Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 38
AÐSENDAR GREINAR 38 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skeifunni 17, 108 Reykjavík Furuvöllum 5, 600 Akureyri OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -19 • LAUGARDAGA KL. 10 -16 495,- – ekki bara s tundum!Alltaf ód ýrir Sími 550 4100 300.- Verð hjá Pennanum Esselte timaritaboxí 65% hærra verð hjá Pennanum! j Í ÁR eru liðin 25 ár frá stofnun Lands- samtakanna Þroska- hjálpar. Á stofnfundi sam- takanna var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: „Stofnfundur Þroskahjálpar, sem eru landssamtök 14 félaga er vinna að málefnum þroska- heftra á landinu, lítur svo á, að Íslendingar séu sér ekki meðvit- aðir um þá neyð sem ríkir í málefnum þroskaheftra. Þeim er ekki gert kleift að njóta sjálfsagðra mannréttinda, þjóðfélagsleg samhjálp þeim til handa er alls ófullnægjandi og þarf ekki að fjölyrða um það hvernig þjóðin hefur brugðist skyldum sínum í þessum efnum.“ Síðan er ályktað að hin nýju samtök „hafi það að markmiði að sjá til þess að þroskaheftir fái jafnan rétt á við aðra þjóðfélags- þegna í orði og á borði.“ Í 25 ár hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið að þessu mark- miði, starfsemin hefur aukist og dafnað, aðildarfélögunum hefur fjölgað og starfa þau nú um allt land. Það sem hvað best hefur gengið í starfi samtakanna er að vekja áhuga landsmanna á velferð þessa hóps, eins og margoft hefur komið fram þegar almenningsálitið hefur snúist á sveif með fólki með þroskahömlun. Þó að réttindi þessa hóps og að- stæður séu allt aðrar en þær voru fyrir 25 árum fer því þó fjarri að „jafn réttur þroskaheftra í orði og á borði“ hafi náðst; þar er mikið verk að vinna . Landssamtökin Þroskahjálp reka öfluga starfsemi. Samtökin hafa verið með metnaðarfulla stuðningsþjónustu við fólk með þroskahöml- un og aðstandendur fatlaðra barna, byggt upp nýtískulegt íbúð- arhúsnæði ætlað fötl- uðum, staðið að öfl- ugri upplýsingarstarf- semi, m.a. með útgáfu Tímaritsins Þroska- hjálpar, stuðlað að því að fólk með þroska- hömlun þjálfist í því að tala sínu máli sjálft, svo fátt eitt sé talið. Aðalstarf samtak- anna hefur þó allt frá stofnun verið fólgið í því að sjá til þess að þjónusta við fólk með þroskahömlun verði bætt og að hún verði á Íslandi ekki síðri en við best þekkjum meðal ann- arra þjóða. Að öllum þessum verkefnum munu samtökin vinna áfram. Á afmælisári ætla samtökin að gera eitt og annað til að efla bar- áttuna og minnast tímamótanna, m.a. standa fyrir norrænni ráð- stefnu um réttindagæslu og rétt- aröryggi, sögusýningu og margt fleira Öll þessi starfsemi kostar pen- inga og því hafa samtökin ákveðið að leita til almennings. Á næstunni mun verða hringt til þín og þér boðið að verða styrktaraðili sam- takanna á afmælisári. Fyrir 2.900 kr munu styrktaraðilar fá hljóm- disk með sígildri gæðatónlist og að auki veglega afmælisútgáfu af Tímaritinu Þroskahjálp. Að sjálf- sögðu mun allur ágóði af fjársöfn- un þessari renna til samtakanna enda hefur Þroskahjálp allt frá upphafi lagt metnað sinn í að standa þannig að allri fjáröflun að sómi sé að. Vonandi eigum við samleið í baráttunni! Friðrik Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Samfélagsmál Aðalstarf Landssamtak- anna Þroskahjálpar hef- ur verið að sjá til þess, segir Friðrik Sigurðs- son, að þjónusta við fólk með þroskahömlun verði bætt. Eflum Lands- samtökin Þroskahjálp SKOÐUN HVERSU langt með ströndum ná lög Alþingis? Hversu víða um landið gilda réttindi og skyldur sem kveðið er á um í samþykktum þings og ráðuneyta í höfuðstöðvunum í Reykjavík? Hversu fjarri augastað fjölmiðlanna nægir valdhöfum að vera til að komast undan viðteknum venjum um siðferði eða framkomu við þegna sína? Ég tel víst að flestum finnist þetta heimskulegar spurn- ingar. En til eru reynd- ar valdhafar í af- skekktu plássi austur á fjörðum sem halda að fjarlægðin við laga- setninguna leyfi þeim að víkja frá henni eftir hentisemi, sem beita valdníðslu og hroka gagnvart þegnum sín- um og láta eigin hags- muni og vina sinna ráða gerðum í ákvörð- unum hreppsnefndar. Þannig ferst nú framsóknarmönnum í meirihluta sveitarstjórnar Búðahrepps á Fá- skrúðsfirði. Og þetta gera þeir í um- boði flokks síns og í nafni hans. En ég er nokkuð viss um að framkoma þeirra og stjórn fellur ekki að hugs- unarhætti almennra flokksfélaga eða kjósenda flokksins; eins hef ég þá trú að forystu hans hugnist lítt stjórnunarhættir af þessu tagi, og því beini ég bréfi mínu að formann- inum í von um að hann tuski óvitana. Og skal nú rakin furðuleg saga í eins fáum orðum og kostur er. Saga sem enginn sveitarstjórnarmaður léti um sig spyrjast ef hann hefði yf- ir sér kastljós fjölmiðla. Fjörubyggð á Fáskrúðsfirði Í þorpinu að Búðum er á einum stað ósnortin fjara. Þar standa fimm gömul hús afskekkt en utan við hið ysta þeirra er lækur sem hindrað hefur leið farartækja að húsunum úr þeirri átt og er nefndur Nýjabæj- arlækur. Á skipulagsuppdráttum heita svona aðstæður botnlangi en vart þó hægt að kalla svo malarruðninginn í fjöruborðinu enda var hann aldrei skipulagður hvorki sem gata né botnlangi, heldur myndaðist hann smámsaman eftir að fjörubúar eign- uðust bíla og kusu að aka ófærur fjörunnar til að komast að húsum sínum. Og höfðu sumsé þennan eina kost að koma innan frá. Þessar að- stæður eru staðfestar á aðalskipu- lagi svæðisins, en deiliskipulag er ekki til. Lóðir húsanna fimm eru því af þeirri gerð sem dýrmætast þykir og eftirsóknarvert í hverjum bæ og má líkja við neðstu lóðirnar á Arnarnes- inu eða Marbakkann í Kópavogi. Húsin standa fjarri alfaraleið og engin umferð um svæðið önnur en íbúa og gesta; í friðsælu og ósnertu náttúrulegu umhverfi, með óskerta útsýn yfir sjó og fjöll; endur á báru og tjaldur á steini. Sérlega barn- vænt einsog heitir á skipulagsmáli. Eða svo var. Ræsi í læk Fyrir rúmu ári barst bréf eigend- um ysta hússins, Lögbergs, frá byggingarnefnd Búðahrepps og var kallað grenndarkynning. Er þar til- kynnt um fyrirhugaða fiskvinnslu Skútuklappar ehf. að Hafnargötu 43 sem er næsta lóð hinumegin Nýja- bæjarlækjar. Segir þar orðrétt: „Gert er ráð fyrir að aðkoma að Hafnargötu 43 verði utanfrá.“ Skömmu eftir að fiskvinnslan tók til starfa hefjast þar framkvæmdir og uppfylling að plani milli hennar og Nýjabæjarlækjar og hafði tekið að sér varaoddviti hreppsins, verk- taki og vörubílstjóri. Dag einn tekur hann að sturta af palli sínum í læk- inn og opna þar með farartækjum leið að utan inní fjörubyggð, fjörubúum öllum að óvörum. Með þessu vannst tvennt; verktakinn varaoddvitinn auðveld- aði sér verkið með því að stytta sér leið að efnisnámu sinni og fiskvinnslan tengdist beint innri hluta bæj- arins, en smávægilegur krókur ella að komast inn fjörðinn. Um leið hófust þungaflutningar um fjöruna og opnaðist hringrúntur almennri umferð við stofuglugga gömlu húsanna. Mótmæli hunsuð Ekki er fjörubúum kunnugt um neinar samþykktir sveitar- stjórnar fyrir opnun fjöruslóðans þegar framkvæmdir hófust, en íbúar allir mótmæltu henni í bréfi til byggðarráðs. Um sama leyti samþykkja bæði hafnar- nefnd og skipulags- og bygginga- nefnd að þungaflutningar að Skútu- klöpp fari um fjöruna en leiðin skuli annars lokuð fyrir gegnumakstur. Þetta samþykkti byggðarráð líka. Öllum viðkomandi var fullkunnugt um andstöðu fjörubúa við þessa breytingu, en kusu að láta hagsmuni Skútuklappar ganga fyrir. Formað- ur skipulagsnefndar er mágur aðal- eiganda Skútuklappar en í byggð- arráði situr fyrrnefndur verktaki, varaoddvitinn, sá sem þegar hafði unnið verkið sem verið var að sam- þykkja og fengið greitt fyrir. Þarna eru því tvær opinberar nefndir og sjálft byggðarráð að samþykkja framkvæmd sem brýtur í bága við aðalskipulag, þvert ofan í vilja allra íbúa á svæðinu og án þess að gefa þeim kost á að koma að málinu svo sem ber lögum samkvæmt. Þetta er margfalt brot á skipulagslögum, en um leið siðferðisbrestur a.m.k. tveggja einstaklinga sem láta einka- hagsmuni og vinabönd ráða gerðum sínum við opinberar ákvarðanir. Höfuðið er svo bitið af skömminni með því að enga tilburði hefur hreppurinn né Skútuklöpp haft uppi til að hefta gegnumakstur; leiðinni hefur aldrei verið lokað og umferð takmarkast ekki við gámaflutninga tvisvar í viku líkt og allar samþykkt- ir gengu út á; þvert á móti hafa þeir Skútuklapparmenn kosið að fara fjöruleiðina flestra erinda. Lögfræðingsálit Líður sumarið að mótmæli íbúa eru stöðugt hunsuð og vísað í hreppsnefndarfund að hausti. Fjörubúar leituðu álits skipulags- sérfræðinga og lögfræðings um mál- ið og fengu staðfest að um væri að ræða skýlaus lögbrot, að gróflega væri vegið að hagsmunum húseig- enda á svæðinu og brotið á rétti þeirra svo skaðabótaskylt væri. Fundur hreppsnefndar er loksins boðaður 30. ágúst og skal m.a. tekin afstaða til þessa máls. Oddviti Búða- hrepps – mætur maður og allra vin- ur – er þá fjarverandi, líkt og hann reyndar hefur verið á þeim fundum þar sem þetta viðkvæma mál er á dagskrá, en margnefndur varaodd- viti skal því stjórna dagskrá. Undirritaður hringdi í varaoddvit- ann skömmu fyrir fund og gerði honum grein fyrir lagalegri hlið málsins og hugsanlegum bóta- greiðslum sem hreppnum yrði stefnt í ef samþykktir byggðarráðs yrðu staðfestar, og hafði fyrir orð virts lögfræðings. Ég benti honum auk þess á að ég hefði eytt öllum frístundum mínum í meira en áratug í að gera upp hús mitt í fjörunni, sem er elsta húsið í bænum og sögufrægt fyrir margra hluta sakir, og að ég hefði eytt í verkið fjárhæðum langt umfram markaðsverð hússins; þá hefði ég ræktað upp svæðið í kring fyrir um- talsvert fé og fyrirhöfn, og þetta hefði ég gert fyrst og fremst vegna frábærrar staðsetningar hússins við kyrrláta fjöru. Jafnframt tjáði ég honum að ég mundi með aðstoð lög- fræðings fara fram á hæstu hugs- anlegar bætur ef hlunnindi mín, þetta umhverfi, yrðu skert. Með sama hætti hefði þetta fagra um- hverfi ráðið mestu um fjárfestingu annarra húseigenda á svæðinu. Þegar varaoddvitinn tekur málið upp á fundinum fer hann nokkrum orðum um nauðsyn vegarins fyrir Skútuklöpp en leynir nefndarmenn, sem flestir voru varamenn og vissu fátt um málið, andstöðu fjörubúa, öllum lagalegum hliðum málsins, og þeirri skaðabótahættu sem hreppn- um er stefnt í með samþykkt þess; ber upp til samþykktar sína afstöðu og fær. Ekki er nóg með að hann gerist með þessu enn sekur um ótrúlegan dómgreindarskort, heldur um leið ábyrgðarleysi gagnvart sveitarsjóði. Undanbrögð Fjörubúar fela nú í sameiningu fyrrnefndum lögfræðingi að reka málið. Hann sendir byggðarráði bréf dagsett 27. september 2000 og bendir á lögbrotin sem höfð voru uppi, á brot á réttindum fasteigna- eigenda, á rýrnun á verðgildi fast- eigna þeirra og krefst þess að fjör- unni verði komið í fyrra horf tafarlaust en ella verði leitað atbeina dómstóla m.a. til heimtu skaðabóta. Þessu bréfi var ekki sinnt og sýndu ráðamenn þar með enn sama vald- hroka og fyrirlitningu gagnvart fjörufólki. Þeim skildist þó að lagalegan grundvöll skorti fyrir opnun vegar- ins eins og þeir höfðu staðið að henni en sjá þá leið að breyta að- alskipulagi svæðisins. Lögð er fram tillaga um breytingu sem felur í sér að lagður skuli vegur á uppfyllingu í fjörunni til að tengja hafnarsvæðið við smábátahöfnina, sem er fyrir innan. Tillagan er auglýst 10. des- ember en tæpum mánuði síðar sjá menn loks ástæðu til að svara bréf- inu frá lögfræðingi fjörubúa, vísa mótmælum á bug án haldbærs rök- stuðnings og þykjast nú í krafti þessarar óstaðfestu tillögu geta haldið fjöruveginum opnum. Er þetta einleikið, Halldór? Tillagan Hitt er svo annað mál, en ekki síð- ur alvarlegt, að umrædd tillaga að breyttu aðalskipulagi er hið mesta glapræði af mörgum sökum. Með henni eru kjöraðstæður fjöruhúsanna eyðilagðar og verð- mæti fimm fasteigna þar skert, og ólíklegt að sveitarsjóður komist hjá bótagreiðslum vegna þess. Starfsemi einyrkja á einkalóð HALLDÓR, VILTU HEMJA ÞÁ! Gunnar Þorsteinn Halldórsson Nóg er komið af fólks- flótta frá Fáskrúðsfirði, telur Gunnar Þorsteinn Halldórsson, í opnu bréfi til formanns Framsóknarflokksins. T-sett aðeins 650 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.