Morgunblaðið - 12.04.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 12.04.2001, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 39 hinumegin Skútuklappar er lögð í rúst þar sem einkabryggja hans þyrfti að víkja fyrir veginum, en þessa aðstöðu hefur maðurinn haft fyrir atvinnu sína á langri ævi. Skilj- anlegt er að hann sætti sig ekki bótalaust við eyðileggingu starfsað- stöðu sinnar og lóðarmissinn. Einu óskemmdu fjörunni í þorp- inu er fórnað. Þetta svæði er með fallegri blettum bæjarins; vinsælt leiksvæði barna, og bæjarbúar fara þar gjarnan um í göngutúrum og leiða þangað gesti og ferðamenn. Stefnt er í milljónakostnað sveit- arfélagsins fyrir veg sem engin raunveruleg þörf er fyrir. Öllu þessu skal fórna fyrir hags- muni vinarins og verkkaupans í Skútuklöpp; en sjálfsagt einnig með hliðsjón af buddu þeirra sem vinna munu verkið. Það þarf til dæmis vörubíla. Kosningar Fjörubúar mótmæltu tillögunni. Svo og einyrkinn. Svo og allir smá- bátaeigendur sem sjá enga þörf fyr- ir þessa tengingu. En athugasemdir eru virtar að vettugi, tillagan sam- þykkt og send skipulagsstofnun til staðfestingar. Þar sem öll málsmeðferð sveitar- stjórnar er gölluð tel ég óhugsandi að ráðherra staðfesti breytinguna heldur má telja fullvíst að hreppnum verði gert skylt að byrja ferlið að nýju samkvæmt lögum um grennd- arkynningu og aðkomu hagsmuna- aðila. Gamla aðalskipulagið mun því enn gilda næstu mánuði og á meðan það er í gildi er opnunin við Nýja- bæjarlæk ólögleg. Hinu fær ekkert breytt að sveit- arstjórn Búðahrepps hefur gróflega brotið á rétti fjörubúa, í krafti meiri- hlutavalds Framsóknarflokksins. Þau brot hafa nú staðið í ár; valdið fjörubúum óþægindum og ama í of- análag við stöðugt ónæði frá fisk- vinnslunni sjálfri, oft langt fram á nætur. Það má telja víst að þetta mál verður ekki til lykta leitt fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Og hitt þykist ég geta fullyrt að al- menningur á Fáskrúðsfirði er ekki fylgjandi siðleysi né valdníðslu, og síst lögleysu. Þá þykir áreiðanlega flestum nóg komið af illdeilum og átökum í þessu fámenna plássi sem má ekki við að enn fleiri kjósi að hverfa á brott vegna yfirgangs og hroka einnar valdaklíku. En fyrst forkólfar Framsóknarflokksins þar eystra skilja ekki svo einföld sann- indi finnst mér ráð að formaður hans noti aðferð Davíðs og kenni þeim hvað má og hvað má ekki. Höfundur er íslenskufræðingur. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.