Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 31
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 31
AÐ LESA er að sjá,“ segirdr. Jeffrey D. Wilhelm,prófessor við Háskólann íMaine í Bandaríkjunum.
„Ekki er nóg að börn þekki stafina og
stauti sig áfram í gegnum texta þar til
þau ná þeim hraða sem til er ætlast,
heldur verður á markvissan hátt að
kenna börnum að lesa.“
Dr. Wilhelm segir að þegar nem-
endur komist í efri bekki grunnskóla
aukist kröfur til þeirra um lestrar-
hæfni með þyngri og flóknari við-
fangsefnum í náminu. „Sú hæfni
þróast ekki endilega af sjálfu sér;
mikilvægt er að átta sig á því og
leggja áhersluna meira á hvernig á að
lesa en hvað eigi að lesa.“
Dvínandi áhugi á lestri?
Dr. Wilhelm heimsótti Ísland ný-
lega og hélt fyrirlestur um læsi og
áhugahvöt í lestri í Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur. Hann hefur unnið
kennslurannsóknir um lestur og læsi
og hefur m.a. leitast við að svara því
hvernig lestrarferli áhugasamra les-
enda sé háttað, hvað það sé við hefð-
bundna kennslu sem orsaki náms-
leiða hjá sumum ungum lesendum og
hvernig auka megi áhuga nemenda á
lestri og námi.
Hann hefur gefið út bók um þetta
efni: You Got To BE the Book og eru
tvær nýjar væntanlegar á þessu ári,
sú fyrri nú um miðjan mars sem ber
nafnið Strategic Reading, Guiding
Students to Lifelong Literacy, 6–12. Í
henni leggur hann áherslu á mikil-
vægi þess að læra hvernig á að læra
og bendir á að þannig geti nemendur
orðið virkir í eigin menntun og hluti af
skólasamfélagi virkra nemenda.
Fram kom í máli dr. Wilhelm að
læsi og áhugi á lestri færi þverrandi í
Bandaríkjunum og víðar í menntuð-
um þjóðfélögum. Hann bendir á að
hugsanlega sé gömlum kennsluað-
ferðum um að kenna að miklu leyti,
þar sem nemendum er sagt að lesa
bók og segja síðan frá innihaldi henn-
ar, oft án þess að þau geri sér grein
fyrir hvers vegna þau séu að lesa
hana og hvað þau komi til með að nota
úr henni.
Hann segir að í efri bekkjum
grunnskóla dvíni lestrarhæfni nem-
enda. Ástæðuna telur hann vera að
börnum sé ekki markvisst kennt að
taka á flóknari þáttum í lestri sem
fylgja þyngra lesefni og hækkandi
aldri. Mörg börn eru föst í því að sjá
og skynja á mjög einfaldan hátt eða á
þann hátt sem þau lærðu að lesa í
upphafi og ná ekki að þroskast sem
lesendur. Ekki sé sjálfgefið að ung
börn skilji tilgang eða viti hvers
vegna þau séu að læra ákveðna hluti
eða lesa ákveðnar bækur.
„Í skólanum fá þau viðfangsefni,
t.d. að lesa bók eða sögu, án þess að
vera sagt fyrirfram hvað þau eigi að
gera með það eða út frá hvaða sjón-
arhorni þau eigi að lesa. Ef lestrar-
efnið er þeim ókunnugt áður en þau
hefjast handa er gefið mál að þeim
gengur flestum erfiðlega að skilja
efnið sem nær yfir hugtök og hluti
sem þau þekkja ekki og hafa ekki
fengið neina innsýn í. Til þess að auka
bæði áhuga og skilning á lesefninu
væri æskilegt að fara yfir það í gróf-
um dráttum áður en textinn er lesinn
og sýna þeim að það er hægt að nálg-
ast efnið á mismunandi hátt, þannig
að þau átti sig á því hvað á að sækja í
textann og hvernig á að nota það,“
segir Wilhelm.
„Munurinn á lestrarhesti og þeim
sem engan áhuga hefur á lestri felst í
því að sá sem les mikið sér það sem
hann les og eins og hverfur inn í at-
burðarásina. Hann les milli línanna
og dregur eigin ályktanir út frá því
sem hann les. Hann er virkur þátttak-
andi í að skapa merkingu textans. Í
öllum textum eru eyður sem lesand-
inn verður að geta fyllt inn í sjálfur til
að textinn öðlist einhverja merkingu
fyrir honum. Lesandi sem ekki getur
fyllt inn í eyðurnar nær engri ánægju
út úr lestrinum og upplifir textann að-
eins sem röð orða án merkingar, eða
lestraryfirferð frá A til B. Hann hefur
ekki hæfni til þess að sjá eða lifa sig
inn í atburðarásina. Hann getur oft
ekki svarað spurningum um lesefnið
sem krefjast óbeinna svara heldur er
hann bundinn við að svara spurning-
um sem hafa beina tilvitnun í orðin
sem hann hefur lesið,“ segir Wilhelm.
Áhuginn á efninu ræður miklu
Í fyrirlestri sínum kom dr. Wilhelm
inn á það að mörg börn skilja ekki
hvers vegna þau eru að læra. Þannig
upplifa þau mörg hver bæði skólann
og námið. Þau verða að vera í skóla að
læra og eru sífellt að nema námsefni
sem aðrir hafa skrifað. Þau fá sjaldan
tækifæri til þess að gagnrýna á eigin
hátt eða vinna efnið út frá því hvort
þau séu sammála höfundinum eða
hafi sjálf eitthvað til málanna að
leggja eða möguleika á að nota efnið
til hliðar við eitthvað sem þau hafa
sjálf áhuga á. Hann segir hæfni barna
til náms markast af áhuga þeirra á
efninu eða áhuga á nálguninni á efn-
inu.
Dr. Wilhelm leggur áherslu á að
kennarar hjálpi nemendum að temja
sér lestrarvenjur sem gera þeim
kleift að fylla í eyður textans. Fyrstu
skrefin í þá átt gætu falist í því að
kynna baksvið textans, hvenær hann
er skrifaður, af hverjum og í hvaða til-
gangi. Síðan þarf að tengja við eitt-
hvað sem nemandinn þegar þekkir,
eða kynna honum baksviðið þannig að
hann hafi eitthvað við að tengja. Þá er
mikilvægt að hvetja nemandann til að
byggja sögusviðið, sjá fyrir sér mynd-
rænt þær aðstæður sem textinn
fjallar um. Ritmálið bregður gjarnan
upp einhverri mynd af aðstæðum, en
ímyndunaraflið þarf að taka við og
fylla inn í eyðurnar.
Í þessu samhengi má nýta mögu-
leika myndrænnar framsetningar
hvers konar eða fá nemandann til að
teikna sögusvið textans. Mikilvægt er
að hvetja nemandann til að lifa sig inn
í persónur eða frásögn. Til að auð-
velda slíka innlifun má nýta leikræna
tjáningu og hvers konar leikræna út-
færslu. Loks getur verið gagnlegt að
fá nemendur til að máta sjálfa sig við
aðstæðurnar sem textinn lýsir, spyrja
sig hvernig þeir myndu bregðast við í
sporum sögupersónunnar og velta
fyrir sér möguleikum. Allt þetta eru
leiðir til að hjálpa nemendum til að
lifa lestrarefnið, gera lesturinn að lif-
andi reynslu sem snertir lesandann.
Þegar lesa ætti bók með nemend-
um í skóla sagði dr. Wilhelm að gott
sé að leggja þrjár spurningar til
grundvallar. 1. Hvað vitum við um
það efni sem bókin eða textinn tekur
fyrir? 2. Hvað langar okkur að vita? 3.
Hvað vitum við nú sem við vissum
ekki fyrir? Allar þessar spurningar
ættu að vera hvati að umræðu um
reynslu hvers og eins í víðastri merk-
ingu, en ekki miða að einu afmörkuðu
svari. „Vandamálið sem við stöndum
frammi fyrir er að kennarinn kennir
ekki nemendum að lesa á áhugaverð-
an og árangursríkan hátt, heldur tíð-
kast það enn að nemendur fá fyrir-
mæli um að lesa og endursegja. Málið
er að nemandinn þarf að bregða sér
inn í bókina,“ segir dr. Jeffrey Wil-
helm.
Lestur/ Hvað er læsi? Dr. Jeffrey D. Wilhelm leggur áherslu á að kennarar hjálpi nemendum að temja sér lestr-
arvenjur sem gera þeim kleift að fylla í eyður textans. Anna Ingólfsdóttir spurði hann um aðferðir til að gera
lestur nemenda að lifandi reynslu sem snertir manneskjuna í þeim. Hvernig er gefandi lestur?
Lesandinn bregð-
ur sér inn í efnið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvað vitum við um efni textans? Hvað langar okkur að vita? Hvað vitum
við nú sem við vissum ekki fyrir? spyr Jeffrey D. Wilhelm.
Lestrarhestur les milli línanna og
dregur eigin ályktanir.
Sá sem ekki fyllir í eyður textans
nýtur ekki lestursins.
SKAPA heilsueflandi umhverfi
til vinnu og náms, m.t.t. bygg-
inga, leikvalla, matstofa og ör-
yggis.
Efla ábyrgð einstaklinga,
fjölskyldu og samfélagsins á
eigin heilsu.
Hvetja til heilbrigðra lífs-
hátta með raunhæfum og að-
laðandi valkostum fyrir nem-
endur og starfslið.
Gera nemendum kleift að
nýta líkamlega, andlega og
félagslega getu sína og auka
sjálfsvirðingu þeirra.
Setja skýr markmið heilsu-
eflingar og öruggs umhverfis
fyrir alla í skólanum, nemendur
og fullorðna.
Ala á góðum samskiptum
nemenda og kennara og bæta
tengsl milli skóla, heimila og
sveitarfélags.
Kanna styrkleika og úrræði
samfélagsins til að styðja að-
gerðir til bættrar heilsu.
Skipuleggja samfellda nám-
skrá í heilbrigðisfræðslu með
virkri þátttöku nemenda.
Bæta þekkingu og hæfileika
nemenda til að geta tekið
ábyrga afstöðu um eigin heilsu
og til að vernda og bæta um-
hverfi sitt.
Nýta sér skólaheilsugæslu út
frá sem víðustu sjónarhorni og
nýta sér möguleika hennar til
að kenna nemendum að nýta
sér heilbrigðisþjónustuna á
sem hagkvæmastan hátt.
Heilsuefling
SNÆLANDSSKÓLI, sem er heild-
stæður grunnskóli, er einn af fleiri
skólum í Kópavogi sem tekur þátt í
verkefninu Heilsuefling í skólum.
Verkefnið er liður í samstarfi Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar, Evrópuráðsins og Evrópu-
sambandsins. Fjörutíu lönd í
Evrópu taka þátt í verkefninu, sem
nefnist „European Network of
Health Promoting Schools“, og
varð Ísland formlegur þátttakandi í
maí 1999.
Á fyrstu ráðstefnunni sem haldin
var um heilsueflingu á vegum Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar í Ottawa, Kanada, árið 1986
var heilsuefling skilgreind sem
„ferli sem auðveldar fólki að hafa
vald á og auka við eigið heilbrigði
og samfélagsins“. (Samantekt um
Heilsueflingu í skólum – nóv. 1999.)
Þátttaka Snælandsskóla í verk-
efninu miðar að því að andleg og
líkamleg líðan nemenda sé sem best
í skólanum og er verkefnið unnið
undir heitinu: Betri skóli – bætt líð-
an. Fólkið sem verkefnið nær til
eru: nemendur, kennarar og starfs-
fólk skólans, foreldrar, heilsugæsla
og sveitarstjórn, eða allir sem
tengjast skólasamfélagi barnanna á
einhvern hátt. Snælandsskóli er
annar tveggja grunnskóla í Kópa-
vogi sem aðild eiga að þessu verk-
efni, auk eins leikskóla og Mennta-
skólans í Kópavogi.
Gert er ráð fyrir að börn sem eru
í leikskóla sem tekur þátt í verkefn-
inu eigi möguleika á að fara síðan í
heilsueflandi grunnskóla og þaðan
inn í menntaskóla sem er þátttak-
andi í sama verkefni. Þannig er
reynt að vinna að því að nemendur
geti stundað skóla í heilsueflandi
samfélagi allt frá því þau byrja í
leikskóla.
Hanna Hjartardóttir, skólastjóri
Snælandsskóla, segir verkefnið
einnig vera sjálfsmatsverkefni á
skólasamfélaginu í heild. Það komi
til með að gefa þátttakendum tæki-
færi á að skoða hvernig öllum sam-
skiptum er háttað og hvað megi
betur fara.
Hún segir verkefnastjórnunina
byggjast á svokallaðri „action-
planing“- eða „communiti-planing“-
aðferð sem byggir á því að fá alla
þátttakendur verkefnisins til þess
að segja sinn hug um hvað betur
megi fara í starfinu og umhverfi
þess og koma með eigin hugmyndir
að lausnum.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir ráð-
gjafi hefur unnið með þessa aðferð
sem þróuð hefur verið í Bretlandi.
Sigurborg stýrði fyrst fundi með
öllu starfsfólki skólans og þar á eft-
ir þjálfaði hún kennara til þess að
nota tæknina sem aðferðin byggir
á, til þess að halda fundi með nem-
endum. Að lokum var sams konar
fundur með foreldrum.
Allir þátttakendur í verkefninu
hafa jafna möguleika á að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri og
enginn þarf að óttast það að þurfa
að halda ræðu eða tjá sig með orð-
um við það að koma hugmynd sinni
áfram, heldur eru allar hugmyndir
skrifaðar niður á nafnlausa gula
miða.
Á þessa gulu miða skrifar fólk
niður það sem það telur vera vanda-
mál í stöðunni, þarnæst drauma um
hvað betur megi fara og síðast hug-
myndir að lausnum.
Allar hugmyndir eru síðan skráð-
ar inn í tölvu og er svo skipaður
samráðshópur sem samanstendur
af fulltrúum allra úr skólasamfélag-
inu til þess að flokka hugmyndir og
forgangsraða. Hanna telur að verk-
efnið muni efla samskipti milli nem-
endanna sjálfra, milli nemenda og
kennara, milli kennara og foreldra
og einnig milli heimila og skóla.
Hún segir það jafnframt vera til
skoðunar að leggja meiri áherslu á
samskipti milli yngstu og elstu nem-
enda og hvernig hægt sé að fá eldri
nemendur til þess að koma inn sem
stuðnings- og ábyrgðaraðilar að
einhverju leyti yngri nemenda.
Hanna bendir á að verkefnið sé
ekki eitthvert skyndiátak sem nái
yfir stuttan tíma, heldur sé það
hugsað til langframa. „Við höfum
haldið fyrsta vinnufund til þess að
forgangsraða því sem betur má
fara og skoða þær hugmyndir sem
fram komu um úrbætur. Það sem
brýnt þykir að vinna nú eru t.d. úti-
aðstæður í frímínútum og einnig
eru uppi hugmyndir um að breyta
lengd og skipulagi frímínútna,“
segir Hanna. Hún segir einnig mjög
ofarlega á verkefnalistanum að
bæta mataraðstöðu nemenda. Mat-
sal vanti í Snælandsskóla og meira
eldhúsrými til þess að geta boðið
nemendum upp á heitan mat í há-
deginu eins og stefnt sé að.
Betri líðan nemenda
Morgunblaðið/Ásdís
Barnið á að geta verið í heilsuleikskóla, -grunnskóla og -menntaskóla.