Morgunblaðið - 16.02.2001, Page 56
DAGBÓK
56 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Flor-
inda kemur og fer í dag.
Mánafoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Hrafn Sveinbjarnarson
og Hvítanes fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 14
bingó. Magnús Randru-
ip leikur á harmónikku í
kaffitímanum. Syngjum
saman í þorralok. Allir
velkomnir.
Árskógar 4. Kl. 9 perlu-
og kortasaumur, kl.
11.15 tai-chi leikfimi, kl.
13 opin smíðastofan, kl.
13.30 bingó. Góugleði
verður haldin föstudag-
inn 23. febrúar kl. 18,
miðasala er hafin.
Ath. bingóið fellur niður
þann dag. Farið verður í
Óperuna að sjá La
Boheme föstudaginn 9.
mars, látið skrá ykkur í
félagsmiðstöðinni sem
fyrst. Fulltrúi frá skatt-
stjóra aðstoðar við
skattframtöl, nauðsyn-
legt er að skrá sig og fá
tíma.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9
bókband, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 13 vefnaður og
spilað í sal.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16,30, spil og föndur.
Leikfimi í íþróttasal á
Hlaðhömrum, þriðjud.
kl. 16. Sundtímar á
Reykjalundi kl. 16 á
miðvikud. Pútttímar í
Íþróttahúsinu að Varmá
kl. 10–11 á laugard. Kór-
æfingar hjá Vorboðum
kór eldri borgara í Mos.
á Hlaðhömrum á
fimmtud. kl. 17–19. Jóga
kl. 13.30–14.30 á föstud.
í Dvalarheimili Hlað-
hömrum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014
kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
handavinnustofa opin,
kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30
gönguhópur.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Tréútskurður í Flens-
borg kl 13. Myndmennt
kl. 13. Bridge kl. 13:30 Á
morgun 17. febr. kl 16.
halda tveir kórar eldri
borgara tónleika Í Viði-
staðakirkju, Hljómur
frá Akranesi og Gafl-
arakórinn frá Hafn-
arfirði. Aðgangur
óskeypis. Leikhúsferð
laugardaginn 24. febr. Á
sama tíma síðar. Skrán-
ing stendur yfir í
Hraunseli.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Fótaað-
gerðir mánudaga og
fimmtudaga. Ath. nýtt
símanúmer 565-6775.
Bingó og skemmtikvöld
í Kirkjuhvoli 22. febrúar
kl. 19.30 á vegum Lions-
klúbbs Garðabæjar.
Rútuferðir samkvæmt
áætlun. Ferð í Þjóðleik-
húsið 24. febrúar kl. 20.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10.30 guðsþjónusta,
kl. 13 „opið hús“, spilað
á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Leikhópurinn Snúð-
ur og Snælda sýna,
„Gamlar perlur“ sem
eru þættir valdir úr
fimm gömlum þekktum
verkum. Sýningar eru á
miðvikudögum kl. 14 og
sunnudögum kl. 17. í Ás-
garði Glæsibæ. Miða-
pantanir í símum 588-
2111, 568-9082 og 551-
2203. Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá Ás-
garði í Glæsibæ kl. 10 á
miðvikudag. Aðalfundur
FEB verður haldinn í
Ásgarði Glæsibæ, 24.
febrúar kl.13.30. Silf-
urlínan opin á mánudög-
um og miðvikudögum
frá kl. 10–12. Ath. af-
greiðslutími skrifstofu
FEB er frá kl. 10–16.
Uppl. í síma 588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
myndlist, kl. 13 opin
vinnustofa, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14
brids.
Furugerði 1. Kl. 9 smíð-
ar, útskurður, kl. 14
messa, prestur sr. Ólaf-
ur Jóhannsson, kaffi-
veitingar eftir messu.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi spila-
salur opinn. Fimmtud.
22. febrúar er leik-
húsferð í Þjóðleikhúsið
að sjá leikritið „Með
fulla vasa af grjóti“,
vegna forfalla eru
nokkrir miðar til. Að-
stoð frá Skattstofu við
skattframtöl verður
veitt miðvikudaginn 7.
mars, skráning hafin.
Allar veitingar í kaffi-
húsi Gerðubergs. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720
Þjónustuíbúðir aldr-
aðra Dalbraut 27. Svein-
björg Vigfúsdóttir 97
ára, sýnir myndvefnað
sinn að Dalbraut 27,
mánudaginn 19. febrúar
nk. frá kl. 13–16.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 vefnaður. Mynd-
listarsýning frístunda-
málara í Gjábakka
stendur yfir til 23.
febrúar. Laugardaginn
17. febrúar kl. 14–17
verður opið hús í Gjá-
bakka. Dagskrá: Sr.
Ingþór Indriðason með
fræðslu um lífið í Kan-
ada, nemendur í Skóla-
hljómsveit Kópavogs
spila fyrir gesti, kaffi í
boði félagsins, óvænt at-
riði. Húsið opnað kl.
13.40.
Gullsmári, Gullsmára
13. Gleðigjafarnir
syngja í Gullsmára
Hraunbær 105. Kl. 9–12
útskurður, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi og spurt og spjall-
að. Kl. 14 bingó, góðir
vinningar. Föstudaginn
23. febrúar verður farið
á Góugleði í Árskógum,
uppl. í síma 587-2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi.
Norðurbrún 1. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 9–12.30
útskurður, kl. 10 boccia,
kl. 13.30 stund við píanó-
ið.
Vesturgata 7. Kl. 9.15
handavinna, kl. 13 sung-
ið við flygilinn, kl. 14.30
dansað í aðalsal, Sig-
valdi. Í dag kl. 15 verður
ferðakynning á vegum
Samvinnuferðar Land-
sýnar. Rjómabollur með
kaffinu. Miðvikudaginn
21. febrúar verður farið
kl. 13.20 í Ásgarði,
Glæsibæ. Sýndar verða
gamlar perlur með Snúð
og Snældu. Kaffiveit-
ingar seldar í hléinu,
skráning í síma 562-
7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
kl. 9.30 bókband og
morgunstund, kl. 10
leikfimi, kl. 13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra leik-
fimi í Bláa salnum í
Laugardalshöll, kl. 10.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félagsheim-
ilinu Leirvogstungu.
Kaffi og meðlæti.
Úrvalsfólk. Vorfagn-
aður Úrvalsfólks verður
haldin á Hótel Sögu,
Súlnasal, föstudaginn
16. febrúar kl. 19 miða-
og borðapantanir hjá
Rebekku og Valdísi í
síma 585-4000.
Parkinssonsamtökin á
Íslandi. Félags- og
fræðslufundur verður í
safnaðarheimili Ás-
kirkju laugardaginn 17.
febrúar kl. 14. Dr. Sig-
urlaug Sveinbjörns-
dóttir segir frá nið-
urstöðum á erfða-og
faraldsfræðilegum
rannsóknum hér á landi.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Spiluð
félagsvist á morgun
laugardag kl. 14 að Hall-
bveigarstöðum. Aðal-
fundur eftir spil.
Í dag er föstudagur 16. febrúar,
47. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
En vér höfum ekki hlotið anda
heimsins, heldur andann, sem er frá
Guði, til þess að vér skulum vita,
hvað oss er af Guði gefið.
(I. Kor. 2, 12.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
TELST ekki nóg komið af
ruglinu í þessu þjóðfélagi
þótt ekki sé verið að leika
sér að því að brjóta stjórn-
arskrána? Ég greiði skatta,
eins og flestir, en ég sætti
mig ekki við það, að mér séu
sýndar margfalt of háar
upphæðir, fyrir utan lög og
reglur.
Hvaða aðilar þjóðfélags-
ins eru vísastir í aðstöðu til
slíkra verka? Það er talað
um rannsóknarblaða-
mennsku þegar svo vill til.
Mætti ekki beita henni í
svona tilfellum, þegar hrikt-
ir svona augljóslega í und-
irstöðum þjóðfélagsins og
fúnar stoðir brotna hver af
annarri? Ef vafi er talinn
leika á þessum orðum mín-
um og fullyrðingum, get ég
sýnt hverjum sem er, á
pappírum svart á hvítu, svo
að ekki þurfi að vera hæsta-
réttarógöngur – ég minni á
dóminn í svonefndu Guð-
mundar- og Geirfinnsmáli.
Erlingur Gunnarsson,
Dvergaborgum 3, Rvk.
Börn.is
GUÐLAUG hafði samband
við Velvakanda og vildi lýsa
yfir ánægju sinni með vef-
síðu, sem heitir börn.is. Þar
er að finna ýmsan fróðleik
fyrir foreldra og aðstand-
endur barna.
Til forsvarsmanna
félagsins Fátæk
börn á Íslandi
HVERS konar félag er
þetta og hvað hefur þetta
félag verið að gera fyrir
börnin? Hvernig finna þeir
börnin? Hvar eru þeir stað-
settir og hvar er hægt að ná
í þá?
Heiða.
Hver er maðurinn?
SONUR minn datt í Tjörn-
ina laugardaginn 10. febr-
úar sl. um kl. 13. Það var
maður sem dró hann upp úr
Tjörninni. Í öllu stressinu
gleymdist að fá nafn manns-
ins. Langar mig að biðja
hann að hafa samband við
Agnesi í síma 561-7830 eða
894-9037.
Víkverji og
Garri bestir
NÝLEGA vöktu athygli
mína tvær fréttir sem birt-
ust í Morgunblaðinu. Önnur
fréttin var um hárgreiðslu-
stofu sem var að flytja á Sel-
tjarnarnes. Vakti það at-
hygli mína hversu mikið
pláss þessi frétt tók. Iðu-
lega eru fyrirtæki að flytja
sig milli borgarhluta og
minnist ég þess ekki að hafa
séð svona mikla umfjöllun
um það áður. Í Víkverja var
nýlega fjallað um erlenda
konu sem hafði fatað sig
upp á Skólavörðustígnum
fyrir hundruð þúsunda.
Fannst mér þetta athyglis-
verð lesning og hefði ég vilj-
að sjá meira um þetta í
blaðinu. Ég vil að lokum
þakka Víkverja fyrir skrif
hans en ég les nær alltaf
Víkverja. Víkverji Morgun-
blaðisins og Garri í Degi eru
uppáhaldsblaðamenn mínir.
Kt. 280244-2959.
Tapað/fundið
Vindmælir tapaðist
LÍTILL, svartur plastkassi
(vindmælir), örlítið stærri
en diskettubox, tapaðist á
auða svæðinu nálægt verk-
fræði- og raunvísindadeild
Háskólans, að kvöldi
fimmtudagsins 8. febrúar sl.
Skilvís finnandi er beðinn
að hafa samband í síma 562-
3936.
Kvenúr tapaðist
KARL Lagerfeld kvenúr
með svartri ól tapaðist,
sennilega í kringum Kringl-
una eða Bíóhöllina, laugar-
daginn 10. febrúar sl. Skil-
vís finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 561-4515 eða 861-8313.
Dýrahald
Enn bólar
ekkert á Felix!
FELIX er enn í týndur síðan
3. janúar sl. Felix er tveggja
ára grábrúnbröndóttur á lit-
inn. Hann er eyrnamerktur
og var með græna sjálflýs-
andi ómerkta hálsól þegar
hann fór að heiman.
Hann á heima á gisti-
heimilinu Baldursbrá sem
er á horni Laufásvegar og
Baldursgötu.
Vinsamlega hafið sam-
band við Ariane í síma 861-
1836 ef þið hafið einhverjar
upplýsingar um ferðir hans.
Axel ófundinn!
AXEL hvarf frá Öldugötu 4
6. febrúar. Hann er stór og
loðinn fressköttur, afar
gæfur og mikill stórkarakt-
er og er hans sárt saknað í
heimahúsum. Þeir sem
kunna að hafa séð Axel
(hann fer ekkert á milli
mála!) eru vinsamlegast
beðnir um að hringja í eft-
irtalin númer: 551-0854,
861-0584, 896-6216.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ákæra á
stjórnkerfið
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fagnar frumvarpiIngibjargar Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra til nýrra tóbaksvarn-
arlaga. Þar er gert ráð fyrir að af-
nema undanþágur vínveitingastaða
frá þeirri skyldu að leyfa viðskipta-
vinum sínum að anda að sér hreinu
lofti. Í núverandi lögum eru reyking-
ar bannaðar á öllum opinberum stöð-
um, þar sem almenningur sækir sér
þjónustu, nema á veitingastöðum. Þó
er veitingahúsum, sem leggja „meg-
ináherzlu“ á kaffiveitingar og mat-
sölu, skylt að sjá gestum fyrir reyk-
lausu svæði. Þetta hafa margir
veitingamenn túlkað svo að þeir verði
að hafa reyklaust svæði á daginn, en
þegar kvölda tekur og áfengisveiting-
ar verða hærra hlutfall sölunnar skuli
reykjarsvælan ein ríkja. Harla oft
hefur Víkverji farið á veitingahús
eina kvöldstund og lagt „megin-
áherzlu“ á að snæða mat eða drekka
kaffi en engu að síður orðið að viðra
sparifötin í sólarhring á eftir til að ná
úr þeim stybbunni. Að degi til eru
reyklausu svæðin oft ekki beysin, t.d.
tvö eða þrjú borð næst dyrum, þar
sem napur norðangarrinn er eina
loftræstingin. Jafnvel veitingastaðir,
sem reyna að laða að fjölskyldufólk
með barnamatseðli, bjóða sumir
hverjir ekki upp á eiturlaust and-
rúmsloft fyrir börnin.
Í FRUMVARPI heilbrigðisráð-herrans er reykleysi gert að meg-
inreglu á veitinga- og skemmtistöð-
um. Þó „má leyfa reykingar á
veitinga- og skemmtistöðum á af-
mörkuðum svæðum, en tryggja skal
fullnægjandi loftræstingu“. Meiri-
hluti veitingarýmis á þó alltaf að vera
reyklaus og tryggt að aðgangur að
því liggi ekki um reykingasvæði. Síð-
ast en ekki sízt: „Stjórnendur veit-
ingastaða skulu af fremsta megni leit-
ast við að vernda starfsfólk gegn
tóbaksreyk.“ Víkverji hefur nefnilega
stundum fengið þau svör, þegar hann
hefur kvartað undan reykjarkófinu á
veitingastöðum, að hann sé frjáls að
því að sitja á einhverju öðru kaffihúsi
ef hann sé ósáttur við að taka þátt í
óbeinum hópreykingum. En hvert á
vesalings starfsfólkið, sem ekki reyk-
ir, að flýja?
x x x
VÍKVERJI hlakkar virkilega tilað geta farið með alla fjölskyld-
una á kaffihús og notið veitinga í
hreinu lofti. Það er varla seinna
vænna fyrir veitingamenn að byrja að
innrétta hin reykfylltu bakherbergi
og fjárfesta í almennilegri loftræst-
ingu. Víkverji gerir að sjálfsögðu ráð
fyrir að frumvarp heilbrigðisráðherr-
ans eigi greiða leið í gegnum Alþingi.
x x x
VÍKVERJI notar fríkortið, semhann fékk sent í pósti fyrir
nokkrum árum, yfirleitt þegar hann
verzlar við þau fyrirtæki, sem veita
afslátt í formi frípunkta. Punktana
notar hann svo stundum til að fara í
bíó eða kaupa sér jólatré og er sæmi-
lega sáttur við þetta „tryggðarkerfi“
viðkomandi fyrirtækja þótt hann kysi
heldur að fá tryggðina endurgoldna í
peningaafslætti. Til að byrja með
spurði afgreiðslufólk oftast um kort-
ið, en nú hefur sá siður að mestu verið
aflagður. Víkverji man samt langoft-
ast eftir kortinu, enda maður hag-
sýnn og sparsamur. Honum finnst því
heldur aumt þegar hann lendir í því –
sem hefur gerzt oftar en einu sinni –
að rétta fyrst greiðslukort eða pen-
ingaseðil yfir afgreiðsluborðið og svo
fríkortið, en fá það svar frá fingrafim-
um starfsmanni að hann sé „búinn að
stimpla“ og of seint að skrá frípunkt-
ana á kortið. Fríkortsfyrirtækin ættu
að setja upp skilti við kassana hjá sér,
sem benda viðskiptavinum á að rétta
afgreiðslufólkinu fríkortið á undan
greiðslunni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 svellalög, 4 slokkna, 7
ættarnafn, 8 slitin, 9
kraftur, 11 beitu, 13 at,
14 fisk, 15 vitleysa, 17
tungl, 20 líkamshluti, 22
skvampa, 23 allmikill, 24
málgefin, 25 snefils.
LÓÐRÉTT:
1 tóra, 2 eldstæði, 3 þefa,
4 trjámylsna, 5 hefja, 6
mannsnafn, 10 hand-
sama, 12 reið, 13 nokkur,
15 vesæll, 16 dáið, 18 spil-
ið, 19 duglegir, 20 forboð,
21 urta.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rennblaut, 8 undur, 9 kenni, 10 akk, 11 dárar,
13 afræð, 15 hafna, 18 hress, 21 fól, 22 skott, 23 augað,
24 steinsnar.
Lóðrétt: 2 endar, 3 nárar, 4 lokka, 5 unnar, 6 hund, 7
hirð, 12 ann, 14 fær, 15 húsi, 16 frost, 17 aftri, 18 hlass,
19 eigra, 20 sóði.