Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 21.02.2001, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 27 STELKUR flaug austan af landi til að leika á Myrkum músíkdögum á mánudagskvöldið. Hópurinn er skipaður tónlistarmönnum sem all- ir eru virkir þátttakendur í tónlist- arlífi á Fljótsdalshéraði, þeim Charles Ross tónskáldi og fiðluleik- ara, Suncönu Slamnig píanóleikara, Jóni Guðmundssyni flautuleikara, Mariu Gaskell klarinettuleikara og Páli Ivani Pálssyni bassaleikara. Á efnisskránni voru þrjú verk eftir Charles Ross: The Snow Forest, Wood: Wind og Water Snake Puzzle; Standing eftir Jo Kondo; The Viola in my Life (3) eftir Mort- on Feldman og In C eftir Terry Ril- ey. Charles Ross er Breti en hefur búið hér á landi í nokkurn tíma. Verk hans hafa ekki verið leikin hér áður svo nokkru nemur og því nokkur eftirvænting að heyra hvað enskur Skoti er að fást við í tón- smíðum austur á Héraði. Verkum hans var fylgt úr hlaði með sögum eða útskýringum á því um hvað þau voru. Þannig var tónlistin prógramm- eruð fyrir hlustandann. The Snow Forest: „um draum tónskáldsins þar sem tónlistarmenn koma saman til að spila alls ókunnuglega tónlist. Úr fjarska leitar á þá kunnuglegri tónlist sem flögrar að þeim eins og snjór í skógi“. Afar myndræn lýs- ing. Verkið hefst á tríói, þar sem fiðla, piccolóflauta og melódika reyna sig við tvíundir með kvart- tóna mun. Tenorhorn tekur undir í áttund- um en píanóið litar vef- inn með draumkennd- um en kunnuglegum mollhljómum og þrí- undum. Klukkuspil, tromma og brotnir hljómar brjóta upp tví- undamótívið af og til, píanóið heldur sig á draumkenndu nótun- um í chopinskri nætur- ljóðsstemmningu með- an tvíundirnar streit- ast við að halda sínum hlut. Þetta var heilsteypt verk og býsna snoturt, vel spilað og áheyri- legt. Wood: Wind fyrir píanó er byggt á hugmyndinni um framandi og lit- skrúðug hljóðfæri sem hanga uppi í tré og í aldanna rás hefur vindurinn lært að leika á þau. Hafi fyrra verk- ið verið draumkennt, þá var þetta loftkennt í meira lagi; eins og efni stóðu til. Mikill pedall var notaður; tónlistin lágstemmd; hægri höndin var upptekin af litríku tremoló og trillum af öllum gerðum meðan sú vinstri reiddi fram bassalínuna. Þetta verk var ekki síður áheyrilegt en fyrra verk Charles Ross og var listilega leikið af Suncönu Slamnig. Water Snake Puzzle fyir flautu, víólu, klarínettu og bassa var síst af þessum verkum Charles Ross. Til grundvallar er hnykill af vatnasnákum sem hnoðast um í einni bendu. Á baki þeirra er forskrift að tónlist sem tónlistarmennirn- ir reyna að finna hver er. Upphafsmótívið liðast milli hljóðfær- anna eins og snákur- inn og smám saman virðist greiðast úr flækjunni. Þrástef og minimal-hreyfing mó- tíva og stefja einkenna verkið. Úrvinnsla hug- myndarinnar var ekki jafneinföld og -skýr og í fyrri verk- unum og fyrir vikið vakti það ekki upp sömu myndrænu stemmn- inguna og þau. Þetta verk var líka síst spilað; kannski minnst æft. Standing, fyrir flautu, fiðlu og píanó eftir Jo Kondo var skrýtið og skemmtilegt verk. Það er er byggt á hokket-stíl frá miðöldum, þar sem hljóðfærin skiptast á að leika eina nótu í senn, allar jafnlangar. Það er kúnst að spila þetta og krefst þess að hver og einn hljóðfæraleikari sé í hnífjöfnum takti. Verkið er mini- malískt; raddsviðið varla nema átt- unden þegar á verkið leið fóru radd- irnar að skarast og lengdargildi nótnanna að styttast. Jo Kondo getur varla talist þekkt tónskáld hér á landi. Hann fæddist í Japan árið 1947 og lauk tónsmíða- námi þar í landi 1972 en hefur starf- að bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi og nú síðustu árin í heimalandi sínu. Auk þess að vera afkastamikið tónskáld hefur hann skrifað heilmikið um tónlist. Gaman væri að heyra fleiri verk eftir hann; Standing vekur sannarlega forvitni. Síðustu verk tónleikanna voru eftir tvo klassíkera tuttugustu ald- arinnar í Bandaríkjunum, þá Mort- on Feldman og Terry Riley. Ótrú- legt en satt, að verk þessara virtu tónskálda heyrast nánast aldrei á Íslandi og undarlegt að íslenskir tónlistarmenn skuli ekki hafa fund- ið hvöt hjá sér til að takast á við verk þeirra. The Viola in my Life (3) fyrir víólu og píanó er áhrifamik- ið verk. Lágfiðla er réttnefni á víól- unni í þessu samhengi. Verkið er lágstemmt; fiðlan leikur langa veika tóna yfir brotakenndum hljómaklösum í píanóinu. Verkið var sérstaklega fallega leikið af þeim Charles Ross og Suncönu Slamnig. Lokaverkið á tónleikunum var In C eftir Terry Riley, tímamótaverk minimalismans frá 1964, fyrir hvaða hljóðfæraskipan sem er. Púls verksins er C-ið óbilandi sem hljómar stöðugt undir röð 53 mót- íva sem hljóðfærin spila sig í gegn- um hvert að eigin vild. Sennilega hefur In C heyrst nokkrum sinnum á tónleikum á Íslandi þótt gagnrýn- anda reki ekki minni til að hafa heyrt það hér fyrr. Hljóðfæraleikur Stelksins var virkilega góður og til marks um þá miklu grósku sem er í tónlistarlífi á Austurlandi. Stelkur mætti að ósekju heimsækja höfð- uborgina oftar, – ekki síst ef verkin í farangrinum verða jafnskemmti- leg. Til marks um grósku TÓNLIST L i s t a s a f n S i g u r j ó n s Ó l a f s s o n a r Kammerhópurinn Stelkur flutti tónlist eftir Charles Ross, Jo Kondo, Morton Feldman og Terry Riley. Mánudag kl. 20. MYRKIR MÚSÍKDAGAR Bergþóra Jónsdótt ir Charles Ross ÁRNI Ibsen fjallar um leikritið Uppstigningu eftir Sigurð Nordal í anddyri Borgarleikhúsinu í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20 og lesa leikarar úr verkinu. Síðast- liðið haust var dagskrá undir heitinu Leikrit aldarinnar hleypt af stokkunum í Borgarleikhús- inu. Þar er leik- skáldum gefinn kostur á að tilnefna eitt íslenskt leikrit 20. aldar sem hefur haft mikil áhrif á þeirra leikritun, sem þau telja merkilegt í leiklistarsögunni, eða finnst eiga skilið að verða hampað af einhverri annarri ástæðu. „Ekki er ætlunin að búa til ein- hvers konar topp tíu lista yfir bestu leikrit aldarinnar, heldur verður leitast við að komast nær samhengi hlutanna og á hvaða hátt eldri leik- rit og leikskáld hafa haft áhrif á þau yngri,“ segir Magnús Þór Þorbergs- son dramatúrg í Borgarleikhúsinu. „Uppstigning er mörgum gleymt, en óhætt er að telja það með athygl- isverðari leikritum sem skrifuð voru hér á landi á 20. öld. Leikfélag Reykjavíkur sýndi verkið í Iðnó haustið 1945, án þess að höfundar væri getið. Þó Uppstigning sé ekki hátt skrifað verk í sögu íslenskrar leikritunar er þar á ferðinni merki- leg tilraun með form og mörk leik- hússins. Með aðalhlutverk á sínum tíma fór Lárus Pálsson, en hann leikstýrði einnig verkinu.“ Aðgangseyrir er 500 krónur. Fjallað um Uppstigningu í Borgarleikhúsinu Sigurður Nordal SÍÐUSTU sýningar á „svarta“ gamanleiknum Háalofti verða sunnudaginn 25. febrúar, föstudag- inn 2. mars og þriðjudaginn 6. mars. Háaloft er ein- leikur um konu með geðhvarfa- sýki eftir Völu Þórsdóttur sem jafnframt er eini leikarinn í verk- inu. Þetta er nýtt íslenskt verk sem The Icelandic Take Away Theatre sýnir í samvinnu við Kaffileikhúsið. Fjallað er um geðhvarfasýki, „manic-depression“. Síðustu sýningar Vala Þórsdóttir RITLISTARHÓPUR Kópavogs hefur verið starfandi í fimm ár og stendur fyrir uppákomum á Gerðar- safni síðasta fimmtudag hvers mán- aðar kl. 17. Á morgun, fimmtudag, eru tveir rithöfundar gestir hópsins, Guðrún Guðlaugsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir Aðgangur er ókeypis. Upplestur í Gerðarsafni Guðrún Guðlaugsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir ♦ ♦ ♦ KVEÐSKAPUR Egils Skalla- Grímssonar verður umfjöllunarefni Snorrastofu í annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21. Jónas Kristjáns- son, handrita- fræðingur og fyrrverandi for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, mun flytja fyrirlestur- inn ,,Einkenni á kveðskap Egils Skalla-Grímssonar“ í húsnæði Snorrastofu í Reykholti. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvort Egill Skalla-Grímsson hafi ort helstu kvæði Egils sögu, jafnvel þótt þau séu eignuð honum sjálfum í sögunni. Einstaka maður hefur sleg- ið því fram að Snorri Sturluson hafi ort kvæðin, enda flestir sammála um að Snorri hljóti að hafa skrifað Egils sögu. Jónas mun fara í saumana á þessum ágreiningi og ræða fræðileg- ar forsendur þeirra sem vilja svipta Egil kveðskap eins og Höfuðlausn, Sonatorreki og jafnvel Arinbjarnar- kviðu. Jónas hefur unnið við rannsóknir og útgáfur íslenskra fornrita allan sinn feril, bæði á Íslandi og í Kaup- mannahöfn. Hann vinnur enn að rannsóknum og undanfarið hefur hann verið gestur í fræðimannsíbúð Snorrastofu. Þar hefur hann und- irbúið fyrirlestur kvöldsins, ásamt því að vinna að útgáfu biskupasagna. Kveðskapur Egils Skalla-Grímssonar Jónas Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.