Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 10

Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í gær hafa vissar efasemdir um að eftirlit með samn- ingu lagafrumvarpa ætti heima sem stofnun undir Alþingi, eðlilegra væri að slíkt eftirlit væri á vegum stjórn- arráðsins þar sem meirihluti frum- varpa væri undirbúinn, óháð því hvaða flokkar mynduðu ríkisstjórn á hverjum tíma. Forsætisráðherra lét þessi orð falla í löngum og ítarlegum umræðum um frumvarp nokkurra þingmanna Sam- fylkingarinnar um stofnun lagaráðs, en samkvæmt því á slíkt ráð að starfa á vegum Alþingis og hafa það hlut- verk að setja samræmdar reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála. Lagaráð sé Alþingi og stjórnarráðinu til ráð- gjafar um undirbúning löggjafar, um það hvort frumvörp standast stjórn- arskrá eða alþjóðasamninga sem ís- lenska ríkið er bundið af eða hvort á frumvörpum eru lagatæknilegir ágallar. Gerð frumvarpa ekki einkamál þingmanna Dómsmálaráðherra tók einnig þátt í umræðunni, auk fjölmargra þing- manna allra flokka nema Framsókn- arflokksins. Höfðu sumir þingmanna stjórnarandstöðunnar einmitt á orði að þeir söknuðu sjónarmiða Fram- sóknarflokksins í umræðunni. Bryndís Hlöðversdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði að það væri ekki einkamál þingmanna hvernig lög væru úr garði gerð og hvernig frumvörp færu í gegnum þingið. Slíkt væri vitaskuld málefni samfélagsins alls og fyrir það væri mikilvægt að virðing Alþingis væri með þeim hætti að sómi væri að. „Ástæðan fyrir því að sú leið er far- in hér að stofna lagaráð en ekki laga- skrifstofu við Stjórnarráð Íslands, sem hefði sama hlutverk með hönd- um, er fyrst og fremst sú að með þessu fyrirkomulagi er verið að styrkja þátt Alþingis í lagasetning- unni. Sú stjórnskipan sem við búum við og byggist á þrígreiningu ríkis- valdsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald hefur réttilega ver- ið gagnrýnd fyrir það hversu sterkt framkvæmdavaldið hefur verið á kostnað hinna þáttanna tveggja og úr því þarf að bæta til þess að efla og bæta lýðræðið hér á landi,“ sagði Bryndís um leið og hún fylgdi frum- varpinu úr hlaði. Vísaði hún til þess að árið 1998 hefði Alþingi samþykkt tillögu Jó- hönnu Sigurðardóttur og fleiri þing- manna sem nú tilheyra Samfylking- unni um að skipuð yrði nefnd til að kanna starfsskilyrði stjórnvalda, eft- irlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslunni. Nefndin, sem laut forystu Páls Hreinssonar, dósents við Háskóla Ís- lands, hefði skilað skýrslu á síðasta þingi þar sem fram hefðu komið margar tillögur til úrbóta varðandi starfshætti í stjórnsýslunni. „Í skýrslunni kemur m.a. fram að annars staðar á Norðurlöndum sé það liður í starfsemi ráðuneyta að starf- rækja sérstakar lagaskrifstofur sem hafa það hlutverk að fara yfir stjórn- arfrumvörp og kanna m.a. hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort þau samræmist stjórnarskrá. Þetta er ekki reyndin hér á landi og ekki er hér heldur starfandi lagaráð á vegum Alþingis sem hefði þetta hlut- verk með höndum. Í skýrslunni um starfsskilyrði stjórnvalda kemur hins vegar fram að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en á löggjöf annarra norrænna ríkja og hefur um- boðsmaður Alþingis m.a. séð ástæðu til að vekja athygli þingsins á mein- bugum á lögum í 45 af fyrstu 2.000 málum sem hann hefur fengið til af- greiðslu,“ sagði Bryndís ennfremur og nefndi sem dæmi misræmi eða árekstra milli lagaákvæða, prentvill- ur, óskýran texta, að gerður væri að lögum mismunur á milli manna án þess að til þess hefðu staðið viðhlít- andi rök og að ákvæði laga væru ekki í samræmi við stjórnarskrá eða þær skuldbindingar sem Ísland hefði und- irgengist samkvæmt alþjóðasáttmál- um til verndar mannréttindum. „Rétt er að vekja athygli á því hér að á síðustu árum hefur verið unnin mikil samræmingarvinna af hálfu skrifstofu Alþingis hvað varðar lög- gjafarundirbúning og sérfræðiaðstoð á vegum þingsins hefur stórlega auk- ist. Eigi að síður er þörf á enn mark- vissari úrbótum á þessu sviði og því er frumvarp þetta lagt fram,“ sagði hún. Ruglingslegt frumvarp, að mati forseta Alþingis Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, tók þátt í umræðunni um frumvarpið og gagnrýndi undirbúning þess og kall- aði það ruglingslegt. Ekki væri með því lítið upp í sig tekið og því væri nauð- synlegt að markmið þess væru skýr- ari en raun bæri vitni. Halldór lýsti efasemdum sínum um frumvarpið og stofnun lagaráðs, en benti á að á undanförnum árum hefði mikið áunnist, hvað varðaði undirbún- ing og samningu stjórnarfrumvarpa og mikið væri lagt upp úr vönduðum og góðum vinnubrögðum í þeim efn- um. Á hinn bóginn væri umhugsunar- efni hvort á Alþingi skorti hreinlega lagadeild, en þó bæri að hafa í huga að á Alþingi störfuðu nú sjö lögfræðing- ar, eða nákvæmlega jafnmargir lög- fræðingar og væru í röðum þing- manna. Þessir lögfræðingar væru nefndum og einstökum þingmönnum til aðstoðar eftir því sem þörf krefði og um leið og starfsaðstaða batnaði á Alþingi skapaðist svigrúm til þess að styrkja enn frekar þennan þátt í nefndarstarfinu. Lagði Halldór á það áherslu að í störfum sínum sem forseti Alþingis hefði hann sýnt mikinn áhuga á bætt- um starfsskilyrðum þingmanna og reynt um leið að standa á rétti Alþing- is gagnvart framkvæmdavaldinu. Stuðlað að vandaðri reglusetn- ingu af hálfu stjórnvalda Forsætisráðherra gagnrýndi einnig hversu ruglingslegt frumvarpið væri og sagði að ekki hefði í sjálfu sér veitt af því að lagaráð hefði farið yfir það, og að því leytinu til mælti það í raun með sjálfu sér. Á hinn bóginn sagði hann ýmislegt benda til þess að efni þess bryti í bága við stjórnarskrána. Forsætisráðherra fullyrti í ræðu sinni að ráðuneyti leituðust ávallt við að búa frumvörp ríkisstjórnarinnar sem best úr garði og á síðustu árum hefði viðleitni til að fylgjast betur með ákveðnum þáttum í lagasmíð aukist. Forsætisráðherra sagði að þannig sættu allar skattlagningar- og gjald- tökuheimildir í frumvörpum ríkis- stjórnarinnar sérstakri athugun á vegum fjármálaráðuneytis eftir að hert var á stjórnarskrárbundnum kröfum til slíkra ákvæða. Einnig væru refsi- og viðurlagaákvæði í frumvörpum gjarnan yfirfarin af dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þá hefði verið unnið að því að vanda bet- ur til innleiðingar þeirra reglna, sem teknar væru í íslenskan rétt á grund- velli EES-samningsins, og yrðu sér- stakar leiðbeiningar um það gefnar út á næstunni, jafnframt því sem sér- stakri ráðgjafarnefnd yrði komið á fót í sama skyni. Ýmislegt væri þannig aðhafst til að stuðla að vandaðri reglusetningu af hálfu stjórnvalda, enda þótt enn mætti betur gera. „Ég get því tekið undir að eftirlit af þessu tagi mætti vera víðtækara og taka til fleiri þátta en það gerir í dag, auk þess sem það væri skilvirkara og samræmdara, ef það væri á einni hendi,“ sagði hann. Ætti takmarkað erindi í umræður á Alþingi Forsætisráðherra sagðist hins veg- ar hafa ákveðnar efasemdir um að slíku eftirliti væri best fyrir komið á vegum þingsins, eins og frumvarpið geri ráð fyrir. Það kæmi til af því að samræmd tæknileg og lögfræðileg at- hugun af þessu tagi ætti ekki nema takmarkað erindi í þá umfjöllun um landsins gagn og nauðsynjar, sem pólitísk umræða á Alþingi ætti að öðru jöfnu að snúast um. „Að mínu viti ætti slík athugun miklu fremur að vera liður í undir- búningi lagafrumvarpa í stjórnar- ráðinu, en meðferð þeirra í þjóð- þinginu. Þingmenn eiga að geta treyst því að þessi atriði séu í lagi þeg- ar mál berast þeim og einhent sér í karp um þungamiðju stjórnmálanna, markmið mála og leiðir að þeim, for- gangsröðun fjármuna og þar fram eftir götunum, en eyða ekki tíma sín- um í skylmingar með lögum og deilur lögfræðilegs eðlis, sem betur eiga heima á öðrum vettvangi.“ Forsætisráðherra sagði ennfrem- ur, að þar sem yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra frumvarpa, sem sam- þykkt væru sem lög frá Alþingi, væri undirbúinn í stjórnarráðinu væri það sín skoðun að að samræmdar athug- anir af þessu tagi ættu betur heima þar, þannig að þeim væri lokið þegar málin bærust þinginu. „Það er sá háttur sem hafður er á annars staðar á Norðurlöndum og virðist ekki vefjast fyrir þjóðþingun- um þar, jafnvel þótt þar sitji oftast minnihlutastjórnir og þau taki eftir at- vikum virkari þátt í undirbúningi laga- frumvarpa en hér tíðkast,“ sagði hann. Miklar umræður spunnust í kjölfar orða forsætisráðherra og tóku um- ræður yfir sex klukkustundir. Undir lokin sagði Ögmundur Jónasson, VG, að flest hefði merið málefnalegt í um- ræðunni og því bæri að fagna, utan nokkurrar geðshræringar sem gætt hefði um skeið, ekki síst hjá forsætis- ráðherra. Bryndís Hlöðversdóttir beindi spjótum sínum einnig að Davíð Odds- syni: „Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni að þingmenn ættu að geta treyst því að lagatæknileg atriði væru í lagi í frumvörpum. Þau eru hins vegar ekki í lagi. Meinbugir á íslenskum lögum eru fleiri en í nágrannaríkjunum. Auðvitað er það svo að forsætisráð- herra vill hafa þetta allt saman undir hatti ráðuneytanna. Auðvitað vill hann hafa framkvæmdavaldið sem sterkast á meðan hann sjálfur situr í ríkisstjórn. Við teljum hins vegar mikilvægt að styrkja hlut Alþingis,“ sagði hún. Forsætisráðherra telur eftirlit með frumvörpum eiga heima hjá stjórnarráði Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson forsætisráðherra telur eftirlit með lagasmíð fremur eiga heima í stjórnarráðinu en á Alþingi. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tók einnig þátt í umræðunni. Morgunblaðið/Kristinn Bryndís Hlöðversdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir ræða málin en Bryndís er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lagaráð. Flutningsmenn vilja styrkja þátt Alþingis 74. fundur. Dagskrá Alþingis miðvikudag- inn 21. febrúar 2001 kl. 13.30 miðdegis. 1. Lagaráð, frv., 76. mál, þskj. 76. – Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 75. fundur. Dagskrá Alþingis miðvikudag- inn 21. febrúar 2001 að lokn- um 74. fundi. Fyrirspurnir til forsætisráð- herra: 1. Setning reglna um kosningar skv. 26. gr. stjórn- arskrár, fsp. frá SJS, 427. mál, þskj. 688. 2. Skipan stjórnarskrár- nefndar, fsp. frá SJS, 428. mál, þskj. 689. 3. Sveigjanleg starfslok, fsp. frá ÁRJ, 435. mál, þskj. 698. Fyrirspurn til utanríkis- ráðherra: 4. Notkun úranhúðaðra sprengiodda í loftárásum NATO á Júgóslavíu, fsp. frá SJS, 386. mál, þskj. 636. Fyrirspurnir til iðnað- arráðherra: 5. Orkukostnaður, fsp. frá EKG, 202. mál, þskj. 212. 6. Niðurgreiðsla á húshitun með olíu, fsp. frá SvanJ, 383. mál, þskj. 633. Fyrirspurn til viðskiptaráð- herra: 7. Börn og auglýsingar, fsp. frá ÁMöl, 459. mál, þskj. 732. Fyrirspurn til mennta- málaráðherra: 8. Réttur til að kalla sig við- skiptafræðing, fsp. frá DSigf, 457. mál, þskj. 729. Í TUTTUGU og þremur tilfellum var veitt leyfi til innflutnings á nautakjöti á síðasta ári frá Banda- ríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Írlandi og Svíþjóð, sam- tals 28 tonn. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, við fyrir- spurn Sigríðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem óskað var svara um í hvaða tilfellum hefði verið veitt leyfi til innflutnings á nautakjöti á síðasta ári og frá hvaða löndum. Ennfremur hvort þess hafi verið gætt hvort fyrir lægju vottorð um að kúariða hefði ekki greinst í landinu undanfarna mánuði. Í svari ráðherra kom einnig fram að kúariða hafi ekki greinst í Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð en hún hafi nú greinst í Hollandi, Danmörku og á Írlandi. Áður en innflutningur hafi verið heimilaður hafi yfirdýralæknir sannreynt stöðu dýrasjúkdóma í þessum löndum, m.a. með upplýs- ingum og vottorðum frá dýra- læknayfirvöldum, Alþjóðaheil- brigðismálastofnun dýra og Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni. Hafi legið fyrir öll gögn sem embættið telji nauðsynleg til að fullnægja skilyrðum 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993, um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Leyfi veitt í 23 skipti í fyrra Innflutningur nautakjöts

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.