Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ VernharðurBjarnason fædd- ist á Húsavík 16. júní 1917. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Bjarni Benediktsson, kaupmaður og út- gerðarmaður, síðar póstafgreiðslumað- ur, á Húsavík og Þór- dís Ásgeirsdóttir frá Knarrarnesi í Mýra- sýslu. Hann var sjötti elstur 15 systkina og einnar fóstursystur. Látin eru Ásgeir, Benedikt, Stefán, Regína Magdalena, Kristín, Bjarni Benedikt og Gunnar. Eftirlifandi eru: Ragnheiður, Ásta, Bryndís, Þórdís, Hansína Margrét, Rann- veig Karólína, Baldur og Þóra Ása Guðjohnsen. Eftirlifandi eiginkona aðallega hjá Austur-Asíufélaginu danska, en við skrifstofustörf á vegum þess í Bangkok og við af- greiðslu skipa í Singapore 1936 og 1937. Vernharður stundaði nám í eldri deild Samvinnuskólans vetur- inn 1938–1939 og starfaði hjá Helga Benediktssyni í Vestmanna- eyjum árin 1941–1943. Hann var fulltrúi hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík 1945–1956 og fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur í áratug, eða frá 1957– 67, auk þess sem hann gegndi ýms- um bæjarstjórnar- og nefndar- störfum fyrir Húsavíkurbæ. Vern- harður var meðal stofnenda Radíómiðunar hf. í Reykjavík árið 1967 og gegndi þar framkvæmda- stjórastöðu til áramóta 1980 er hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu til bróður síns Baldurs. Vernharð- ur var félagi í Oddfellowstúkunni nr. 3 Hallveigu, ennfremur félagi í Lionshreyfingunni, fyrst á Húsa- vík og síðan í Lionsklúbbnum Nirði um árabil. Útför Vernharðs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. er Birna Guðný frá Kirkjulandi í Vest- mannaeyjum, dóttir hjónanna Björns Þór- arins Finnbogasonar útvegsbónda frá Norðurgarði og Láru Kristínar Guðjóns- dóttur frá Kirkjubóli. Börn þeirra eru 5, Lárus Bergur, eigin- kona hans er Margrét Birna Sigurðardóttir, Soffía, Bjarni Jóhann, Björn Óskar, eigin- kona hans er Torfhild- ur Stefánsdóttir, og Alda Ólöf. Barnabörn Vernharðs og Birnu eru 13 talsins og barna- barnabörnin fjögur. Vernharður fór ungur til sjós, aðeins 13 ára, og stundaði sjó- mennsku á íslenskum skipum árin 1930–1935 og erlendis frá 1935, Venni Bjarna fór ekki fram hjá neinum. Ævi hans var löng og viðburðarík. Hún varð saga unga drengsins sem fór að heiman strax eftir fermingu til siglinga um öll heimsins höf, og strax sem ungmenni óx til ábyrgðarstarfa hjá alþjóðlegu skipafélagi í Asíu, um tíma sem forstöðumaður þess í Singapore. Með þá miklu reynslu kom hann svo heim til Húsavíkur, enn ungur maður, þar sem hann tókst á við margháttuð verkefni, – og lyfti þar atvinnulífinu úr lægð með því að opna erlenda markaði fyrir nýjar fiskafurðir. Venni fór ekki troðnar slóðir – og bauð lögmáli nesjamennskunnar byrginn. Þess vegna gleymdist stundum að þakka honum vel unnin verk. Um miðjan aldur innleiddi hann nýjungar í fiskileitarbúnaði og hóf innflutning tækja sem bættu afköst fiskiskipa og lækkuðu útgjöld þeirra. Þá flutti fjölskyldan suður til Reykja- víkur, þar sem Venni hóf ásamt Baldri bróður sínum rekstur Radíó- miðunar hf. Þrátt fyrir mikil umsvif og annir, þá ræktaði Venni alla tíð af mikilli umhyggju bönd sín við foreldra, systkini, börn þeirra og fjölskyldur. Hann var tíður gestur á mörgum heimilum á sunnudagsmorgnum. Og þær heimsóknir voru öllum minnis- stæðar, ekki síst fyrir lifandi frá- sagnagleði hans. Venni frændi var heill og traustur persónuleiki; ráðagóður og örlátur klettur þeim sem til hans leituðu – og þeir voru margir. Hann var maður innihalds en ekki umbúða. Hann sagði jafnan hug sinn umbúðalaust og lá aldrei á skoðunum sínum. En hann var líka maður orða sinna. Í stjórnmálum og í lífsstefnu var Venni íhaldsmaður af þeirri gerð sem ber þann titil sem sæmdarheiti; það er að lifa eftir, rækta og varðveita þau lífsviðhorf heiðarleika, dugnað- ar, umhyggju og sjálfsbjargar, sem tekin voru að arfi, og færa þau næstu kynslóð. Nú er athafnamaðurinn, heims- borgarinn og fjölskyldufaðirinn allur – en við hin ríkari eftir kynnin. Kaffifélögunum af Borginni hefur fækkað á síðustu árum. En himna- faðir hefur væntanlega dúkað fyrir þá gott hornborð við glugga þar sem þeir félagar leysa áfram úr vanda heimsins af sínum góða huga og glöggu yfirsýn. Bjarni Sigtryggsson. Það er sjónarsviptir að Vernharði Bjarnasyni, frænda mínum. Ekki mun hann stöðva mig á Austurvelli framar til að ræða um pólitík, eins og hann gerði oft á góðviðrisdögum á leið sinni á Borgina í kaffi með vinum sínum, eða senda mér tölvupóst til að agnúast út í umræðurnar á Alþingi, sem hann fylgdist vel með í sjónvarp- inu. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar landsins gagn og nauðsynjar voru til umræðu. Venni og Jóhannes faðir minn voru systkinasynir. Þórdís Ásgeirsdóttir, móðir Venna, var systir afa míns, Bjarna Ásgeirssonar, en þau voru frá Knarrarnesi á Mýrum. Þórdís fluttist til Húsavíkur ásamt eiginmanni sín- um, Bjarna Benediktssyni. Áttu þau mikinn barnaskara og var Venni einn af þessu frændfólki mínu frá Húsa- vík. Það var sumarið 1982 sem við Venni kynntumst almennilega. Hann kom þá í sumarleyfi til Júgóslavíu ásamt Birnu konu sinni, en ég var þar fararstjóri. Það fór ekki fram hjá neinum hvaða mann Venni hafði að geyma. Hann var skemmtilegur, hafði góða frásagnargáfu, var lífs- reyndur heimsmaður. Það var ein- stakt hve hann var Birnu mikil stoð og stytta, en hún var orðin blind þeg- ar ég kynntist þeim. Þau voru glæsi- leg hjón, Birna bráðlagleg og Venni myndarmaður eins og hann átti kyn til. Hann sagði mér sögurnar af því þegar hann sigldi um heiminn og tók ekki annað í mál en að bjóða upp á „Singapore sling“ fyrir matinn, eins og hann var blandaður í Singapore á fyrri hluta síðustu aldar þegar Venni var þar við störf ungur að árum. Hann var rausnarlegur og var ég oft spurð að því á hótelinu sem þau Birna bjuggu á, eftir að þau fóru heim, hvenær ríki frændinn minn kæmi aftur! Venni skar ekki þjórféð við nögl. Eini ókosturinn við Venna, – sem ýmsir telja sjálfsagt kost, var hve hann var mikill íhaldsmaður og var Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem náði máli. Aldrei hvikaði hann frá þeirri bjargföstu sannfæringu sinni. Um leið og ég kveð Vernharð Bjarnason og sendi Birnu og afkom- endum þeirra samúðarkveðjur, þakka ég honum fyrir að hafa auðgað tilveruna og gætt hana lífi og lit. Mannlífið í miðborginni verður fá- tæklegra þegar slíkur höfðingi er all- ur. Ásta R. Jóhannesdóttir. Einstæð sigling er á enda. Vern- harður Bjarnason hefur lokið sér- stæðu lífshlaupi. Merkilegur ferill, sem ekki er sambærilegur við neina aðra persónu á Íslandi, verður ekki lengri. Það er góðviðrisdagur á Húsavík. Logn, og Kinnarfjöllin speglast í fló- anum. Nokkrir sjómenn hnappa sig kringum ungan mann. Álengdar má sjá, að þeir hálfgapa af undrun. Ég feta mig hægt nær þeim. Heyra má hvella rödd, skýra og hraðmælta. Orðræðan er hnitmiðuð um fjarlæg lönd. Með tilþrifum er lífinu þar lýst, og ótrúlegri skipaumferð. Þessi ungi maður er í stuttu fríi, eftir nokkurra ára fjarveru á sjó og landi. Hér er kominn Venni Bjarna. Menn fagna. Vel má sjá athyglina skína úr andlit- um húsvískra sjómanna. Sögumaður- inn bókstaflega hrífur menn með sér austur til Asíu. Singapore, Bangkok, Malasíu og Indónesíu. Hvílík nöfn á stéttinni neðan við heimkynni Venna Bjarna. Þetta var sko eitthvað til að hlýða á. Er nema von að sjómenn norður við íshaf legðu við eyra, að hafa sögumann úr þeirra röðum, sem kornungur hafði lagt leið sína þangað austur og dvalið alllengi þar. Þannig kemur fyrsta minningin um Venna Bjarna nú upp í hugann, við andlát hans. Hann var nákvæm- lega 10 árum eldri en ég. Vernharður kom úr stórri fjölskyldu og þar eru einkennin: atgervi, frjó hugsun, at- hafnasemi, traust og trygglyndi. Krafa um að standa sig. Hús fjöl- skyldunnar voru á bakkabrún. Víð- sýni um allan Skjálfanda. Ekki ósennilegt, að tilkomumikil nátt- úrusýn hafi orkað á fólkið. Ungur að árum hóf Venni störf við búskap og umsýslu föður síns. Bjarni Bene- diktsson, póstmeistari með meiru og kona hans, Þórdís Ásgeirsdóttir, ráku búskap, útgerð og verslun um allmörg ár, og hótel á sumrin. Ekki rek ég þá sögu meir hér, en það var ekki leikur einn á kreppuárunum. Öll fjölskyldan var vinnusöm. Vernharður menntar sig í Sam- vinnuskólanum hjá Jónasi frá Hriflu. Það út af fyrir sig er merkilegt, þar sem Venni var einarður sjálfstæðis- maður alla tíð. Minnir þetta einnig á Albert Guðmundsson. Venni fer 1941 til vinnu hjá göml- um Húsvíkingi. Það er Helgi Bene- diktsson, sem er 18 árum eldri og þá þegar orðinn landsþekktur athafna- maður í Vestmannaeyjum. Vest- mannaeyjaárin hjá Venna eru mikil umsvifaár. Merkur kafli í sögu Eyjanna og í raun landsins alls. Svo merkur, að sannarlega ætti að gera heimildarmynd um þessi ár, er þeir störfuðu saman félagarnir Helgi Ben. og Venni Bjarna. Venni sýndi slíka útsjónarsemi, að ekki varð á betra kosið. Allt landið naut þess, hvað hann gat útvegað af sumum vörum frá Englandi á stríðstíma. Vernharður kemur aftur til Húsa- víkur 1945 og starfar í 11 ár hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Þar sá hann um nær öll innkaup, verðlagningu VERNHARÐUR BJARNASON ✝ Guðrún DagbjörtÓlafsdóttir fædd- ist á Brúnavöllum á Skeiðum 18. sept.1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudag- inn 6. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Brynjólfsson, f. 13. júlí 1873, d. 20. jan. 1965, bóndi á Stóra- klofa á Landi og síð- ar starfsmaður í Reykjavík, og Guðný Sigurðardóttir, f. 23. ág. 1880 í Haga í Holtum, d. 28. nóv. 1918 úr spönsku veikinni. Þeirra börn voru Brynjólfur, f. 28. nóv. 1910, Guðrún Dagbjört og Sigurður f. 7. des. 1916. Guðrún Dagbjört og eigin- maður hennar Gísli Skúli Jakobsson, f. 30.maí 1916, d. 6. sept. 1966, eignuðust dóttur, Eddu, f. 31. okt. 1940, hennar maður er Guðmund- ur Eiríksson, f. 28. jún. 1937, loftskeyta- maður. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Eftirlif- andi sambýlismaður Guðrúnar er Ólafur Guðmundsson fyrrv- .starfsmaður hjá Rafveitu Reykjavíkur. Útför Guðrúnar Dagbjartar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að kveðja ástkæra tengdamóður mína með nokkrum orðum. Þegar hún var fimm ára gömul missti hún móður sína og var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Yngsti bróðirinn, Sigurður, var lát- inn í fóstur tveggja ára gamall, en föðursystir hennar, Margrét Brynj- ólfsdóttir, kom heimilinu til hjálpar meðan hennar naut við. Þegar Guð- rún Dagbjört var sextán ára varð hún að annast heimilið og gerði það þar til hún gifti sig. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla, en gat ekki menntað sig eins og hug- ur hennar stóð til, en hún hefði ósk- að að fara í Kennaraskólann ef að- stæður hefðu leyft. Á þessum árum stundaði Guðrún íþróttir hjá Íþróttafélagi kvenna, ÍK. Stundaði hún bæði skíði og var í fimleikaflokki kvenna. Nokkrar vinkonur hennar frá þessum tíma héldu sambandi alla tíð síðan. Eiginmaður Guðrúnar, Gísli Skúli Jakobsson, lærði til þjóns og starfaði lengi hjá Eimskip í milli- landasiglingum, en var síðar hjá Gefjun Iðunn fataverksmiðju. Guð- rún starfaði lengi í skartgripaversl- un Kornelíusar Jónssonar. Gísli var mikill listunnandi og kom upp góðu safni nútíma málverka til að fegra heimili sitt. Ólafur, faðir Guðrúnar, bjó á heimili þeirra Gísla í mörg ár eftir að hann var hættur störfum og farinn að kröftum. Síð- ustu ár sín dvaldi hann í skjóli eldri sonar síns, Brynjólfs, og eiginkonu hans, Kristrúnar Jónsdóttur. Nokkrum árum eftir fráfall Gísla tengdist Guðrún eftirlifandi sam- býlismanni sínum, Ólafi Guðmunds- syni. Þeirra sambúð var góð. Hin óvenju samheldna fjölskylda Ólafs tók henni forkunnar vel og erum við hjónin þeim þakklát fyrir það. Guð- rún og Ólafur áttu mörg góð ár sam- an á Réttarholtsvegi 31. Þau ferð- uðust mikið, bæði innanlands og utan, m.a. til að heimsækja mig og Eddu meðan við dvöldum í Dubai og höfðu mikla ánægju af því. Þau tóku mikinn þátt í starfsemi Félags aldr- aðra. Þakka þér, Guðrún, fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur sýnt mér og fjölskyldu minni, barnabörn- um þínum og barnabarnabörnum. Guð blessi minningu þína. Guðmundur Eiríksson. „Þar sem gleðin ríkir, þar er gott að vera.“ Þessi orð eiga vel við þegar hugsað er til kynna okkar systkin- anna af Guðrúnu Dagbjörtu Ólafs- dóttur sem hóf sambúð með föður okkar Ólafi fyrir meira en aldar- fjórðungi. Þau kynntust eftir að bæði höfðu misst maka sína og þau kynni áttu eftir að verða farsæl. Áhrif hennar á líf föður okkar reynd- ust góð og sambúðin með Guðrúnu mikið gæfuspor. Einlæg umhyggja þeirra fyrir fjölskyldum okkar, hvort fyrir öðru og samheldni þeirra hefur verið öðrum til fyrirmyndar. Saman hafa þau ferðast og notið lífs- ins, stundum í hópi vina og félaga og þá hefur oft verið spilað á spil eða dansað af krafti. Þau hafa samglaðst og skemmt sér með fjölskyldum okkar á hátíðarstundum og oftast getað haldið lengur út en nokkur annar. Lífsgleðin geislaði af henni Guð- rúnu og hún virtist halda frábærlega vel í hæfileikann til að hlakka til. Hún lét það óspart í ljós að hún hlakkaði til að fara til útlanda, að fara að dansa gömlu dansana, eða að spila úti í Bústaðakirkju. Já, Guðrún hlakkaði til margra hluta sem hún átti ógerða, bæði smárra og stórra. Hispursleysi hennar og hrein- skilni sem alltaf var blönduð góðlát- legum húmor gat oft verið skemmti- leg, hvort sem hún lýsti því hve vel barnabörnin eða barnabarnabörnin stóðu sig eða hve vel faðir okkar tók sig út við tískusýningu fyrir eldri borgara. Guðrún var stolt af sínu fólki. Guðrún uppskar ást og virð- ingu samferðafólksins með hrein- skilni sinni og góðvilja. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði var að ferðast og ein- hverju sinni þegar hún var með okk- ur í stuttri ferð austur fyrir fjall og sólin skein skært á gömlu æskuslóð- irnar sagði hún: „Það er svo gaman hjá mér núna að mig hlýtur að vera að dreyma.“ Hún kunni svo sann- arlega að gleðjast. Guðrún var þekkt í fjölskyldunni okkar fyrir að baka og bera fram góðar tertur. Það hefur oft verið haft á orði í fjölskyldunni að hjá Guðrúnu væri eini staðurinn í bænum þar sem væri eitthvað almennilegt með kaffinu og það hversdags. Guðrún naut þeirrar hamingju að vera bæði skapgóð og heilsugóð um ævina og var ekki mikið fyrir að aumka sjálfa sig. Eftir stórt jólaboð fyrir fáum ár- um sem við vissum að hlyti að reyn- ast henni erfitt spurðum við hana hvort hún væri ekki þreytt. Þá svar- aði hún: „Nei, ég er aldrei þreytt,“ og fór út í aðra sálma. Guðrún kvaddi samferðafólk sitt snögglega eftir stutt veikindi. Við viljum þakka kynnin við Guðrúnu í meira en aldarfjórðung. Hún reynd- ist okkur systkinunum vel og þá ekki síður börnum okkar sem alltaf hafa haldið mjög upp á Guðrúnu hans afa. Blessuð sé minning Guðrúnar Dag- bjartar Ólafsdóttur. Hjördís, Sigríður, Elías og Benóný Ólafsbörn og fjölskyldur þeirra. Ég hitti Guðrúnu fyrst fyrir l6 ár- um þegar við Benóný vorum að draga okkur saman. Mér er enn mjög minnisstætt og þykir afar vænt um hve vel hún og Ólafur, tengda- faðir minn, tóku vel á móti mér og dætrum mínum, Áslaugu og Elsu Láru, og buðu okkur velkomnar í fjölskylduna. GUÐRÚN DAGBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR  212. 2 0 I -!$$  ! "!      $% &! ' " "     ()( 7( " &  "  (  (2+% 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.