Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 51 HART er nú lagt að Sigurði Sæ- mundssyni að taka enn á nýjan leik við stöðu landsliðseinvalds fyrir heimsmeistaramótsúrtökuna í sum- ar. Sigurður hafði sem kunnugt er ákveðið að gefa ekki kost á sér til starfans en þess í stað að freista þess að komast í liðið með hest. Sig- urður segir að sú ákvörðun hafi verið klettklár en vegna mikils þrýstings hafi hann tekið málið til endurskoðunar. Segist hann þó klár á því að á hvorn veginn sem hlutir fari verði hann hamingju- samur með sína ákvörðun. Að gefa kost á sér til starfans sé létt leið og ljúf þótt verkið sé erfitt en ef hann velur hinn kostinn geri hann sér fulla grein fyrir því að það séu að- eins þeir bestu sem komast áfram í liðið og út til Austurríkis. Sigurður hugðist stefna með klár sinn Esjar frá Holtsmúla í liðið en saman hafa þeir náð góðum árangri í bæði fjór- og fimmgangi sem er nokkuð fátítt. En það eitt og sér þykir ekki styrkur í þeirri baráttu sem hugsanlega er framundan um sæti í íslenska liðinu þar sem öðru fremur er lögð áhersla á að finna vænlega sigurkandídata. En spjótin standa ekki bara á Sigurði hér á Íslandi því Svíar báru víurnar í hann fljótlega eftir síðasta heimsmeistaramót og nú herja þeir enn á hann og vilja jafnvel að hann einn velji sænska landsliðið. Skiptir þar engu máli þótt hann yrði valinn í íslenska landsliðið. Sigurður sagði að það mál væri dálítið snúið því til þess að geta val- ið landslið þyrfti viðkomandi að þekkja vel til manna og hesta sem til greina kæmu í liðið og því miður teldi hann sig ekki þekkja nógu vel til þeirra mála á þessari stundu. En Sigurður mun gefa íslensku lands- liðsnefndinni svar fljótlega. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sótt er að Sigurði þessa dagana þar sem menn vilja fá hann sem landsliðseinvald og meira að segja vilja Svíar fá hann í það starf líka, en Sigurð langar mest af öllu að koma sér og hesti sínum, Esjari frá Holtsmúla, í landsliðið. Hart lagt að Sigurði Sæ- mundssyni að taka við stöðu landsliðs- einvalds SLEÐADAGAR Notaðir vélsleðar með ríflegum afslætti Þrjú frábær fyrirtæki 1. Lítið huggulegt kaffihús með léttvínsleyfi, frábært tækifæri fyrir tvær samhentar konur sem kunna að búa til gott bakkelsi og vilja vera sínir eigin herrar. Vel staðsett miðsvæðis og rúsín- an í pylsuendanum, húsnæðið fengist keypt líka. 2. Skyndibitastaður staðsettur í fjölmennu íbúðarhverfi, heimilis- matur í hádeginu. Selur mikið af kjúkling og hamborgurum. Frá- bært verð á huggulegum veitingastað. 3. Hér eru frábær kaup, pizzustaður, heimsendingar og er að útbúa matsal fyrir 50 manns, frábær aðstaða, búið er að gera bar. Gott skipulag er á öllu og allt til alls, bara að byrja að baka. Frábært verð ef samið er strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.