Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.02.2001, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að bjóða bæjarstjórn Akureyrar- bæjar til viðræðna um hugsanlega sameiningu Rafmagnsveitna ríkis- ins (RARIK) og Veitustofnana Ak- ureyrarbæjar (VA). Ákvörðunin var tekin í kjölfar skýrslu ráðgjafarfyr- irtækisins PricewaterhouseCoop- ers (PWC) um hagkvæmni samein- ingarinnar. Í skýrslunni er miðað við að höfuðstöðvar sameinaðs fyr- irtækis verði fluttar til Akureyrar. Skýrslan var kynnt stjórn og starfsmönnum RARIK í gær. Helstu niðurstöður hennar eru þær að rekstrarlegur ávinningur af sameiningunni er metinn á tæplega 150 milljónir króna árlega. Kostn- aður við flutninginn norður er met- inn á tæplega 64 milljónir króna og talið að þjálfun starfsfólks muni kosta um 20 milljónir. Á móti kem- ur sala á eignum að verðmæti 92 milljónir króna svo gert er ráð fyrir að hagræðingin vegna sameiningar fyrirtækjanna skili átta milljónum að auki fyrsta árið. Þá kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar að sam- eining fyrirtækjanna fellur vel að þeim breytingum sem verða á rekstrarumhverfi orkufyrirtækja vegna fyrirhugaðra breytinga á raf- orkulöggjöfinni. Loks er talið að sameiningin fjölgi starfsmönnum á Akureyri um tuttugu og vegna margfeldisáhrifa muni það fjölga íbúum á svæðinu um 90 þegar til lengri tíma er litið. Ennþá óvissa Alls starfa 55 manns í höfuð- stöðvum RARIK í Reykjavík og er andstaða við flutningana mikil með- al starfsmanna. Í viðhorfskönnun sem gerð var í haust sögðust um 85% hætta ef til flutninganna kæmi. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri sagði að lokinni kynningunni að fundurinn hefði verið málefna- legur, en óvissa og órói hefðu verið í fyrirtækinu í heilt ár vegna þessa máls. Hann segir þó ennþá ríkja óvissu þar sem viðræðunefndirnar muni nú skoða málið. „Það er óhætt að segja að skýrsl- an gefi tilefni til að halda þessari vinnu áfram,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, um sameininguna. „Að mínu mati er mikilvægt að til verði sterkt rafveitufyrirtæki á lands- byggðinni eins og yrði með því að sameina þessi fyrirtæki og höf- uðstöðvarnar yrðu á Akureyri. En það er ekki þar með sagt að það sé búið að taka þessa ákvörðun,“ segir hún. Hún segir það slæmar fréttir að svo fáir geti hugsað sér að flytjast með fyrirtækinu, verði höfuð- stöðvarnar fluttar norður, sem við- horfskönnunin gefur til kynna. „Ég tel þó að ekki sé forsvaranlegt að hætta þessum viðræðum núna þó að könnunin gefi þetta í skyn vegna þess hve rekstrarlegt hagræði er mikið. Eins er það að starfs- svæði RARIK er á landsbyggðinni og því má segja að rök hnígi í þá átt að fyrirtækið hafi höfuðstöðvar þar.“ Sameining RARIK og Veitustofnana Akureyrar í athugun Sparnaður er talinn 150 milljónir á ári BÚIST er við áframhaldandi strekkingi víðast hvar um landið í dag og verða vestlægar og suðlæg- ar áttir ríkjandi. Spáð er éljagangi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi en á Austurlandi verður léttskýjað. Á Suðurlandi er búist við éljum vest- ast en annars staðar verður létt- skýjað. Þá er gert ráð fyrir frosti um landið allt og er búist við að það herði þegar líður á vikuna þegar vindur snýst til norðlægra átta. Nokkuð harður éljagangur var á suðvesturhorni landsins í gær en bjart og fagurt milli élja. Morgunblaðið/Jim Smart Éljagangur áfram VERKFALLI Félags íslenskra flug- umferðarstjóra var aflýst seint í gær- kvöldi þegar undirritaður var nýr kjarasamningur milli ríkisins og flug- umferðarstjóra eftir samfelldan tæp- lega sólarhrings samningafund hjá ríkissáttasemjara. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir til 15. nóvember nk. og fylgir honum sér- stakt samkomulag um viðræðu- áætlun þar sem fram kemur að hvor- ir tveggja aðilarnir eru sammála um að á samningstímanum verði kann- aðir til hlítar möguleikar á breyting- um á samningsréttarlegri stöðu og kjaratilhögun flugumferðarstjóra. Markmiðið er að byggja nýjan kjara- samning á tillögum svokallaðrar rétt- arstöðunefndar frá júní 1997 og hafa ráðuneyti sem að málum flugumferð- arstjóra koma fallist á þessi sameig- inlegu markmið. Launabreytingar samkvæmt samningnum verða í samræmi við það sem almennt hefur verið samið um á vinnumarkaðnum, að sögn við- semjenda. Þá fylgir samningnum bókun er varðar upptöku nýs flug- gagnakerfis. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra kvaðst á miðnætti ánægður með að samningur skyldi nú vera í höfn þótt skammtímasamn- ingur væri. „Það er afar mikilvægt að hafa náð þessu saman og leyst okkur frá þeim vanda að stöðva flugið,“ sagði ráðherra. Hann kvaðst vona að truflunin í gær myndi ekki hafa áhrif til langframa. „Erlend flugfélög hafa gert athugasemdir og ég vona að það verði ekki truflun á framhaldinu. Að- alatriðið er að nú er búið að leysa deiluna og allt komið í fyrra horf.“ Sturla sagði að koma yrði í ljós hvernig gengi að ljúka gerð samn- ings til lengri tíma og sagði mikil- vægt að ró væri yfir allri þjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu, ekki síst vegna samningsins við Alþjóða- flugmálastofnunina. „Það var mikill léttir að sjá fyrir endann á þessu.“ Eftir árangurslítinn samningafund á mánudag slitnaði upp úr viðræðum og verkfall hófst klukkan sjö í gær- morgun. Þórir Einarsson ríkissátta- semjari boðaði deiluaðila á fund á miðnætti í fyrrakvöld og lagði þá fyr- ir grunn að skammtímasamningi sem gerði ráð fyrir að meðan á þeim samningi stæði yrði tíminn notaður til þess að semja um varanlegan kjarasamning og vinnubrögð tryggð með sérstakri viðræðuáætlun. „Þess- ari vinnu er ætlað að fara djúpt ofan í vinnu réttarstöðunefndar og koma með nákvæmar tillögur um útfærslu á því hvernig tillögurnar geta fengið birtingu í kjarasamningi. Aðferða- fræðilega lagði ég til þennan skamm- tímasamning og það var það sem leysti þennan hnút,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Báðir aðilar með óbundnar hendur eftir samningstímann Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði að ríkissáttasemjari hefði leyst deiluna með tillögu að skammtíma- samningi. „Gildistími samningsins er til 15. nóvember og þá ætlum við að reyna að vera búnir að komast að nið- urstöðu um lausnir til frambúðar sem byggðar eru á tillögum réttarstöðu- nefndar. Við höfum fulla trú á að það verði unnið af heilindum.“ Gunnar Björnsson, formaður samninga- nefndar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að lausn deilunnar mætti kannski fyrst og fremst þakka breyttri afstöðu flugumferðarstjóra. „Þeir endurmátu í raun stöðuna og ákváðu að reyna til þrautar, en það sem kannski var meginatriði hjá hvorum tveggja aðilunum var að reyna að finna lausn til frambúðar.“ Að sögn Gunnars eru aðilar sammála um að náist ekki samkomulag á þess- um tíma séu hvorir tveggja aðilarnir með óbundnar hendur. „Það var kannski það sem réð úrslitum um að báðir töldu sig geta farið inn í þessa viðræðuáætlun. Að leita leiða en vera ekki bundnir fyrirfram.“ Deilan var leyst með skammtímasamningi Morgunblaðið/Golli Samningurinn undirritaður í gærkvöldi. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari er fyrir miðju á myndinni. Honum á vinstri hönd eru Gunnar Björnsson og Ásta Lára Leósdóttir úr samninganefnd ríkisins og honum á hægri hönd fulltrúar úr nefnd flugumferðarstjóra, þeir Loftur Jóhannsson, Bjarni K. Stefánsson og Egill Már Markússon. Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst eftir 23 tíma fund seint í gærkvöldi  Veður hamlaði/6 REYKINGAR unglinga eru fátíðari hér en í flestum öðr- um Evrópulöndum, að því er fram kemur í samevrópskri rannsókn meðal nemenda í tí- unda bekk á áfengisneyslu, reykingum og vímuefna- neyslu. Þá var hlutfall nemenda sem neytt höfðu áfengis síð- astliðna tólf mánuði lægra en meðaltal allra landanna í könnuninni eða 67% hér en 83% að meðaltali meðan hlut- fall þeirra sem segjast hafa orðið drukknir á sama tímabili var 4% hærra en meðaltalið. Þá er sniff algengara á Ís- landi en í hinum löndunum, samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar, eða 11% hér en 9% að meðaltali. Reykingar unglinga fátíðari hér Samevrópsk rannsókn  Drykkjuvenjur/28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.