Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 16.02.2001, Síða 59
ÓHÁÐA rokksveitin Pavement þykir með merkustu neðanjarðar- sveitum síðasta áratugar. Hún var stofnuð í Kaliforníu í enda níunda áratugarins og varð snemma spor- göngusveit lágfitlsstefnunnar svo- kölluðu („lo-fi“), sem einkennist af bágri upptökutækni og tilrauna- kenndum lagasmíðum; dægurtón- listarformið teygt þar og togað í allar áttir. Melódískt innsæi vék þó aldrei langt frá Pavement, eiginleiki sem gerði hana að vinsælustu, og um leið virtustu hljómsveit síns geira. Áhrif hennar á samtíma lágfitls- og síðrokksveitir eru og ótvíræð. Síðastliðið vor lagði sveitin svo upp laupana og Stephen Malkmus, þeirra helsti lagasmiður og leiðtogi fór fljótlega að leggja drög að sinni fyrstu einherjaskífu. Platan, sem er nefnd eftir höfundinum, kom svo út 12. febrúar síðastliðinn. Stress Sviti og smástress. Hef verið að reyna að ná í þetta hótel í London þar sem Malkmus dvelur í 20 mín- útur með engum árangri. Brá á það ráð að hringja í „Talsamband við útlönd“ og sjá hvað þau gætu gert. Það tókst! „Halló?“ heyrist hinum megin á línunni. „Stephen?“ „Já.“ „Sæll. Mitt nafn er Arnar og ég er að hringja frá íslenska dag- blaðinu Morgunblaðinu.“ „Hvað er á seyði?“ heyrist hressilegum rómi hinum megin. Ég bið hann afsökunar á seina- ganginum og hann fyrirgefur. „Það er allt að verða vitlaust hvort eð er,“ segir hann og bætir við. „C’est la vie“ sem útleggst sem „svona er lífið“ á frönsku. Undarlegt. Ég spyr hvort hann hlakki ekki til Íslandsreisunnar. „Jú, ég er nokkuð spenntur,“ segir Malkmus. „Ég er að reyna að líta á þetta sem frí. Ég hef aldrei komið til Íslands en móðir mín heimsótti landið á sjöunda ára- tugnum og sagði að það væri ansi flott. Þannig að ég hef í rauninni meiri áhuga á að vita hvernig var þar umhorfs þá en nú.“ Hann segist hafa heyrt ýmislegt frá félögum úr bransanum. „Æ, þú veist. Fólk fer í Bláa lónið og í reiðtúr á þessum litlu hestum. Og drekkur þetta þjóðarvín þarna og er hætt við að fara fyrir björg.“ Mér er orðið ljóst að þetta viðtal verður ekki beint það rökréttasta sem ég hef tekið. Það er einhver flautaþyrilsháttur yfir honum Malkmus. En viðmótið er engu að síður vinalegt. Hann virðist þreytt- ur, pínu ruglaður jafnvel. Púff! „Það er eins gott að einhver kaupi þessa ansk... plötu,“ segir hann með galsa í röddinni. „Því ég er búinn að tala um hana...(hlær) ...stanslaust síðustu mánuði. En svona er þetta víst bara.“ „Svo þú hefur verið að tala mikið um plötuna?“ endurtek ég. „Ó, já, “ svarar Malkmus, „Púff!“ Ég legg því til að við tölum bara um eitthvað annað. Enda virðist hann alls ekki í stuði fyrir staðl- aðar „Hversu lengi varstu að taka upp plötuna?“ spurningar. Og blaðamaður í raun ekki heldur. „Við skulum tala um alla Íslend- ingana sem hafa verið að flytja til New York“ stingur Malkmus upp á. „Fyrir u.þ.b. ári var mikið í tísku að eiga íslenskan vin. Það var ætlast til að fólk kæmi með þá í teiti eða eitthvað slíkt (hlær).“ Ég segi honum þá frá öllum poppstjörnunum sem hafa verið að koma hingað til að fá að njóta þess að vera óáreittar um stund. Menn eins og Jarvis Cocker úr Pulp og Nicky Wire úr Manic Street Preachers. „Eru einhverjir eskimóar þarna?“ spyr Malkmus skyndilega. „Nei, þeir hafa nú aldrei verið hérna. Ekki nema að einhverja hafi rekið hingað með ísjaka fyrir einhverjum öldum.“ „Svo þeir hafa aldrei reynt að komast til Íslands frá Grænlandi?“ bætir hann við. Þetta viðtal er farið að minna svolítið á eðli og inntak Pavement. Undirfurðulegt þar sem óvæntir hlutir eru á hverju strái og á eftir hverri spurningu. Egóisti Malkmus ætti nú líkast til að geta labbað um stræti Reykjavíkur án þess að nokkur þekki hann. „Já, ég meina...ef fólk þekkir ekki Nicky Wire, hvernig ætti það þá að þekkja mig?“ segir hann með undrunartón í röddinni. Ekki nema það hafi þá keypt nýju plötuna sem skartar mynd- arlegri andlitsmynd af Malkmus á umslaginu? „Já, ég veit,“ segir hann, hálf- snúðugur en bætir kersknislega við. „Nú er ég orðinn alger egó- isti.“ Umslagshönnunin hjá Pavement var nefnilega alltaf í furðulegra lagi. Skrýtnar og sértækar myndir réðu þar ríkjum. En nú er annað uppi á teningnum. „Æ, ég hugsaði...fjandakornið, ég verð að gera þetta einhvern vegin öðruvísi núna. Myndirnar eru teknar á Hawaii...“ „Hárgreiðslan er flott,“ skýtur blaðamaður inn í (Klippingin gæti verið frá 1983, nýrómantísk og Limahl-leg). „Já, stutt hár á toppnum og sítt að aftan,“ svarar Malkmus. „Al- gert ’84 (hlær).“ Það verður nú að vera ein alvöru tónlistarspurning hérna. Ég spyr hann hvort hann hafi reynt að fjar- lægjast Pavement-markmiðs- bundið á nýju plötunni. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir hann letilega. „Það var frábært að vera í Pavement og ég er stoltur af því sem við gerðum.“ „Hversu oft hefur þú verið spurður þessa?“ segi ég enda greinilegt að Malkmus var ekkert sérstaklega upprifinn yfir spurn- ingunni. Eitthvað sem maður átti svo sem von á. „Humm...ég byrjaði að kynna plötuna síðastliðinn nóv- ember. Látum okkur sjá...fimm viðtöl á dag, annan hvern dag...- Svona 150 sinnum.“ Frábærir Ég segi honum frá því að það sé mikið líf í íslenskri tónlist. Malk- mus kannast við það, finnst það frábært og minnist á Sigur Rós. „Þeir eru orðnir nokkuð vinsælir úti í Bandaríkjunum. Ég er að lesa ansi mikið um þá. Þeir virðast líka vera sætir. Stelpurnar eiga eftir að gleypa við þeim. Það er nú meg- inástæðan fyrir því að maður nennir að standa í þessu.“ Harðkjarnasveitin Mínus berst í tal. „Mig langar til að heyra í þeim. Eru þeir þungir?“ „Mjög svo.“ „Það er gott. Ég verð að fá að heyra í þeim. Mig dreymir nefni- lega um að gera mína tónlist þunga. En hún er það ekki. Ekki enn. Ég er búinn að semja ný lög, lög sem eru ekki á plötunni. Þau eru alveg...(býr til hávaðasarg með munninum)...algert rokk! Eru þeir villtir á sviði?“ „Já, alveg ótrúlegir. Stórkostleg- ir.“ „Hver rækallinn...maður lifandi! Ég og félagar mínir erum ekki enn orðnir stórkostlegir. Við erum frá- bærir en ekki stórkostlegir.“ Mínus hefði átt að hita upp fyrir þá. „Áhorfendahóparnir væru lík- lega mjög ólíkir,“ segir Malkmus þá. „Nei, það verður líklega bara eitthvert nýbylgjuband sem hitar upp,“ segi ég. Úps! „Já, eitthvert nýbylgjuband,“ segir Malkmus og hlær. Blaðamað- ur hlær líka og biðst afsökunar. „Þetta er allt í lagi. Þetta er bara skondið,“ segir Malkmus og kímir. „Ég er búinn að vera í þessu í tólf ár og veit allt um það hvernig það er að vera í einhverju ný- bylgjubandi.“ Ég heyri í gegnum símann að það er bankað á dyrnar hjá honum. „Ég er hræddur um að tíminn sé búinn hjá okkur,“ segir Malkmus. Það er líka laukrétt hjá honum og ég óska honum góðrar afslöppunar á Íslandi. „Þetta verður örugglega skemmtilegt,“ segir hann þá, bjartsýnni röddu. „Ég ætla að fara í gufubað, iðka smájóga og fara svo í Bláa lónið. Það verður gott fyrir mig.“ Stephen Malkmus, fyrrverandi Pavement-liði, heimsækir Ísland „Svona er lífið“ Moses Berkson Stephen Malkmus, dreyminn á svip: „Ég og félagar mínir erum ekki enn orðnir stórkostlegir. Við erum frábærir en ekki stórkostlegir.“ Stephen Malkmus, aðalsprauta hinnar örendu nýbylgjusveitar Pavement, heldur hljómleika á Gauki á Stöng í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við manninn. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 59 Grecian 2000 hárfroða Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun“ Vesturgötu 2, sími 551 8900 spila frá miðnætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.