Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 50
HESTAR
50 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Milli manns og hests...
... er
arhnakkur
Í ÞAÐ minnsta tvö hestamót voru
haldin um helgina og ber þar hæst
sameiginlegt mót Sörla og Andvara
sem kallað var árshátíðarmót þar
sem keppt var í sjö flokkum. Auk
yngri flokkanna var keppt í karla-
og kvennaflokkum auk flokki öðl-
inga sem er fyrir þá sem komnir eru
á næstléttasta skeið lífsins. Þá var
einnig keppt í 100 metra flugskeiði.
Mótið var haldið í frábæru veðri við
góðar aðstæður á Sörlavöllum.
Þetta samstarf þessara tveggja
félaga er mjög til fyrirmyndar og at-
hugandi fyrir önnur félög að kanna
hvort sumum þáttum félagsstarfsins
sé betur farið í samstarfi við önnur
félög. Þess má geta að árshátíð
félaganna var einnig sameiginleg.
Í Arnargerði á Blönduósi var
haldið annað töltmót vetrarins og nú
við enn betri undirtektir en síðast.
Alls mættu 26 keppendur til leiks í
tvo flokka áhugamanna og atvinnu-
manna, 11 í þeim fyrrnefnda en 15 í
hinum flokknum. Áhorfendur voru
eitthvað á annað hundraðið og voru
heimamenn mjög ánægðir með
hvernig til tókst að þessu sinni.
Dómari var Mette Mannseth sem
naut aðstoðar sambýlings síns Gísla.
Þá fylgja hér með síðbúin úrslit
frá fyrsta vetrarmóti Sleipnis á Sel-
fossi sem haldið var síðla í febrúar.
Árshátíðarmót
Sörla og Andvara
haldið á Sörlavöllum
Pollar
1. Steinunn Jónsdóttir, Andvara,
á Röðli 8 v. frá Miðhjáleigu
2. Skúli Þ. Jóhannsson, Sörla,
á Fjöður 13 v. frá Stóru-Mástungu
3. Sigríður M. Egilsdóttir, Sörla,
á Sprota 10 v. frá Kirkjubæ
4. Guðrún M. Sigurðardóttir, Andvara,
á Hrolli 12 v., Rangárvs.
Börn
1. Anna G. Oddsdóttir, Andvara, á Braga
6 v. frá Sperðli
2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla,
á Díönu 10 v. frá Enni
3. Margrét F. Sigurðardóttir, Sörla,
á Skildi 8 v. frá Hrólfsstöðum
4. Anna Þorsteinsdóttir, Andvara,
á Krumma 6 v. frá Kálfhóli
5. Jón B. Smárason, Sörla, á Frosta 7 v.
frá Galtarnesi
Unglingar
1. Hrönn Gauksdóttir, Andvara,
á Sikli 21 v. frá Stóra-Hofi
2. Kristín M. Jónsdóttir, Sörla,
á Háfeta 8 v. frá Undirfelli
3. Margrét S. Kristjánsdóttir,
Andvara, á Dreka 8 v. frá Vindási
4.Þórir Hannesson, Andvara,
á Fáfni 10 v. frá Vindási
5. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla,
á Árvakri 12 v. frá Sandhóli
Ungmenni
1. Daníel I. Smárason, Sörla, á Seiði,
15 v. Sigmundarstöðum
2. Elísabet E. Garðarsdóttir, Sörla,
á Hrafnhildi 11 v. frá Glæsibæ
3. Margrét Guðrúnardóttir, Sörla,
á Frökk 9 v. frá Hafnarfirði
4.Theódóra Þorvaldsdóttir, Andvara,
á Kjarki 8 v. frá Litla-Moshvoli
5. Hinrik Þ. Sigurðsson, Sörla,
á Skyggni 6 v. frá Holtsmúla
Konur
1. Katrín Stefánsdóttir, Andvara, á Adam 9
v. frá Ketilsstöðum, valin glæsilegasta
parið
2. Anna B. Ólafsdóttir, Sörla,
á Grámann 8 v. frá Miðengi
3. Marín M. Magnúsdóttir, Andvara,
á Fjölni 8 v. frá Reykjavík
4. Ásdís Sigurðardóttir, Andvara,
á Hyllingu 8 v. frá Hjarðarholti
5. Rakel Sigurðardóttir, Sörla,
á Hnotu 7 v. frá Hjallalandi
Karlar
1. Adolf Snæbjörnsson, Sörla,
á Glóa 10 v. frá Hóli
2. Þórður Kristleifsson, Andvara,
Tristan 9 v. frá Hvanneyri
3. Siguroddur Pétursson, Andvara,
á Sögu 6 v. frá Sigluvík
4. Snorri Dal, Sörla,
á Gretti 6 v. frá Reykjavík
5. Logi Laxdal, Sörla,
á Prinsessu 8 v. frá Árbakka
Öðlingaflokkur + 50
1. Kristleifur Kolbeinsson, Andvara,
á Kilju 10 v. frá Eyrarbakka
2. Ingólfur Magnússon, Sörla,
á Garpi 13 v. frá Gili
100 m flugskeið
1. Pálmi Adolfsson, Sörla,
á Patta 10 v. frá Búlandi, 8,59 sek.
2. Logi Laxdala, Sörla,
á Seli 8 v. frá Torfunesi, 8,60 sek.
3. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla,
á Kolbrá 7 v. frá Skarði, 8,72 sek.
Vetrarmót Sleipnis
haldið á Selfossi
Börn
1. Ástgeir R. Sigmarsson, Fákur 15 v.
bleikálóttur frá Hárlaugsstöðum.
2. Rakel D. Leifsdóttir, Vinur 9 v. leirljós
frá Vorsabæjarhjáleigu.
Unglingar
1. Sigrún A. Brynjarsdóttir,
Logi 7 v. Rauður frá Voðmúlastöðum .
2. Kristinn Loftsson, Hruni 7 v. móálóttur.
3. Emil þór Guðjónsson, Gunndís 5 v.
rauðtvístjörnótt frá Strönd
4. Daníel Larsen, Sokki 7 v. brúnblesóttur
frá Herríðarhóli.
Áhugamenn
1. Sveinbjörn Guðjónsson,
Hannibal 10 v. bleikálóttur frá Kaðalst.
2. Þorsteinn L. Einarsson,
Gola 8 v. Jörp frá Egilsstaðakoti.
3. Davíð Sigmarsson,
Kopar 8 v. jarpur frá Sandhóli .
4. Haraldur Arngrímsson,
Sindri 7 v. brúnn frá Laugardælum.
5. Guðmundur Sigurjónsson,
Fyrirmyndarsamstarf
hjá Sörla og Andvara
Iða 7 v. Rauðblesótt frá Eyrarbakka.
6. Sigmar Ólafsson, Blakkur 10 v.
brúnn frá Hárlaugsstöðum.
7. Sigríður Harðardóttir, Sævar 6 v.
Brúnstjörnóttur frá Dalbæ.
8. Jónas M. Hreggviðsson, Goðgá 10 v.
Brúnskjótt frá Hjaltastöðum.
Atvinnumenn
1. Brynjar J. Stefánsson,
Röst 6 v. gráskjótt frá Voðmúlastöðum.
2. Sigursteinn Sumarliðason,
Toppur 8 v. brúnn frá Selfossi.
3. Jóhann Guðmundsson,
Rakel 10 v. rauðskjótt frá Hárlaugsstöðum.
4. Hermann Karlsson,
Prins 7 v. leirljós frá Ytri-Bægisá.
5.Helgi Þ. Guðjónsson,
Sylgja 8 v. brún frá Kolsholti.
6.Magnús Jakobsson,
Skvetta 6 v. rauð frá Krækishólum.
7.Sigurlaugur Gíslason,
Reykur 6 v. brúnn frá Minni-Borg.
8. Sigurður R. Guðjónsson,
Faxi 7 v. rauðblesóttur frá Eyrarbakka.
Töltkeppni Neista og
Arnargerðis á Blönduósi
Áhugamenn
1. Magnús Elíasson á Heði 7 v.
frá Stóru-Ásgeirsá.
2. Fanney Indriðadóttir á Ásjónu 7 v.
frá Grafarkoti.
3. Magdalena Einarsdóttir á Funa 7 v.
frá Orrastöðum.
4. Angela Berthold á Sóma 7 v.
frá Sturluhóli.
5. Finnur Björnsson á Vafa 7 v.
frá Köldukinn.
Opinn flokkur
1. Herdís Einarsdóttir á Kæti 7 v.
frá Grafarkoti
2. Jón Kristófer á Freyju 5 v. frá Steinnesi.
3. Elsa Albertsdóttir á Skrá 6 v. frá Strönd
4. Kjartan Ólafsson á Gretti 13 v.
frá Blönduósi.
5. Gísli Guðmundsson á Tögg 12 v.
frá Auðkúlu II.
Þær voru smart, Grease-skvísurnar frá Andvara, og slógu rækilega í gegn í næstsíðasta atriði sýningarinnar.
METAÐSÓKN var í Reiðhöllinni á
hinum árlega Æskulýðsdegi sem sjö
hestamannafélögin á suðvestur-
horninu halda sameiginlega. Vin-
sældir þessara sýninga hafa vaxið
og dafnað allt frá því að byrjað var
að halda þær fyrir sex árum og má
heita að höllin hafi verið sneisafull
nú.
Þar er það eingöngu unga kyn-
slóðin og hesturinn sem skemmta
öðrum ungmennum og víst er að á
fáum eða engum hestasýningum eru
undirtektir jafn miklar og á þessum
sýningum.
Krakkar úr félögunum koma með
vel æfð sýningaratriði og vakti nú
mesta athygli „Spánski reiðskólinn í
Vín“ sem kom frá Gusti og svo
„Grease“ atriði krakkanna úr And-
vara. Þá mættu á staðinn Siggi sæti
og Glanni glæpur og náðu þeir góð-
um tökum á krakkaskaranum í
„Brekkunni“ svo undir tók í höllinni.
Aðgangur var að venju ókeypis
og fríar veitingar fyrir allan skar-
ann.
Metaðsókn
á Æsku-
lýðsdegi
SPENNA er farin að aukast vegna
væntanlegs vals á landsliði Íslands í
hestamennsku. Fræknir knapar eru
margir hverjir klárir með hesta og
hafa verið um tveggja ára skeið, aðr-
ir hafa nýverið orðið sér úti um hesta
og þriðji hópurinn leitar logandi ljósi
ða hentugum hestum.
Vignir Jónasson hefur lengi stefnt
með Klakk frá Búlandi en þeir eru
sem kunnugt er Íslandsmeistarar í
fimmgangi og silfurhafar frá lands-
mótinu í A-flokki gæðinga. Vignir og
Klakkur eru taldir eiga góða mögu-
leika og vilja sumir taka svo djúpt í
árinni að segja þá eiga nánast öruggt
sæti.
Ragnar Hinriksson, bronshafi A-
flokks á landsmóti, er í haltu mér/
slepptu mér ástandi með stóðhest
sinn, Stjarna frá Dalsmynni. Þar
togast á draumurinn um að komast í
landsliðið eða vinna í A-flokki á
landsmóti á næsta ári. Nágranni
Ragnars, Gunnar Arnarsson, telur
ekki spurningu hvað Ragnari beri að
gera, sigur á landsmóti sé í seiling-
arfjarlægð.
Sigurbjörn Bárðarson á nokkuð
tryggt sæti í liðinu þar sem hann
vann tvo HM-titla á Gordon frá
Stóru-Ásgeirsá og eiga þeir rétt á að
mæta til leiks sem slíkir. Sigurbjörn
segir að það sé hins vegar háð sam-
þykki eiganda Gordons að hann
mæti með hann til leiks á HM en
hann sé að skoða hlutina og ákvörð-
un um hvað hann mæti með í úr-
tökuna verði ekki tekin fyrr en nær
dregur. Sagði hann þó að Bylur frá
Skáney væri nú þegar sterkur inn í
myndinni en einnig myndi hann
sjálfsagt mæta með fjórgangshest.
Sigurbjörn er með mörg járn í
eldinum og er það meðal annars að
frétta að hann hefur selt helming í
hóteli sínu sem staðsett er í landi
Oddhóls á Rangárvöllum. Kaupend-
ur eru kunnir fjárfestar og hesta-
menn og má þar nefna Jón Ingvars-
son, Bjarna í Blómaval, Einar
Sveinsson og Ingimund Sveinsson.
Atli Guðmundsson ætlar að sjálf-
sögðu að freista gæfunnar í úrtöku
og er hann með tvo hesta í sigtinu, þá
Breka frá Hjalla og Kolskegg frá
Garði, sem hann þjálfar þessa dag-
ana með það fyrir augum. Ormur frá
Dallandi þjónar nú hlutverki reið-
hests eiganda síns, Þórdísar Sigurð-
ardóttur. Sagði Atli að engar yfirlýs-
ingar væru gefnar aðrar um klárinn
að svo komnu máli. Það væri Þórdís-
ar að ákveða hvort hún vildi eiga
klárinn sem reiðhest eða gefa hann
falann í eitthvað annað. Ef svo yrði
stæði ekki á honum að taka við
klárnum, það væri alltaf heiður og
sómi að fá að ríða svona hesti.
Sveinn Ragnarsson hyggst geyma
öll HM-eggin sín í einni körfu ef svo
má að orði komast því hann stefnir
með aðeins einn hest, Brynjar frá
Árgerði, í úrtökuna. Saman hafa
þeir náð góðum árangri í fimmgangi
og slaktaumatölti og í lok síðasta
keppnistímabils náðu þeir mjög góð-
um tíma í 250 metra skeiði. Þeir ættu
því að verða mjög sterkir í saman-
lögðu en Sveinn sagði að ef það
brygðist ættu þeir einnig góða
möguleika að fara inn í liðið á skeið-
sætinu því klárinn væri orðinn mjög
sterkur þar.
Baldvin Ari Guðlaugsson er kom-
inn með sinn kandídat á hreint og
hann ekki af lakara taginu. Þar er
um að ræða hryssuna Golu frá Ysta-
gerði sem er að sögn Baldvins feikna
góð og sögðu félagar hans fyrir norð-
an við hann að Íslandsmeistararnir
Sveinn Ragnarsson og Hringur frá
Húsey ættu ekki nokkurn möguleika
á móti þeim, en þess ber að geta að
þetta eru að vísu mjög góðir vinir
mínir, bætti Baldvin Ari við.
Hafliði Halldórsson hyggst stefna
ótrauður á úrtöku með hinn endur-
heimta Valíant frá Heggstöðum „en
sá orðrómur gekk í haust að Sigur-
björn Bárðarson hefði keypt hestinn
og eigum við ekki að segja að ég hafi
keypt hann aftur,“ segir Hafliði og
hefur gaman af þessum sögusögn-
um. Hann stefnir einnig með stóð-
hestinn Frakk frá Mýnesi í kynbóta-
sýningu á HM.
FÓLK
2001