Morgunblaðið - 16.02.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 51
ósk minni og láta mig vita að þú sért
með mér og fylgist með okkur. En
eins og þú sagðir alltaf, segi ég nú við
þig: „Allt í keyinu, elskan, við
sjáumst seinna.“ Afi minn, þú munt
aldrei hverfa úr hjarta mér eða úr
mínu lífi. Takk fyrir að hafa verið í
lífi mínu og hafa verið mér það sem
þú varst mér, það eru forréttindi að
vera komin af svo fallegum og ynd-
islegum manni sem þér. Mér finnst
viðeigandi að enda þessa kveðju á
bæn sem amma Olga kenndi mér
þegar ég var eitt sinn hjá ykkur í
Grindavík.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín elskandi dótturdóttir,
Harpa Rós.
Við kveðjum þig kæri bróðir með
söknuði og þökkum allar yndislegu
skemmtistundirnar sem þú skildir
eftir í hugum okkar. Við getum upp-
lifað margar góðar samverustundir
þegar við hugsum til baka, sjáum þig
koma brosandi með gítarinn þinn í
afmæli eða önnur tækifæri hjá fjöl-
skyldunni, ævinlega hrókur alls
fagnaðar. Mikið hefur verið sungið í
gegnum tíðina allt frá barnsaldri.
Síðastliðið sumar greindist þú
með illkynja sjúkdóm og gekkst und-
ir aðgerð í ágúst og komst á ról furðu
fljótt. Á afmælinu þínu tókstu á móti
fjölskyldunni í setustofu sjúkrahúss-
ins þar sem konan þín, börn og
barnabörn gerðu daginn eftirminni-
legan. Þú tókst veikindum þínum
með einstöku æðruleysi, slóst á létta
strengi og komst um tíma til það
góðrar heilsu að þú gast heimsótt
vini og vandamenn. Sorglega stuttur
varð þessi tími og þú vissir að nú
styttist í endalokin en þú varst tilbú-
inn að taka því sem að höndum bæri.
Allt var gert fyrir þig sem mögulegt
var af læknum, hjúkrunarliði og fjöl-
skyldunni þinni. Konan, börnin og
barnabörn höfðu vaktaskipti við
sjúkrabeð þinn og viku ekki frá,
hvorki nótt né dag, uns yfir lauk.
Guð geymi þig kæri bróðir. Innileg-
ar samúðarkveðjur til þín kæra
Magga og barna hans og fjölskyldna
þeirra.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Systkinin.
Í dag kveðjum við Óla bróður eins-
og ég kallaði hann, ég minnist ann-
ars glaðværðar hans og hlýleika, en
ég var litla fóstursystir, hann var
mér afskaplega góður. Hann var
mjög félagslyndur og þekkti þar af
leiðandi mjög marga. Óli hafði mjög
gaman af tónlist og spilaði á gítar og
söng mjög vel. Hann og Jobbi bróðir
hans voru miklir vinir og þeir nutu
margra góðra stunda saman við spil
og söng, sem við munum alltaf minn-
ast með hlýleika og gleði. Jóhann
maðurinn minn var á sjó með Óla
bróður og minnist hans með þakk-
læti. Ég minnist þess þegar ég eign-
aðist fyrsta son minn, Birgi, þá kom
Óli með glaðværð sína og hressileika
og þá leið manni betur. Hann hafði
gaman af að spjalla um sjóinn og sjó-
mennskuna við Svan son minn þegar
þeir hittust því Óli hafði stundað sjó
frá unglingsaldri og hafði því frá
mörgu að segja. Ég kveð minn góða
bróður með þakklæti, söknuði og
elskusemi sem hann sýndi mér, son-
um mínum og Jóhanni. Ég sendi
innilegar samúðarkveðjur til barna
hans og þín, elsku Magga mín, og
guð styrki ykkur.
Svala S. Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
Nú þegar góður félagi, Ólafur Sig-
urðsson, er kvaddur verður mér
hugsað til ársins 1981 er við Ólafur
kynntumst, er við sigldum saman á
Goðafossi til Bandaríkjanna og Evr-
ópu. Þú, Óli minn, alltaf brosandi og
sást alltaf jákvæðar hliðar á öllu,
hvers manns hugljúfi og alla tíð vel
liðinn af öllum og var mjög ánægju-
legt að njóta þess að starfa með þér.
Síðan árið 1988 lágu leiðir okkar
aftur saman á Sendibílastöðinni og
var mér mikil ánægja að starfa með
þér þar sem þú starfaðir fram á síð-
astliðið ár, er sjúkdómur sá er nú
hefur sigrað gerði vart við sig. Þá má
minnast á lipurðina og liðlegheitin
sem margur viðskiptavinurinn mun
minnast þín fyrir.
Ég kveð þig, Óli minn, og minnist
þess að þegar kvatt er sannast enn
að það er mest virði sem hægt er að
gera öðrum til góðs.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég til allra aðstandenda.
Sigurður Ingi Svavarsson.
Ólafur minn. Ég vona að þér líði
vel en ég hafði vonað að þér myndi
batna af sjúkdómnum. Við töluðum
um daginn og veginn á sendibílastöð-
inni og grínuðumst oft. Við urðum
perluvinir. Við sátum við sama borð
á jólaskemmtuninni hjá Sendibíla-
stöðinni. Þú varst fínn strákur og ró-
legur, það var gaman að tala við þig
og hafðirðu góðan húmor. Nú er
tómlegt á stöðinni eftir að þú ert far-
inn.
Ég votta öllum aðstandendum
samúð mína.
Guð veri með þér.
Stefán Konráðsson.
Fyrir tæpri hálfri öld kynntumst
við hjónin Ólafi Sigurðssyni. Það var
á árum mikilla umbrota í þjóðlífinu,
þar sem allskonar höft og skammt-
anir ollu vandræðagangi í flestu sem
til framfara mætti telja. Í þessu um-
hverfi þróaðist vinskapur okkar
Ólafs.
Hann hóf á þessum tíma búskap
með Olgu Ólafsdóttur, sem er systir
konu minnar. Við ræktuðum með
okkur vinskap, sem við héldum alla
tíð. Ólafur var mjög glaðsinna á
hverju sem gekk. Sögur hans úr dag-
lega lífinu voru sagðar í anda gömlu
þulanna fyrr á árum, með tilheyr-
andi svipbrigðum og látbragði.
Ólafur starfaði mikið á fiski- og
farskipum framan af ævinni og síðan
sem atvinnubílstjóri. Í öllum störfum
hans ríkti mikil snyrtimennska og
umgengni svo góð, að eftir var tekið.
Ólafur var söngmaður góður og
kunni flest lög og texta sem voru í
gangi og tók þá gjarnan upp gítar-
inn. Við þökkum Ólafi allar gleði- og
samverustundir sem hann átti með
okkur. Við geymum þær minningar í
rósagarði fortíðar.
Far í friði yfir móðuna miklu. Fjöl-
skyldu Ólafs sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Kristján og Erla.
Elsku afi okkar!
Nú ertu farinn og þjáningum þín-
um lokið. Það er skrítið að hugsa til
þess að fá þig ekki oftar í heimsókn
til okkar, eða heyra í þér í símanum,
alltaf kátan og hressan og með sömu
kveðjuna: „Hæ, hæ, er mútta
heima?“ og svo í lokin: „Allt í keyinu,
elskan.“ Við systurnar eigum marg-
ar góðar minningar um þig og okkur
þótti svo undur vænt um þig. Það var
ekki annað hægt. Þú varst alltaf svo
góður. Ef þið Magga fóruð til út-
landa komstu alltaf með eitthvað
handa okkur og alltaf vildirðu vera
að gefa okkur eitthvað, þó ekki væri
nema bara pennann í skyrtuvasan-
um þínum. Svo var svo gaman að
heyra þig spila á gítarinn þinn og
syngja. Þú gerðir samt ekki mikið af
því í seinni tíð, en þó síðast í sumar,
áður en þú fórst í uppskurðinn. Þá
lifnaði yfir öllum í kringum þig. Þið
mamma voruð líka svo góðir vinir og
ykkur þótti mjög vænt hvoru um
annað. Elsku afi, við munum alltaf
geyma minninguna um þig í hjarta
okkar, um glaðan mann sem öllum
vildi vel. Við sjáum þig í anda svíf-
andi um með bros á vör að hjálpa
öðrum, með gítarinn á bakinu. Sofðu
rótt, elsku afi. Við elskum þig og
munum alltaf sakna þín, en við vitum
að þú fylgist með okkur Brekkus-
niglunum.
Þínar
Björg og Arna Þorbjörg.
FRÉTTIR
RUSLAFÖTUR eða ruslaturnar geta gagnast fleirum
en nútímafólki umbúðasamfélagsins. Þrösturinn á
myndinni gæti hafa sannreynt þá tilgátu með því að
leita skjóls í turninum við Bæjarins bestu.
Á flestum betri ruslaturnum er líka ágætt útsýnisop
fyrir hnefastórar lífverur og þannig má fylgjast með
bæjarlífinu og tína upp leifar af pylsu í brauði inn á
milli þegar hungrið segir til sín.
Morgunblaðið/Golli
Bæjarins besti útsýnisturn
BORGARAFUNDUR Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði, haldinn í
Hafnarborg, 14. febrúar 2001,
lýsir yfir fyllstu andstöðu við þá
ótrúlegu fyrirætlun bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks að ætla að setja kennslu
grunnskólabarna í bænum í útboð
og á markaðstorg, segir í ályktun.
Einnig segir: „Bæjarbúum og
ekki þá síst foreldrum í Hafn-
arfirði er freklega misboðið með
slíkum tillöguflutningi sem á eng-
an sinn líka. Bæjarbúar munu
ekki sitja þegjandi undir þessari
aðför að því lögverndaða jafnrétti
til náms sem öllum börnum er
tryggt samkvæmt grunnskólalög-
um.
Samfylkingin í Hafnarfirði
mun beita sér af fullu afli gegn
þessum öfgakenndu tillögum og
hvetur jafnframt bæjarbúa til að
standa vörð um traust og ábyrgt
skólastarf í grunnskólum bæjar-
ins og leitar eftir jákvæðu sam-
starfi um enn frekari eflingu
þess.“
Mótmæla útboði á kennslu
grunnskólabarna
ORATOR, félag lagaskólanema,
stendur fyrir málþingi föstudaginn
16. febrúar í hátíðarsal Háskóla
Íslands frá kl. 11–13. Yfirskrift
málþingsins er: Friðhelgi einka-
lífsins – Gagnagrunnar á heilbrigð-
issviði.
Erindi flytja: Sigrún Jóhannes-
dóttir, lögfræðingur og forstjóri
Persónuverndar, en hún ræðir al-
mennt um gildi einkalífsréttar og
persónuverndar í nútímasamfélagi,
Hlynur Halldórsson hdl., en hann
er með meistaragráðu í lögfræði á
sviði upplýsingatækni og fjar-
skiptalögfræði frá University of
London. Hans framsaga mun fjalla
um gagnagrunna, vinnslu í gagna-
grunnum og lagaleg álitaefni sem
tengjast meðferð persónuupplýs-
inga og persónugreinanlegra upp-
lýsinga og Ragnar Aðalsteinsson
hrl. ræðir um einkalíf og frelsi og
mun hann þá m.a. fjalla um tengsl
friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörð-
unarréttar manneskjunnar.
Fundarstjóri er Skúli Magnús-
son lektor. Eftir framsöguerindi
verða umræður. Kaffiveitingar
verða í boði.
Málþing
Orators
NÝR veitingastaður og veisluþjón-
usta hefur opnað í Hafnarfirði. Jósalir
er nafnið á veitingastaðnum og
rekstraraðili er Cesar Veitingar ehf.
sem þeir Ægir Finnbogason og Hall-
grímur I. Þorláksson eiga og reka.
Jósalir eru staðsettir við skógrækt-
arsvæði Hafnfirðinga, 3 mín. akstur
frá Hafnarfirði, í húsnæði Íshesta við
Sörlaskeið 26.
Veitingastaðurinn tekur að sér all-
ar tegundir af veislum og ráðstefnum,
s.s. árshátíðir, starfsmannafagnaði,
hádegisverðafundi og óvissuferðir
þar sem boðið er upp á útreiðartúr og
kvöld-eða hádegisverð sem er tilvalin
upplyfting fyrir t.d. starfsmannafélög
og aðra hópa, segir í fréttatilkynn-
ingu. Einnig eru sendar veislur í fyr-
irtæki og heimahús. Jósalir er staður
með fullt vínveitingaleyfi.
Nýr veitinga-
staður
í Hafnarfirði
KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs í
Reykjavík hefur haldið vikulega
fundi frá því snemma í haust. Á
hverjum laugardegi er opið hús á
skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 20
frá 11–13. Á fundum þessum eru ým-
ist ákveðin málefni til umræðu eða
tækifæri gefst fyrir fundargesti til
að óformlegra spjalls.
Næstkomandi laugardag, 17.
febrúar, verður fjallað um húsnæðis-
mál á laugardagsfundi Vg í Reykja-
vík. Frummælandi verður Jón Rún-
ar Sveinsson félagsfræðingur.
Fundarstjóri verður Steinar Harð-
arson.
Vg ræðir
húsnæðismál
EKIÐ var á bifreiðina PV-517, sem
er Toyota fólksbifreið, blá að lit,
þriðjudaginn 13. febrúar, þar sem
hún stóð á bifreiðastæði við Bónus í
Skútuvogi. Sá sem þar var að verki
ók í burtu án þess að tilkynna atvik-
ið, en það átti sér stað á milli kl. 13.30
og 15.40. Vitni að atvikinu, svo og
tjónvaldur, eru beðin um að hafa
samband við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
JÓHANN Breiðfjörð heldur fyr-
irlesturinn „Í sjöunda himni“ í sal
101 í Odda í Háskóla Íslands laug-
ardaginn 17. febrúar kl. 14. Að-
gangseyrir er 1.000 kr. Jóhann
heldur fyrirlesturinn á eigin veg-
um og leigir einungis aðstöðuna í
Odda.
Í fréttatilkynningu segir: „Þessi
fyrirlestur er ekki fyrir viðkvæm-
ar sálir þar sem fjallað verður um
málefni sem geta rist djúpt í hug-
ann, hjartað og sálina. Fyrirles-
arinn mun segja frá eigin reynslu
af því að drukkna og því sem hann
skynjaði í þær 3–5 mínútur sem
líkaminn var látinn. Fyrirlesturinn
var áður haldinn hinn 25. nóvem-
ber en verður endurtekinn vegna
fjölda fyrirspurna. Það skal tekið
sérstaklega fram að umfjöllunin er
ekki trúarlegs eðlis heldur einung-
is byggð á beinni skynjun og
reynslu.
Markmiðið með umfjölluninni er
að lýsa upp þetta dimma málefni
og kenna fólki að nýta meðvitund-
ina um dauðann sér í hag. Hún
getur nefnilega verið okkar mesti
fjörgjafi og getur verið fyrsta
skrefið í áttina að lífshamingju. Í
þessari reynslu er líka að finna
fegurð sem gæti sefað ótta margra
og hlýjað einhverjum um hjarta-
ræturnar.“ Fyrirlesarinn, Jóhann
Breiðfjörð, hefur meðal annars
starfað sem hugmyndasmiður,
hönnuður og ráðgjafi fyrir Lego í
fimm ár og haldið fjölda fyrirlestra
um skapandi hugsun fyrir almenn-
ing og innan fyrirtækja.
Segir frá eigin
reynslu af því
að drukkna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
óbyggðanefnd:
„Vegna fréttar í Morgunblaðinu
15. febrúar sl. er nauðsynlegt að taka
fram að ekki liggur fyrir hvenær
óbyggðanefnd kveður upp úrskurði í
þeim málum sem flutt hafa verið
vegna Árnessýslu.
Að þessu er unnið, en þar sem hér
er um að ræða fyrstu úrskurði
nefndarinnar hefur reynst óhjá-
kvæmilegt að leysa af hendi um-
fangsmikla rannsóknarvinnu.
Hér er um að ræða mikilvæga
vinnu af hálfu nefndarinnar og ber
því brýna nauðsyn til þess að vanda
vel til verksins, en hinsvegar er
nefndinni vissulega ljóst mikilvægi
þess að úrlausn fáist hið fyrsta.“
Athugasemd