
hefði gjarnan mátt verða lengri.
Við Margrét sendum Jonný, börn-
um, ættingjum og samstarfsmönn-
um Ragga innilegar og hugheilar
samúðaróskir. En minningin um
góðan dreng lifir.
Baldvin Jónsson.
Í dag fer fram útför Ragnars Arn-
ar Ásgeirssonar, vinnufélaga míns
og vinar, sem er látinn langt um ald-
ur fram. Langar mig að minnast
hans með nokkrum orðum.
Ragnar starfaði hjá Morgun-
blaðinu í nær fjóra áratugi, lengst af
hjá auglýsingadeild blaðsins, en þar
kynntumst við er ég fór að starfa hjá
Myndamótum. Mikil tengsl voru
milli þessara fyrirtækja og við sam-
einingu þeirra urðum við samstarfs-
félagar innan sömu deildar Morgun-
blaðsins.
Ragnar var mjög farsæll í starfi,
enda einstaklega smekkvís og lista-
maður af guðs náð, þegar um var að
ræða að gera fagran prentgrip, og
voru þær ófáar auglýsingarnar, sem
báru handbragði hans fagurt vitni.
Hið ljúfa fas Ragnars kom sér oft
vel, því að við framleiðslu dagblaðs
verður að halda stillingu, þó að mikið
gangi á. Á slíkum stundum haggaðist
hann ekki og með sínu ljúfa brosi
sagði hann í mesta lagi: „Ég skal
bjarga þessu, hafið ekki áhyggjur.“
Og með það sama hófst hann handa,
ekki með háreysti eða látum, nei, það
var ekki hans háttur. Mér fannst það
mikil forréttindi að fá að vinna með
honum í þau ár sem við vorum nánir
starfsfélagar.
Utan vinnutíma áttum við Ragnar
sameiginleg áhugamál, þar sem
skíðamennska og golfiðkun komu
helst við sögu. Fórum við saman til
útlanda á skíði með góðum félögum
þar sem fegurð og kyrrð fjallanna
heillaði og er gott að hugsa til þess að
fyrir aðeins ári fóru þau Ragnar og
Jónína með alla fjölskylduna í skíða-
ferð til Ítalíu, sem heppnaðist mjög
vel og hann fékk að njóta, áður en
veikindin lögðust af fullum þunga á
hann.
Því miður get ég ekki fylgt Ragn-
ari Erni síðasta spölinn, en okkur
Hrefnu konu mína langar að þakka
honum fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman og sendum
Jónínu, börnum þeirra og öðrum að-
standendum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar.
Ólafur Brynjólfsson.
Skjótt hefur sól brugðið sumri
Því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
Sofinn er nú söngurinn ljúfi
í svölum fjalldölum.
Grátþögull harmafugl hnípir
á húsgafli hverjum.
(Jónas Hallgr.)
Ragnar Örn Ásgeirsson, frændi og
kær vinur, er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Það er sárt að þurfa að
horfa á eftir þessum mæta dreng
hverfa af sjónarsviðinu frá kærri
fjölskyldu og ábyrgðarstarfi. Minn-
ingar hrannast upp við lát hans, sem
allar eru ljúfar og góðar enda vand-
aður maður sem nú hefur kvatt lífið.
Föðursystir mín kom með hann um
ársgamlan til okkar í Syðra-Lang-
holt og dvaldi þar jafnan mikið á
sumrin hjá foreldrum sínum, bróður
og mágkonu með börn sín sem urðu
sex en Ragnar var þeirra elstur. Það
var oft glatt á hjalla á mannmörgu
sveitaheimili og sitthvað ærslast eins
og gengur og eru þessar minningar
sveipaðar sólarljóma. Þegar Ragnar
var orðinn tækur til verka fór hann
sem snúningastrákur í sveit, sem
kallað var, til Margrétar móðursyst-
ur sinnar í Miðfelli. Þar var hann í
fimm sumur og eftir það eitt sumar
vinnumaður hjá okkur í Syðra-Lang-
holti. Oft heyrði ég á Ragnari hve
honum þótti það mikils virði að hafa
fengið að komast svo náið í snertingu
við sveitalífið á sínum æskuárum.
Hann lærði prentiðn og helgaði
Morgunblaðinu sína starfskrafta,
vann af alúð og þekkingu enda vin-
sæll og virtur starfsmaður, hann var
hvers manns hugljúfi. Vegna frétta-
ritarastarfa minna á Morgunblaðinu
hitti ég frænda minn oft og iðulega.
Þá kom jafnan þetta; sæll frændi,
hvað er að frétta að austan. Hugur
hans var oft hjá okkur í sveitinni
fögru sem fóstraði hann ungan, hann
vildi gjarnan vita hvað var að gerast í
stórfjölskyldunni og fylgdist vel með
okkur. Þá var oft slegið á létta
strengi því jafnan var stutt í skopið
sem hann fór þó alltaf vel með. Hann
kom á ættarmótið í Syðra-Langholti
með fjölskyldu sinni sumarið 1999 en
þá var hann farinn að kenna sér þess
meins er ekki var við ráðið. Það var í
síðasta sinn sem hann kom hingað
austur.
Með Ragnari er genginn drengur
góður, vandaður og prúður. Ungur
kvæntist Ragnar eftirlifandi eigin-
konu sinni, Jónínu Ágústsdóttur,
mikilli mannkostakonu sem hann
mat mikils. Þau eignuðust þrjú
mannvænleg börn, þetta var sam-
heldin fjölskylda sem bjó í norðurbæ
Hafnarfjarðar. Það reyndi mikið á
Jonný, konu hans, þegar Ragnar
veiktist en hetjan sú gerði allt til að
gera honum lífið sem léttbærast.
Hún var alltaf hans stoð og stytta og
reyndi mikið á hana í veikindum eig-
inmannsins. Líknsamur getur dauð-
inn orðið þeim sem eiga erfiða
sjúkravist án afls og máttar og nú
hefur Ragnar gengið á vit þess er
öllu ræður. Guð blessi minningu um
góðan dreng með þakklæti fyrir allt
sem hann gaf okkur frændfólki fyrir
austan.
Elskulegri eiginkonu og fjölskyldu
votta ég innilega samúð.
Sigurður Sigmundsson.
Það er margt sem fer um hugann á
sorgarstundu sem þessari. Við hugs-
um til baka, sum allt að 30 ár, og rifj-
um upp minningar sem við eigum um
Ragnar Örn; hönnuðinn, „planar-
ann“ og ekki síst „bjargvættinn“.
Það var ekki óalgengt að ganga inn á
auglýsingadeild og heyra að einhvert
okkar var að hrópa: „Hvar er Raggi?
Hefur einhver séð Ragga, ég verða
að tala við hann“. Og oft var ástæðan
sú að einhver okkar hafði lent í vand-
ræðum, t.d. gleymt að bóka auglýs-
ingu og nú þurfti að bjarga þessu í
einum grænum og þá var aðeins einn
maður sem kom til greina; Raggi.
Hann birtist fljótlega með sitt rólega
fas, byrsti sig svona til málamynda,
fór af stað og „bjargaði“ málinu.
Hann var öryggislínan okkar, hann
var sá sem tók á sig skammir frá öðr-
um deildum og stóð í alls konar þrasi,
kom stundum hundfúll og þreyttur
inn á auglýsingadeild og sá sem átti í
hlut varð skömmustulegur. Ef hann
reiddist var ástæða fyrir því, en aldr-
ei stóð það lengi yfir, hann kom fús til
sátta mjög fljótlega. Raggi var dag-
farsprúður maður og gat verið ótrú-
lega orðheppinn og oft var það eitt-
hvað sem „laumaðist“ upp úr honum
og maður gat velst um af hlátri í
lengri tíma á eftir. Við erum öll búin
að þekkja Ragga í mörg ár, fylgjast
með börnunum hans og Jonný, sjá
blikið í augunum þegar að hann tal-
aði um þau og ekki síst afabörnin
sem hann var svo stoltur af. Við
sjáum á eftir manni sem okkur þótti
afskaplega vænt um og erum þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum með
honum. Við biðjum góðan Guð að
gefa fjölskyldu hans styrk til að tak-
ast á við þessa miklu sorg.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi minningu Ragnars
Arnar Ásgeirssonar.
Fyrrverandi og núverandi
starfsmenn á auglýsingadeild.
Ég vil helst fara aftur í tímann og
sitja með þér inn á skrifstofu á Morg-
unblaðinu í dagslok. Þar spjölluðum
við um heima og geima en stundum
ekki neitt; við þurftum þess ekki.
SJÁ SÍÐU 46
!" #
$% % &
' ( %
! "# $#
%# ! &" ' "(## ) #& $#
## ! $# ##('!&
&" '
*#*#$*#*#*#
*
+,-
. ' '/01
$ )
2 '!( ')'!' 3
+(
,-) ( 3 # &' ' ) #& $#
!* %# ) #& &" ' '#3 $#
"#- ) #& $# -4 5 ' &" '
6&
) #& &" '
!7 -2
!7 $#
*#*#$*#*#*#