Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 45
Tjaldútilega í Vaglaskógi sumarið
’98, sumarið sem kom ekki fyrir
norðan.
Kristján var þar ásamt fjölskyldu
sinni og snerist í kringum konu sína
og börn eins og skopparakringla á
meðan við hin skulfum okkur til hita.
Mig minnir meira að segja að hann
hafi grillað ofaní mig steikina af því
að ég nennti ekki upp úr svefnpok-
anum. Hann sagði sögur, var allt í
öllu og brosti breitt.
Þetta bros hvarf allt of snemma.
Megi fjölskylda og vinir Kristjáns
halda þessu brosi lifandi í hjarta sínu
að eilífu. Amma Ella sendir alla sína
samúð norður til ykkar sem eigið um
hvað sárast að binda, þar sem hún
getur ekki verið við útförina sjálf.
Eitt er víst, hún verður hjá nöfnu
sinni í huganum.
Amma Elín og Trausti.
Frændi minn ljúfi og nafni er dá-
inn.
Mér leið eins og ég hefði verið
stunginn hnífi er mér var tjáð að
Diddi frændi minn hefði látist af slys-
förum og ég vonaði að mér hefði mis-
heyrst herfilega.
Þetta var því miður orðið og ég
starði sljóum augum til himins og
hvíslaði: „Guð minn, hvað ertu eig-
inlega að hugsa?“ Það veit víst eng-
inn því þetta var svo tilgangslaust,
ósanngjarnt og skelfilegt.
Hann féll frá í blóma lífsins, ekki
orðinn 29 ára og faðir þriggja ungra
barna. Verra getur það víst ekki orð-
ið.
Mér fannst ég alltaf eiga smá-
einkahlut í honum því ég hafði það
fyrir mig og gortaði af því þegar eng-
inn heyrði sem vissi betur að móðir
hans og systir mín hefði skírt hann í
höfuðið á mér og ég ætla að halda
það áfram sama hvað hver segir.
Við Diddi hittumst oft heima hjá
foreldrum hans, Systu systur minni
og Madda mági mínum, þar sem við
hjónin erum tíðir heimiliskettir.
Heimili þeirra hjóna er ævinlega
mannmargt og alltaf er hægt að
ganga að því sem vísu að hitta eitt
eða fleira af börnum þeirra þar og
barnabörnin oft fleiri en eitt og tvö.
Diddi var ötull við að hjálpa for-
eldrum sínum og launa þeim þannig
allt barnapassið. Pabbi hans gat allt-
af reitt sig á að fá aðstoð sonar síns
við lagfæringar og nýsmíði þegar
þess þurfti og var þar ekki í kot vísað
með þessa líkamsburði sem hann
hafði.
Hann var með eindæmum dugleg-
ur til allrar vinnu, ég veit að hann
vann erfiða vinnu og mikla en þessi
sterki skrokkur virtist samt alltaf
eiga nóg eftir til að rétta öðrum
hjálparhönd þótt vinnudagurinn
væri oftast langur og strangur.
Við áttum óvænt tveggja manna
tal í október sl. er við fengum okkur
kaffi saman í Esso-skálanum á Húsa-
vík, ég var þar á gegnumkeyrslu
vegna starfs míns og var að taka olíu
þegar heyrðist kallað glaðlega: „Þú
ert nú alveg blindur og heyrnarlaus,
ég er búinn að vera að flauta á þig og
þú tekur ekki eftir neinu, á ég að
þurfa að setja á þig loftflauturnar?“
Og þarna sat nafni við stýrið á vöru-
flutningabíl, svo stórum að hann virt-
ist aldrei ætla að enda, og var býsna
sposkur á svipinn.
Við áttum síðan notalega stund frá
erli dagsins og ræddum sameiginlegt
áhugamál okkar beggja, stóra bíla.
Margar góðar minningar á ég um
frænda minn, og minningin um hann
mun ylja okkur öllum, minningin um
drenginn góða sem alltaf var síbros-
andi, sem færði okkur birtu og gleði
með nærveru sinni og lífsgleði.
Elsku Ella, Sibba, Helga og Gunn-
ar, guð gefi ykkur styrk til að sigra
sorgina og missinn, og elsku Systa og
Maddi, Vala, Baddi og þið hin systk-
inin sem eruð ekki á Akureyri, guð
blessi ykkur og gefi ykkur aftur gleði
að lokum.
Þú skildir eftir ljós,
sem aldrei slokknar.
Ljós sem lýsir dapra daga.
Það lýsir sporin þín,
spor drengsins ljúfa
ljós minninganna.
Þú skildir eftir ljós.
Kristján Gunnarsson
og fjölskylda.
✝ Ársæll Eyleifs-son fæddist á
Akranesi 6. mars
1929. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 2. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans, bæði frá Akra-
nesi, voru Sigríður
Sigmundsdóttir, hús-
móðir frá Ívarshús-
um, f. 19.5. 1900, d.
19.3. 1972, og Eyleif-
ur Ísaksson, skip-
stjóri frá Dalsmynni,
f. 27.9. 1892, d. 19.7.
1976. Ársæll ólst upp
í stórum systkinahópi að Lög-
bergi á Akranesi. Systkini hans
eru: 1) Guðmundur, f. 3.3. 1919, d.
19.8. 1974. 2) Ísak, f. 5.2. 1923, d.
31.10. 1991. 3) Viggó, f.
10.8.1925, d. 1.5. 1950. 4) Ingileif,
f. 26.1 1928, d. 12.3. 1990. 5)
Oddný, f. 27.10. 1931, búsett í
Danmörku. 6) Einar, f. 9.2. 1933,
d. 8.9. 1984. 7) Jóhannes, f. 19.1.
1944, búsettur á Akranesi
Auk þeirra ólst upp á Lögbergi
systursonur Ársæls, Eyleifur
Hafsteinsson, f. 31.5. 1947, bú-
settur á Akranesi.
Hinn 29. desember 1957 kvænt-
ist Ársæll eftirlifandi eiginkonu
sinni, Erlu Sigríði Hansdóttir, f.
19.9. 1938 , frá Akrakoti í Innri-
Akraneshreppi. Fósturforeldrar
hennar voru Ólafía
Guðrún Björnsdóttir
og Ellert Jónsson.
Börn þeirra eru 1)
Ólafía Guðrún, f.
11.11. 1956, maki
Sigfús Þór Elíasson.
Börn hennar eru Ár-
sæll Þór, f. 1973, í
sambúð með Ka-
millu Sveinsdóttur,
hennar sonur er
Arnar Freyr; Engil-
bert, f. 1978, í sam-
búð með Fanneyju
Gunnlaugsdóttur;
Eyþór, f. 1982; Elías
Þór, f. 1988; og Sævar Þór, f.
1992. 2) Ellert, f. 2.12. 1957, maki
Gunilla Kolm. Synir hans eru Joh-
an Erik, f. 1988, og Emil Linus, f.
1990. 3) Edda Björk, f. 12.8. 1959,
maki Ólafur Sigurðsson. Hennar
börn eru Erla Björk, f. 1986, Ro-
bert, f. 1992, og María Rún, f.
1996. 4) Gunnar Ársæll, f. 12.2.
1973.
Ársæll byrjaði ungur að stunda
sjóróðra með föður sínum og var
sjómaður frá Akranesi alla sína
ævi. Lengi stundaði hann eigin
trilluútgerð. Síðasta aldarfjórð-
unginn starfaði hann á Akraborg-
inni þar til hún hætti ferðum.
Útför Ársæls fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku afi minn, ég á eftir að
sakna þín mikið og allra þeirra
góðu stunda sem við áttum saman
þegar ég kom í heimsókn til þín og
ömmu uppá Akranes. Það verður
öðruvísi núna næstu sumur þegar
ég kem á Skagann og þú ert ekki
þar. Þú varst orðinn svo veikur og
ég fékk alltaf sting í hjartað við að
sjá þig, en ég veit að þú ert kominn
á betri stað þar sem þér líður betur.
En minningin um þig mun alltaf lifa
með mér.
Ég kveð þig í bili, elsku afi minn,
og þakka fyrir allar stundirnar sem
ég var svo lánsamur að fá að eiga
með þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Eyþór.
Afi minn, þú sagðir mér að það
gæti komið að þessum degi en áfall-
ið varð mér samt ofboðslega mikið,
ég fann það að ég gat ekki und-
irbúið mig fyrir þessa skilnaðar-
stund.
Ég er í dag ofboðslega dapur en
samt er það léttir að þú skulir nú
vera laus við þennan sjúkdóm sem
reyndist þér svo erfiður. Ég er dap-
ur yfir því að geta ekki heimsótt þig
aftur, fá ekki að tala við þig og finna
hlýju þína. En mest sakna ég þess
þó að vera ekki lengur kallaður Alli
hu, sem þú einn kallaðir mig svo oft
og brostir. Hjá þér og ömmu leið
mér alltaf svo vel. Góður Guð, viltu
passa og styrkja hana ömmu. Þegar
ég var að keppa í sundi vissu allir
hver Alli afi var, jú, hann var kall-
inn með video-vélina á öllum sund-
mótunum og hvatti mig og Gunna
áfram. Það varst þú sem kenndir
mér að kasta með veiðistöng og
smitaðir mig af veiðibakteríunni
sem einkenndi allt þitt líf.
Ég á svo margar góðar og
skemmtilegar minningar með þér
sem fylgja mér alla tíð.
Þegar ég heimsótti þig, afi, á
mánudaginn spjölluðum við lengi
um allt og þú spurðir eins og alltaf
um Kamillu, Arnar Frey og Bósa
og hvernig við hefðum það, þú vildir
okkur alltaf svo vel. Skrítið að
hugsa til þess að þetta voru okkar
seinustu samræður.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þín nótt.
Þig umvefi blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi afa minn.
Þinn
Ársæll Þór.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, elsku „tattoo“ afi.
Þinn
Arnar Freyr.
ÁRSÆLL
EYLEIFSSON
Fleiri minningargreinar um Ár-
sæl Eyleifsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
-
.2 .>
9D8
-
% +
"
00
+( $'
( $$! -- .0 $'
20' $$! -'+$"$'
! 5
*
. 4@.(4. .
*
00
@! <&$'
% $$!
! 5
,
)
)
!
""
!
*
*
.=1 .
542(;
,>==
' -$E
-
% +
06 &!
6#%&0$$!
@&+(56#%&0$'
6#%&0$'
6#%&0$$! # $ . '
.
F#5=#!$ -$$!
-
F#5=#!$ -$$!
4 ,+$!6#%&05
-
*
*
( 2(;4(7
5GH2.
#+I9
-
% +
7
08
0223
'+$- $' 20'$ ( $$!
)$ ( !"'+$5
-
);@.2 .
3 - 0
2'
9
(
00
- ) '
-'
! 5
*
*
(21( (
,>==(
&
30
C
:
" ; *
03
'
#(
08
0223
<&$$! '+$$ $'
+ $<&$'
-&") $!
@ A <&$' .'A$$!
! 5
;*
"
=4( "24(
&; 0 $ 0
2
.
/
7
)
8
'
0<
0433
$ ! '$
$ #$& 5