Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞEGAR fylgst er með þeirri umræðu
sem fram fer í fjölmiðlum og í íslensk-
um stjórnmálum linnulítið um afstöð-
una til Evrópusambandsins fer ekki
hjá því að manni verði hugsað til síð-
ustu áratuganna fyrir endalok ís-
lenska þjóðveldisins. Ef við hugleið-
um málin og setjum samasemmerki
milli Evrópusambandsins í dag og
norska konungsvaldsins á þeim tím-
um hljótum við að sjá að sjálfstæði
okkar og fullveldi í dag fer sömu leið-
ina og þjóðveldið forðum, ef við gæt-
um ekki að því að vernda þau frels-
ishlunnindi sem eru okkar í dag.
Minnumst þess að það tók margar
aldir að vinna upp það sem glataðist
1262. Það fjöregg frelsis og manndáð-
ar sem lagt var í hendur okkar 1918
og 1944 verður að varðveita til fram-
tíðar. Minnumst ræðu Ólafs heitins
Þórðarsonar á alþingi við umræðuna
um EES-samninginn 5. nóv. 1992.
Hann sagði þar m.a. að stærri aðild-
arþjóðirnar gætu eflaust komist upp
með ýmislegt í Evrópusambandinu
en hinum smáu yrði haldið til laga og
það gilti um Ísland. Þjóðveldinu var
hætt þegar íslensku höfðingjarnir
fóru að sleikja sig upp við norska kon-
ungsvaldið. Við þekkjum hvaða dóm
þeir hafa fengið í sögunni sem þar
gengu lengst í þjónkuninni.
Hverjir eru í hlutverkum þeirra í
dag? Í eina tíð var ákveðin og skýr
skilgreining fyrir hendi á því hvað
væru landráð. Enginn ærlegur maður
vildi vera bendlaður við slíkt. Í dag
hinsvegar er eins og landráðatal sé
hið eðlilegasta umræðuefni og ekki
fær maður annað séð en að það sé í
gangi sterk innrætingarstefna fyrir
því að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið. Andi Gizurar Þorvaldssonar
virðist svífa yfir vötnum hér og þar.
Ýmis öfl reyna að fullvissa kjósendur í
þessu landi um það að það sé engin
önnur leið til fyrir Íslendinga en að
ganga í Evrópusambandið. Reynsla
Svía af þátttökunni í sambandinu
virðist því miður ekki ætla að verða ís-
lenskum ráðamönnum víti til varnað-
ar. Sá naumi meirihluti sem réð því að
Svíþjóð gekk þar inn er nú horfinn.
Fullljóst er líka að áróðurinn fyrir að-
ildinni var byggður í mörgu á blekk-
ingum. Stuðningurinn við aðildina er
af þessum og öðrum orsökum lítill nú
og virðist sem aðeins um þriðjungur
Svía horfi með hrifningu til Brussel í
dag. Íslendingar geta verið þess full-
vissir að hákarla-sjónarmiðin í Evr-
ópusambandinu beinast aðeins að því
að innlima Ísland vegna þess að
ágirnd ræður varðandi eitthvað sem
við eigum. Hvað skyldi það vera? Það
eru fiskimiðin okkar og umhverfis-
væn orka landsins sem skapar
græðgisblik í augum manna í valda-
pýramída Evrópusambandsins. Það
verður því reynt að klófesta okkur
með fagurgala og fyrirheitum og síð-
an eftir að gildran hefur lokast verður
okkur „haldið til laga“ hvað sem við
segjum. Gætum því að fjöregginu
okkar! Það er full þörf á því. Vonandi
verðum við Íslendingar færir um að
verja frelsi okkar og fullveldi á kom-
andi árum svo að bölvun ársins 1262
falli ekki yfir okkur með fullum þunga
á nýjan leik.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Gætum að fjöregginu
Frá Rúnari Kristjánssyni:
ÝMSIR íslenskufræðingar eru nú að
tala um að íslenskan megi ekki
staðna, hún verði að fá að taka breyt-
ingum og þróast eins og til dæmis
enskan, ritmálið sé dautt mál en tal-
málið sé lifandi og það þurfi að breyta
ritmálinu eftir framburði og beyging-
ar ætti helst að leggja niður til þess að
blessaðir nýbúarnir, óskabörn þjóð-
arinnar, eigi hægara með að læra ís-
lenskuna. Allt er þetta hin mesta vit-
leysa. Þær breytingar sem orðið hafa
á íslenskunni á síðustu árum eru ekki
framþróun, heldur afturför og afbök-
un á málinu, og að leggja niður beyg-
ingar væri afskræming á íslenskri
tungu. Í skólum þarf að gera meira af
því en gert er að kenna skýran fram-
burð og að ekki sé talað of hratt. Rit-
málið er ekki dautt, það er hið raun-
verulega rétta mál, og það á að kenna
börnum og unglingum að tala ná-
kvæmlega eins og það er skrifað. Ef
sum orð eru borin öðruvísi fram en
þau eru skrifuð þá eru þau bara vit-
laust borin fram og það þarf að leið-
rétta. Í gamla bændasamfélaginu
hélst málið að mestu óbreytt vegna
þess að þá voru börnin meira með
fullorðna fólkinu heldur en nú gerist
og þá lærðu þau málið af því, en í því
borgarsamfélagi sem nú ríkir eru
börnin meira saman og minna með
fullorðna fólkinu og læra því málið að
miklu leyti hvert af öðru og búa þá til
alls konar heimskuleg nýyrði og
breyta sumum orðum af því að þau
skilja ekki merkingu þeirra. Svo fer
fullorðna fólkið að taka sum þessara
orða eftir börnunum og þá festast þau
í málinu. Þannig smáafbakast málið
og spillist, en um framþróun er ekki
að ræða. Stundum eru í útvarpi og
sjónvarpi þættir þar sem ungt fólk
kemur fram og þar er talað þetta lif-
andi talmál sem málfræðingarnir eru
að dásama. Í eyrum gamalla sveita-
manna er þetta mál alveg hreinasta
hörmung, allt of hratt og þvoglulega
talað, svo að ógjörningur er fyrir
gamla heyrnarsljóa menn að skilja
hvað sagt er. Svo er stöfum sleppt úr
orðum, t.d. skilru en ekki skilurðu,
heyru og seiru en ekki heyrirðu og
segirðu. Svo eru alls konar orðskrípi
sem gamlir sveitamenn ekki skilja og
þar að auki alls konar enskuslettur
eins og vá og bæ, hei hei, bæ bæ og
fleira því líkt. Á þessu tungumáli er
Davíð Oddsson forsætisráðherra bor-
ið fram Daví osson forssiroroðra. Og
svo er sko sagt eftir hverri einustu
setningu nema þegar heldur er sagt
náttlea, semsat eða bara baulað aaaa.
Það kemur líka gömlum sveitamönn-
um afkáralega fyrir eyru þegar oft
heyrist í fjölmiðlum að beygingum er
sleppt, t.d. hann átti kærustu á Kúba,
en ekki Kúbu, eða hann fór til
Kalfornía, en ekki Kaliforníu, eða þá
Bræðurnir Ormsson, en þeirri
ambögu er stagast á mörgum sinnum
á dag og svo er þetta letrað með upp-
lýstum stöfum á háhýsi í Reykjavík.
Auðvitað hefðu málverndarmenn átt
að benda eigendum þessa fyrirtækis á
að þetta er ekki rétt mál og breyta því
í Bræður Ormssynir.
MAGNÚS ÞORSTEINSSON,
Vatnsnesi, Grímsnesi.
Málspjöll og latmæli
Frá Magnúsi Þorsteinssyni: