Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 35 ÞANN 21. septem- ber 1999 gerði bæjar- stjórn Akureyrar svo- fellda bókun vegna umræðna um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Bæjarstjórn Akur- eyrar vill minna á þá ábyrgð og þær skyldur sem höfuðborg lands- ins ber gagnvart lands- mönnum öllum. Í höf- uðborginni er miðja stjórnsýslu Íslands og mennta-, menningar- og viðskiptalíf landsins á þar einnig sínar höf- uðstöðvar. Að mati bæjar- stjórnar Akureyrar eru greiðar samgöngur allra landsmanna að og frá Reykjavík forsenda þess að höf- uðborgin geti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Við umræður um mögu- legar breytingar á einu af lykilatrið- um þess sem gerir Reykjavík að höfuðborg allra landsmanna verður jafnframt að taka til umræðu önnur verkefni sem hafa verið fóstruð inn- an borgarmúranna. Bæjarstjórn Akureyrar hvetur borgarstjórn til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun sína um framtíðar- staðsetningu innanlandsflugvallar- ins.“ Lagt hefur verið út af þessari samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar með þeim hætti að þess sé krafist að ekki verði hróflað við flugvellinum í Reykjavík. Ég vil af þessu tilefni taka skýrt fram að svo er ekki. Það er mál Reykvíkinga hvort efnt er til almennrar atkvæðagreiðslu í borg- inni vegna flugvallarins en það er að mínu mati mál allra landsmanna ef draga á úr möguleikum annarra en íbúa höfuðborgarsvæðisins til sam- skipta við hjarta þjóðfélagins. Með- an Reykjavík er höfuðborg Íslands, miðstöð stjórnsýslu landsins, mátt- arstoð og miðstöð menningarlífs, viðskiptalífs og samgangna í landinu þá lít ég svo á að höfuðborgin sé einnig mín. Í mínum huga snýst þessi um- ræða ekki eingöngu um það hvort leggja eigi niður flugvöll í Reykja- vík. Eins og svo oft áður í umræðu um opinber verkefni vill gleymast að tvær hliðar eru á öllum málum. Það að leggja af miðstöð innan- landsflugs í Reykjavík þýðir grund- vallarbreytingu á samgönguháttum landsins því innanlandsflug í núver- andi mynd mun leggjast af. Þar með er kallað á uppstokkun á öðrum þáttum sem sameiginlega hafa verið byggðir upp af landsmönnum öllum. Við lifum á þeim tímum að Ísland er í harðri alþjóðlegri samkeppni um fólk á öllum sviðum mannlífsins. Uppbygging samgöngumannvirkja á síðustu áratugum hefur óumdeil- anlega bætt samskipti innan og á milli þeirra svæða sem þau þjóna. Sýnt er þó að mannvirkin ein og sér leysa ekki sjálf- krafa úr þeim vanda sem hrjáir alla búsetu í landinu, þar með talið í Reykjavík. Til þess að vinna bug á þeirri meinsemd duga engar skottulækningar í lík- ingu við það verklag sem viðhaft er í „flug- vallarmálinu“. Flestir geta hins vegar verið sammála um það að flugvöllur í höfuðborg- inni auðveldar Íslend- ingum að nýta kosti þessarar dreifbýlu og fámennu eyju í Norður-Atlantshafi. Í kjölfar opins fundar um málefni flugvallarins, sem haldinn var í Reykjavík þann 18. febrúar sl., ligg- ur fyrir að meirihluti borgarfulltrúa vill völlinn burt úr borginni. Meðan borgarfulltrúar nefna ekki annað svæði undir flugvöll innan lögsögu sinnar eru þeir að óbreyttu að draga úr möguleikum annarra lands- manna til samskipta við miðju ís- lensks samfélags. Í þessari afstöðu felast m.a. þau skilaboð að þótt Reykjavíkurborg sé reiðubúin til að vista þjónustu og stjórnsýslu rík- isins innan borgarmarkanna þá telja borgarfulltrúarnir sig ekki skuld- bundna til að leggja af mörkum ásættanlegt aðgengi þeirra er fjarri búa. Er ekki fólgin í þessari afstöðu ákveðin þversögn sem kallar á að menn skilgreini verkefni og þjón- ustuhlutverk höfuðborgar landsins? Skyldur höf- uðborgar? Kristján Þór Júlíusson Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Reykjavíkurflugvöllur Meðan Reykjavík er höfuðborg Íslands, miðstöð stjórnsýslu landsins, lít ég svo á, segir Kristján Þór Júlíusson, að höfuð- borgin sé einnig mín. KARLMENN Saw Palmetto FRÁ Tvöfalt sterkari APÓTEKIN D re if in g J H V Umboðsmenn: Volti ehf., Vatnagörðum 10. Raftækjav. Skúla Þórssonar, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Bókabúð Keflavíkur. Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Tengill, Sauðárkróki. Ískraft, Akureyri. Öryggi ehf., Húsavík. Geisli, Vestmannaeyjum. Árvirkinn hf., Selfossi. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102.13 90 .2 7 P - t o u c h 6 5 * Meðan birgðir endast. Tilboðsverð kr. 2.750,-* Mjög got t verð ! H TH H Ö N N U N Á silfur, kopar o.fl. Lyktarlaus, engin kemisk efni. Berist á með rökum klút. Frábær virkni. FÆGILÖGUR Ábyrgð áreiðanleiki Gullsmiðir AÐ NÝLEGA af- stöðnu rétt einu verk- falli framhaldsskóla- kennara og þegar nú er yfirstandandi verkfall flugumferðarstjóra finnst mér tímabært að menn velti fyrir sér hvort verkfallsréttur og nánast æviráðning geti farið saman í nútíma- þjóðfélagi. Svar mitt er nei, m.a. af neðantöld- um ástæðum:  Síendurtekin verkföll kennara bitna á nemendum af fullum þunga en ekki vinnuveitandanum sem er ríkisvaldið.  Tilsvarandi má segja að yfir- standandi verkfall flugumferðar- stjóra bitni á almenningi, bæði innlendum og erlendum, sem gist- ir landið. Almenningur og nemendur eiga ekki annarra kosta völ um þjónustu en til hinnar ríkisreknu þjónustu.  Í hvorugu þessara tilvika hafa aðalþolendurnir, börnin og al- menningur, nokkur tök á að leysa deiluna með því að semja við verk- fallsmenn. Báðum þessum aðilum er því hald- ið sem gíslum í þessum deilum. Þegar samið var við ríkisstarfs- menn á áttunda áratugnum um að þeir skyldu hafa verkfallsrétt rétt eins og aðrir launþegar (nokkrir hópar voru þó undanskildir þá, svo sem löggæslumenn og flugumferðar- stjórar) þótti mörgum skjóta skökku við sökum allt annarrar réttarstöðu þeirra en annað launafólk nýtur. Þá- verandi fjármálaráðherra leitaðist við að draga úr áhyggjum þeirra er töldu þetta óheillaspor með því að halda því fram að allar áhyggjur væru ástæðulausar vegna þess að flóknar reglur sem ættu að gilda um slík verkföll myndu koma í veg fyrir þau, a.m.k. að mestu. Hann reyndist ekki sannspár. Flugumferðarstjór- ar fengu verkfallsrétt vegna úrskurðar kjaradóms fyrir fáum árum. Dómurinn taldi það mannréttindabrot skv. stjórnarskrá og brot á jafnréttislögum, að þeir hefðu ekki slík- an rétt. Því má spyrja: Er ekki upp- lagt fyrir fólk á al- mennum vinnumark- aði að leita til félagsdóms til að fá úr því skorið hvort það sé ekki brot á mannréttindum þess og jafnrétti að það skuli ekki hafa æviráðningar- rétt? En hvað skilur að opinbera starfs- menn og aðra á vinnumarkaði? Þetta má m.a. nefna:  Vinnudeilur milli almennra launþega og atvinnurekenda á frjálsum markaði eru gerólíkar stöðunni hjá hinu opinbera.  Á almenna markaðnum eru at- vinnurekendur að leitast við að uppfylla kröfur kaupenda um verð á vörum og þjónustu. Með vaxandi frjálsræði neytenda vegna afnáms allskonar séríslenskra hafta og öðru ófrjálsræði eru neytendur ekki bundnir lengur af innlendri framleiðslu. Verði hún ósam- keppnishæf leita menn annað.  Þegar hið opinbera gerir samn- inga sem valda kollsteypu á launa- kjörum á vinnumarkaði eru skatt- ar einfaldlega hækkaðir til að standa undir kostnaðinum. Al- menningur borgar því hann á ekki annarra kosta völ.  Milli vinnudeilna í verkföllum eru ríkisstarfsmenn nánast ósnertanlegir sökum ævilangrar ráðningar og margvíslegra ákvæða þess efnis, að ekki má einu sinni endurskipuleggja störf þeirra, t.d. með því að færa þá til í starfi. Hvað er þá til ráða til að breyta þessu óviðunandi ástandi? Eftirfar- andi má nefna:  Skilgreina þarf hverjir geti verið opinberir starfsmenn og hverjir ekki. Það má einfaldlega gera með því að opinberir starfsmenn séu einung- is þeir sem semja við ríkisvaldið og hafa ekki verkfallsrétt.  Allir aðrir launamenn starfi þá hjá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði og hjá almenningi þar sem frjáls samkeppni ríkir og allir hafa verkfallsrétt. Verkfallsréttur opin- berra starfsmanna – tímaskekkja eða hvað? Ragnar S. Halldórsson Höfundur er verkfræðingur. Verkföll Í hvorugu þessara tilvika hafa aðalþol- endurnir, börnin og almenningur, segir Ragnar S. Halldórs- son, nokkur tök á að leysa deiluna með því að semja við verk- fallsmenn. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.