Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 28

Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ESPAD-KÖNNUNIN nærtil nemenda, fæddra1983, sem stunduðu námí tíunda bekk 30 Evrópu- landa á vordögum 1999. Um er að ræða umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á vímuefnaneyslu ungs fólks. Í niðurstöðunum er m.a. að finna mjög ítarlegan samanburð á vímuefnaneyslu ungs fólks milli landa og hægt að skoða stöðu Ís- lendinga í samanburði við ná- grannalöndin mjög nákvæmlega. Dregið úr reykingum íslenskra unglinga Hlutfall íslenskra nemenda í tí- unda bekk sem höfðu neytt áfengis sl. 12 mánuði, sem könnunin var gerð, er lægra en meðaltal allra ESPAD-landanna, eða 67% saman- borið við 83%, á meðan er hlutfall þeirra sem segjast hafa orðið drukkin á sama tímabili 4% hærra en meðaltalið. Athygli vekur að reykingar eru sjaldgæfari á Íslandi en flestum hinna landanna og telst það ein ánægjulegri niðurstaðna kannanar- innar að dregið hefur umtalsvert úr reykingum íslenskra unglinga á milli ára en þær aukist eða staðið í stað í öðrum Evrópulöndum. Tíðni reykinga um ævina er 56% hér samanborið við 69% meðaltalstölu hinna 29 landanna. Einnig er tíðni reykinga íslenskra 10. bekkinga síðastliðna 30 daga sem könnunin var gerð 28% miðað við 37% með- altal ESPAD-landanna. Dregið hefur úr reykingum í fleiri löndum en Íslandi og má þar að sögn Þórólfs helst nefna Svíþjóð og Írland. Engin kynbundinn mun- ur á reykingarvenjum er greinan- legur á Íslandi en stúlkur eru áber- andi fleiri í hópi reykingarmanna á Bretlandi og Grænlandi. Hið gagn- stæða gildir um Eystrasaltslöndin og A-Evrópu þar sem mun fleiri drengir en stúlkur reykja. Varðandi áfengisneyslu sýnir könnunin að drykkjumynstur ung- linga frá Norður-Evrópu og Suður- Evrópu er mjög ólíkt. N-evrópskir Í könnunin unglingarnir spurðir hvo hefðu drukki 13 ára eða y reyndist drykkja bar aukist mest og Írlandi en meðal íslensk menna og þeirra á Kýpu íu. Í flestum hafa fleiri dr stúlkur neytt svo ungir en ríkir jafnvæg kynjanna. Þ eru afgerandi hæst í þes Danmörk, Bretland og F og eru þetta sömu þrjú sýndu mesta drykkju með yngri en þrettán ára í kö 1995. Alþjóðlegt samstarf alþjóðlegum vand Neysla ólöglegra vímue aukist í nær öllum Evróp þ.m.t. Íslandi, og meira en ast milli kannana í tæpum þátttökulanda. Aðeins hefu úr notkun í Bretlandi, F og Írlandi. Aukningin náð Þórólfs hámarki á Íslandi en dró svo aftur úr neyslu á Neysla á hassi er nánast hér og meðaltalið, eða 15% neysla á öðrum vímuefnum Kannabisefni eru nú s þau eiturlyf sem unglinga fyrst í tæri við og eru efni aðallega fengin frá vin systkinum. Spurð um þær sem lágu að baki fyrstu ky ólöglegum vímuefnum meira en helmings þát „forvitni“. Þórólfur segir að nú sé a ljós að neysla á ólöglegum um sé alþjóðlegur vandi s synlegt sé að taka á í alþjóð varnarstarfi. „Það er ekki vinna stóra sigra í þessar án samvinnu,“ sagði hann. unglingar drekka sjaldnar og þá meira í einu heldur en félagar þeirra í suðri. „Vandinn er stærst- ur í sambandi við drykkjumynstrið,“ segir Þórólfur og á þá við að íslenskir ung- lingar drekki mikið í einu og verði ofurölvi. Þetta sé menningar- mynstur sem komi ef- laust fáum Íslending- um á óvart og hafi eðlilega áhrif á neyslu unglinganna. Reyndar hefur dregið að nokkru úr neyslu sterkra drykkja en meg- inbreytingin á neyslumynstri felist í aukinnni bjórdrykkju. Hann bendir á að eitt af vanda- málunum í þessu sambandi sé útihátíðir. „Við höfum í mörg ár haldið útisamkomur. Margir ung- lingar byrja að drekka á þessum samkomum og kynnast þá gjarnan strax mikilli og harðri drykkju,“ sagði Þórólfur. Áfengisneysla hjá íslenskum ungmennum stendur í stað Spurðir hvar unglingarnir neyttu oftast áfengis var „heima hjá ein- hverjum öðrum“ áberandi algeng- asta svarið hjá Norðurlandabúum en „heima“ hjá t.d. Bretum og Frökkum. Íslenskir 10. bekkingar hafa þó minnkað að „drekka sig fulla“ og talar Þórólfur um „áfanga- sigur á undanförnum árum“, í þessu sambandi. Aðrar þjóðir sem hafa náð árangri á sama sviði eru einna helst Færeyingar og Ítalir. Þórólfur segir Ísland hafa staðið sig vel í forvarnarstarfi og málin hér standi „býsna vel“. „Við höfum haldið neyslunni í horfinu eða minnkað hana,“ segir hann og bendir á að neysla í öðrum löndum sé yfirleitt að aukast. Hann bendir hins vegar á að Danir eigi við stór- fellt vandamál að stríða og einnig sé áfengisneysla unglinga mikið vandamál í Bretlandi og á Írlandi. Samevrópsk rannsókn á áfengisneyslu, reykingu Drykkjuvenjur no unglinga áhyggj Forvarnarstarf Íslend- inga skilar marktækum árangri og reykingar eru fátíðari hér á landi en í flestum öðrum Evrópulöndum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í kynningu dr. Þórólfs Þórlinds- sonar, prófessors við Háskóla Íslands, á ESPAD-könnuninni. Dr. Þórólfur Þórlindsson                   !"  #    $   %   &  '   (  ')* #+ ,  "  *   --.- -"-/001--/000-" ! 2 -/3-"- - -!2- -  /4- - -2-"- 2-"-5 /001 /000 41/4/16461747184 4 1 /4 /1 64 61 74 71     ,             %   & '  (     $   #   !"  #+ ')*      --.- -"-/001--/000-"-! 2 /3-"- - -!2- -  -   74-  "  * /001 /000 4/464748414 4 /4 64 74 84                   !    #$ %  #$         "&'  (     >-   ÞRÆLABÖRNIN Á INDLANDI RÉTTA LEIÐIN? Miklar efasemdir hljóta aðvera uppi um að Bolvíking-ar séu á réttri leið í atvinnu- málum. Nú eru uppi hugmyndir um að bæjarfélagið sjálft, verkalýðs- félagið á staðnum, fyrri eigendur að rækjuverksmiðju NASCO o.fl. aðilar komi að stofnun nýs hlutafélags sem efni til rækjuvinnslu og bolfisk- vinnslu á staðnum. Ljóst er að aðilar sjálfir hafa ekki sterka sannfæringu fyrir því sem leitazt er við að gera. Þannig segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Við gerum okkur grein fyrir því, að ekki er æskilegt að sveitarfélagið standi í atvinnu- rekstri. En við metum stöðuna þann- ig, að við missum fólk úr bænum, ef ekki verður brugðizt hraðar við en gert hefur verið til þessa.“ Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, segir í samtali við Morg- unblaðið í gær að vissulega sé ekki æskilegt að félagið taki þátt í fyrir- tækjarekstri en í þessu tilviki megi segja að nauðsyn brjóti lög. Í umræðum um atvinnuvanda Bol- víkinga að undanförnu hefur það ver- ið staðfest sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra hélt fram fyrir skömmu, að einungis þriðjungur af þeim fiskafla, sem landað er í Bol- ungarvík, komi til vinnslu á staðnum. Í ljósi þess að umtalsverður hluti þess afla, sem fluttur er á brott frá staðnum, er unninn í nágranna- byggðarlögum hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna fiskvinnslustöðv- ar í Bolungarvík hafi ekki sömu að- stöðu til þess að kaupa aflann eins og fiskvinnslufyrirtæki í nágranna- byggðarlögum. Er skortur á at- hafnamönnum í Bolungarvík? Reynslan af þátttöku sveitarfélaga í atvinnurekstri er vond, bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og sveitar- félögin sjálf. Þess vegna ættu Bol- víkingar að fara varlega í að fara þessa leið. Ef markmiðið er að koma í veg fyrir fólksflótta frá Bolungar- vík er líklegt að lausn á borð við þessa verði til þess eins að fresta þeim fólksflótta í skamman tíma. Einkaframtakinu hefur tekizt að byggja upp öfluga smábátaútgerð í Bolungarvík. Hvað er því til fyrir- stöðu að hið sama geta gerzt í fisk- vinnslu? Stundum er skynsamlegt að flýta sér hægt. Bolvíkingar ættu að íhuga vandlega stöðu sína og kanna hvort ekki sé vænlegra til árangurs að skapa betri skilyrði fyrir þá fisk- verkendur, sem nú halda uppi fisk- vinnslu á staðnum, og stuðla þannig að aukinni atvinnu í bæjarfélaginu. Bolvíkingar hafa séð það svart áð- ur og lifað af. Það mun einnig gerast nú þótt ekki verði gripið til þeirra ráða að blanda bæði sveitarfélaginu og verkalýðsfélaginu í atvinnurekst- ur. Kunnátta þeirra liggur á öðru sviði. Lýsingar á kjörum, aðbúnaði oglífi ungra barna á Indlandi, sem hneppt hafa verið í vinnuþrælkun frá unga aldri, sem birtust hér í Morgunblaðinu á þriðjudag undir fyrirsögninni Þakklát andlit segja meira en þúsund orð, láta vart nokk- urn mann ósnortinn. Það er hörmulegt til þess að vita að víða í heiminum skuli það vera látið óátalið að börn séu hneppt í þrældóm, þau rænd bernsku sinni og æsku, svipt möguleikanum á að mennta sig og að eiga von til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Enn hörmulegra er til þess að vita að slíkt skuli gert í samráði og með vilja og vitund foreldra, oftast feðra, til þess að greiða skuldir foreldr- anna við vinnuveitendur, eins og lýst var í ofangreindri grein, sem m.a. segir frá því að biskup Íslands og fulltrúar Hjálparstarfs kirkjunnar voru á ferð um Indland og kynntu sér aðstæður barna í ánauð og þeirra sem frelsuð hafa verið úr ánauð. Það virðist sem það hafi ekki mikla þýðingu að nauðungarvinna barna á Indlandi er bönnuð sam- kvæmt þarlendum lögum. Alla vega skipta börnin tugum þúsunda sem hneppt eru í þrældóm. Þau vinna tólf tíma á dag í vefnaðarverksmiðjum, jafnvel frá fjögurra ára aldri og þau fá hvorki mat né drykk frá vinnu- veitanda sínum og einungis tvö hálf- tíma hlé allan liðlangan daginn. Auð- vitað bíður sérhvert barn varanlega skaða af slíkri meðferð. Það er fáfræði, fátækt og neyð sem í upphafi knýr fjölskyldurnar á Suður-Indlandi til þess að taka lán. Skilningur á afleiðingum þess að ráðast í lántöku hjá okurlánurum er ekki fyrir hendi hjá hinum snauðu fjölskyldum og síðar kemur á daginn að eini möguleikinn á endurgreiðslu er að selja börnin í þrældóm og sam- kvæmt lýsingum úr greininni, dugar slíkt ekki til því börnin gera ekki meira en vinna fyrir vöxtunum en höfuðstóllinn stendur óbreyttur, jafnvel eftir margra ára þrælkun. Við Íslendingar erum yfirleitt fljótir að bregðast við neyðarkalli og þannig brugðust landsmenn við á liðnu sumri þegar Hjálparstarf kirkjunnar hóf söfnun til að leysa indversk börn úr ánauð. Alls söfn- uðust um 30 milljónir króna og sam- kvæmt þeim upplýsingum sem veitt- ar voru um þörfina, að um 5 þúsund krónur þyrfti til þess að leysa eitt barn úr ánauð, ætti upphæðin sem safnaðist hér á landi að duga til þess að leysa um 6 þúsund þrælabörn úr ánauð. Það eru því umtalsverð áhrif til hins betra sem söfnunarféð getur haft á líf þúsunda indverskra barna og er það vel. Í áðurnefndri grein kom fram að nú hafa aðeins 36 börn verið leyst úr ánauð en reiknað er með að fjöldi barnanna, sem leyst eru úr ánauð, aukist í viku hverri. Af þessu er ljóst að mikilvægt hjálpar- og umbóta- starf á Indlandi fyrir söfnunarféð er rétt að hefjast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.