Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 17
Landsbréf hf. Su›urlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Sími 535 2000, bréfasími 535 2001. Veffang: www.landsbref.is
N‡ttu flér flekkingu eins stærsta
eignast‡ringarfyrirtækis heims,
Alliance Capital Management
fia› er okkur sönn ánægja a› bjó›a til morgunver›arfundar í salnum Hvammi
á Grand Hótel flann 23. febrúar 2001 frá kl. 08:30 til 09:30.
Tilefni fundarins er koma Geoffrey Hyde, sérfræ›ings hjá
Alliance Capital Management.
Geoffrey mun fjalla um flróun heimsmarka undanfarna
mánu›i og mun leggja sérstaka áherslu á flau
fjárfestingartækifæri sem geta skapast ári› 2001.
Vinsamlegast sta›festi› flátttöku me› tölvupósti á
acm@landsbref.is e›a í síma 535-2043, flar sem a› fjöldi
fundargesta er takmarka›ur. Enginn a›gangseyrir.
Kynntu flér sko›anir eins stærsta eignast‡ringarfyrirtækis
heims, Alliance Capital Management, á alfljó›legum
fjárfestingartækifærum.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
GILDING ehf. er fjárfestingarfélag
sem hóf starfsemi um mitt ár í fyrra
og hefur félagið sent frá sér yfirlit
yfir afkomu ársins. Eigið fé félagsins
var rúmir sjö milljarðar króna eftir
hlutafjársöfnun á seinni hluta síð-
asta árs, en hafði um áramót lækkað
niður í 5.903 milljónir króna, eða um
16,7%. Lækkunin, eða tapið, nam því
tæpum 1,2 milljörðum króna. Um 2⁄3
hlutar tapsins eru óinnleystir, eða
um 800 milljónir króna, en þar sem
allar skráðar eignir félagsins eru
færðar á markaðsverði sést tap í
reikningum félagsins þótt eignin hafi
ekki verið seld og tapið þannig inn-
leyst.
Um 1,4 milljarðar króna, eða inn-
an við 10% heildareigna, eru í
óskráðum eignum og eru þær skráð-
ar á kostnaðarverði, án þess að það
sé framreiknað. Heildareignir fé-
lagsins námu um síðustu áramót 15,6
milljörðum króna og skuldir voru 9,7
milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall
var 38%.
Skiptasamningar félagsins um
hlutabréf og skuldabréf eru í efna-
hagsreikningi en ekki utan hans eins
og venja er hjá flestum fjármála-
stofnunum. Þetta þýðir að efnahags-
reikningurinn er mun stærri en ella
og eiginfjárhlutfallið því lægra. Ef
skiptasamningar væru utan efna-
hagsreiknings væri eiginfjárhlutfall
Gildingar 79%.
Langtímamarkmið um 25%
arðsemi er óbreytt
Heimir Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Gildingar, segir að af-
koma félagsins beri þess merki að
það hafi hafið starfsemi á erfiðum
tíma og markaðir hafi lækkað mikið
seinni hluta ársins. Sjá megi af upp-
gjörum annarra félaga að þau hafi al-
mennt skilað slæmri afkomu á því
tímabili síðasta árs sem Gilding hafi
verið starfandi. Félagið standi þó
sterkt, eins og sjá megi á eigin fé og
eiginfjárhlutfalli.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að þrátt fyrir neikvæð
skilyrði á fyrsta starfsári hafi ekki
verið hvikað frá langtímamarkmiði
því sem sett hafi verið í upphafi um
25% arðsemi til lengri tíma. Fyrir-
tækið eigi hlutabréf í traustum félög-
um og stærstu fjárfestingar þess í ís-
lenskum hlutabréfum séu í Baugi,
Kaupþingi, Marel, Pharmaco og
Össuri.
Þá kemur fram í tilkynningunni að
Gilding eigi í nokkrum fyrirtækjum
sem nú séu í umbreytingarferli.
Stærst sé Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson, en stefnt sé að því að skrá
hana á hlutabréfamarkað innan
tveggja ára.
Fjárfestingarfélagið Gilding ehf. skilar fyrsta ársuppgjörinu
Eigið fé lækkaði
um 16,7% á árinu
HAGNAÐUR SP-Fjármögnunar hf.
eftir skatta jókst um 35% milli ára,
fór úr 105,4 milljónum króna árið
1999 í 142,2 milljónir króna í fyrra.
Heildarútlán fóru úr 6.686 millj-
ónum króna í 8.147 milljónir króna,
sem er 22% aukning.
SP-Fjármögnun er eignarleigu-
fyrirtæki í eigu Sparisjóðanna og
skiptist starfsemi þess í megindrátt-
um í tvennt. Annars vegar eignar-
leigusamninga við fyrirtæki, ríki,
sveitarfélög og aðra sem stunda
rekstur og hins vegar bílalán til ein-
staklinga. Heildarvirði eignarleigu-
samninga í lok síðasta árs var 3.934
milljónir króna og heildarvirði bíla-
lána 4.175 milljónir. Gerðir voru nýir
eignarleigusamningar fyrir 1.949
milljónir króna og ný bílalán fyrir
2.049 milljónir.
Vanskil sem hlutfall af heildarút-
lánum hjá SP-Fjármögnun lækkuðu
milli ára, úr 1,16% árið 1999 í 1,09% í
fyrra. Í samtali við framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, Kjartan Georg
Gunnarsson, kom fram að þetta væri
önnur mynd en oft væri dregin upp í
fjölmiðlum, því af henni mætti ætla
að mikil vanskil væru af bílalánum.
Raunin sé hins vegar sú að langflest-
ir sem taki bílalán séu búnir að
ígrunda vel hver greiðslugeta þeirra
sé og auk þess sé sýnd mikil aðgæsla
í útlánum, sér í lagi þegar um háar
fjárhæðir sé að ræða.
Framlag í afskriftareikning útlána
nam 88 milljónum króna, eða 1,08%
af útlánum í árslok. Í afskriftarsjóði
voru í árslok 281 milljón króna, eða
3,4% útlána.
12,9% eiginfjárhlutfall
Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins,
svokallað CAD-hlutfall, var 12,9%
um síðustu áramót, en var 13,4% ári
áður. Lögbundið lágmark er 8%.
Í fréttatilkynningu frá SP-Fjár-
mögnun segir að það hafi snemma á
síðasta ári tekið í notkun bílalána-
kerfið Carrus, sem Mens Mentis hafi
hannað og smíðað sérstaklega fyrir
fyrirtækið. Kerfið taki mið af þörfum
þeirra sem komi nálægt bílakaupum
og stytti afgreiðslutíma lána. Kerfið
hafi reynst vel og viðtökur bílaum-
boða og annarra sem selji bíla hafi
verið góðar.
Hagnaður SP-Fjármögnunar eykst
í 142 milljónir króna
Vanskil bíla-
lána í lágmarki
TILKYNNT var um sameiningu
stálfyrirtækjanna Unicor, Arbed og
Aceralia á mánudag. Hluthafar
Arbed munu eiga 23,4%, Aceralia
20,1% og hluthafar Unicor 56,5% í
sameinuðu félagi, sem bera mun
nafn hins síðastnefnda. Ætlunin er
að spara hundruðir milljóna evra á
ári, bæði í rekstrar- og fjárfesting-
arkostnaði.
Samruninn er háður samþykki
framkvæmdastjórnar ESB og er bú-
ist við að framkvæmdastjórnin fari
ítarlega yfir samrunann sérstaklega
með tilliti til sterkrar stöðu fyrirtæk-
isins á framleiðslu stáls til notkunar í
bílaframleiðslu.
Stærsta fyrirtæki heims í stáliðnaði
Á síðasta ári framleiddi Unicor
rúmar 22 milljónir tonna af stáli,
Arbed 12 milljónir og Aceralia rúm-
ar 10 milljónir tonna. Sameinað fyr-
irtæki mun framleiða um 45 milljónir
tonna á ári og verða langstærsta
stálfyrirtæki heims. Stærsta fyrir-
tækið á þessu sviði fyrir sameiningu
var suður-kóreska fyrirtækið Poh-
ang með 26,5 milljóna tonna fram-
leiðslu á ári og í öðru sæti var jap-
anska stálfyrirtækið Nippon með
24,3 milljónir tonna.
Evrópumarkaður fyrir stál er um
63 milljóna tonna og heimsfram-
leiðsla á stáli árið 1999 nam um 830
milljónum tonna.
Helsta vandamál stálfyrirtækja er
mikil umfram framleiðslugeta. Verð
á stáli hefur verið lágt og arðsemi
fyrirtækjanna farið minnkandi.
Helstu keppinautar Unicor tóku
undir sjónarmið stjórnenda Unicor
að fyrirtækin í greininni þyrftu að
stækka. Þróunin í stáliðnaði hefur
ekki verið eins hröð eins og í áliðnaði
þar sem fyrirtækjum hefur fækkað
jafnt og þétt á síðustu árum. Ein
helsta ástæðan fyrir því er að stál er
tiltölulega ódýr og þung afurð sem
kostar mikið að flytja langar vega-
lengdir. Þess vegna þjóna stáliðjuver
fyrst og fremst viðskiptavinum sem
liggja nærri stáliðjuverunum.
Jákvæð viðbrögð fjármálamarkaða
Fyrirtæki í evrópskum stáliðnaði
hafa í auknum mæli verið að samein-
ast á síðustu árum. Stærstu samein-
ingar í atvinnugreininni hafa verið
sameining þýsku fyrirtækjanna
Thyssen og Krupp og sameining hol-
lenska stálframleiðandans Hoogov-
ens og British Steel í fyrirtækið Cor-
us. Corus tilkynnti fyrir stuttu að
það muni segja upp sex þúsund
starfsmönnum og losa sig við um-
fram framleiðslugetu upp á þrjár
milljónir tonna.
Fjármálamarkaðir tóku fréttum
af samrunanum vel. Hlutabréf í
Unicor hækkuðu um 6,4% í París.
Hlutabréf Arbed í Lúxemborg
hækkuðu um 49% og bréf Acdralia í
Madrid hækkuðu um 32%. Hlutabréf
í öðrum evrópskum stálfyrirtækjum
hækkuðu einnig vegna væntinga um
aukna hagræðingu og arðsemi innan
greinarinnar.
Sameining
þriggja evrópskra
stálfyrirtækja