Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 22

Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Compaq EX vinnustöð taeknival.is 800/133Mhz Intel PIII örgjörvi 64 Mb vinnsluminni Geisladrif & hljóðkort 10 Gb harður diskur Windows 98 stýrikerfi 3 ára ábyrgð Sérstaklega skarpur og bjartur snertiskjár • Upplausn 240x320pixel Lyklaborð í vél • Þekkir handskrift • Upptökumöguleiki • Tengikví með serial tengingu • Innrautt tengi 115kbs • Hljóðnemi og hátalari • Lithium rafhlaða með 15 klst endingu • Stærð aðeins 130x15,9x83,5 mm • Þyngd aðeins 170 gr. • Hægt að tengja aukabúnað – GSM, GPS þráðlaus netkort ofl. Keflavík • Sími 421 4044Reykjavík • Sími 550 4000 Akureyri • Sími 461 5000 Ath: skjár ekki innifalinn í verði Comapq Ipaq H 3630 lófatölva 69.900,- verð m.vsk verð m.vsk*94.900,- Tölvur Pólverjar ganga nú í gegnum eril- saman tíma í stjórnmálunum. Síðast- liðið haust voru forsetakosningar og næsta haust verða þingkosningar. Í báðum tilvikunum var niðurstaðan talin augljós áður en kosningabarátt- an hófst. Fyrrverandi kommúnistar eru reyndar með svo mikla yfirburði að ætla mætti að vart þyrfti að kjósa. Flokkarnir og stjórnmálamenn- irnir eru orðnir svo þekktir og fyr- irsjáanlegir að pólsk stjórnmál eru orðin drepleiðinleg og svæfandi. Hægrimennirnir í stjórninni (með rætur í „Samstöðu“) hafa staðið sig svo illa og miðflokkurinn Frelsis- sambandið er svo fyrirsjáanlegur og gagnslaus að fólk styður fyrrverandi kommúnista einfaldlega vegna þess að þeir hafa verið í stjórnarandstöðu í fjögur ár og kunna (ef til vill) að haga sér öðruvísi. Þetta virðist allt í einu vera að breytast og af algjörlega óvæntum ástæðum. Andrzej Olechowski gaf kost á sér sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum. Hann naut ekki stuðnings neins flokks og var ekki með mikla fjármuni á bak við sig en honum tókst samt með einhverj- um hætti að ná öðru sætinu með 17% kjörfylgi, meira en frambjóðandi stjórnarflokksins. Olechowski er vel þekktur í pólskum stjórnmálum því hann var eitt sinn fjármálaráðherra og síðar utanríkisráðherra. Hann er hávaxinn, myndarlegur og gáfaður. Hann var plötusnúður á unglingsár- unum og starfaði seinna hjá nokkr- um fjármálastofnunum og njósnaði þar fyrir kommúnista, en hann hefur viðurkennt það hreinskilnislega. Hann virðist nú vera óháður heiðurs- maður með sjálfstæðar skoðanir. Bæði börnin mín og þorri pólskra námsmanna kusu Olechowski, aðal- lega vegna þess að hann virðist skemmtilegur. Hann er ekki með neina sérstaka stefnu eða hugsjón en málflutningur hans er skýr og skyn- samlegur (hann kallar sig frjálslynd- an íhaldsmann) og mjög ólíkur vél- rænum málflutningi fyrrverandi kommúnista og hægrimanna. En með því að sækjast eftir skemmtun í stjórnmálum þurfum við Pólverjar að muna að kjarni lýðræð- isins á að vera leiðinlegur og af gildri ástæðu. Öryggi er aðalmarkmið lýð- ræðisins: öryggi allra borgaranna til að lifa lífinu að eigin vild. En lýðræð- isleg þátttaka hefur augljóslega æ minni merkingu eftir því sem hún virðist tilbreytingarlausari og vél- rænni. Ég hef reyndar oft heyrt þá skýringu á pólitíska umrótinu í Frakklandi í maí 1968 að Frakkar hafi orðið leiðir á látlausri velgengni í forsetatíð de Gaulle og hafi því streymt út á göturnar í grennd við Sorbonne til að skemmta sér. Svo virðist því sem stjórnmál eigi ekki aðeins að veita stjórnmála- mönnum ánægju, heldur fólkinu líka. Þau geta því ekki verið leiðinleg í langan tíma því þá tekur fólkið að efast um sjálft lýðræðið. Þrátt fyrir velgengni Olechowskis hunsaði Frelsissambandið hann al- gjörlega eftir kosningarnar (þótt sagt hefði verið að hann væri ná- tengdur flokknum) og hið sama er að segja um hægrimennina úr Sam- stöðu. Hann tilheyrði ekki pólitísku valdastéttinni þannig að enginn hugsaði um hvernig hægt væri að hafa hag af velgengni hans. Hann ákvað því, í náinni samvinnu við nokkra þekkta stjórnmálamenn úr Samstöðu og Frelsissambandinu, að stofna hreyfingu sem kölluð er „Stefnuskrá borgaranna“. Allir þrír leiðtogar Stefnuskrár borgaranna eru myndarlegir, gáfað- ir og fyndnir. Þeir njóta nú stuðnings 20% kjósendanna og yfirburðir vinstrimannanna hafa minnkað smám saman. (Samkvæmt skoðana- könnunum er fylgi þeirra undir 40% í fyrsta sinn í tvö ár.) Fyrrverandi pólitískir vinir leiðtoga Stefnuskrár borgaranna reyna að leyna öfund sinni, en án mikils árangurs. Nýja hreyfingin aðhyllist sömu stefnu og Olechowski boðaði í kosn- ingabaráttunni. Hún er einföld, skýr og því aðlaðandi, en leiðtogar hennar reyna þó að standast þá freistingu að vera með lýðskrum. Jafnvel tor- tryggnum kjósendum – eins og höf- undi þessarar greinar – sem töldu að ekkert væri áhugavert við pólsk stjórnmál, finnst Stefnuskrá borgar- anna skemmtileg. Í ljósi nýlegra kosninga í Banda- ríkjunum og Evrópu virðist ljóst að „skemmtigildið“ sé hvarvetna að verða mikilvægur þáttur í stjórnmál- unum. Sagt hefur verið að besta leið- in til að tæla konu sé að segja eða gera eitthvað sem hlægir hana. Ef til vill gildir það einnig um kjósendur. Ekki er auðvelt að vera fyndinn í stjórnmálum og varðveita um leið lýðræðið. Það að vera fyndinn í stjórnmálum þýðir í raun að veita borgurunum ánægjutilfinningu fyrir þátttöku þeirra í stjórnmálunum. En vilja stjórnmálamenn í raun þátttöku fólksins? Það efa ég. Fólk sem tekur þátt í stjórnmálunum hneigist til að hafa eigin skoðanir sem gerir það verkefni að stjórna erfiðara. En ef fólk hefur enga gleði af lýð- ræðislegum stjórnmálum er hætt við að það gefi þau upp á bátinn og láti sérfræðingana um þau. Hér er átt við gleði í sama skilningi og John Stuart Mill lagði á þetta orð. Mill taldi að fjölmennur minnihluti fólks hneigðist til að sækjast eftir æðri gleði og hana væri meðal annars hægt að öðlast með þátttöku í lýð- ræðislegum stjórnmálum. Framtíð lýðræðisins getur því ráðist af þeim hugmyndum og því fólki sem færir okkur einhverja æðri gleði og veitir okkur ánægju í þegnskap okkar. Óljóst er hvort þetta nýja fólk reyn- ist vel en ljóst er að sú manngerð sem er að komast til áhrifa í stjórn- málunum er mjög ólík þeim stjórn- málamönnum sem við eigum að venj- ast – ekki aðeins í Póllandi heldur út um allan hinn lýðræðislega heim. Skemmtileg stjórnmál Reuters Andrzej Olechowski, óháður frambjóðandi í síðustu forsetakosningum í Póllandi, hefur stofnað nýjan flokk, Stefnuskrá borgaranna. © Project Syndicate. eftir Marcin Krol Marcin Krol er forseti sagnfræði- deildar Varsjárháskóla og útgefandi „Res Publica Nowa“. Ef fólk hefur enga gleði af lýðræðisleg- um stjórnmálum er hætt við að það gefi þau upp á bátinn og láti sérfræðingana um þau. MORGAN Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, spáði því í fyrrakvöld að Robert Mugabe forseti myndi segja af sér á næstu vikum til að gera einum af helstu banda- mönnum sínum kleift að bjóða sig fram í næstu forsetakosning- um. Hann telur að kosningarnar verði ekki síðar en í ágúst. Tsvangirai er leiðtogi Hreyfingar fyrir lýð- ræðislegri breytingu og hyggst gefa kost á sér í kosningunum. „Allt bendir til þess að kosn- ingunum verði flýtt,“ sagði hann í viðtali við The Daily Telegraph. „Ég tel að þær verði í júlí eða ágúst. Stjórnin er að búa sig undir lokauppgjör.“ Tsvangirai telur að Mugabe neyð- ist til að draga sig í hlé og boða til kosninga vegna mikils eldsneytis- og orkuskorts, verðbólgu og annarra efnahagslegra vandamála Zim- babwe. „Stjórnin getur ekki beðið til næsta árs þar sem ástandið verður þá orðið óviðráðanlegt,“ sagði hann. Mugabe heldur upp á 77 ára af- mæli sitt í dag og hann hefur sjaldan komið fram opinberlega frá því í janúar þegar sauma þurfti sjö spor í höfuð hans eftir að hann hafði hrasað illa í Malasíu. Tsvangirai efast um að forsetinn hafi orku til að taka þátt í kosninga- baráttu og gegna embættinu í sex ár til viðbótar. Hann spáir því að Emm- erson Mnangagwa, forseti þingsins og einn af forystumönnum flokks Mugabe, Zanu–PF, verði frambjóð- andi stjórnarflokksins í kosningun- um. „Ég er viss um að Mugabe til- nefni Mnangagwa sem eftirmann sinn og að- stoði hann í kosninga- baráttunni. En það skiptir engu máli. Báð- ir eru þeir ókjósanleg- ir.“ Mnangagwa hefur verið einn af helstu samstarfsmönnum Mugabe í 20 ár og skipulagði grimmilega herferð gegn andófs- mönnum í Matabelandi á níunda áratug síð- ustu aldar. Hún kost- aði að minnsta kosti 5.000 manns lífið. Tsvangirai kveðst því búast við mjög grimmilegri kosn- ingabaráttu. „Þeir þurfa að beita andstæðinga sína ofbeldi og kúgun. Það er eina leið þeirra til að sigra,“ sagði hann. Erlendum fréttamönnum vísað úr landi Stjórn Zimbabwe vísaði tveimur erlendum fréttamönnum úr landi um helgina og Tsvangirai sagði það enn eitt dæmið um örvæntingu hennar. Annar fréttamannanna, Joseph Winter, fréttaritari BBC, sagði að öryggissveitir hefðu ráðist inn á heimili hans í Harare á sunnudag. Embættismenn í breska utanrík- isráðuneytinu boðuðu sendiherra Zimbabwe í London á sinn fund til að mótmæla brottvísun Winters. Stjórnarandstaðan í Zimbabwe býr sig undir kosningar Telur að Mugabe láti af embætti á næstunni Harare. The Daily Telegraph, AFP. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.