Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 50

Morgunblaðið - 16.02.2001, Side 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Þ. Sig-urðsson fæddist á Hamraendum í Hraunhreppi 1. sept- ember 1924. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson bóndi, f. 20. október 1868, d. 16. apríl 1956, og Guðmund- ína Þorbjörg Andr- ésdóttir, f. 9. mars 1891, d. 8. júlí 1980. Ólafur ólst upp í Skálanesi, Hraunhreppi. Systkini hans eru: Eiríkur Kúld, f. 17. sept- ember 1917, d. 11. febrúar 1988; Anna Guðrún, f. 21. september 1921; Jósef, f. 4. nóvember 1926; Ólöf, f. 21. febrúar 1930, og fóst- ursystir Svala Guðmundsdóttir, f. 6. ágúst 1942. Þá átti Ólafur fimm eldri hálfsystkini samfeðra: Þórð- ur, f. 14. október 1900; Guðný, f. 27. júlí 1902; Ólöf, f. 23. september 1903; Gréta Gunnhildur, f. 1. sept- ember 1907, og Lilja, f. 19. febrúar 1909. Þau eru öll látin. Ólafur kvæntist 1. desember 1950 Guðríði Ólafsdóttur frá Reynisvatni í Mosfellssveit, f. 28. mars 1929, d. 30. desember 1998. Þau slitu samvistir. Þeirra börn 1954, kvæntur Maríu Her- mannsdóttur, f. 21. apríl 1959. Sonur Einars er Hjálmar Leó, f. 21. október 1979. Ólafur kvæntist 12. janúar 1957 Olgu Ólafsdóttur, f. 29. maí 1935. Þau slitu samvistir 1989. Þeirra börn eru: 1) Helga, f. 10. desember 1956, gift Halldóri Arasyni, f. 15. október 1957. Þeirra börn eru: a) Björg, f. 25. apríl 1988, og Arna Þorbjörg, f. 10. febrúar 1993. Dótt- ir Helgu er Harpa Rós Gísladóttir, f. 12. mars 1978, sambýlismaður hennar er Ásgeir Ólafsson, f. 10. október 1973, þeirra sonur er Oli- ver Andri, f. 29. febrúar 2000. 2) Þorbjörg Kristín, f. 15. janúar 1959, gift Guðmundi Ármannssyni, f. 24. mars 1955, þeirra sonur er Andri Austmann, f. 30. júlí 1996. Synir Þorbjargar Kristínar eru: Ingi Björn, f. 15. maí 1979, sam- býliskona hans er Birgitta Birgis- dóttir, f. 15. október 1975, og Ólaf- ur Bragi, f. 15. apríl 1981. 3) Sveinn Ómar, f. 12. nóvember 1964, kvæntur Þórkötlu Svein- björnsdóttur, f. 9. ágúst 1964. Þeirra sonur er Björn Helgi, f. 22. mars 1995. Dóttir Sveins Ómars er Stefanía, f. 19. mars 1989. Ólafur var í sambúð með Mar- gréti Geirsdóttur, f. 14. júní 1934. Ólafur stundaði sjómennsku frá því að hann var unglingur en vann við bifreiðastjórastörf síðustu 12 árin. Einnig vann hann sem leið- sögumaður í laxveiðiám. Útför Ólafs fer fram frá Vídal- ínskirkju, Garðabæ, í dag og hefst athöfnin klukkan 15 eru: 1) Þóra Björg, f. 5. júlí 1950, gift Sig- urjóni Þorkelssyni, f. 15. september 1946. Þeirra börn eru: a) Anna Kristín, f. 9. maí 1971, sambýlismaður hennar er Örn Svav- arsson. b) Guðrún Björk, f. 30. október 1972, hennar börn eru Marey Þóra, f. 6. febrúar 1995, og Írena Líf, f. 27. ágúst 1999. Sambýlismaður henn- ar er Hafsteinn Svein- björnsson. c) Linda Guðríður, f. 14. maí 1975, sam- býlismaður hennar er Yngvar Guðjónsson, og þeirra dóttir er Auður Sif, f. 2. nóvember 2000. d) Sigurjón Þorkell, f. 4. maí 1982, e) Hilmar Þór, f. 23. september 1988. 2) Rósa, f. 19. ágúst 1951, hennar börn eru Ólafur Þór, f. 15. ágúst 1971, og Pétur Axel, f. 16. sept- ember 1980, hans sonur er Krist- ófer Þór, f. 8. desember 1997, barnsmóðir Rebekka Morrison. 3) Reynir, f. 30. október 1952, kvænt- ur Sigríði Stefánsdóttur, f. 5. mars 1955, þeirra synir eru Stefán, f. 16. nóvember 1977, og Gylfi, f. 15. nóvember 1986. Sonur Ólafs með Guðrúnu Einarsdóttur frá Ekkju- fellsseli er: Einar, f. 20. desember Þá ertu floginn, elsku pabbi minn, inn í dýrðarinnar Paradís þar sem allt er svo fallegt og öllum líður svo vel. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hugann nú þegar þú ert farinn frá okkur en mest er þó minningin um ástúð þína og um- hyggju. Tilhlökkun lítillar hnátu eftir pabba að koma heim af sjónum, kúra í fanginu og tína hreistrið af hand- leggjunum, sitja í vörubílnum með þér og fara í sölutúra og spjalla um heima og geima, að ótöldum marg- umtöluðu klósettsamtölunum á ung- lingsárunum sem svo oft hefur verið gantast með. Þú vildir alltaf vita hvernig okkur liði og vera til staðar, faðma og hugga ef eitthvað bjátaði á. Þú varst dugnaðarforkur til vinnu og snyrtipinni mikill og þegar við vor- um að byrja að vinna fyrir okkur varstu vanur að hvetja okkur til að skila vinnu okkar vel. Þú varst svo heppinn að eiga langan starfsaldur og góða heilsu og varst á fullu stími þangað til í fyrrasumar að veikindin bönkuðu upp á. Þá sýndirðu okkur hversu mikill hörkukarl þú varst. Þú varst svo ákveðinn að yfirstíga þenn- an þröskuld og það gerðirðu af svo miklum dugnaði. Það er margt smáfólkið sem á eftir að sakna þín, pabbi minn, því að þú varst svo mikill barnakarl og þau soguðust að þér alla tíð. Þegar strák- arnir mínir voru litlir og við bjuggum í næsta húsi við ykkur mömmu var oft hlaupið yfir til ykkar og nafni þinn sagði ævinlega við þig, afi, komdu upp í sófa og þangað fóruð þig og hringuðuð ykkur saman og spjölluðuð um allt á milli himins og jarðar. Síðustu árin hefur verið svo- lítið lengra á milli okkar, en ég geymi í minningunni nokkra yndis- lega daga þegar þið Magga komuð til okkar í allavega veðri allt frá 0 til +20 stiga hita og hlógum við oft að því. Ég var viss um að þið ættuð eftir að koma aftur í sumar og ég veit að þú gerir það þótt á annan hátt verði. Það var svo núna í byrjun janúar að við fengum þær fréttir að krabba- meinið væri komið af stað aftur og voru það mikil vonbrigði, þú sem varst allur farinn að hressast og við að vona að þú gætir notið lífsins, hættur að vinna og gætir nú bara farið að leika þér. Þú varst hetjan okkar, sýndir mikinn dugnað og æðruleysi og alltaf með spaug og gamansögur á lofti milli verkja. Starfsfólki á deild 7-A á Landspít- alanum í Fossvogi þökkum við frá- bæra umönnun, hlýlegt viðmót og yndislegheit við okkur sem vildum vera hjá þér og halda utan um þig allan sólarhringinn. Við söknum þín svo óendanlega mikið, ástarkúlan okkar, en gleðjumst jafnframt í hjörtum okkar yfir að núna líður þér vel þar sem þú svífur seglum þönd- um um himinsins Paradís með öllum hinum fallegu englunum okkar. Ég kveð þig um sinn, minn eini, með nokkrum ljóðlínum sem þið bræðurnir sunguð svo oft og þú spil- aðir undir á gítarinn þinn. Fjarlægjast fjöllin blá fleyið ber mig frá landi. Aftur þrái ég þig að sjá. Það verður ósk mín og þrá. Þegar legg ég frá landi, út á hinn lognblíða kyrra sjá falla bylgjur að björtum sandi, að bera kveðju mér frá. Fjarlægjast fjöllin blá fleyið ber mig frá landi. Aftur þrái ég þig að sjá, það verður ósk mín og þrá. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Kristín. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Elsku pabbi minn. Hinsta kveðja með bæninni sem þér þótti svo vænt um. Þín dóttir, Rósa. Lífsglaður maður féll frá þegar tengdafaðir minn hann Ólafur Þ. Sigurðsson lést hinn 7. febrúar sl. Ég kynntist Óla fyrir um 20 árum þegar leiðir okkar Helgu dóttur hans lágu saman. Óli var þá sjómaður á millilandaskipum og hafði verið það til lengri tíma. Hann kom mér þá fyrir sjónir sem hrjúfur maður sem greinilega hafði oft migið í saltan sjó, en það viðhorf átti eftir að breytast. Óli kom fljótlega eftir þetta í land og vann við ýmis störf áður en hann fann sig sem riddari götunnar á sinni eigin bifreið hjá Sendibílastöðinni. Hvort það var nýuppgötvuð þjón- ustulund vegna akstursins, innri ró yfir að festa landfestarnar, eða að ég fékk að kynnast honum betur, þá vék hrjúfleikinn, sem ég ímyndaði mér í fyrstu, í blíðu, kærleika og vinsemd. Eftir mörg ár hjá Sendibílastöð- inni var farið að halla í sjötugsald- urinn hjá Óla og hafði ég það á til- finningunni að hann færi að draga saman seglin í akstrinum og að hann settist í helgan stein, en það var nú öðru nær. Óli keypti sér farsíma og viðskiptin blómstruðu sem aldrei fyrr. Hjálpsemin og hið glaða viðmót löðuðu að sér viðskiptavini sem gátu nú náð í hann beint. Þetta veit ég því í hvert sinn sem hann kom á skrif- stofuna em ég vinn hjá, til að ná í bréf eða böggul, kom léttleikinn og „vorið“ með honum. Óli vann við aksturinn allt til sl. hausts þegar hann var skorinn upp við meini sem síðan dró hann af leikvelli lífsins, okkur öllum aðstandendum hans til mikils harms. Óli var ákaflega söngelskur mað- ur, söng sjálfur og spilaði á gítar. Það voru ófá skiptin sem hann og Jósef bróðir hans skemmtu ættingj- um og vinum með söngatriðum sín- um. Ekki gleymir maður heldur mörgum heimsóknum hans á heimili okkar Helgu, sem hann skaust í milli sendiferða og sagði þá við dæturnar ef þær komu til dyra: „Hæ hæ, er mútta heima“? Elsku tengdafaðir, þakka þér fyr- ir allt og hvíl þú í friði. Halldór Arason. Okkur systkinin langar í fáeinum orðum að kveðja ástkæran afa okk- ar, Ólaf Þ. Sigurðsson eða Óla afa eins og við kölluðum hann alltaf. Minningarnar hrannast upp um Óla afa sem var eftirtektarverður fyrir margt, sterkan karakter, út- geislun sína, ekki síst glaðværð sína og gott skap. Alls staðar þar sem afi lét sjá sig lifnaði yfir mannskapnum í kringum hann. Enda var afi mikil félagsvera og leið fólki ávallt vel meðal hans. Á mannamótum kom afi ávallt með gítarinn með sér og var þá glatt á hjalla og áttu þau systkini afa til að hefja söng sem átti sterkan leik í gleði meðal fólksins í kringum þau. Ofarlega í minni okkar systkin- inna er að þegar við vorum yngri átti Óli afi það til að koma upp í sum- arbústað okkar að Reynisvatni. Við vorum fljót að hlaupa í fang afa er hann birtist þar því mikil gleði fylgdi afa og auðvitað var gítarinn með í för. Ófáar ferðir voru farnar til Grindavíkur, þar sem Óli afi bjó um hríð. Í okkar augum var það ávallt ævintýraferð að fara til Grindavíkur, því vel var tekið á móti okkur og mikil tilhlökkun var að hitta afa. Afi var mikill sjómaður og höfum við heyrt margar góðar sögur af milli- landaferðum hans. Svo mikill sjó- maður var hann að þegar hann hætti á sjónum keypti hann sér lítinn bát til að missa ekki sjómannseðlið í sér. Sjómennskan gaf honum mikið og fórum við ferðir til Viðeyjar og renndum fyrir fisk í leiðinni. Öll höf- um við systkinin farið í ferðir á mis- munandi staði með afa og kunnum við að meta hversu iðinn afi var við að hitta okkur og gefa okkur svona góðar minningar um tímann okkar saman. Óli afi var mjög barngóður og öll unnum við honum mjög. Þegar við rifjum upp samverustundirnar yljar það okkur um hjartarætur og við hugsum hversu rík við erum að hafa fengið að kynnast jafn yndisleg- um manni eins og afi okkar var. Afi barðist til hinsta dags við krabbameinið sem varð honum að aldurtila. Við erum svo stolt af afa hversu sterkur hann var í veikindum sínum. Þrátt fyrir þjáningar hans var ávallt stutt í grínið hjá honum því þannig maður var hann afi að hann varð ávallt að vera með góða skapið með sér. Elsku Óli afi, þú varst svo sann- arlega elskaður af öllum þeim sem hafa þekkt þig, það gerir þig að svo ríkri manneskju, því þú átt svo stóra fjölskyldu. En nú hefur Guð kallað þig til sín en eftir sitja minningarnar sem við munum varðveita í hjarta okkar um ókomna tíð. Takk fyrir að hafa verið þú sjálfur og leyft okkur að vera hluti af þínu lífi. Guð gefi okkur öllum styrk í sorg okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig og varðveiti. Anna Kristín, Linda Guðríður, Sigurjón Þorkell og Hilmar Þór. Það er sárt þegar svona yndislegt fólk deyr eins og afi Óli. Hann var maður sem ég leit upp til, ég dýrkaði hann einfaldlega. Eftir sitja góðar minningar. T.d. er eftirminnilegt þegar ég fór með fjölskyldu minni til Grindavíkur þar sem afi bjó í nokkur ár. Þar var tekið vel á móti okkur, stundum fékk ég að gista og það var spennandi því ýmislegt var brallað. Á leiðinni heim til Reykjavíkur höfðum við um margt að spjalla og þessi elska kom alltaf við í Sædýrasafninu, sem þá var og hét, við Hafnarfjörð því hann vissi hvað mér þótti gaman þar. Er ég saknaði hans þegar ég var lítil þá gekk ég upp á Vatnsendahæð við Seljahverfi og horfði yfir í Hafnar- fjörðinn og reyndi að giska á hvar afahús væri því ég hélt að það væri Grindavík og ætlaði að labba þangað. Svo fór ég með honum vestur á Mýrarnar þar sem hann ólst upp. Það er mér minnisstætt, ofsalega fal- legur staður. Við vorum búin að ákveða að fara næsta sumar saman með mömmu minni og dætrum mín- um, þeim Marey Þóru og Írenu Líf, vestur á Mýrarnar. Hann talaði um að hann sæi stelpurnar mínar fyrir sér leika sér í sandinum þar, við hlökkuðum mikið til, en við förum þangað samt með hann í huga okkar. Mig verkjar við tilhugsunina að vita að hann á aldrei aftur eftir að koma óvænt í heimsókn og segja hæ, hæ eins og hann var vanur að segja. Og hvað ég lifnaði við þegar hann kom í heimsókn eða þegar voru fjöl- skylduboð, þá beið ég eftir að hann kæmi. Hvað þá þegar afi og Jobbi bróðir hans komu saman með gít- arinn og sungu, það er ógleyman- legt, og hann var ómissandi allstað- ar. Hann kunni svo skemmtilegar sögur frá liðnum árum. Svo má ekki gleyma hvað hann var barngóður. Það eru svona minningar sem gefa lífinu lit og verða að dýrmætum fjár- sjóði með árunum. Hann var ekki nema 76 ára, sem er ekki mikið fyrir svona fjörugan, unglegan og myndarlegan mann eins og afi var. Það var mikið áfall þegar hann greindist með krabbamein sl. sumar, hans beið hörð barátta og enginn uppgjafartónn heyrðist, hann ætlaði sér að sigrast á sjúkdómnum en það gekk því miður ekki upp. Hann var hugrakkur og hetja í glímu sinni við sjúkdóminn allt þar til yfir lauk. Elsku afi minn, ég bið til Guðs á hverju kvöldi að hann passi þig og láti þér líða vel og ég syng oft Í bljúgri bæn eins og ég gerði upp á spítala með þér. Ég veit að þú heyrð- ir í mér. Við biðjum þess að kærleik- urinn og ljósið umvefji þig, elsku afi minn, og óska þér velfarnaðar á öðru tilverusviði og megi Guðvarðveita þig. Þó kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Far þú í friði með Guðs blessun. Guðrún, Marey Þóra og Írena Líf. Elskulegi afi minn. Að setjast nið- ur og skrifa minningargrein um þig var nokkuð sem ég hefði aldrei viljað gera, a.m.k. ekki strax. Þótt það sé nú viss léttir fyrir þig að komast úr klóm þessa illvíga og hryllilega sjúk- dóms er samt erfitt að þurfa að sætta sig við að þú sért ekki hér enn þá hjá okkur. Samband okkar hefur alltaf verið sérstakt og við höfum alltaf verið mjög náin og tengd. Við gátum talað saman um heima og geima, enda var aldrei neitt sem þér fannst nógu ómerkilegt í lífi mínu, að það væri ekki þess vert að ræða. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem var um að vera hjá mér. Það hefur lík- lega byrjað vegna þín, elsku afi, hversu sjúk ég var í alla þá eldri karlmenn sem voru „afalegir“ þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi nælt mér í eins og einn „afa“ nánast í hverri heimsókn sem ég fór. Ætli það hafi ekki verið af því að ég þurfti alltaf að hafa einhvern í líkingu við þig í kringum mig. Núna hafa minningarnar hrann- ast upp í kollinum á mér og eru þær óteljandi, allar þær góðu sem við átt- um saman. Vænst þykir mér þó um þær þegar ég var í pössun hjá þér og ömmu Olgu í Grindavík og ég átti að fara að sofa, þá hafðir þú alltaf sér- stakt lag á því að koma mér í rúmið. Þú sagðir alltaf við mig: „Jæja, Rós- in mín, farðu nú upp í rúm og hitaðu afaholu.“ Ég gerði það að sjálfsögðu en sofnaði aldrei eða gaf mig fyrr en þú varst kominn við hliðina á mér, þá var öruggt að fara að sofa. Það var ósjaldan sem ég fékk að aðstoða þig við að raka þig, spurði þig spjörun- um úr, hvernig á að gera hitt og hvernig á að gera þetta. Alltaf hafð- irðu svör við spurningunum, sagðir að hann yrði heppinn, maðurinn sem ég myndi eignast, því að hér væri kona sem kynni að raka hann. Þér fannst það nú ekki leiðinlegt að vita af því hversu mikinn áhuga ég hafði á öllu sem þú gerðir, því það var heil- agt í mínum augum. Eftir að ég flutti að heiman og bjó mér heimili sýnd- irðu mér meiri áhuga ef eitthvað var og ég man hversu hrifinn þú varst af íbúðinni sem við keyptum okkur í fyrravetur. Þegar Ólíver Andri fæddist varstu svo ánægður og auð- vitað eins hrifinn og stoltur af honum og hinum fjölskyldumeðlimunum. Enda áttirðu stóra og ástríka fjöl- skyldu. Öll smáu atriðin í gegnum tíðina eru svo mikilvæg núna, allt það sem þú hefur sagt og gert mun ég geyma í hjarta mér og segja börnum mínum frá, kenna þeim að syngja eins og þú kenndir mér, hafa músíkina lifandi í lífi mínu eins og þú hafðir hana í þínu. Ég trúi því að þú hafir heyrt það sem ég sagði þér uppi á spítala þegar ég kvaddi þig síðast, þá sjáumst við í draumalandinu okkar hress og kát að vanda. Við áttum eft- ir að bralla og tala um margt, en þangað til við hittumst næst gerum við það saman í draumaheiminum. Ég veit að þú átt eftir að verða við ÓLAFUR Þ. SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.