Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 26
LISTIR
26 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur
Blóðgjafafélags Íslands
verður haldinn 28. febrúar 2001 kl. 20:00 í anddyri
K-byggingar Landspítalans.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar.
3. Önnur mál.
4. Fræðsluerindi.
Veitingar.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórn Blóðgjafafélags Íslands.
1. vinningur að verðmæti kr. 250.000,-
*2ja vikna sólarlandaferð með leiguflugi í sumar fyrir
fjölskylduna til Krítar. Vinningsupphæð miðast við
hjón með tvö börn.
10 vinningar – hver að verðmæti kr. 10.000,-
Vegleg bókaverðlaun, hver að verðmæti kr. 10.000,-.
Getraunin
Til að eiga möguleika á vinningi verður þeim sem versla á
bókamarkaðinum gefinn kostur á að geta sér til um fjölda bóka sem
komið verður fyrir í þar til gerðum gegnsæum bókakassa.
Bókaveisla í Perlunni Reykjavík
og Blómalist á Akureyri
Opið alla daga kl. 10 - 19 – Einnig um helgar
22. febrúar til 4. mars
P E R L A N
Opið alla daga 10 - 19 og einnig um helgar.
Öllum fyrirspurnum verður svarað í síma 562 9701 – Perlunni, Reykjavík og
síma 897 6427 – Blómalist Hafnarstræti 26, Akureyri
Aldre
i
meir
a
úrva
l
barn
abók
a
SpennandiPAKKA-TILBOÐ
Á bókamarkaði 2001 finnur þú m.a.
ferðabækur ✑ barnabækur ✑ handbækur ✑
ljóð ✑ hestabækur ✑ spennusögur ✑
ævisögur ✑ myndabækur ✑ ættfræðirit ✑
fræðsluefni ✑ spennuefni ✑ afþreyingu ✑
skáldskap ✑ skemmtun ✑ útivist ✑ dulspeki ✑
tækni ✑ landkynningarefni ✑ ferðalög ✑
íþróttir ✑ matreiðslubækur og margt fleira.
Ótrúleg
t
verð!
Einstak
t
fornbók
a-
horn
og stendur aðeins í 10 daga
250.000,-*
Þú gætir unnið
sólarlandaferð
til Krítar að verðmæti
kr.
á bókamarkaði
Félags íslenskra bókaútgefenda
MÁLARINN Rúna Gísladóttir
hefur undanfarin 16 ár starfrækt
myndlistarskóla á heimili sínu á
Látraströnd 7 á Seltjarnarnesi. Slík
skipulögð starfsemi er ekki algeng á
Íslandi, þótt einstakir málarar hafi
leiðbeint einum eða fleirum eða tekið
að sér að rýna í verk þeirra. Hins
vegar eru hinir smærri listaskólar
mjög algengir erlendis, jafnvel í
dreifbýlinu. Er þá yfirleitt farið yfir
grunnþætti myndlistar, undirstöðu-
atriði ýmissa tækniþátta kennd, get-
ur í senn verið hrein tómstundaiðja
sem undirbúningur að inntökuprófi í
listaskóla. Hliðstæða er tónlistar-
kennsla í heimahúsum, allir þeir
mörgu atvinnumenn í tónmenntum
sem taka að sér að leiðbeina yngri og
eldri á hljóðfæri sem hefur verið til
muna algengara hérlendis. Mynd-
listin hefur mætt afgangi ef frá er
skilinn Myndlistarskóli Reykjavík-
ur, og svo þessi skóli Rúnu Gísla-
dóttur, en milli þeirra er þó langur
vegur. Þetta er annars konar
kennsla en á námsbrautum í fram-
haldsskólum og persónulega nálgun
við nemendur mun meiri, síður próf
og skraddarasaumaðir áfangar í
anda fjölbrautaskólakerfisins. Öll
miðlun þekkingar í sjónmenntum er
af hinu góða, einkum í okkar ein-
angraða landi, þó lítið um skipulagða
framninga á sviðinu, en í eina tíð var
samsýning frístundamálara árviss
viðburður svona líkt og haustsýning-
ar atvinnumálara. Í æðri listaskólum
var það til skamms tíma víðast brott-
rekstrarsök að taka þátt í sýningum
utan skólaveggjanna og mjög heil-
brigð regla. Síður taka menn þátt í
málþingum í hinum ýmsu fögum
mál- og raunvísinda áður en þeir
hafa menntað sig í þeim eða tileinkað
sér einhverja undirstöðuþekkingu
og er hér myndlist engin undantekn-
ing, eða á ekki að vera. Kennsla í
listaskólum hefur færst frá því að
vera þjálfun skynrænna kennda í að
búa til listamenn með sýningar sem
takmark og hér er ég ekki með á nót-
unum. Þroskun sköpunargáfu verð-
ur hvorki hólfuð né dregin í dilka þar
sem um mannrækt er að ræða og
engir tveir einstaklingar eins.
Myndlistarskóli getur þannig aldrei
orðið annað en afmarkaður áfangi á
menntunarbraut sem varir allt lífið.
Naumast tilefni til að fara í saum-
ana á sýningum óþroskaðra listnema
og væri að auk misvísandi, einkum
þegar um fyrstu varfærnislegu til-
raunirnar í einkaskóla er að ræða.
Verður enda ekki gert hér, að auki
mjög til umhugsunar hvort þær eigi
erindi inn í metnaðarfull listhús. En
gjarnan má vekja athygli á framtak-
inu og óska Rúnu Gísladóttur alls
góðs í viðleitni hennar við að miðla
mikilsverðri þekkingu.
MYND – MÁL
MYNDLIST
M y n d l i s t a r s ý n i n g -
a r s a l u r i n n M a n /
S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 4
Opið virka daga frá 10–18. Laug-
ardaga10–14. Sunnudaga 14–18.
Til 25. febrúar. Aðgangur ókeypis.
NEMENDASÝNING
MYNDLISTARSKÓLA
RÚNU GÍSLADÓTTUR
Bragi Ásgeirsson
Maria Teresa Jónsson, Bátur.
ÁTÖK og aulafyndni eru aðalein-
kenni myndar sem greinilega er ætl-
að að reyna sig um eina helgi eða
svo, í byggðum þeldökkra minni-
pokamanna í Bandaríkjunum. Helst
að þar sé að finna einhverja sem eru
móttækilegir fyrir endalausu kjafta-
blaðri, fíflagangi og útvötnuðum
töffarastælum sem einkenndu „leik-
stíl“ löngu genginna, leikara á borð
við Fred Williamson, Richard Ro-
undtree og aðra af sauðahúsi
blökkumannamynda áttunda ára-
tugarins. Hvaða erindi þessi af-
róameríski uppvakningur á til
mjallahvítra mörlanda er hulin ráð-
gáta. Innihaldið og efnismeðferðin
er svo útjöskuð og húmorslaus að
maður óskar sér að vera kominn á
endursýningu Big Momma’s House,
eða jafnvel einhverju þaðan af verra
– ef það finnst.
Myndin greinir frá tveimur
náungum; Chase (Orlando Jones) og
Freddy Tiffany (Eddie Griffin), sem
eru að flækjast hvor fyrir öðrum og
lifa af hverja kúlnadembuna á eftir
annarri, og aðrar ámóta lífshættu-
legar uppákomur – þó maður eigi þá
ósk heitasta að þeir verði einsog
gatasigti strax í upphafsatriðinu. En
áfram slugsast þeir þó í 90 mínútur,
sem verka einsog 90 klukkustundir
á hvern sæmilega óbrjálaðan áhorf-
anda – sem hefur tæpast augun af
klukkunni síðustu 89 mínúturnar.
Sannast hér helst hið fornkveðna;
„Það lifir lengst sem hjúum er leið-
ast“.
Það eina sem kemur á óvart er að
myndin mun vera byggð á sögu eftir
breska skáldjöfurinn Graham
Greene. Sú bygging hlýtur að vera
mjög losaraleg, ætla ég að vona.
Tveir á botninum
REGNBOGINN
K v i k m y n d i r
Leikstjóri George Gallo. Handrits-
höfundur Guy Elmes, byggt á
skáldsögu e. Graham Greene.
Tónskáld Graeme Revell.
Kvikmyndatökustjóri Del Carlo.
Aðalleikendur Orlando Jones,
Eddie Griffin, Gary Grubbs, Daniel
Roebuck, Edward Herrmann.
Sýningartími 90 mín. Bandarísk.
Touchstone. Árgerð 2001.
DOUBLE TAKE
Sæbjörn Valdimarsson
GUNNAR Eyjólfsson leikari verður
75 ára laugardaginn 24. febrúar. Af
því tilefni ætlar hann að flytja ein-
leik á Stóra sviðinu kl. 20 á afmæl-
isdaginn, sem hann nefnir Uppgjör
við Pétur Gaut. Gunnar flytur valda
kafla úr þessu verki og tengjast
þeir flestir á einn eða annan hátt
konunum í lífi Péturs Gauts. Gunn-
ar lék Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu
1962 og vakti þessi ungi leikari at-
hygli og hrifningu en hann var fast-
ráðinn við Þjóðleikhúsið 1961.
Nú gerir hann endanlega upp við
þessa stórbrotnu persónu, tæplega
fjörutíu árum síðar.
Höfundur Pétur Gauts er Henrik
Ibsen, þýðandi verksins er Einar
Benediktsson, ljósameistari Þjóð-
leikhússins Páll Ragnarsson hann-
ar lýsingu við einleikinn og Þór-
hallur Sigurðsson hefur umsjón
með uppfærslunni.
Einleikurinn tekur um eina og
hálfa klukkustund í flutningi.
Morgunblaðið/Kristján
Gunnar Eyjólfsson leikur einnig í leikritinu Sniglaveislunni eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir.
Uppgjör við
Pétur Gaut