Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 17 Alvöru flotefni H ön nu n: G ís li B . Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 I Ð N A Ð A R G Ó L F Efni frá: ABS 147 ABS 147 ABS 154 ABS 316 Aðalfundur 2001 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 28. mars 2001 í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík og hefst kl. 16:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF TAP af rekstri Marel eftir skatta í fyrra nam 29 milljónum króna en ár- ið áður skilaði félagið 331 milljón í hagnað. Hagnaður Marel fyrir skatta í fyrra nam 235 milljónum króna á móti 490 milljónum árið 1999. Gjaldfærð viðskiptavild vegna kaupa Marel á þýska fyrirtækinu TVM Maschinenbau nam 169 millj- ónum króna en engin slík viðskipta- vild var gjaldfærð fyrir árið 1999. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði og skatta (EBIT) nam 310 millj- ónum króna, eða um 5,4% af rekstr- artekjum, sem er næstbesta niðurstaða frá upphafi. Fjárfesting- ar Marel og dótturfélaga þess námu alls 932 milljónum króna á árinu, mest í nýju húsnæði fyrir Carnitech a/s í Danmörku. Í tilkynningu Marel kemur fram að skilyrði útflutningsgreina hafi verið erfið á fyrri hluta ársins vegna hás raungengis krónunnar en fóru batnandi er líða tók á árið. Á miðju ári keypti Marel 50% hlut í franska fyrirtækinu Arbor Technologies SA en kaupverðið var 44 milljónir en kaupverð TVM Maschinenbau var 242 milljónir króna. Áhrifa þessara félaga í rekstrarreikningi Marel gætir ekki að öðru leyti en því að keypt viðskiptavild er afskrifuð að fullu. Aðalfundur Marel verður haldinn miðvikudaginn 21. mars og mun stjórn félagsins gera tillögu um að greiddur verði 10% arður af nafn- verði hlutabréfa til hluthafa vegna nýliðins árs. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningadeildar Búnaðar- bankans Verðbréfa, segir að afkoma Marel valdi verulegum vonbrigðum, enda sé hún langt undir spám mark- aðsaðila og áætlunum félagsins. „Það er mjög stutt síðan félagið birti áætlun um veltu og rekstrarhagnað ársins 2000 en það var í útboðslýs- ingu dagsettri 16. nóvember síðast- liðinn. Félagið hefur sett sér mark- mið um að vaxa að meðaltali a.m.k. um 15% á milli ára. Í útboðslýsing- unni kom fram að útlit væri fyrir að því takmarki yrði ekki náð árið 2000. Niðurstaðan varð 0,5% vöxtur á milli ára sem er töluvert undir verðlags- breytingum á tímabilinu. Þá var gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði yrði um 8% af veltu, sem hefði þýtt 460 milljónir en niðurstaðan varð hins vegar 5,4% eða 311 milljónir. Marel er mjög spennandi fyrir- tæki og hefur að mínu mati mjög mikla vaxtarmöguleika á alþjóða- markaði. Mikið þróunarstarf hefur farið fram og félagið hefur kynnt nýjar vörur sem virðast virka vel. Þá hefur félagið verið að vinna í að koma sér á framfæri á mikilvægum mörkuðum. Töluverðir vaxtaverkir virðast hins vegar hrjá félagið og ég tel að það hefði átt að senda frá sér afkomuviðvörun. Markaðurinn tók uppgjörinu enda mjög illa. Gengi bréfa í félaginu lækkaði um rúm 18% frá lokagengi föstudagsins og síðustu viðskipti voru á genginu 29,5. Að baki lækkuninni voru þó ekki háar fjárhæðir, aðeins 8,6 m.kr. að markaðsvirði, “ segir Eddda. =                                                !                          "#$%& "#'(% )"* +% )&, %"&  +#,,, *%$ '#)*+ +#,,, ),) '$-',. ("-(,. )&'                                    77       Afkoma Marel veldur vonbrigðum ELDSNEYTISSALA Olíuverzlun- ar Íslands hf. árið 2000 var alls 197 þúsund tonn eða 235 milljónir lítra. Árið á undan var eldsneyt- issalan 203 þúsund tonn, eða 242 milljónir lítra, og er söluminnkun milli ára 2,8%. Eldsneytismarkað- urinn hérlendis árið 2000 var sam- tals um 899 þúsund tonn og var markaðshlutdeild Olís því 26%. Þetta kom fram á aðalfundi félags- ins sem haldinn var síðastliðinn föstudag. Í máli Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, kom fram að rekstr- artekjur Olís á síðasta ári námu alls 11,8 milljörðum króna og hækkuðu þær verulega frá árinu á undan, en það skýrist fyrst og fremst af hækkandi olíuverði. Gísli Baldur Garðarsson, stjórn- arformaður Olís, sagði að gífurleg- ar eldsneytishækkanir hefðu haft neikvæð áhrif á afkomu heimil- anna í landinu og aukið kostnað fyrirtækja og þá ekki síst í sjávar- útvegi. Hann sagði það vekja nokkurn óhug að við þessar að- stæður skyldi kjarabarátta stefna í átök sem hugsanlega gætu leitt til stöðvunar flotans. „Slík átök gætu orðið langvinn og það er vissulega mikil ábyrgð sem hvílir á þeim sem stöðva stærsta hluta verðmætamyndunar í þjóðarbúinu um lengri tíma. Slík stöðvun hefur keðjuverkandi áhrif sem gætir um allan þjóðarlíka- mann, meðal annars hjá olíufélög- unum og getur á skömmum tíma leitt til aukinnar verðbólgu og hraðversnandi afkomu þjóðarinn- ar. Án þess að ég ætli á neinn hátt að leggja mat á réttmæti krafna eða málatilbúnað deiluaðila, þá tel ég að báðir aðilar þessarar deilu ættu að hugsa til þess að allt of mikið er í húfi til þess að verkfall sé réttlætanlegt. Flest deilumál í þjóðfélögum nútímans eru leyst án átaka, með gerð eða dómi ef samn- ingaleiðir þrýtur. Ég fæ ekki séð að eðli kjarabaráttu í dag sé þann- ig að það geti ekki sætt venjuleg- um leiðum um lausn deilna. Verk- fallsrétturinn er neyðarréttur, og honum á að sönnu ekki að beita fyrr en allt um þrýtur,“ sagði Gísli Baldur Garðarsson. Morgunblaðið/Þorkell Einar Benediktsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf., í ræðustól á aðalfundi félagsins. Olís með 26% markaðshlutdeild VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í marsbyrjun 2001 var 204,0 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði. Samkvæmt frétt Hagstofu Íslands var vísitala neysluverðs án húsnæðis 202,5 stig og hækkaði um 0,7% frá febrúar. Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,2%.Verð á bensíni og olíu hækkaði um 1,7% en verð á raf- magni lækkaði um 5,1%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,9% og vísitala neyslu- verðs án húsnæðis um 3,5%. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,8% verðbólgu á ári. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,6% Á AÐALFUNDI Samtaka verslun- arinnar sagði Haukur Þór Hauks- son, formaður samtakanna, meðal annars að það væri undarlegt að fylgjast með afstöðu Samtaka iðnað- arins til nýrrar stöðu í samkeppn- ismálum. Þeir noti hvert tækifæri til þess að berja á samkeppnisyfirvöld- um og gagnrýna nýja samkeppnis- löggjöf. Þá skjóti það skökku við að Samtök iðnaðarins, sem kostuð séu af stórum hluta af almannafé, skuli berjast gegn samkeppnislögum sem hafi það að markmiði að efla sam- keppni og tryggja sanngjarna við- skiptahætti. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, að menn væru svo sem ekki óvanir gagnrýni af þessu tagi af hálfu stórkaup- manna. „Iðnaðarmannagjaldið sem Haukur er væntanlega að vísa til hefur verið lagt á allt frá árinu 1975. Ástæðan er sú að löggjafinn hefur litið svo á að það væri rétt að iðn- aðurinn í landinu greiddi gjald til þess að standa straum af hagsmuna- gæslu fyrir hann. Það er iðnaðurinn sjálfur sem greiðir þetta gjald til eig- in samtaka þannig að þetta kemur stórkaupmönnum einfaldlega ekki nokkurn skapaðan hlut við. Tilgang- urinn með gjaldinu er að efla iðnað og iðnþróun í landinu og ríkið fær raunar innheimtuþóknun frá okkur fyrir að sjá um það. Það er því alls ekki rétt sem Haukur heldur fram að hér sé um almannafé að ræða. Og við tökum tillit til þess við ákvörðun okkar félagsgjalda hverjir greiða þetta gjald,“ sagði Sveinn Iðnaður- inn greiðir gjaldið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.