Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um það hvort virðisaukaskattur á bækur, sem fluttar eru inn til landsins frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðis- ins, brjóti í bága við EES-samning- inn. Samkvæmt lögum er inn- heimtur 24,5% virðisaukaskattur af bókum á erlendum tungum en bæk- ur á íslensku bera aðeins 14% virð- isaukaskatt. Stefnandi, Hörður Einarsson hrl., telur að þetta sé óheimilt samkvæmt EES-samningnum og hefur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. Því hefur hann stefnt íslenska ríkinu og að sögn Grétu Baldursdóttur hér- aðsdómara var það samkomulag að- ila að skjóta málinu til EFTA-dóm- stólsins og fá ráðgefandi álit hans. Óljóst er hvenær úrskurður dóm- stólsins liggur fyrir. Talsverð vinna er við að þýða gögn málsins auk þess sem aðilum þess er gefinn kostur á að gera grein fyrir máli sínu. Því er ekki búist við úrskurði fyrr en í fyrsta lagi í haust. EFTA-dómstóll- inn er með aðsetur í Lúxemburg. Hann var settur á fót á grundvelli EES-samningsins og eru aðildarríki hans Noregur og Lichtenstein auk Íslands. Íslenskt mál fyrir EFTA-dómstólnum Úrskurðar um virðisaukaskatt á erlendar bækur RÁNFUGLAR hafa oftar en ekki yfirhöndina í harðri lífsbaráttu fuglanna. Stundum þurfa þeir þó að lúta í lægra haldi fyrir öðrum og séðari fuglum eins og ungfálk- inn á myndinni fékk að kynnast eftir hörð átök við fýl. Fálkinn fannst allur ataður grúti við bæ- inn Fit undir Eyjafjöllum og er talið að hann hafi ætlað að gæða sér á fýl sem brást hinn versti við og ældi grúti yfir andstæðinginn. Þorvaldur Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, fékk fálkann til meðferðar og sagði þetta ekki einsdæmi þar sem ungfálkar viti margir hverjir ekki af þessari varnaraðferð fýls- ins en hann ælir lýsi þegar honum er ógnað. Fálkarnir hafi því ekki varann á sér og lendi í óvæntu lýsisbaði. Lýsið gerir fjaðrirnar klístraðar og fálkinn verður ófleygur og getur ekki veitt sér til matar og veslast upp á nokkr- um dögum. Þorvaldur segir það því nauðsynlegt að finna fugla sem svona er ástatt um og skila þeim inn til Náttúrufræðistofn- unar þar sem þeir eru þvegnir upp úr mildu og volgu sápuvatni og gefið æti. Fátt um þakkir „Þessi fálkafrú var nú ekkert of ánægð með snyrtinguna og lítið þakklát eftir þvottinn og þurrk- unina,“ sagði Þorvaldur og bætti við, „ætli hún hafi ekki viljað fá rúllur líka blessunin.“ Fálkinn verður í nokkra daga til viðbótar í vörslu Þorvalds eða þangað til hann hefur náð sér að fullu en þá verður honum sleppt út í náttúruna að nýju. Morgunblaðið/Friðþjófur Þorvaldur Björnsson mundaði hárþurrkuna fagmannlega á fálkann. Fálki fékk það óþvegið þegar hann reyndi að góma fýl Lenti óvænt í lýsisbaði ÁÆTLUÐ aukning lífeyrisskuld- bindinga ríkissjóðs vegna nýgerðs kjarasamnings ríkisins við fram- haldsskólakennara nemur ríflega 5,3 milljörðum kr. á samningstím- anum, eða um 46,26% frá árslokum 2000 til aprílloka ársins 2004. Þetta kemur fram í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn Péturs H. Blöndal um kjarasamning ríkisins við framhaldsskólakennara. Nýr kjarasamningur ríkisins við framhaldsskólakennara var undir- ritaður 7. janúar sl. og gildir til 30. apríl 2004. Í svari ráðherra kemur fram að hann feli í sér margvísleg- ar breytingar frá eldri samningi, t.d. breytt launakerfi með nýrri röðun og til muna minni sjálfvirka hækkun launa. Þessir þættir breyti lífeyrisskuldbindingum B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tilfærsla launaliða í dag- vinnu auki skuldbindingar í fram- tíðinni minna en þessir þættir hefðu gert í eldra kerfi. Áætlað er að laun samkvæmt kjarasamningnum út samningstím- ann, byggð á febrúarlaunum 2001, verði tæplega 14,7 milljarðar kr. Hlutfall aukinna lífeyrisskuldbind- inga af áætluðum greiddum laun- um kennara í B-deild LSR sam- kvæmt samningnum út samnings- tímann er 36,3%, að því er fram kemur í svari fjármálaráðherra. Þar kemur enn fremur fram að laun starfsmanna í B-deild LSR samkvæmt kjarasamningnum út samningstímann séu áætluð ríflega 7,9 milljarðar kr. Er sú áætlun byggð á febrúarlaunum 2001. Hlut- fall aukinna lífeyrisskuldbindinga af áætluðum greiddum launum kennara í B-deild LSR út samn- ingstímann sé 67,1%. Heildarskuldbinding upp á 15,6 milljarða Í svarinu er upplýst að stöðugildi framhaldsskólakennara séu 1.215,34 og meðaltal aukinna líf- eyrissjóðsskuldbindinga á hvern framhaldsskólakennara sé áætlað tæpar 4,4 milljónir kr. Stöðugildi framhaldsskólakennara í B-deild LSR eru hins vegar 622,73. Með- altal aukinna lífeyrisskuldbindinga á hvern framhaldsskólakennara í B-deildinni samkvæmt samningn- um er áætlað 8,5 milljónir kr. Áfallin heildarskuldbinding rík- issjóðs vegna framhaldsskólakenn- ara, bæði núverandi og fyrrver- andi, er í árslok 2001 áætluð ríflega 15,6 milljarðar kr. eftir að tillit hef- ur verið tekið til nýs kjarasamn- ings. Óafgreidd heildarskuldbind- ing liggur hins vegar ekki fyrir. Starfsmenn sem eru í A-deild LSR munu fá aukinn lífeyrisrétt á grundvelli iðgjalda sem hækka hlutfallslega jafnt og launin. Áunn- in réttindi eru ekki hækkuð. Í B- deild er á hinn bóginn greitt sam- kvæmt eftirmannsreglu, að því er fram kemur í svarinu. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna samninga framhaldsskólakennara Áætluð 5,3 milljarða aukn- ing á samningstímanum ÚTLIT er fyrir að rúmlega 50 þús- und tonn af loðnukvótanum veiðist ekki, komi til verkfalls sjómanna á fiskiskipaflotanum. Þessi tala gæti hækkað í 150 þúsund tonn ef sjáv- arútvegsráðherra fellst á tillögu Hafrannsóknastofnunnar frá í gær um 100 þúsund tonna aukningu kvót- ans. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva höfðu í gær borist á land rúm 555 þúsund tonn af loðnu frá áramótum og samanlagt rúm 681 þúsund tonn á vertíðinni. Í gær voru því rúm 137 þúsund tonn eftir af heildarkvótanum. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum kem- ur til framkvæmda á miðnætti að- faranótt föstudagsins verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Mjög góð veiði var á loðnumiðun- um undan Þjórsárósum um helgina en öllu tregari veiði á miðunum fyrir austan land. Þannig komu á land rúm 50 þúsund tonn af loðnu frá föstudegi til sunnudags, samkvæmt tilkynningu Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Sé miðað við að loðnuskipa- flotinn beri á land um 20 þúsund tonn á sólarhring er ljóst að ekki næst að veiða útgefinn loðnukvóta fyrir verk- fallið. Sjávarútvegsráðuneytinu barst í gær tillaga Hafrannsóknastofnunar um frekari aukningu loðnukvótans. Kemur hún í kjölfar upplýsinga um vænni loðnu á miðunum við landið en áður var talið. Samkvæmt samningi milli Íslands, Grænlands og Noregs ber íslenskum stjórnvöldum að kynna Grænlend- ingum og Norðmönnum þessar til- lögur. Að því loknu mun ráðherra taka ákvörðun um frekari aukningu. Lagt til að loðnukvótinn verði aukinn Kvótinn næst ekki komi til verkfalls  Allt að /22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.