Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 49

Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 49
heimsókn, þessi frændi minn úr hinni stóru Reykjavík, til þeirra heimahaga þar sem hann forðum lifði uppvaxtarár sín og manndóms- skeið. Og einhvern veginn fannst mér að allir Reykvíkingar hlytu að vera eins og Jónas, óaðfinnanlegir í klæðaburði með gljáandi leðurtösk- ur og angandi af kölnarvatni. Því þannig birtist hann mér ávallt, gesturinn úr hinni fjarlægu höf- uðborg, sannur „sjentilmaður“ í þess orðs bestu merkingu. Ekki fölnaði sú ímynd er ég síðar fékk færi á að sækja hann heim syðra þar sem þau hjón, frú Kristín og hann, höfðu búið fjölskyldunni glæsilegt heimili í Laugarásnum. Þar var sama hvert litið var, ytra sem innra: Taka mátti undir með heimspekingnum Altúngu í „Birt- ingi“ Voltaires að allt vissi til hins besta í þessum besta heimi allra heima. Jafnvel bláu Mercedes-bíl- arnir sem frændi minn ók jafnan voru gljábónaðir þegar hretviðri hausts og vetrar ataði farkosti ann- arra borgarbúa. Ætla hefði mátt að slíkur maður væri ofláti og upp- skafningur – en ekkert var Jónasi fjær. Þvert á móti mótaðist persóna hans og allt hans far af yfirlæt- isleysi þess sem einn fær talist sannur aðalsmaður. Og það var Jónas fram í fingurgóma, enda fæddur og mótaður í umhverfi þess Seyðisfjarðar fyrri tíðar þar sem stífasta kurteisi og háttvísi taldist aðal hvers bæjarbúa og heimamenn töluðu norsku á sunnudögum. Þótti mér sem þar færi hinn síðasti af þessari horfnu kynslóð seyðfirskra „aristókrata“ og er í sannleika skarð fyrir skildi við fráfall hans, á tímum þegar fæstir kunna þéringar vansalaust, hvað þá djúpristari hirðsiði. Og víst er um það að heimahagarnir áttu sterk ítök í honum. Á efri árum sínum sagði hann mér margt af árum sínum eystra og bæjarlífinu í þá tíð er hann sinnti þar verslunarstörfum og fyrirtækjarekstri. Einnig leyfði hann mér að heyra merkar upp- tökur sínar er hann gerði þar á ár- unum fyrir og um 1950 er hann eignaðist galdratæki sem stálþráð- ur nefndist og var forgengill síðari tíma upptökutækni. Stálþráðinn góða, sem varðveitir raddir löngu horfinna Seyðfirðinga, átti Jónas til dauðadags og sá ekki á gripnum fremur en öðrum eigum hans. Einn viðmælenda hans var bæjarskáldið Jóhannes Arngrímsson sem árið 1932 orti snjallan gamanbrag um kórfélaga sína í karlakórnum „Braga“. Þar segir m.a.: Gunnþór oft glennir hvoft, gaggar eins og tófa. Alfreð kvað alltaf að eins og smali að hóa. Jónas vel víst ég tel vella eins og spóa, svo er talin ágæt halarófa. Varð mér hugsað til þess, þá er ég frétti fráfall Jónasar, að þar væri fallinn síðasti kvisturinn af meiði þessa fríða „Braga“hóps árs- ins 1932 og með honum vitnisburð- ur um fjölskrúðugt menningarlíf á Seyðisfirði þessara liðnu ára þeirra Jóns Vigfússonar, Inga T. Lárus- sonar og bæjarskáldanna þrjátíu. Óhætt tel ég að segja að Jónas frændi minn hafi verið hamingju- maður. Lífið færði honum flest það sem einum manni getur best hlotn- ast: Hamingju í einkalífi, gott starf og góða heilsu lengst af. Líf hans allt var sem staðfesting á boðskap Hórasar um integer vitae sceler- isque purus og sjálfur var hann holdtekja grandvarleika og heiðar- leika. Eins þótt hann lifði og hrærð- ist í viðskiptum allan sinn starfs- feril missti hann aldrei sjónar á lögmálum heilbrigðra viðskipta- hátta. Mun enda mála sannast sem góðvinur hans sagði við mig nýverið að „aldrei hefði neinn tapað á við- skiptum við hann Jónas.“ Rekstur Síldar- og fiskimjölsverkssmiðjunn- ar í Reykjavík, sem hann hafði með höndum um áratuga skeið, rækti hann af stakri prýði og ekki ofmælt að hann hafi skilað þar góðu búi í hendur arftaka sinna. Sé það svo, sem kennimenn boða, að menn njóti verka sinna og velgjörða héðra í annarri tilveru, örvænti ég ekki um hag Jónasar Jónssonar í öðrum heimi. Eftirlifandi konu hans, frú Krist- ínu Ingvarsdóttur, og frændfólki mínu votta ég samúð mína í missi þeirra. Jón B. Guðlaugsson. Mikill höfðingi er látinn. Hinn mætasti og besti drengur og mann- kostamaður sem hugsast getur. Jónas Jónsson var fæddur í Seyðisfirði árið 1912 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum . Hann lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands árið 1931. Að námi loknu starfaði hann um skeið við verslun föður síns á Seyðisfirði. Hinum unga manni voru brátt falin mörg félags- og ábyrgðarstörf í heimabyggð sinni sem hann leysti af hendi með þeim krafti, dugnaði og fyrirhyggju sem honum voru eiginleg alla tíð. Það kom ekki á óvart að síðar var honum falin framkvæmdastjórn Síldarbræðslunnar hf. á Seyðisfirði árið 1943. Hann stýrði fyrirtækinu til ársins 1953, en þá var hann þekktur sem forystumaður á sínu sviði og hafði öðlast traust og virð- ingu þeirra í þjóðfélaginu sem þekktu manninn og störf hans. Haustið áður hafði verið sóst eftir honum og hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar hf. í Reykjavík. Hann hóf þar störf hinn 8. mars 1953. Verksmiðjan var jafnan kennd við Klett þar sem hún var staðsett. Eftir að Jónas hafði starf- að þar um skeið var nafn hans jafn- an tengt þessum stað. Hann varð í hugum fólks „Jónas á Kletti“. Það átti vel við því maðurinn var sem klettur í öllu starfi og gerð. Þekktur fyrir dugnað, drenglyndi, greind og ákveðna en ljúfa fram- komu. Jónas kom auk þessa víða við og vann mörg merk störf hið syðra, sem aðrir gera væntanlega skil en verða ekki rakin hér. Þegar Jónas tók við fram- kvæmdastjórn verksmiðjunnar á Kletti var hún að ýmsu í frumstæðu fari eins og víða gerðist um slík fyr- irtæki á þeim tíma. Það var engum ljósara en Jónasi, sem þekkti þenn- an rekstur. Hann gerði eigendum fyrirtækisins ljóst ýmislegt sem betur mætti fara þegar hann hafði kynnst verksmiðjunni og rekstri hennar . Eigendur tóku fullt tillit til þessa, enda var þeim ljós reynsla hans og þekking á þessu sviði. Gagngerðar endurbætur voru brátt gerðar á verksmiðjunni, tækjakost- ur aukinn og bættur. Afköst og hagræðing jukust að miklum mun og hagur félagsins tók fljótt að vænkast. Verksmiðjan breyttist úr því að vera frekar frumstætt fyr- irtæki í það að verða með þeim um- svifamestu í samskonar rekstri. Margir framkvæmdastjórar verk- smiðja seldu afurðir sínar til út- landa gegnum umboðssala, en Jón- as annaðist það að mestu sjálfur fyrir verksmiðjuna og tókst afar vel. Hann þekkti flesta þætti þessa sviðs frá því áður og hafði beint samband við erlenda kaupendur án milliliða. Hann var ágætur tungu- málamaður. Eigendur Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar keyptu þrjá togara um miðjan sjötta áratug og hinn fjórða í lok hans. Í upphafi þessa reksturs var Andrés Pétursson ráð- inn framkæmdastjóri útgerðarinn- ar. Skrifstofur að Kletti voru nokkru síðar fluttar þaðan og sam- einaðar í Hafnarhvoli við Tryggva- götu árið 1957. Jónas var samtímis ráðinn framkvæmdastjóri togaraút- gerðar, ásamt Andrési þar til hinn síðarnefndi flutti til Akureyrar og varð framkvæmdastjóri togaraút- gerðar þar. Jónas varð nú framkvæmdastjóri alls fyrirtækisins. Næsti áratugur var tími stórkost- legra athafna og framkvæmda félagsins. Árið 1963 var síldarverksmiðjan í Örfirisey keypt, hún endurnýjuð að miklu leyti á næstu árum og rekin af miklum krafti ásamt verksmiðj- unni að Kletti. Ári 1965 keypti fyrirtækið og rak stórt flutningaskip sem hlaut nafnið „Síldin“ og var haldið úti um árabil. Það var keypt til að flytja síld og loðnu af fjarlægum miðum og afla þannig verksmiðjunum hráefnis. Skipið kom í góðar þarfir á meðan síldar og loðnu naut við. Stjórn félagsins ákvað að hætta togaraútgerð árið 1967 vegna tregra aflabragða og óviðunandi taps á rekstri í kjölfar þess. Erf- iðleikar sjávarútvegsins keyrðu um þverbak þegar síldveiði brást sam- fara miklu verðfalli sjávarafurða á þessum tíma. En eins og sjá má af framan- skráðu voru umsvif fyrirtækisins mikil á löngu tímabili og í mörg horn að líta fyrir framkvæmda- stjóra þess. Það óx Jónasi ekki svo mjög í augum að hann varð nánast að leggja nótt við dag í starfi sínu. Hann var einstakur stjórnandi og mikil hamhleypa. Þótt viðfangsefnin væru mjög fjölþætt hafði hann ávallt yfirsýn og stjórn á þeim öll- um svo aðdáunarvert er. Þegar á móti blés var hann hinn sterki „Jónas á Kletti“ en þegar allt fór að óskum var hann hinn ljúfi foringi. Þegar Jónas hætti störfum árið 1988 að eigin ósk, var fyrirtækið Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf., sem hann hafði stjórnað um áratuga skeið, betur fjárhagslega statt en áður gerðist. Mannkostir Jónasar komu ekki síður í ljós í samskiptum hans við starfsfólk fyrirtækisins. Þau ein- kenndust af einurð, en ekki síður af hlýju hjartalagi og ljúfmennsku sem voru ríkir þættir í fari hans. Vandaðri og hreinskiptnari mann er vart hægt að hugsa sér. Það var m.a. vegna þessa að fastir starfs- menn félagsins störfuðu afar lengi hjá því, sumir jafnvel í áratugi. Það er hægt að skrifa mikið um ágæti afburðamanns, svo mjög að þannig gæti farið að þau skrif sner- ust í andhverfu sína fyrir þá sem ekki þekkja til. Því lýk ég hér skrif- um um Jónas að þessu leyti en gæti haldið lengi áfram. Þó er ekki úr vegi að geta þess að Jónas var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar árið 1976. Undirritaður réðst til fyrirtæk- isins ári áður en Jónas kom þangað hinn 8. mars 1953 en hugðist skipta um starf. Með komu Jónasar breyttist dimman í birtu eins og hendi væri veifað. Við Jónas urðum fljótlega bestu kunningjar og síðar góðir vinir. Sú vinátta hefir haldist. Samgangur fjölskyldna okkar varð einnig mjög náinn. Eiginkonur okkar urðu vinir. Börn okkar hittust og kættust sam- an. Það var ljúft að sjá og heyra. Mér er löngu ljóst hver gæfa það var fyrir mig, ungan að aldri, að eiga samleið og öðlast vináttu svo heilsteypts heiðursmanns og góðs vinar sem Jónas reyndist mér og mínum alla tíð. Í einkalífinu var Jónas Jónsson mikill gæfumaður. Hann kvæntist Kristínu Ingvarsdóttur árið 1955, glæsilegri og góðri konu, höfðingja heim að sækja, dóttur Ingvars Sig- urðssonar dr. phil. og Mörtu Ein- arsdóttur konu hans. Hið fagra og glæsilega heimili þeirra Kristínar og Jónasar að Laugarásvegi 38, er þau byggðu fyrir rúmum þremur áratugum af meðfæddri smekkvísi, ber glöggt vitni um reisn húsráð- enda. Börn þeirra eru Jón Gunn- laugur, læknir og Inga Marta hjúkrunarfræðingur, myndarlegt og vel menntað fjölskyldufólk á besta aldri. Við hjónin kveðjum Jónas í kær- leika og þökk fyrir að hafa átt að vini þennan góða og trausta heið- ursmann. Margar ljúfar minningar um samstarfs- og samverustundir eiga eftir að hlýja um hjartaræt- urnar. Blessuð sé minning Jónasar Jónssonar Kristínu, börnunum, mökum og börnum þeirra vottum við einlæga samúð okkar. Megi hinn hæsti blessa þau öll og vernda. Annie og Þorsteinn R. Helgason, fv. skrifstofustjóri. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 49 Aðaltvímenningurinn á Húsavík Aðaltvímenningur Bridsfélags Húsavíkur hófst sl. mánudagskvöld með þátttöku fjórtán para. Spilaður er barómeter með sjö spilum í um- ferð. Að loknum þremur umferðum er staða efstu para þannig: Friðrik – Torfi 28 Óli – Pétur 24 Hilmar – Gunnlaugur 12 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmótinu í sveitakeppni er nú lokið. Sveit Sparisjóðs Norð- lendinga varð Akureyrarmeistari en aðeins voru 10 stig í næstu sveit. Í sigursveitinni voru: Björn Þorláks- son, Reynir Helgason, Sveinn Páls- son og Jónas Róbertsson. Lokastaðan varð þessi: Sparisjóður Norðlendinga 328 Grettir Frímannsson 318 Frímann Stefánsson 306 Gylfi Pálsson 302 Stefán Vilhjálmsson 276 Næsta mót er tveggja kvölda Góu- tvímenningur. Spilakvöld Brids- félags Akureyrar eru á sunnudögum þar sem spilaðir eru eins kvölds tví- menningar og á þriðjudögum þar sem eru lengri mót. Spilað er í félagsheimili Þórs og hefst spila- mennska kl. 19:30 og eru allir vel- komnir. Aðstoðað er við myndun para. Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Hinn 5. febrúar sl. lauk fjögurra kvölda aðaltvímenningi Bridsfélags Dalvíkur og Ólafsfjarðar (BDÓ) með þátttöku 12 para. Meðalskor allra kvölda var 480. Úrslit urðu eftirfar- andi: Hákon Stefánsson – Stefán Jónsson 559 Hákon Sigmundss. – Kristján Þorst. 555 Þorsteinn Ásgeirsson – Jón Halldórss. 515 Jón A. Jónsson – Rafn Gunnarsson 512 Jón Kr. Arngr. – Anton Þ. Baldvinss. 489 Stefán Steinss. – Zophoníus Jónmundss. 485 Eva Magnúsd. – Sigríður Rögnvaldsd. 483 Sundlaug Dalvíkur gefur verð- launin á mótið. Aðalsveitakeppni félagsins hefst síðan hinn 26. febrúar og verður dregið í sveitir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.