Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 1
60. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. MARS 2001 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og eiginkona hans, Nane, heimsækja afganska stúlknaskólann í Shamshato- flóttamannabúðunum skammt frá borginni Pershawar í Pakistan, við afgönsku landamærin. Annan og fylgdarlið hans var á ferð í búðunum í gær en þar búa mörg þúsund Afganar við skelfileg- ar aðstæður. Hét Annan því að fólk- inu yrði veitt aðstoð. „Vera mín hér ætti að vera ykkur staðfesting á því að alþjóðasamfélagið hefur ekki gleymt ykkur og þið eigið vini,“ sagði Annan við flóttafólkið. Um 70 þúsund manns hafa hafst við í plasttjöldum og illa gerðum timburskýlum síðan í byrjun janú- ar. Í öðrum flóttamannabúðum sem komið var upp í Pakistan eftir inn- rás Sovétríkjanna í Afganistan 1979 búa um 1,2 milljónir Afgana og segjast pakistönsk yfirvöld ekki hafa tök á að koma upp fleiri búð- um. Þegar innrásin í Afganistan stóð sem hæst flúðu fimm milljónir Afgana til Pakistans og tvær millj- ónir til Írans. Reuters Annan lofar hjálp Shamshatoo í Pakistan. AP, Reuters. LEIÐTOGAR albanskra skæruliða undirrituðu í gær tímabundið vopnahlé við Júgóslavíustjórn en átökin milli þeirra í suðurhluta Ser- bíu hafa staðið í rúmt ár. Stjórn- völd í Belgrad og Atlantshafs- bandalagið (NATO) komust enn fremur að samkomulagi sem miðar að því að flæma albanska skæruliða frá svæðum við landamæri Maked- óníu. Samningsundirritunin var mikill sigur fyrir NATO sem sér um öryggisgæslu í Kosovo. „Þetta er mikið framfaraskref ... allt ferlið er nú á réttri leið,“ sagði sendi- fulltrúi NATO á Balkanskaga, Pet- er Feith, eftir að skæruliðar höfðu skrifað undir samninginn í víg- stöðvum sínum í Konculj á hlut- lausa svæðinu. Samkomulagið í gær var árangur af erindisrekstri Feiths alla helgina á milli deiluaðila en júgó- slavnesk stjórnvöld neituðu að ræða beint við skæruliðana sem þau nefndu „hryðjuverkamenn“. Ef alþjóðlegir eftirlitsmenn telja eftir viku að báðir aðilar hafi virt vopnahléið munu deiluaðilar hefja viðræður um framtíð héraðsins. Nokkru áður en tilkynnt var um vopnahléssamninginn hafði NATO gert samkomulag við Júgóslava um að serbneskir landamæraverðir og lögreglumenn fengju að fara inn á 25 ferkílómetra svæði í Presevodal sem liggur að makedónísku landa- mærunum. Að sögn talsmanns NATO verður Serbunum óheimilt að nota brynvarða bíla á svæðinu, þar sem albanskir skæruliðar hafa staðið fyrir árásum. Serbum hefur verið meinað að fara með her um svæðið við landa- mærin síðan NATO setti slíkt bann 1999. Carlo Cabigiosu, yfirmaður friðargæslusveitanna, KFOR, á svæðinu, tilkynnti í gær að serb- nesku lögreglumennirnir fengju að fara til Presevo „á næstu dögum,“ en tók fram að umsvif þeirra þar væru ströngum skilyrðum háð. Samið um viku vopnahlé Konculj, Merdare. AFP, AP. Horfur á að átökunum í Serbíu linni ÍSRAELSKIR hermenn skutu til bana í gær palestínskan mann og beittu táragasi gegn grjótkasti þeg- ar kom til átaka við vígi sem herinn reisti til að setja borgina Ramallah á Vesturbakkanum í herkví. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, lýsti því yfir nokkru síðar að Ísraelar myndu opna leiðir til fjögurra annarra borga á Vesturbakkanum en þær voru settar í herkví þegar Palestínu- menn hófu uppreisn fyrir fimm mán- uðum í kjölfar þess að friðarumleit- anir fóru út um þúfur. Ramallah yrði áfram í herkví. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að gæsla um borgina hefði verið hert eftir að Ísraelar hefðu komist á snoðir um að hópur Palestínumanna hefði lagt á ráðin um sprengjutilræði við Ísraela. Sharon kynnti í gær fyrir ríkis- stjórn sinni fimm grundvallarreglur í viðureigninni við Palestíumenn og hét því að hefja ekki friðarumleitanir á ný fyrr en lát yrði á uppreisn Pal- estínumanna. Að minnsta kosti 343 Palestínumenn, 65 Ísraelar og 13 ísraelskir arabar hafa látið lífið í átökum sem blossuðu upp í septem- ber sl. eftir að friðarviðræður sigldu í strand. Þetta var í fyrsta sinn sem öll stjórn Sharons kemur saman eftir að hann tók við völdum í síðustu viku. Sagði hann það forgangsverkefni hjá sér að veita Ísraelum öryggi en það hefði þá skort frá því uppreisnin hófst. Sharon sagði enn fremur að hann hygðist gæta þess vandlega að Pal- estínumenn myndu ekki með ofbeldi herja út eftirgjöf af hálfu Ísraela í friðarumleitunum og hann myndi heldur ekki leyfa það að átökin breiddust út á alþjóðlegan vettvang eða bærust til nágrannaríkjanna. Fulltrúi forsætisráðherrans sagði í gær að fimmta grundvallarregla Sharons væri að grípa hvert tæki- færi sem gæfist til friðarviðræðna en einungis þegar friður væri aftur kominn á. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Arababandalagsins, sem sitja á fundi í Kaíró, fóru í gær fram á það að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi tafarlaust saman til að ræða hvernig hægt væri að veita Palestínumönn- um alþjóðlega vernd á Vesturbakk- anum og Gaza vegna „siðlausra“ að- gerða Ísraela. Þeir hafa verið gagnrýndir harðlega á alþjóðavett- vangi fyrir að loka svæðum Palest- ínumanna eftir að uppreisnin hófst. Helsti ráðgjafi Sharons sagði á sunnudaginn að ekki gæti orðið af fundi þeirra Sharons og Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, fyrr en ofbeldisað- gerðum yrði hætt. „Það voru mér vonbrigði að Arafat skyldi ekki í ræðu sinni í gær hvetja til þess að látið verði af aðgerðum,“ sagði Sharon í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Palestínska forsætisembættið brást við gagnrýni á ræðu Arafats, sem hann hélt á þingi Palestínu- manna á laugardag, með því að segja að gagnrýnin væri sönnun þess að Ísraelar vildu ekki frið. Aflétta ferðabanni á Vesturbakkanum Ramallah þó áfram í herkví Jerúsalem. Reuters, AFP. MIKIL lækkun varð á Nasdaq- hlutabréfavísitölunni í Bandaríkj- unum í gær, að því er New York Times greindi frá, og nam rúmum sex prósentum. Við lokun í gær var vísitalan undir tvö þúsund stigum í fyrsta sinn síðan í desember 1998. Dow Jones-vísitalan lækkaði einnig um fjögur prósent. Þá hrundi gengi hlutabréfa í sænska símafyrirtækinu Ericsson á markaði í Stokkhólmi í gær í kjölfar afkomuviðvörunar frá félaginu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Minnkaði markaðsvirði fyrirtækisins um sem svarar 1.170 milljörðum íslenskra króna í gær, að því er Dagens Nyheter greindi frá. Ericsson tilkynnti að búist væri við fjögurra til fimm milljarða sænskra króna tapi á rekstrinum á fyrsta fjórðungi þessa árs. Áður hafði því verið spáð að fyrirtækið kæmi út á sléttu. Dagens Nyheter reiknar út, að gengislækkunin á hlutabréfunum samsvari því, að 130 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar um 1.170 milljörðum íslenskra króna, af markaðsverðmæti Ericssons hafi gufað upp síðdegis í gær og hafi verðmæti fyrirtækisins lækkað úr 640 milljörðum í 510 milljarða. Mikil lækkun á Nasdaq GRUNUR leikur á að gin- og klaufa- veikitilfelli sé komið upp í hjörð 113 kúa á búi í Norðvestur-Frakklandi, að því er staðaryfirvöld greindu frá í gær. Hefðu sex kýr greinst með ein- kenni sjúkdómsins. Þeim hefði öllum verið slátrað og farga átti allri hjörð- inni í gærkvöldi og nótt. Rannsókn- arniðurstaða er að vænta í dag. Gin- og klaufaveiki hefur breiðst út eins og eldur í sinu á Bretlandi síðan hún kom þar upp í síðasta mán- uði. Enn hafa engin staðfest tilfelli komið upp á meginlandi Evrópu. Landbúnaðarráðherra Írlands, Joe Walsh, neitaði í gær að taka undir harkalega gagnrýni aðstoðarráð- herra í írsku stjórninni á hendur Bretum fyrir meint slæleg viðbrögð við útbreiðslu sjúkdómsins. Kvaðst Walsh treysta því að bresk yfirvöld hefðu gert hvað þau gætu til að fást við faraldurinn. Hugh Byrne, náttúruauðlindaráð- herra Írlands, sendi Bretum heift- arlega tóninn um helgina og sagði viðbrögð þeirra við útbreiðslu veik- innar hafa verið slæleg. Sagði hann Bretland vera „holdsveikisjúkling Evrópu“ og sakaði breska ráðherra um andvara- og ráðaleysi í viðureign sinni við faraldurinn. Gin- og klaufaveikin Grunur um tilfelli í Frakklandi París, London. Reuters. SPRENGJA, sem missti marks er henni var varpað úr banda- rískri orrustuþotu, varð fimm eða sex vestrænum hermönn- um að bana á æfingasvæði í Kúveit í gær. Fimm þeirra voru Bandaríkjamenn, einn var Nýsjálendingur en heimildum ber ekki saman um hvort fimm eða sex hermenn hafi fallið. Átta til tólf hermenn, þar á meðal tveir Kúveitar, særðust. Bandarískir varnarmála- fulltrúar sögðu að mennirnir hefðu verið að fylgjast með sprengjuæfingum í myrkri. Hefði atburðurinn orðið um klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma, eða um fjögur síð- degis að íslenskum tíma. Eng- an óbreyttan borgara hefði sak- að. Haft var eftir sjónarvotti að sprengja frá bandarískri F-18 þotu hefði misst marks. 5 féllu í Kúveit ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.