Morgunblaðið - 21.02.2001, Blaðsíða 48
Pain of Salvation á Íslandi
PAIN of Salvation er ábyggi-lega lítt þekkt nafn hér-lendis en sveitin hefur ver-
ið að skapa sér nafn erlendis að
undanförnu sem ein besta fram-
sækna þungarokkssveit heims.
Þessi geiri, framsækið þungarokk
(„progressive metal“), nýtur ekki
mikillar lýðhylli en er engu að síð-
ur afar virkur og lifandi. Þar
standa Pain of Salvation í fremstu
röð um þessar mundir, en í fyrra
kom út þeirra þriðja plata, The
Perfect Element part I, og þykir
þar vera á ferðinni mikil meist-
arasmíð. Áður hefur sveitin gefið
út plöturnar Entropia (1997) og
One Hour by the Concrete Lake
(1998). Eins og nöfnin gefa til
kynna er ekki beint vinsældapopp
hér á ferð; tekist er á við stór og
mikil þemu með „stórum“ og
flóknum lagasmíðum. Þungarokk-
ararnir hér eru fremur hæglátir
hugsuðir en blóðþyrstir brjálæð-
ingar en þessi seinni lýsing nýtur
jafnan vinsælda hjá vanhugsandi
fólki. En Daniel var spakur; séntil-
maður út í eitt. Eins og þeir eru
nú jafnan, þessir þungarokkarar.
„Meira svona
rokk og ról“
„Ó, hæ!“ segir glaðvær rödd í
símanum. Við skiptumst á nokkr-
um kurteisisorðum og viðtalið
hefst. Daniel er hinn vinalegasti og
er áhugasamur um bráðkomandi
Íslandsferð. „Ég hef aldrei komið
þangað áður. Við stoppum á leið
okkar til Chicago þar sem við er-
um aðalnúmerið á tónlistarhátíð-
inni Progpower USA.“
Rætur Pain of Salvation liggja í
sveitinni Reality sem Daniel (f.
1973) stofnaði er hann var aðeins
ellefu ára. „Það var meira svona
„rokk og ról“, þótt við værum að
strita við að vera þungarokkarar.
Þegar maður er ellefu ára endar
það einhvern veginn þannig. Við
unnum nokkrum sinnum hljóm-
sveitakeppni hér í Svíþjóð og
seinna breyttist nafn sveitarinnar í
Pain of Salvation.“
Það koma ýmsar sveitir upp í
hugann er maður hlustar á Pain of
Salvation: Rush, King Crimson,
Dream Theater, Anathema,
Queensryche, Faith No More,
Marillion, Nocturnus. Það er og
mikið stílaflökt í gangi; fúnk,
dauðarokk, djass og þungarokk.
„Fyrsta platan er nokkuð hrárri
en nýjustu plöturnar, bæði kemur
þar til hljómurinn og einnig eru
lögin frá lengra tímabili, sum
samdi ég þegar ég var 17 ára,
t.d.,“ segir Daniel þegar hann er
beðinn um að lýsa tónlistarlegri
þróun sveitarinnar. „Nýju plöturn-
ar eru mun heildstæðari.“
Daniel segir að kimi framsækins
þungarokks í Svíþjóð sé smár. „Ég
hafði ekki heyrt á neina slíka sveit
minnst fyrr en við vorum kallaðir
þessu nafni. Síðan fórum við að
rekast á svipaðar sænskar sveitir,
en aldrei þó í Svíþjóð! (hlær). Við
kynntumst þeim öllum er við vor-
um að spila erlendis. Ætli þekkt-
asta þungarokkssveitin hjá okkur
núna sé ekki Hammerfall. Og
sænsku blöðin fóru nú ekki að
skrifa um hana fyrr en hún fór að
vekja á sér athygli erlendis [eitt-
hvað sem maður ætti nú að kann-
ast við hér á landi! Innsk. AET.].“
Þekki ekki Genesis
Eftir að hafa verið spurður
spjörunum úr um hvort hann sæki
áhrif sín frá dómsdagsrokki
(„doom-metal“), dauðarokki eða
hefðbundnu framsæknu rokki
svarar Daniel: „Ég held að Faith
No More hafi nú haft mest áhrif á
mig. En svo eru það sveitir eins og
Bítlarnir og Queen sem ég met af-
ar mikils. Ég tel til að mynda að
Abbey Road sé ein af framsæknari
plötum allra tíma. Hvað framsækið
rokk almennt varðar, eins og t.d.
Genesis (eins og þeir voru í ár-
daga), þá er We Can’t Dance
(1991) eina platan sem ég hef
heyrt með þeim!“
Textar Pain of Salvation eru all-
ir eftir Daniel, en einnig semur
hann öll lög og sér um alla list-
ræna hönnun á plötuumslögunum.
Heimasíða sveitarinnar er einnig
ofin af honum! Hver plata byggist
á einhverri heildarhugmynd og
nýjasta platan, The Perfect Ele-
ment part I, þykir vera æði per-
sónuleg. „Ég myndi ekki segja að
hún væri beint sjálfsævisöguleg,“
segir Daniel hugsi. „Platan fjallar
um hvernig fólk, sem hluti af sam-
félaginu, er í stöðugri baráttu við
það að reyna að passa inn í fyr-
irfram ákveðnar hugmyndir um
hvernig skuli lifa lífinu. Fyrirbæri
eins og t.d. skóli koma þarna inn í
þannig að platan byggist auðvitað
að hluta til á persónulegri reynslu.
En að mestum hluta byggist sagan
á fólki sem maður hefur kynnst á
lífsleiðinni og menningarlegum
miðlum eins og bókum, sjónvarpi
og öðru slíku sem maður hefur
drukkið í sig á meðan.“
Haukurinn rauði
Daniel kannast vel við Artch,
norsku þreskirokkssveitina
(„thrash-metal“) sem Eiríkur
Hauksson söng fyrir á sínum tíma,
þá undir nafninu Erik Hawk. Plata
þeirra Another Return to Church
Hill (1988) hlaut mikið lof á sínum
tíma.
„Já, ég vissi ekki að söngvarinn
væri íslenskur,“ segir Daniel og
hlær við er ég segi honum frá
Hawk-nafninu. „Ég var aldrei hrif-
inn af þessum listamannsnöfnum
en svona var þetta svolítið á ní-
unda áratugnum. Eins og t.d.
Yngwie Malmsteen (fræg sænsk
gítarhetja), þar sem fornafnið er
einhvers konar amerískur útúr-
snúningur á hefðbundnu sænsku
nafni. En ég heyrði plötu Artch á
sínum tíma og var mjög hrifinn af
titillaginu. Mér fannst restin af
plötunni hins vegar ekki eins góð...
en söngurinn var afbragð.“
Tónleikar Pain of Salvation
verða á Kaffi Reykjavík á morgun
eins og áður segir. Hljómsveitin
Dead Sea Apple hitar upp.
Sáluhjálp úr Svíaríki
Pain of Salvation: Daniel Gildenlow er fyrir miðri mynd.
Framsækna þungarokkssveitin
Pain of Salvation frá Svíþjóð held-
ur tónleika á Kaffi Reykjavík á
morgun. Arnar Eggert Thorodd-
sen fræddist um sveitina hjá leið-
toganum, Daniel Gildenlow.
EINS OG
Morgun-
blaðið hef-
ur áður
greint frá
mun Björk
syngja á
Óskars-
verðlauna-
hátíðinni sem haldin verður 25.
mars nk. í Los Angeles, þar sem
hún kemur fram með hljómsveit
og 55 manna sinfóníusveit. Nú
hefur það hins vegar verið stað-
fest að Thom Yorke, söngvari
Radiohead,
muni syngja
þar með
henni lagið
„I’ve seen it
All“ úr kvik-
myndinni
Dancer in
the Dark,
sem er eitt af fimm kvikmynda-
lögum tilnefnt til Óskarsverð-
launanna. Björk er höfundur
lagsins en þeir Lars von Trier og
Sjón sömdu textann.
Thom söng einmitt lagið ásamt
Björk á plötunni Selmasongs, en
leikarinn Peter Stormare söng
það hins vegar í kvikmyndinni.
Björk og Thom þykir áreið-
anlega ánægjulegt að fá að koma
fram saman. Thom hefur löngum
lýst yfir aðdáun sinni á Björk, og
Björk hefur greint frá í blaða-
viðtölum hversu gaman henni
þótti að vinna lagið með honum. Í
breska tímaritinu Q var hún
spurð að því hvort eitthvað meira
væri á milli þeirra en tónlistar-
legt samband, og svaraði hún því
til að þau væru bara vinir en góð
saman því þau væru mjög sam-
mála um söngstíl, um að gera
enga „acrobatics“ eða fimleika
með röddinni. Margir hafa líka
heillast af samsöng þeirra í þessu
lagi, og það er vonandi að
Óskarsakademían geri það líka.
Thom syngur með Björk
73. Óskarsverðlaunahátíðin
Björk og Thom syngja saman á Óskarnum.
FÓLK Í FRÉTTUM
48 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
M enn inga rm iðs töð in G e rðube rg
Gunnar Reyni Sveinsson,
Jón Hlöðver Áskelsson, John
Speight, Mist Þorkelsdóttur,
Óliver Kentish, Skúla Halldórsson,
Tryggva M. Baldvinsson og
Þorkel Sigurbjörnsson
Meðal efnis, frumflutningur á nýjum
einsöngslögum eftir:
Ljóðatónleikar Gerðubergs
miðvikudag 21. febrúar 2001 kl. 20.00
Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton og
Jónas Ingimundarson píanóleikariAðgangseyrir kr. 1000
!
Anddyri
LEIKRIT ALDARINNAR
Í KVÖLD: Mið 21. feb kl. 20
Árni Ibsen fjallar um verkið „Uppstigning”
eftir Sigurð Nordal. Leikarar lesa valda kafla
úr verkinu.
Litla svið - VALSÝNING
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Fim 22. feb kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 25. feb kl. 19 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 3. mars kl. 19 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 4. mars kl. 20
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Fös 23. feb kl. 20 – UPPSELT
Fös 2. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 10. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Tilnefnt til Menningarverðlauna DV: „...verk-
ið er skopútfærsla á kviðlingaáráttu landans í
bland við upphafna aðdáun á þjóðskáldun-
um... undirtónninn innileg væntumþykja...
fjörugt sjónarspil.”
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Fös 23. feb kl. 20- ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 2. mars kl. 20- ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 10. mars kl. 19
ATH. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI!
Litla svið
BARBARA OG ÚLFAR-SPLATTER:
PÍSLARGANGAN
Lau 24. feb kl. 19– ÖRFÁ SÆTI LAUS
Trúðarnir með barnssálina og blóðugu sýn-
ingarnar! Einstök sýning með Halldóru Geir-
harðsdóttur og Bergi Þór Ingólfssyni.
Sýningin er bönnuð börnum innan 12 ára!
Stóra svið
LED ZEPPELIN - TÓNLEIKAR
Lau 24. feb kl. 19.30 og kl. 22.00
Hljómsveitin Dúndurfréttir flytur tónlist Led
Zeppelin. Meðal gesta sem einnig koma
fram eru Pink Floyd og Deep Purple.
Stóra svið
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Sun 25. feb kl. 14 – UPPSELT
Lau 3. mars kl. 13 - UPPSELT
Sun 4. mars kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 11. mars kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 18. mars kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 24. mars kl. 13 – UPPSELT
Sun 25. mars kl. 14
Sun 1. apríl kl. 14
SÝNINGUM LÝKUR Í MARS
Stóra svið- ÍD
KRAAK EEN OG KRAAK TWEE
e. Jo Strömgren
POCKET OCEAN e. Rui Horta
Lau 3. mars kl. 19
Sun 4. mars kl. 20
'0#&' &(
!0&,
,0#& &(
?0 '
50# &(
@0 (
0#? &(
(0 5
0#&' &(
&0 &!
/
,
00 + ( !""#$%%
& '
552 3000
Opið 11-19 virka daga
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
lau 24/2 UPPSELT
fös 2/3 örfá sæti laus
fös 9/3 laus sæti
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
fös 23/2 kl. 20 örfá sæti laus
lau 3/3 nokkur sæti laus
lau 10/3 laus sæti
fös 16/3 laus sæti
WAKE ME UP before you go go
fim 22/2 kl. 20.00 UPPSELT
fös 23/2 kl. 24.00 örfá sæti laus
sun 25/2 kl. 20 örfá sæti laus
530 3030
Opið 12-18 virka daga
SNIGLAVEISLAN kl. 20
Sala hefst þriðjud. 20. feb.
Frumsýn. mið 21/3 UPPSELT
22. mars, 24. mars kl. 16, 25. mars, 27,
mars, 28. mars, 29. mars, 30. mars, 1. apríl
MEDEA - Aukasýningar
fös 23/2 kl. 20
lau 24/2 kl. 20 örfá sæti laus
sun 25/2 kl. 20
Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýn-
ingu og um helgar opnar hún í viðkomandi leik-
húsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í
síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga.
midasala@leik.is — www.leik.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
()*+,-*&.,-*-/01 2
)
9#&'A&
3 'A'
-20*4.,56-*-6
6
&78
5,
$#9$
'' : ;.(<066-*.<< /
+&,A&!
'' 5
'' 3!A'!
5
'' 3A'!
'' 5
''
@A'!
'' 5
''=
3&,A'!
5
3A!!
5
3@A!!
/&,+- 4 +*2>6./2
8 ? ? 8 9A'
''
#&A'
'' 3 (A'
'' 3 5A'
'' 3
#&'A'
'' Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
/&,+- 4 +*2>6./2
9 &&A&
''
&!A&
''
&,A&
'' 3
&@A&
''
5A'
3#A'
'' 3A'
''
!A'
''=
,A'
'' 3@A'
&A'
&&A'
'' &,A'
'' 3&A'
'' 3#'(A'
'' Litla sviðið kl. 20.30:
2;3(/.<2<@ 7A8(
9#&'A&
3 &!A&
#&A' 'A'
BBB
C
+ ( /
'=D "E="F3=
"E=$%