Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 24
MAGNEA Tómasdóttir
sópransöngkona mun
syngja á tónleikum í
Royal Festival Hall í
Lundúnum á morgun,
fimmtudaginn 22.
febrúar. Um er að ræða
uppsetningu Trinity
College of Music á
Gurre-Lieder eftir
Schönberg en Royal
Festival Hall er eitt af
stærri tónleikahúsun-
um í Lundúnum. Magn-
ea verður ein sex ein-
söngvara sem koma
fram í verkinu, ásamt
130 manna hljómsveit,
stórum karlakór og
blönduðum kór.
Aðspurð segir Magnea það mjög
spennandi að takast á við þetta verk-
efni og þá sé ekki síst gaman að fara
til Lundúna að syngja en Magnea
stundaði þar nám. „Ég hef sungið
mikið í óperum undanfarið en þessi
vinna er talvert frábrugðin því,“ seg-
ir Magnea en hún bendir jafnframt á
að verkið sé mjög sjaldan sett upp,
líklega sökum þess hversu dýrt það
er í flutningi, og því sé ekki síður
gaman að fá að syngja í verkinu.
Magnea segir verkið fremur
óhefðbundið, það teljist t.d. ekki til
hefðbundinnar óratoríu eða óperu.
„Þetta er meira eins og ljóðaflokkur í
umfangsmiklum búningi. Schönberg
byrjaði að skrifa verkið sem ljóð-
flokk eftir texta Danans Jens Peter
Jacobsen. Síðan varð þetta stærra
og stærra hjá honum og endaði með
þessu risavaxna hljómsveitarverki.
Hann byrjaði á verk-
inu árið 1900 eða 1901
en lauk því ekki end-
anlega fyrr en árið
1910.“
Magnea lærði söng
hjá Unni Jensdóttur í
Tónlistarskóla Sel-
tjarnarness. Árið 1993
hóf hún nám við Tri-
nity College of Music
hjá prófessor Hazel
Wood. Á námsárunum
sótti hún fjölmörg
námskeið hjá virtum
listamönnum, þ.á m.
Roger Vignoles, Ian
Partridge og Elly
Ameling, og kom fram
á fjölmörgum tónleikum. Í fyrra
komst Magnea í lokakeppni alþjóð-
legrar keppni Wagner-söngradda í
Þýskalandi. Frá 1997 hefur Magnea
starfað hjá óperuhúsinu í Köln og
lauk þeim samningi árið 2000. Magn-
ea segir þann tíma hafa skilað sér
mjög góðri reynslu. „Þetta hefur
verið mikil vinna, ég var í fyrstu í
eins konar óperustúdíói en síðan
fastráðin í listamannahópi óperunn-
ar. Ég hef búið í Köln síðan þeim
samningi lauk og er að leita mér að
öðrum verkefnum. Maður verður að
vera opinn fyrir öllu.“ Auk þess að
koma fram í Royal Festival Hall er
Íslandsferð á döfinni hjá Magneu.
Hún mun halda tónleika í Salnum í
Kópavogi 22. apríl en í kjölfar þess
mun hún vinna að upptökum fyrir út-
varpið. Hvað tekur við segir Magnea
að muni koma í ljós, „enda er þetta
harður bransi,“ segir hún að lokum.
Magnea Tómasdóttir söngkona
Kemur fram í
Royal Festival
Hall í Lundúnum
Magnea
Tómasdóttir
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLEIKARNIR hefjast kl. 20 og
verða þar flutt nýleg einsöngslög eft-
ir þrettán íslensk tónskáld. „Í upp-
hafi menningarborgarársins í fyrra
bauð Tónskáldafélag Íslands, í sam-
vinnu við Reykjavík–menningarborg
Evrópu árið 2000, íslenskum tón-
skáldum að draga ljóð úr hatti við
sérstaka athöfn, en tónskáldin fengu
síðan það verkefni að semja lag við
sín ljóð. Hluti af lögunum sem flutt
verða á tónleikunum í kvöld urðu til í
kjölfar þess,“ segir Ólafur Kjartan
Sigurðarson baríton.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá
Myrkra músíkdaga en auk ofan-
greindra aðila kemur Menningar-
miðstöðin í Gerðubergi að fram-
kvæmdinni. Gerðuberg efndi fyrst til
þess að ljóðum var úthlutað til tón-
skálda með ofangreindum hætti í
tengslum við lýðveldishátíðina árið
1994, í því skyni að hvetja til nýsköp-
unar á sviði íslenskra einsöngsljóða.
Ólafur Kjartan segir að mikill
aragrúi laga hafi orðið til í kjölfar
„hattadrættisins“ á síðasta ári, og
eru tónleikarnir m.a. haldnir í því
skyni að frumflytja stóran hluta
þeirra. „Þá völdum við Jónas að auki
fleiri lög eftir íslensk samtímatón-
skáld. Á tónleikunum mun því heyr-
ast ný eða nýleg tónlist, allt frá mús-
ík sem vísar aftur til okkar
menningararfs til afar nútímalegrar
tónlistar. Ég held að tónleikarnir
gefi nokkuð glögga mynd af því
hversu breitt litrófið er hjá íslensk-
um tónskáldum í dag,“ segir Ólafur
Kjartan. Ekki var þó unnt að flytja
nema hluta af þeim lögum sem samin
voru við ljóðin, en stefnt er að því að
kynna öll lögin í framtíðinni.
Ólafur Kjartan segir óhætt að full-
yrða að tónleikarnir séu krefjandi
fyrir þá Jónas, ekki síst vegna þess
hversu mörg laganna verða þar
frumflutt. „Það er í eðli sínu mjög
gaman að frumflytja tónlist. Þá fær
maður tækifæri til að koma með
ferskar hugmyndir að tónlistinni,
þótt það sé annað mál hvernig það
tekst til,“ segir Ólafur og brosir. „En
það sem við höfum á þessum tón-
leikum er sönnun þess að tónlistar-
sköpun íslenskra tónskálda er mjög
lifandi.“
Rík hefð einsöngslaga
Jónas Ingimundarson hefur lengi
verið mikill áhugamaður um íslenska
einsöngshefð. Hann kom m.a. að
viðamiklum flutningi og umfjöllun
um íslensk sönglög sem Gerðuberg
stóð fyrir árið 1994.
Hann bendir á að Íslendingar búi
yfir mjög ríkulegri hefð einsöngs-
laga. „Íslenska einsöngslagið á sér
um hundrað ára gamla sögu þar sem
finna má margt af því besta sem við
eigum í tónlist á því tímabili. Um er
að ræða síkvikt form sem lifir góðu
lífi enn í dag. Íslendingar hafa alla
tíð verið mikil söngþjóð, en einnig
miklir sagnamenn. Einsöngshefðin á
sér eflaust sterkar rætur í þessum
þjóðareinkennum.“
Jónas segir einsöngslagið vera
mjög heillandi form, ekki síst vegna
þess hversu einlægt og náið það er.
„Sum ljóð eru ekki til þess fallin að
vera flutt af stórri hljómsveit. Til
þess eru þau of persónuleg og náin. Í
einsöngsforminu myndar ljóðið,
söngurinn og píanóundirspilið eina
heild sem hæfir litlu rými og einlægu
viðfangsefninu.“
Ólafur Kjartan tekur undir þetta.
„Margir telja óperuna vera æðst list-
forma vegna þess hversu margir list-
rænir þættir koma þar saman. Þetta
á ekki síður við einsöngsformið, þar
sem ljóð og tónlist sameinast. Þegar
vel tekst til geta orðið til hreinir
töfrar sem sveifla mönnum upp og
niður allan tilfinningaskalann á örfá-
um mínútum,“ segir Ólafur Kjartan.
Jónas samsinnir þessu. „Það má
segja að vel heppnað sönglag sé í eðli
sínu augnabliks ópera, því það end-
urspeglar lífið sjálft, með öllum sín-
um þrám og tilfinningum.“
„Söngurinn er dálítið merkilegt
fyrirbæri,“ heldur Jónas áfram. „Við
syngjum t.d. ekki þegar við erum í
vondu skapi. Söngurinn fylgir
gleðinni, og léttir okkur um hjarta. Í
söngnum má líklegast finna sjálfa
uppsprettu og kviku tónlistarinnar.“
Íslensk einsöngslög á Ljóðatónleikum í Gerðubergi á Myrkum músíkdögum
Einsöngslagið
er augna-
bliksópera
Íslenska einsöngslagið verður í heiðri haft á
ljóðatónleikum Ólafs Kjartans Sigurðar-
sonar barítons og Jónasar Ingimundarson-
ar píanóleikara í Gerðubergi í kvöld. Heiða
Jóhannsdóttir heimsótti þá á æfingu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jónas Ingimundarson píanóleikari og Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari.
Sagnfræðingafélag Íslands
efnir til opins félagsfundar
annað kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30 í húsi
Sögufélagsins við Fischer-
sund.
Gestur fundarins verður
Einar Már Guðmundsson
rithöfundur og mun hann
halda erindi sem hann
nefnir „Saga og saga“. Í
erindinu hyggst Einar Már
velta fyrir sér muninum á sagn-
fræði og skáldskap, m.a.
með vísan til nýjustu
verka sinna, bókanna
„Fótspor á himnum“ og
„Draumar á jörðu“.
Hann mun gera þann
„öfugsnúning“ að umtals-
efni að skáldskapur verði
með tímanum sannleikur
og einnig varpa fram
þeirri spurningu, hvort
sagnfræðirit séu í aðra
röndina skáldsögur.
Einar Már Guðmundsson
hjá sagnfræðingum
Einar Már
Guðmundsson
SÝNINGIN Norrút – Reykjavík,
Bergen, Helsinki hefur nú verið
opnuð í sameiginlegu sýning-
arrými í hinni nýju byggingu nor-
rænu sendiráðanna í Berlín.
Norrút er samsýning fjögurra
listakvenna, þeirra Guðrúnar
Gunnarsdóttur frá Reykjavík, Agn-
etu Hobin og Ullu-Maiju Vikman
frá Helsinki og Inger-Johanne
Brautaset frá Bergen. Sýningin
var liður á dagskrá Reykjavíkur –
menningarborgar Evrópu árið
2000 og var opnuð í Listasafni ASÍ
í febrúar 2000 en var síðan sýnd í
Bryggens Museum í Bergen og í
Listiðnaðarsafninu í Helsinki. Sýn-
ingin var einnig á dagskrá menn-
ingarborgarársins í Bergen og
Helsinki, styrkt af menningarborg-
unum og Norræna menningar-
sjóðnum, en Listasafn ASÍ hefur
séð um skipulagningu sýningar-
innar.
Sýningunni hefur verið vel tekið
í Berlín og tímaritið TIP sem er
lesið af a.m.k. 200.000 manns tók
hana inn á „topp tíu lista“ yfir
bestu sýningar í Berlín í þessum
mánuði.
Sendiráð Íslands, Finnlands og
Noregs höfðu frumkvæðið að því
að fá sýninguna til Berlínar til að
fylgja eftir menningarborgarárinu
og kynna norræna samtímalist í
Berlín. Sýningin var opnuð að við-
stöddum listamönnunum og fjölda
gesta í sýningarrými sendiráðanna.
Kristín G. Guðnadóttir, forstöðu-
maður Listasafns ASÍ, flutti ávarp,
en aðalræðumenn kvöldsins voru
Ingimundur Sigfússon, sendiherra
Íslands í Þýskalandi og prófessor
dr. Barbara Mundt, forstöðumaður
Listiðnaðarsafnsins í Berlín.
„Á sýningunni Norrút mætast
fjórar norrænar listakonur, sem á
grunni veflistarinnar hafa hver á
sinn hátt þróað persónulegt mynd-
mál þar sem greina má norræna
festu samtvinnaða eigindum úr
deiglu hins alþjóðlega listheims.
Þær eiga það sameiginlegt að finna
sköpunarkrafti sínum nýjan farveg
með því að nota óhefðbundin efni
og vinna úr þeim á eigin for-
sendum. Þær leitast við að finna
verkum sínum formgerð þrívíddar,
virkja rými og tíma, en hafa sam-
tímis sterka tilfinningu fyrir efnis-
kennd, áferð og yfirborði. Skír-
skotun til ólíkra þátta hinnar
norrænu náttúru er auðsær í verk-
um þeirra, ýmist í efni verkanna,
formi eða inntaki þeirra,“ segir
Kristín G. Guðnadóttir.
Eftir að sýningunni lýkur í Ber-
lín mun hún verða send til Litháen
og sýnd í M.K.Cirkionis National
Museum of Art í Kaunas í boði
safnsins.
Norrút
í Berlín
Ljósmynd/Sigurður Jóhannsson
Frá sýningunni. Verk Guðrúnar Gunnarsdóttur í bakgrunni.