Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 1
132. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 14. JÚNÍ 2001
LEIÐTOGAR Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) samþykktu í gær að
aðildarríkjum bandalagsins verði
fjölgað á næsta ári, en enn hefur ekki
verið ákveðið hvaða ríkjum verður
boðin aðild. Kom þetta fram í máli
Georgs Robertsons lávarðar, fram-
kvæmdastjóra NATO, á eins dags
aukafundi leiðtoga bandalagsins er
haldinn var í Brussel í gær.
„Það verður stækkun á Prag-ráð-
stefnunni,“ sagði Robertson, og skír-
skotaði þar til reglulegs leiðtogafund-
ar bandalagsins er haldinn verður í
Prag í Tékklandi í nóvember á næsta
ári. Sagði Robertson að leiðtogarnir
hefðu sammælst um það í Brussel að
sá möguleiki að bjóða engum nýjum
ríkjum aðild væri ekki lengur til um-
ræðu.
Fundurinn í Brussel í gær var
fyrsti leiðtogafundur NATO sem Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseti sit-
ur. Reyndi Bush að draga úr áhyggj-
um leiðtoga Evrópuríkja af að hann
muni fara sínar eigin leiðir og sagðist
ekki vera neinn „einhliðasinni“, held-
ur væri hann tilbúinn til að þiggja
ráð.
Bush sagði við fréttamenn eftir
fundinn í gær að hann væri „mjög
ánægður“ með gang mála. „Þetta var
góður fundur, mjög jákvæður fund-
ur,“ sagði forsetinn og bætti við að
hann teldi sig hafa fengið góðar und-
irtektir. Væri hann ánægður með hve
viljug ríki væru „til að hlusta á ólík
sjónarmið“.
Viðkvæmasta málið í samskiptum
Bandaríkjanna og Evrópu um þessar
mundir er áætlun Bush um að byggja
nýtt eldflaugavarnakerfi og snúa baki
við gagnflaugasáttmálanum sem
Bandaríkin gerðu við Sovétríkin
1972. Í gær ítrekaði Bush að þetta
yrði gert að höfðu „nánu samráði“ við
bandamenn Bandaríkjanna og stjórn-
völd í Moskvu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
sjónarmið Bush hefðu í raun fengið
mun betri undirtektir en búast hefði
mátt við. „Miðað við spár fjölmiðla
fékk hann miklu betri viðtökur [við
hugmyndunum um elfdlaugavarna-
kerfið] en menn gátu búist við,“ sagði
Davíð.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
lét í ljósi efasemdir og áhyggjur af
eldflaugaáætlun Bandaríkjamanna,
og sagði að tilraunir til að draga úr út-
breiðslu eldflaugatækni ættu að hafa
forgang. En hann bætti því við að
Frakkar væru reiðubúnir til við-
ræðna um málið.
Ímyndarvandi Bush
Bush hefur ekki ferðast oft til meg-
inlands Evrópu, og auk eldflauga-
málsins á hann á brattann að sækja
varðandi ímynd sína á erlendri grund.
Andrew Card, starfsmannastjóri
Hvíta hússins, viðurkenndi í gær að
Evrópubúar litu á Bandaríkjaforseta
sem „skopmynd“. Kvaðst Card vona
að Bush gæti bætt ímyndina í Evr-
ópuferðinni, sem hófst í Madríd á
þriðjudag og stendur í fimm daga.
Á leiðtogafundinum í Brussel var
ennfremur rætt um ástand mála í
Makedóníu, þar sem stjórnarherinn á
í höggi við albanska skæruliða sem
krefjast aukinna réttinda til handa
albanska minnihlutanum í landinu.
Er óttast að átökin leiði til nýrrar
styrjaldar á Balkanskaga.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í samtali við Morgunblað-
ið að mönnum lítist þó ekki á að
blanda sér formlega í deilurnar. Nær
sé að leita pólitískra leiða „en gallinn
er sá að yfirvöld [í Makedóníu] eru
mjög mótfallin því að alþjóðastofnan-
ir blandi sér inn í þessar deilur“.
Morgunblaðið/Golli
Davíð Oddsson og George W. Bush ræða málin í byrjun fundarins. Á milli þeirra er Robertson lávarður.
Bush mjög ánægður með fyrsta NATO-leiðtogafundinn sem hann situr
Stækkun og eldflauga-
varnir efst á baugi
Brussel. AFP, Morgunblaðið.
NATO mun stækka/34
JAVIER Solana, æðsti talsmaður
Evrópusambandsins (ESB) í ör-
yggismálum, mun verða í fylgd
með George Robertson, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), þegar hann heldur
til Makedóníu í dag til þess að
reyna að draga úr spennu sem fær-
ist sífellt í aukana í landinu.
Mun Robertson reyna að fá leið-
toga Slava og Albana til þess að
lýsa stuðningi við áætlun forseta
Makedóníu, Borís Trajkovskíjs, um
afvopnun albanskra skæruliða í
landinu, en halda um leið áfram
pólitískum viðræðum um kröfur
Albana um aukin réttindi. Leiðtog-
ar NATO og ESB óttast að átökin í
Makedóníu kunni að breiðast út og
verða kveikja að enn einni styrjöld-
inni á Balkanskaga.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði á leiðtogafundi NATO í
Brussel í gær að ekki kæmi til
greina að NATO hæfi bein afskipti
af gangi mála í Makedóníu. Nauð-
synlegt væri að gefa færi á að frek-
ari friðarumleitanir bæru árangur.
Bush sagði á fréttamannafundi í
Brussel að bandalagsþjóðirnar
teldu að enn væri möguleiki á póli-
tískri lausn í Makedóníu, þar sem
stjórnvöld hafa átt í höggi við al-
banska uppreisnarmenn síðan í
febrúar.
Í gær var óttast að morð á einum
leiðtoga Albana í Makedóníu, Na-
ser Hani, myndi tefla friðarumleit-
unum í hættu, en Hani var felldur á
þriðjudagskvöld. Til átaka hafði
komið þegar gerð var tilraun til að
ræna Hani í bænum Struga, sem er
skammt frá væntanlegum fundar-
stað leiðtoga deiluaðila sem áætlað
var að hittust í dag.
Solana
til Make-
dóníu
Brussel, Valesta í Makedóníu. AFP, AP.
MICHAEL Portillo varð í gær fyrst-
ur til að gefa kost á sér sem leiðtogi
breska Íhaldsflokksins, eftir að
William Hague sagði af sér í kjölfar
ósigursins í þingkosningunum í síð-
ustu viku. Portillo er talsmaður
Íhaldsflokksins í ríkisfjármálum og
gegndi embætti varnarmálaráð-
herra frá 1995–1997. Hann þykir
líklegastur til að hreppa leiðtoga-
stöðuna, en meðal þeirra sem talið
er að íhugi mótframboð eru Kenn-
eth Clarke, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, Iain Duncan Smith, tals-
maður flokksins í varnarmálum, og
Ann Widdecombe, talsmaður í inn-
anríkismálum. Vegna flókins kosn-
ingafyrirkomulags verða úrslitin
væntanlega ekki ljós fyrr en í byrj-
un ágúst.
Portillo var á fyrri hluta síðasta
áratugar talinn líklegasti arftaki
Johns Majors sem leiðtogi Íhalds-
flokksins, en þær vonir urðu að
engu þegar hann missti sæti sitt á
þingi í kosningunum árið 1997, er
Verkamannaflokkurinn vann stór-
sigur. John Major sagði af sér eftir
ófarirnar og William Hague tók við,
en hans biðu sömu örlög fjórum ár-
um síðar. Ýmsir hafa því haft á orði
að tap þingsætisins kunni að teljast
Portillo til happs á endanum, en
hann var aftur kjörinn á þing árið
1999.
Breski Íhaldsflokkurinn
Michael Portillo
í leiðtogaslaginn
Michael Portillo Portillo fyrstur/29
Farið verði
að tillögum
Mitchells
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær
Ísraela og Palestínumenn til að
fylgja til hins ítrasta tilmælum
Mitchell-nefndarinnar, þ.á m. um
stöðvun landnáms, í kjölfar þess að
þeir hafi fallist á vopnahlé fyrir til-
stuðlan Bandaríkjamanna.
Annan var í Kaíró í gær og hóf þar
för sína um M-Austurlönd. Síðan var
haldið til Damaskus í Sýrlandi og í
dag fer Annan til Amman í Jórdaníu.
Þaðan liggur svo leiðin til Líbanons á
morgun, en á laugardag fer Annan til
Ísraels og svæða Palestínumanna.
Lítið lát/28
Annan í M-Austurlöndum
Kaíró. AFP.
♦ ♦ ♦