Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 33

Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 33 TILEFNI þessarar greinar er blaðagrein sem Gunnar Örn Gunn- arsson, fyrrverandi kennari í Réttarholts- skóla, skrifar og birtist í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. Gunnar Örn fer mikinn í grein sinni og tiltekur ýmis atriði úr kjarabaráttu kenn- ara á liðnum árum sem hann fullyrðir að undir- ritaður hafi klúðrað. Ekki veit ég hvort um er að kenna þekkingar- leysi eða hvort Gunnar Örn kýs meðvitað að fara rangt með öll þau atriði sem hann tiltekur. Hér á eftir mun ég leitast við að leiðrétta helstu rangfærslur sem fram koma í grein- inni. Samningar 1997 – eins dags verkfall Í fyrsta lagi nefnir Gunnar Örn kjarasamningagerð grunnskóla 1997 og eins dags verkfall í tengslum við þann samning. Gunnar Örn segir orð- rétt: „Verkfallið var varla hafið þegar forysta kennara leggur fram lág- markstilboð, í því fólst m.a. eftirgjöf á umsömdum frídögum kennara.“ Í þessari setningu felast tvær villur. Í fyrsta lagi lagði forysta kennara ekki fram tilboð eftir að verkfall hófst heldur lagði ríkissáttasemjari fram innanhússtillögu til lausnar deilunni áður en verkfall hófst. Sú tillaga var samþykkt af samninganefndum beggja aðila sem grunnur að nýjum kjarasamningi. Eins og vel flestir vita er innanhússtillaga ríkissáttasemjara ekki til umræðu né verður henni breytt með gagntilboðum. Einungis er um að velja að samþykkja hana eða hafna. Hin rangfærslan er sú að í samningunum 1997 var engin breyt- ing gerð á vinnutíma kennara og þar af leiðandi engin efirgjöf á frídögum. Þetta geta menn séð með því einu að kynna sér tillögu ríkissáttasemjara og samninginn sjálfan. „Álftanessamningarnir“ Í öðru lagi segir Gunnar Örn: „Í kjölfar þessa samnings kom í ljós að kennarar á Álftanesi sættu sig ekki við þessa aumkunarverðu samninga og fengu án mikillar fyrirhafnar um- talsverðar kjarabætur. Álftanes- samningarnir voru síðan notaðir sem viðmiðun um allt land.“ Hér koma tvær villur til viðbótar. Samningar kennara í Bessastaðahreppi voru síð- ur en svo auðveldir. Kennarar höfðu sagt upp störfum tveimur mánuðum áður en til verkfalls kom, nánar til- tekið 29. ágúst, og var uppsagnar- frestur þeirra framlengdur þar sem hvorki gekk né rak í viðræðum kenn- ara og sveitarstjórnar. Fulltrúar kennara og sveitarstjórinn í Bessa- staðahreppi óskuðu eftir því við und- irritaðan að hann tæki þátt í að finna lausn á deilunni og varð það niður- staðan. Ég tel mig því vita nákvæm- lega hvernig mál gengu fyrir sig og hef að auki orð sveitarstjórans fyrir því að málið var síður en svo einfalt enda leystist það ekki fyrr en 19. janúar árið eftir. Álftanessamningur- inn varð aldrei fyrirmynd annarra samninga sem sést best á því að eng- inn samningur á landinu er líkur þeim samningi sem þar var gerður. Kynnisferð til Norðurlandanna Að lokum nefnir Gunnar Örn ferð sem undirritaður fór til Skandinavíu með fulltrúum launanefndar sveitar- félaga snemma árs 1997. Gunnar Örn heldur því reyndar fram að sú ferð hafi verið með fulltrúum úr mennta- málaráðuneytinu (fimmta staðreynd- arvillan) en það stafar e.t.v. af því að hann hefur ekki áttað sig á að sveit- arfélögin yfirtóku rekstur grunnskól- ans 1996. Gunnar Örn segir orðrétt: „Eiríkur og félagar koma heim sigri hrósandi og birta töflur og gröf sem sýna að íslenskir kennarar kenna jafnmarga tíma og nágrannar okkar og jafnvel fleiri.“ Eftir þessa ferð var gefinn út bæklingur með upplýs- ingum um launakjör og vinnutíma kennara í Noregi Danmörku og Svíþjóð. Þessum bækl- ingi var dreift í skóla og víðar. Í bæklingnum kemur t.d. fram að há- markskennsla kennara í Noregi er 25 tímar á viku eða 950 tímar á ári. Hámarkskennsla á Ís- landi er hins vegar 28 tímar á viku eða 980 á ári. Gunnar Örn hefur greinilega ekki lært að þegar lesið er úr svona samanburði er nauðsynlegt að kynna sér forsendurnar sem koma fram í bæklingnum en þær eru að kennslustund hjá norskum kennara er 45 mínútur og kennsluvikur 38 meðan kennslustundin er 40 mínútur á Íslandi og kennsluvikur 35. Það þarf því ekki nema meðalgreind til að sjá að á þessum tíma kennir norskur kennari 1069 kennslustundir (40 mín) á meðan íslenskur kennari kennir 980. Eftir að vinnutímaákvæði samn- ingsins sem undirritaður var 9. janú- ar sl. taka gildi verða kennslustundir á ári 1036 hjá íslenskumm kennurum eða 33 tímum færri en hjá þeim norsku. Þessi bæklingur er enn til og staðreyndirnar sem þar er að finna tala sínu máli. Hefur forystan ítrekað samið af sér? Hvort forystan hefur hins vegar ítrekað samið af sér er sjálfsagt matsatriði en staðreyndirnar eru hins vegar þessar. Þegar núgildandi samningur rennur út árið 2004 munu meðalgrunnlaun kennara hafa hækk- að úr 86.470 í a.m.k. 210.000 frá árinu 1995 eða um nálægt 143%. Miðað við þróun verðlags frá 1995 og horfur næstu ára má búast við að verðbólga frá 1995 til loka samningstíma árið 2004 verði um 36%. Þannig munu grunnlaun hækka um 78% umfram vísitölu á þessu 9 ára tímabili. Um 11% af þessari hækkun eru til komin vegna þess að yfirvinna hefur verið færð inn í grunnlaun. Vinnuárið er ennþá 1800 stundir. Hámarks- kennsluskylda er 28 tímar en var 29 fyrir samninga 1995. Vinnudögum hefur fjölgað um 13 á ári og verk- stjórnarvald skólastjóra hefur verið aukið. Hver og einn verður að dæma fyrir sig um hvort þetta er ásættan- legur árangur. Ég geri síður en svo þá kröfu að félagsmenn sætti sig við þennan árangur en hins vegar geri ég þá kröfu til fólks að það fari rétt með staðreyndir. Í þeim efnum á Gunnar Örn Gunnarsson greinilega margt ólært. Þekkingarleysi eða vísvitandi rangfærslur? Eiríkur Jónsson Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Samningar Ég geri síður en svo þá kröfu að félagsmenn sætti sig við þennan árangur, segir Eiríkur Jónsson, en hins vegar geri ég þá kröfu til fólks að það fari rétt með staðreyndir. KRISTJÁN G. Arn- grímsson skrifar Við- horf í Morgunblaðið um „Fegurð Reykja- víkur“. Þessi tveggja dálka grein fjallar um þrennt. Fyrst um sögupersónur úr skáldsögu eftir Kund- era, og álit þeirra á New York, síðan já- kvætt álit höfundar á flugvellinum í Vatns- mýrinni, og síðast mjög neikvætt álit á tillögum sem margir skipuleggjendur, þar á meðal undirritaður, hafa lagt fram um þróun höfuð- borgarsvæðisins. Dómar um það efni eru mjög yf- irborðslegir og stórorðir og kem ég að þeim síðar. Gaman er að reyna að skilgreina þá sýn á umhverfi, sem kemur fram í grein Kristjáns, og mjög einkennilegar hugmyndir hans um þróun borga og áhrif skipuleggjenda á þá þróun. Einni persónu Kundera finnst, að fegurð New York hafi orðið til óviljandi. „Hún varð til óháð mann- legri hönnun, líkt og dropasteins- hellir.“ Líkingin er falleg og Krist- ján heldur augljóslega að hún sé staðreynd. En New York er ein þeirra borga, sem mest hafa verið teikn- aðar, skilgreindar og hannaðar í mannkynssögunni, og er almennt álitin evrópskust bandarískra borga ásamt Chicago og San Francisco. Kristján er augljós- lega mjög á móti „ströngu skipulagi, samkvæmt fyrirfram- gefinni fagurfræði“, sem þó gæti verið skilgreining á New York sem hann dáir svo mjög. Borgin, þ.e. Manhattan, er reglu- legt gatnanet um 20 km langt og 4 km breitt sem myndar mjög skýra heildar- sýn. Reykjavíkur- svæðið „með kannski svolítið óhugsuðum vexti í kringum árin“ er síðan, að mér skilst, hliðstæða við New York í huga höfundar. Varla er þó unnt að hugsa sér meiri andstæður. Höfuðborgin okkar er þrauthugsuð í smáatrið- um, er án skýrrar heildarsýnar. Óþarft er að ræða um skoðanir Kristjáns á Vatnsmýrarflugvelli, sem flestar hafa þegar komið fram áður, nema lítilsháttar sögulegt krydd, og í framhaldi af því það viðhorf að völlurinn sé „söguleg menningarverðmæti“. Hef ég ekki heyrt þennan áður, enda djörf staðhæfing og mjög óvenjuleg skoðun. Henni fylgir skemmtilest- ur um fegurð, sem ég ráðlegg les- endum, hafi þeir ekki hent blaðinu. Sýn hans á gerð borgar er áhugaverðari og rökfærslan fyrir henni mjög sérstök. Úr því að NY er falleg óviljandi, þá er Reykjavík kannski falleg óvart! „Það er nefni- lega allsendis óvíst að borgarplön- urum og arkitektum tækist eitt- hvað betur upp.“ Mundi ég ráðleggja Kristjáni að fara sínu næstu sólarferð til borgar sem raunverulega hefur vaxið óvart, því þar er úr mörgu að velja. Auðvelt er að komast til Brussel, Aþenu eða Beirút, Kaíró eða Lagos, eða til hvaða borgar í Bandaríkjunum sem er, á stærð við Reykjavík, sem allar eru með laglegustu kringlur, sem gaman er að koma í. Þar er sko fólk og iðandi mannlíf. Gæti Kristján skoðað söguleg menning- arverðmæti á flugvöllum í leiðinni. Væri það sparnaður á rútufargjaldi til að „spóka sig í útspekúleruðum miðbæ með torgum í endurreisn- arstíl og tilgerðarlegum arkitek- úr.“ Er ég hreykinn af því að Krist- ján skuli hafa valið Bryggjuhverfið sem dæmi um slíkt; þar eð ég er einn af höfundum þess. Það getur þá ekki verið svo slæmt. Meira um fegurð Reykjavíkur Björn Ólafs Umhverfi New York er ein þeirra borga, segir Björn Ólafs, sem mest hafa verið teiknaðar, skil- greindar og hannaðar í mannkynssögunni. Höfundur er arkitekt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.