Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 22
ÚR VERINU 22 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fundarefni: Staða ríkissjóðs og framvinda efnahagsmála. Framsögumaður: Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Hvetjum alla Garðbæinga til að koma og taka þátt í umræðum um áhugavert málefni. Garðbæingar Þjóðmálafundur í kvöld, þriðjudaginn 13. mars kl. 20.30 Kirkjuhvoli í Garðabæ. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. frá kl. 11-17, sun. kl. 13-17 Til fermingargjafa Skrifborð - Skrifborðsstólar Kommóður - Bókahillur Fyrir fermingarveisluna Borðstofusett - Stök borð og stólar Gömul dönsk postulínsstell ÚTLIT er fyrir að rúmlega 50.000 til 150.000 tonn brenni inni af loðnu- kvótanum komi til verkfalls sjó- manna á fiskiskipaflotanum sem boðað hefur verið þann 15. mars nk. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva höfðu í gær borist á land rúm 555.000 tonn af loðnu frá áramótum og samanlagt rúm 681.000 tonn á vertíðinni. Í gær voru því um 137.000 þúsund tonn eft- ir af heildarkvótanum. Hafrann- sóknastofnun hefur hins vegar lagt til aukningu loðnukvótans um 100.000 tonn. Stjórnvöld eiga hins vegar eftir að taka ákvörðun um það hvort kvótinn verði aukinn, en slíka ákvörðun þarf að kynna þeim þjóð- um, sem nýta loðnustofninn með okkur, Norðmönnum og Evrópu- sambandinu fyrir hönd Grænlend- inga. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflot- anum kemur til framkvæmda á mið- nætti aðfaranótt föstudagsins verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Mjög góð veiði var á loðnumiðunum undan Þjórsárósum um helgina en öllu tregari veiði á miðunum fyrir austan land. Þannig komu á land rúm 50 þúsund tonn af loðnu frá föstudegi til sunnudags, samkvæmt tilkynningu Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Sé miðað við að loðnuskipa- flotinn beri á land um 20 þúsund tonn á sólarhring er ljóst að ekki næst að veiða útgefinn loðnukvóta fyrir verkfallið. Hjalti Einarsson, stýrimaður á Faxa RE, sagði í samtalið við Morg- unblaðið í gær að enn væri mokveiði úr vesturgöngunni en skipið var í gær á leið í Neskaupstað með full- fermi, rúm 1.400 tonn. Aflinn fékkst í fjórum köstum. „Þetta voru þéttar torfur, alveg upp við yfirborð. Þessi loðna er komin alveg að hrygningu en ég á von á að það náist að vinna hrogn úr þessum farmi,“ sagði Hjalti. Mest hefur borist af loðnu til Hraðfrystihúss Eskifjarðar frá ára- mótum eða rúm 66.500 tonn. Tæpum 54 þúsund tonnum hefur verið land- að hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað og tæpum 42 þúsund tonn- um hjá Samherja hf. í Grindavík, rúmu 41 þúsund tonni hjá SR-mjöli á Seyðisfirði og um 40.500 tonnum hjá HB hf. á Akranesi. Minna fryst af Japansloðnu en vonir stóðu til Víða er nú verið að frysta loðnu og loðnuhrogn fyrir Japansmarkað. Loðnufrystingu er þó lokið á flestum stöðum vestanlands enda er loðnan þar nánast komin að hrygningu. Hinsvegar er enn verið að heilfrysta loðnu á nokkrum stöðum austan- lands, úr þeirri loðnu sem berst úr austangöngunni svokölluðu. Loðnan úr austangöngunni er þó misjafnlega hæf til frystingar á Japan, töluverð áta er í henni en það er þó mismun- andi eftir förmum. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hefur verið heilfryst af loðnu á Japansmarkað hérlendis á vertíðinni en þó má ljóst vera að magnið er mun minna en vonir stóðu til. Ótíð hamlaði veiðum þegar hrognfylling loðnunnar var hentug- ust fyrir Japan, auk þess sem áta hefur gert frystinguna erfiðari en ella. Auk þess hefur töluvert verið fryst af loðnu á markaði í Austur- Evrópu. Hrognvinnslan hefur hinsvegar gengið ágætlega frá því hún hófst en að sögn Steindórs Gunnarssonar, deildarstjóra hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, er ekki mikill mark- aður fyrir hrognin í Japan á þessu ári. Þar séu til miklar birgðir, enda mikið verið framleitt af hrognum hér á landi í fyrra. Vinnsla á loðnuhrogn- um fyrir Japansmarkað er nú víða hafin hjá framleiðendum austan- lands. Þannig hófst hrognafrysting á Japansmarkað hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar um helgina og að sögn Elfars Aðalsteinssonar, forstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, mun hrognavinnsla að öllum líkindum hefjast þar í dag. Þar er nú búið að heilfrysta um 200 tonn af loðnu á Japansmarkað og um 1.300 tonn á Rússlandsmarkað. Heilfrysting á loðnu fyrir Japans- markað er nú hafin af fullum krafti í Noregi. Talið er að þar sé nú búið að frysta hátt í 5.000 tonn. Loðnan í Noregi þykir stór og falleg og henta vel til frystinga á Japan. Ljósmynd/Snorri Snorrason Mokveiði var á loðnumiðunum undan Þjórsárósum í gær og var Faxi RE á leið til Neskaupstaðar með fullfermi. Allt að 150.000 tonn gætu brunnið inni Loðnukvótinn næst ekki komi til verkfalls sjómanna Ljósmynd/Þorgrímur Kjartansson Loðnuhrognavinnsla hófst hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar um helgina. SKIPVERJAR á írska ofurtogaran- um Atlantic Dawn, stærsta fiskiskipi í heimi, fullyrða að um 30% af afla skipsins sé hent og stundum meira. Skipið hefur að undanförnu verið að veiðum við vesturströnd Afríku en þar er brottkast á fiski bannað. Skipið landaði um 6.000 tonnum af frosnum uppsjávarfiski á Kanaríeyjum fyrir skömmu, að verðmæti ríflega 350 milljóna króna. Atlantic Dawn er nú að veiðum undan strönd Máritaníu og hefur ekki verið notuð hringnót við veiðarnar vegna þess hve fiskurinn er dreifður. Grunur leikur á að fiski sem skemm- ist vegna þrýstings í trollinu sé kastað aftur í hafið, að því er fram kemur í norska sjávarútvegsblaðinu Fisk- aren. Framkvæmdastjóri útgerðar Atlantic Dawn, Niall O’Gorman, vísar ásökununum hinsvegar á bug. 30% aflans hent?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.