Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 41

Morgunblaðið - 21.02.2001, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 41 SVEIT Zia Mahmood sigraði með nokkrum yfirburðum í sveitakeppn- inni sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveit Zia hlaut 201 stig eða rúmlega 20 stig í leik en spilaðar voru 10 um- ferðir eftir Monrad-fyrirkomulagi. Í sigursveitinni spiluðu ásamt Zia þeir Barnet Shenkin, Ralph Katz og George Mittelman. Staðan fyrir síðustu umferðina var spennandi. Sveit Zia hafði þá 176 stig, sænska sveitin með Anders Morath í fararbroddi hafði 174 stig, Pólska landsliðið var með 173 stig, Subaru-sveitin með 168 og Þrír frakkar voru með 160 stig. Zia hafði spilað við allar efstu sveitirnar og það var hlutskipti Þriggja frakka að spila við þá félaga í síðustu umferðinni. Sveit Þriggja frakka sá aldrei til sólar í leiknum og fékk aðeins 4 stig á móti 25 og þar með gulltryggði Zia sér sigurinn hvernig sem aðrir leikir færu. Anders Morath spilaði gegn Pól- verjunum. Það var hörkuleikur sem endaði með sigri Pólverjanna 16-14. Svo naumt var á mununum að einn slagur til eða frá breytti því hvor sveitin endaði í 2. sæti. Subaru-sveitin var eina íslenska sveitin sem átti möguleika á einu af toppsætunum, spilaði gegn Hackett- bræðrum í lokaumferðinni og varð að játa sig sigraða 12-18. Lokastaða efstu sveita varð ann- ars þessi: Zia Mahmood 201 Pólland 189 Anders Morath 188 Subaru-sveitin 180 La Café 178 Sveit Hackett-bræðra 175 Sveit Malinovski 173 Sjónhverfingar Zia er þekktur fyrir að beita ýms- um sjónhverfingum við spilaborðið. George Mittelman hefur oft spilað með Zia í sveit á Bridshátíð og hann sýndi það í leik gegn Hackett-bræðr- um að hann kann einnig ýmislegt fyrir sér. Norður ♠ D108 ♥ 1063 ♦ ÁK9 ♣ Á942 Vestur Austur ♠ G932 ♠ K765 ♥ DG4 ♥ Á98 ♦ 87 ♦ D103 ♣ KG74 ♣ D86 Suður ♠ Á4 ♥ K752 ♦ G6542 ♣ 103 Þegar horft er á öll spilin virðist ekki erfitt að enda í 1 grandi í NS en við bæði borð varð lokasamningur- inn 2 hjörtu í suður. Í opna salnum opnaði Jason Hackett í norður á 1 laufi, Justin bróðir hans í suður sagði 1 hjarta og Jason sagði 1 grand. Nú taldi Justin að betra væri að spila 2 tígla og sagði 2 lauf, sem bað norður um að segja 2 tígla. Jason hlýddi því hins vegar ekki, sagði þess í stað 2 hjörtu sem urðu lokasamningurinn. Við hitt borðið spilaði vestur út spaða og þegar sagnhafi setti tíuna í blindum var eftirleikurinn auðveldur og 8 slagir voru niðurstaðan. Raunar virðast spilin liggja mjög vel fyrir sagnhafa og áhorfendur í sýningar- salnum á Hótel Loftleiðum voru viss- ir um að spilið myndi falla. Mittelman velti útspilinu hins veg- ar talsvert lengi fyrir sér en spilaði síðan út laufakóng! Justin drap slag- inn með ás og spilaði strax laufi á tíuna heima. Ralph Katz í austur var með á nótunum, stakk upp drottn- ingunni og spilaði meira laufi að bragði. Nú leit út fyrir að vestur hefði spilað út frá Kx í laufi. Justin ákvað því að henda spaða heima en Mitt- elman fékk slaginn á gosann og spil- aði fjórða laufinu. Það trompaði Katz með áttunni og Justin varð að yfir- trompa með kóng. Nú átti vörnin örugga þrjá slagi á tromp, auk laufa- slaganna tveggja og hlaut síðan að fá tígulslag í fyllingu tímans. 1 niður og 6 stig til Zia sem vann leikinn 21-9. Bónorð Í mótslok þakkaði Zia Mahmood að venju fyrir sig og aðra erlenda gesti. Hann sagði m.a. að Bridshá- tíðin væri orðin þekkt víða um heim og ættu Flugleiðir sem væri meðal mótshaldaranna stóran þátt í því. Hann sagði að það væri alltaf jafn gaman að koma til Íslands til að spila. Hann væri að koma á heima- slóðir ef svo mætti að orði komast. Þá sagði hann að hann þyrfti aðeins að biðja einn mann afsökunar í móts- lok en það væri spilafélagi sinn, Barnet Shenkin. Hann hefði iðulega nöldrað í honum en Shenkin væri örugglega ljúfasti meðspilari sem hægt væri að spila við og hann gæti vel hugsað sér að giftast honum ef hann væri nokkrum árum yngri. Mótsstjórnin var í öruggum hönd- um Stefaníu Skarphéðinsdóttur. Keppnisstjórar voru Sveinn Rúnar Eiríksson og Eiríkur Hjaltason. Í mótslok afhentu Guðmundur Ágústsson forseti Bridssambandsins og Addý Ólafsdóttir f.h. Flugleiða verðlaunin. Sex efstu sveitirnar hlutu peningaverðlaun. Fyrir efsta sætið voru 3.400 dalir eða um 290 þúsund kr. Áttundi sigur Zia Mahmood á Bridshátíð Morgunblaðið/Arnór Zis Mahmood þakkaði fyrir sig að venju eftir að hafa tekið við 1. verð- laununum í Flugleiðamótinu. Til hliðar standa sveitarfélagar hans, George Mittelman, Ralph Katz og Bernet Shenkin. Pólska liðið sem endaði í 2. sæti í Flugleiðamótinu. Frá vinstri eru Krzysztof Jassem, Apolinary Kowalski, Piotr Tuszynski, Guðmundur Ágústsson, forseti Bridssambands Íslands, og Jacek Romanski. BRIDS B r i d s h á t í ð HÓTEL LOFTLEIÐIR 18.–19. febrúar – 75 sveitir tóku þátt í mótinu. Arnór G. Ragnarsson Guðmundur Sv. Hermannsson VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Skagafirði efnir til al- menns íbúafundar miðvikudaginn 21. febrúar meðal Skagfirðinga um lokun pósthúsa og breytingar á póst- þjónustu í héraðinu. Fundurinn verður haldinn í Höfðaborg, Hofsósi, og hefst klukkan 20. Fulltrúar Íslandspósts hf., Áskell Jónson, framkvæmdastjóri mark- aðs- og sölusviðs, og Hörður Jóns- son, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustustaða, koma á fundinn og gera grein fyrir þeim miklu breyt- ingum sem fyrirhugaðar eru á rekstri pósthúsa og póstþjónustu í héraðinu. Á þessum fundi gefst íbúum Skagafjarðar kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri og reyna að hafa áhrif á framvindu þessara mála þó seint sé, segir í fréttatil- kynningu frá VG. Jón Bjarnason, þingmaður VG, mun mæta á fundinn. Opinn fundur um póstþjónustu í Skagafirði VG á móti kostun veðurfregna Í frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu laugardaginn 17. febrúar sl. er minnst á umfjöllun útvarpsráðs um kostun veðurfregna. Þar er sagt að varaformaður ráðsins hafi einn bókað mótmæli gegn þeirri ráðstöfun. Þar er rangt farið með staðreyndir, þar sem undirrituð, sem er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í útvarpsráði, lagðist ein- dregið gegn kostun veðurfregna í sjónvarpi og skrifaði raunar grein um málið, sem birtist í Morgunblaðinu 29. september sl. undir fyrirsögninni „Hver býður best í veðrið?“. Um mál- ið var fjallað á nokkrum fundum út- varpsráðs á fyrstu vikum síðasta árs, og þegar málið kom til lokaafgreiðslu í ráðinu 28. mars. Það ár fékk það samþykki fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Við hin greiddum atkvæði gegn því, þ.e. fulltrúi Fram- sóknarflokks og fulltrúi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Kristín Halldórsdóttir. Árétting Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um fund um flugvallarmálið í Ráðhúsinu sl. sunnudag er rétt að taka fram að viðtöl við Ingu Jónu Þórðardóttur og Halldór Ásgríms- son, sem frásögninni fylgdu, fóru fram daginn eftir fundinn að gefnu tilefni en þau voru ekki meðal ræðu- manna á fundinum sjálfum, eins og jafnvel mátti álykta af framsetningu fréttarinnar. Leiðrétt DR. JEFFREY D. Wilhelm, pró- fessor við Háskólann í Maine í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur um læsi og áhugahvöt í lestri í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Frí- kirkjuvegi 1, fimmtudaginn 22. febrúar kl.15:30–17. Fyrirlesturinn er öllum opinn og eru kennarar sér- staklega hvattir til að mæta, ekki síst tungumálakennarar, móður- málskennarar, sérkennarar, for- eldrar og aðrir áhugamenn um góða kennsluhætti. Í fréttatilkynningu segir: Í kennslurannsóknum sínum hefur Jeffrey m.a. leitast við að svara því hvernig lestrarferli áhugasamra lesenda sé háttað, hvað það sé við hefðbundna kennslu sem orsaki námsleiða hjá ungum les- endum og hvernig auka megi áhuga nemenda á lestri og námi. Jeffrey hefur þróað ýmsar leiðir til að líkja eftir lestrarferli áhugasamra les- enda, meðal annars listrænar og leikrænar aðferðir sem er ætlað að breyta upplifun áhugalítilla nem- enda á skólagöngu sinni og end- urvekja áhuga þeirra á náminu. Einnig hefur hann nýtt möguleika tölvutækninnar til að færa námið nær reynsluheimi nemenda. Dr.Jeffrey D.Wilhelm kenndi í þrettán ár á miðframhaldsskólastigi áður en hann lauk doktorsprófi frá Wisconsin-háskóla í Madison og sneri sér að háskólakennslu í Maine fyrir um fimm árum. Bækur hans um kennslumál hafa hlotið góðar viðtökur og margvíslegar viður- kenningar og er sú nýjasta vænt- anleg úr prentsmiðju um miðjan mars. Fyrirlestur um læsi og áhugahvöt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.