Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 54

Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FRAMHALDI af fjölsóttum borg- arafundi í Stapa þann 11. janúar síð- astliðinn og jákvæðum viðbrögðum hefur umræða um örugga Reykja- nesbraut verið kraftmikil og skilað miklum árangri. Eiga ökumenn sem brautina aka miklar þakkir skilið. Á fundi áhugahóps um örugga Reykjanesbraut þann 7. febrúar sl. með dómsmálaráðherra, ríkislög- reglustjóra, talsmanni tryggingar- félaga, Umferðarráði og Vegagerð kom fram mikil ánægja með þann ár- angur sem náðst hefur í lækkun öku- hraða á Reykjanesbraut þrátt fyrir óvenju gott tíðarfar. Voru aðilar sam- mála um að ábyrg umræða, fræðsla og aukin löggæsla hafi skilað lang- þráðum árangri. Mikilvægt væri nú að halda honum og gera enn betur. Niðurstöður tillagna Í upphafi fundar lagði áhugahóp- urinn fram minnisblað með tillögum og fyrirspurnum um örugga Reykja- nesbraut. Hér á eftir koma fram helstu atriðin og niðurstöður sem embættin tóku vel í og munu skoða.  Aukin verði heil lína til að tak- marka framúrakstur þar sem út- sýni er takmarkað. (Miðað verði við lægstu ökutæki.) – Vegagerðin er að vinna í þessu máli og mun stefnt að breytingum fyrir kom- andi sumar.  Setja upp skilti með símanúmeri – þar sem skorað yrði á ökumenn að tilkynna glæfraakstur, athuga- semdir og hættur sem hugsanlega hafa skapast á Reykjanesbraut- inni. – Fulltrúi ríkislögreglustjóra upplýsti að neyðarnúmerið 112 gegnir þessu hlutverki í dag og hefur nýtt tölvukerfi meðal ann- ars verið tekið í notkun sem tryggir betra eftirlit og árangur. Allar fyrirspurnir og ábendingar ökumanna verða færðar beint áfram til viðeigandi aðila t.d. lög- reglubifreiðar í næsta nágrenni. Mikilvægt er að almenningur viti af þessum upplýsingarþætti 112 sem nær vissulega til allra þátta, ekki bara neyðartilfella.  Notkun „axla“ á Reykjanesbraut. – Fundarmenn voru ekki á eitt sáttir um tilgang „axla“ á Reykja- nesbraut en voru þó frekar já- kvæðir fyrir þeim. Óánægja var helst með lélegt slitlag og grjót- kast. Nauðsynlegt er að setja strangar kröfur vegna bilaðra bif- reiða sem lagðar eru á axlir. Allir aðilar sammála um nauðsyn kynn- ingar á notkun axla. Umferðarráð sér um þennan þátt og kynnti Óli H. Þórðarson kynningaráform ráðsins á næstu mánuðum.  Yfirlag brautar slitnar of hratt – þ.e. of oft viðgerðarflokkar á veg- inum og djúpar rásir sem mynd- ast eru mjög hættulegar, sérstak- lega í blautu veðri. – Fulltrúi Vegagerðarinnar tók undir at- hugasemdina og sagði að unnið væri að nýjum verklagsreglum til að tryggja hröð vinnubrögð þegar viðhald á sér stað á brautinni.  Merkingar á vegum séu skarpari og greinilegri. – Fulltrúi Vega- gerðarinnar sagði að unnið væri í málinu.  Mála töluna „90“ t.d. 6 sinnum á hvora akgrein á brautina. – Fund- armenn sammála um hugmyndina en settu kostnað fyrir sig. Áhuga- hópurinn ætlar að óska eftir leyfi Vegagerðar og gera tilraun snemma í vor.  Hvað er hægt að gera til að minnka „svínarí“ inná brautina, t.d. við Fitjar. – Sýslumaðurinn í Keflavík sagði mikilvægt að minna á að hámarkshraði á þess- um stað væri 70 km og taldi hraða- merkingum ábótavant. Vegagerð mun kanna málið. Mikilvægt að ökumenn sýni alla aðgát þegar ek- ið er inná Reykjanesbraut. Fjölmenni Þá fóru fram umræður um mikil- vægi fjöldans í átaki sem þessu og lýstu fundarmenn undrun sinni á fjöl- menni borgarafundarins í Stapa. Að- gangur reiðhjólamanna að brautinni var rædd. Jákvæður vilji kom einnig fram um að styrkja áhugahópinn til að dreifa bílabæninni í bæjarfélög á Suðurnesjum og jafnvel þýða hana og dreifa á Varnarsvæðinu. Ræddur var grundvöllur til að aðilar fundarins standi fyrir öflugu átaki þar sem stjórnvöld, umferðarráð, tryggingar- félög og almenningur taki virkan þátt og verði virkir þátttakendur. Þá var hugmynd áhugahópsins um nýtt skilti sem sýndi þann litla tíma sem sparaðist á að keyra Reykjanes- brautina frá Fitjum til Hafnarfjarðar á 90 km hraða, 100 km hraða eða 110 km hraða vel tekið og fulltrúi Vega- gerðarinnar féllst á að kanna málið. Útreikningur þessi miðast við meðal- álag á brautinni. Reykjanesbraut 24 km 90 km hraði 16 mínútur 100 km hraði 15,02 mínútur 110 km hraði 14,15 mínútur Skipulegðu tímann betur – annars staðar… Töldu fundarmenn tillögu áhuga- hópsins um að umferð á Reykjanes- braut yrði til fyrirmyndar annarra þjóðvega verðugt markmið. Niður- staða nýlegrar skoðunarkönnunar sem sýndi að 92% allra landsmanna vildu tvöfalda Reykjanesbraut sýndi ótvírætt árangur af jákvæðri um- ræðu. Jákvæð viðbrögð Í lok fundarins þakkaði áhugahóp- urinn fundarmönnum fyrir sinn þátt í átakinu og lýsti meðal annars ánægju sinni með aukna löggæslu og nýtt raf- skilti sem sýnir ökumönnum hraðann sem ekið er á. Sérstakar þakkir fékk dómsmálaráðherra, Sólveig Péturs- dóttir, fyrir röggsama framgöngu í málinu og jákvæð viðbrögð. Takmark áhugahópsins í dag er slysalaus Reykjanesbraut. Með tvö- földun koma nýjar áherslur með bættri umferðarmenningu. Við þökk- um almenningi fjölmargar ábending- ar og minnum á netfangið okkar steini@kef.is. Tvöföldum ánægjuna – ökum var- lega og komum heil heim. F.h. áhugahóps um örugga Reykjanesbraut, STEINÞÓR JÓNSSON. Ökumenn eiga þakkir skilið Frá áhugahópi um örugga Reykjanesbraut:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.