Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 55 Laugavegi 68, sími 551 7015 Vorið 2001 K O R T E R F E G U R Ð F R Á N Á T T Ú R U N N A R H E N D I Mineral snyrtivörulínan inniheldur steinefni og næringefni úr náttúrunni. Steinefni og raki gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umhirðu húðarinnar, því án steinefna og raka getur húðin orðið þurr og viðkvæm, jafnvel elst fyrr vegna ótímabærrar hrukkumyndunar. Mineral línan er án allra aukefna, þ.e. engum rotvarnarefnum né ilmefnum er bætt í vörurnar. í dag frá kl. 14 -17 Mjódd Kaupaukar í Mjóddinni SNYRTIVÖRUR Á FRÁBÆRU VERÐI ALLTAF hafa Íslendingar þótt nokkuð skrítinn, en þó nokkuð skemmtilegur kynstofn. Nú held ég þó að ríði alveg um þverbak, ef gefa á öllum Reykvíkingum atkvæðisrétt um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Heyrst hefur af undirskriftasöfnun í Grafarvogi gegn flugvellinum og eiga nokkur hundruð manns að hafa mótmælt flugvelli í Vatnsmýrinni. Í Grafarvogi heyrist hinsvegar aldrei í flugvél, heldur býr þar maður, sem mikilla hagsmuna hefur að gæta, ef farið væri í húsbyggingar í Vatns- mýri. Ekki hefur þó nema einn mað- ur, sem búsettur er í Skerjafirði, kvartað. Þegar talað er um verðmæti landsins, sem flugvöllurinn er nú á, koma fram mjög óraunhæfar stað- hæfingar. „Ef þetta væri íbúðasvæði væri verðmæti þess svo og svo mik- ið.“ „Ef þetta væri atvinnusvæði væri verðmæti þess svo og svo mik- ið,“ o.s.frv. Þessar bollaleggingar eru ein firra, því þetta er flugvöllur, og er verðmæti landsins í núverandi mynd miklu meira en allt annað, sem andstæðingar hans geta ímyndað sér, bæði fyrir Reykvíkinga og alla landsmenn. Það væri hver höfuðborg heims stolt af að eiga flugvöll eins og Reykjavík á. Þessi flugvöllur er mjög öruggur; brottflug og aðflug er yfir lítið byggð svæði, enda er firra að Kársnesbúar kvarti. Þar var þó ekkert hús fyrr en u.þ.b. 15 árum eft- ir að flugvöllurinn var tekinn í notk- un. Vissu þeir e.t.v. ekki af flugvell- inum er þeir fluttu þangað? Miklu algengara er að í öðrum borgum heims sé flogið lágt yfir þéttbýli og má þar nefna t.d. Heathrow, Kenn- edy, Los Angeles Int’l, Schiphol og fleiri. Lausn Trausta Valssonar er eina lausnin á þessu tilbúna vandamáli, þó ekki sé ég sammála hans hug- myndum að öllu leyti. Vestur-austur brautina mætti t.d. færa út á Löngu- sker og væri það viðunandi, en ef Reykvíkingar eru svo fjáðir, að þeir hafi efni á að fara út í einhverja millj- arðaframkvæmd, þá gjöri þeir svo vel. Nær væri að eyða peningum í að borga laganna vörðum, kennurum og fólkinu í heilbrigðisgeiranum mannsæmandi laun, þó eitthvað sé nefnt. Ég held því fram að allar bolla- leggingar um breytingu á flugvall- arsvæði Reykjavíkur komi eingöngu frá gróðafíknu fólki, sem sér sér bjarta framtíð í uppbyggingu svæð- isins. Það fólk beitir öllum ráðum við að slá ryk í augun á fólki. Kæru Reykvíkingar. Látið ekki peningagráðuga „spékúlanta“ ráða ferðinni og villa ykkur sýn. Látum frekar ráðamenn umferðarmála og íslenska sérfræðinga ákveða þetta, enda er bindandi atkvæðagreiðsla fólks, sem í mörgum tilvikum lætur ráðast af háværum einstaklingum, alls ekki viðunandi. Það má lengi deila um hvað er lýðræðislegt, enda væri þá einnig lýðræðislegt að Reyk- víkingar kysu um að senda t.d. alla aðflutta Austfirðinga heim til sín! BRYNJAR ÞÓRÐARSON, L-6145 Junglinster, Lúxemborg. Flugvöllurinn stolt Reykjavíkur Frá Brynjari Þórðarsyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.