Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 1
132. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. JÚNÍ 2001 LEIÐTOGAR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) samþykktu í gær að aðildarríkjum bandalagsins verði fjölgað á næsta ári, en enn hefur ekki verið ákveðið hvaða ríkjum verður boðin aðild. Kom þetta fram í máli Georgs Robertsons lávarðar, fram- kvæmdastjóra NATO, á eins dags aukafundi leiðtoga bandalagsins er haldinn var í Brussel í gær. „Það verður stækkun á Prag-ráð- stefnunni,“ sagði Robertson, og skír- skotaði þar til reglulegs leiðtogafund- ar bandalagsins er haldinn verður í Prag í Tékklandi í nóvember á næsta ári. Sagði Robertson að leiðtogarnir hefðu sammælst um það í Brussel að sá möguleiki að bjóða engum nýjum ríkjum aðild væri ekki lengur til um- ræðu. Fundurinn í Brussel í gær var fyrsti leiðtogafundur NATO sem Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti sit- ur. Reyndi Bush að draga úr áhyggj- um leiðtoga Evrópuríkja af að hann muni fara sínar eigin leiðir og sagðist ekki vera neinn „einhliðasinni“, held- ur væri hann tilbúinn til að þiggja ráð. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í gær að hann væri „mjög ánægður“ með gang mála. „Þetta var góður fundur, mjög jákvæður fund- ur,“ sagði forsetinn og bætti við að hann teldi sig hafa fengið góðar und- irtektir. Væri hann ánægður með hve viljug ríki væru „til að hlusta á ólík sjónarmið“. Viðkvæmasta málið í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu um þessar mundir er áætlun Bush um að byggja nýtt eldflaugavarnakerfi og snúa baki við gagnflaugasáttmálanum sem Bandaríkin gerðu við Sovétríkin 1972. Í gær ítrekaði Bush að þetta yrði gert að höfðu „nánu samráði“ við bandamenn Bandaríkjanna og stjórn- völd í Moskvu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að sjónarmið Bush hefðu í raun fengið mun betri undirtektir en búast hefði mátt við. „Miðað við spár fjölmiðla fékk hann miklu betri viðtökur [við hugmyndunum um elfdlaugavarna- kerfið] en menn gátu búist við,“ sagði Davíð. Jacques Chirac Frakklandsforseti lét í ljósi efasemdir og áhyggjur af eldflaugaáætlun Bandaríkjamanna, og sagði að tilraunir til að draga úr út- breiðslu eldflaugatækni ættu að hafa forgang. En hann bætti því við að Frakkar væru reiðubúnir til við- ræðna um málið. Ímyndarvandi Bush Bush hefur ekki ferðast oft til meg- inlands Evrópu, og auk eldflauga- málsins á hann á brattann að sækja varðandi ímynd sína á erlendri grund. Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, viðurkenndi í gær að Evrópubúar litu á Bandaríkjaforseta sem „skopmynd“. Kvaðst Card vona að Bush gæti bætt ímyndina í Evr- ópuferðinni, sem hófst í Madríd á þriðjudag og stendur í fimm daga. Á leiðtogafundinum í Brussel var ennfremur rætt um ástand mála í Makedóníu, þar sem stjórnarherinn á í höggi við albanska skæruliða sem krefjast aukinna réttinda til handa albanska minnihlutanum í landinu. Er óttast að átökin leiði til nýrrar styrjaldar á Balkanskaga. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið að mönnum lítist þó ekki á að blanda sér formlega í deilurnar. Nær sé að leita pólitískra leiða „en gallinn er sá að yfirvöld [í Makedóníu] eru mjög mótfallin því að alþjóðastofnan- ir blandi sér inn í þessar deilur“. Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson og George W. Bush ræða málin í byrjun fundarins. Á milli þeirra er Robertson lávarður. Bush mjög ánægður með fyrsta NATO-leiðtogafundinn sem hann situr Stækkun og eldflauga- varnir efst á baugi Brussel. AFP, Morgunblaðið.  NATO mun stækka/34 JAVIER Solana, æðsti talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í ör- yggismálum, mun verða í fylgd með George Robertson, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), þegar hann heldur til Makedóníu í dag til þess að reyna að draga úr spennu sem fær- ist sífellt í aukana í landinu. Mun Robertson reyna að fá leið- toga Slava og Albana til þess að lýsa stuðningi við áætlun forseta Makedóníu, Borís Trajkovskíjs, um afvopnun albanskra skæruliða í landinu, en halda um leið áfram pólitískum viðræðum um kröfur Albana um aukin réttindi. Leiðtog- ar NATO og ESB óttast að átökin í Makedóníu kunni að breiðast út og verða kveikja að enn einni styrjöld- inni á Balkanskaga. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði á leiðtogafundi NATO í Brussel í gær að ekki kæmi til greina að NATO hæfi bein afskipti af gangi mála í Makedóníu. Nauð- synlegt væri að gefa færi á að frek- ari friðarumleitanir bæru árangur. Bush sagði á fréttamannafundi í Brussel að bandalagsþjóðirnar teldu að enn væri möguleiki á póli- tískri lausn í Makedóníu, þar sem stjórnvöld hafa átt í höggi við al- banska uppreisnarmenn síðan í febrúar. Í gær var óttast að morð á einum leiðtoga Albana í Makedóníu, Na- ser Hani, myndi tefla friðarumleit- unum í hættu, en Hani var felldur á þriðjudagskvöld. Til átaka hafði komið þegar gerð var tilraun til að ræna Hani í bænum Struga, sem er skammt frá væntanlegum fundar- stað leiðtoga deiluaðila sem áætlað var að hittust í dag. Solana til Make- dóníu Brussel, Valesta í Makedóníu. AFP, AP. MICHAEL Portillo varð í gær fyrst- ur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, eftir að William Hague sagði af sér í kjölfar ósigursins í þingkosningunum í síð- ustu viku. Portillo er talsmaður Íhaldsflokksins í ríkisfjármálum og gegndi embætti varnarmálaráð- herra frá 1995–1997. Hann þykir líklegastur til að hreppa leiðtoga- stöðuna, en meðal þeirra sem talið er að íhugi mótframboð eru Kenn- eth Clarke, fyrrverandi fjármála- ráðherra, Iain Duncan Smith, tals- maður flokksins í varnarmálum, og Ann Widdecombe, talsmaður í inn- anríkismálum. Vegna flókins kosn- ingafyrirkomulags verða úrslitin væntanlega ekki ljós fyrr en í byrj- un ágúst. Portillo var á fyrri hluta síðasta áratugar talinn líklegasti arftaki Johns Majors sem leiðtogi Íhalds- flokksins, en þær vonir urðu að engu þegar hann missti sæti sitt á þingi í kosningunum árið 1997, er Verkamannaflokkurinn vann stór- sigur. John Major sagði af sér eftir ófarirnar og William Hague tók við, en hans biðu sömu örlög fjórum ár- um síðar. Ýmsir hafa því haft á orði að tap þingsætisins kunni að teljast Portillo til happs á endanum, en hann var aftur kjörinn á þing árið 1999. Breski Íhaldsflokkurinn Michael Portillo í leiðtogaslaginn Michael Portillo  Portillo fyrstur/29 Farið verði að tillögum Mitchells KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að fylgja til hins ítrasta tilmælum Mitchell-nefndarinnar, þ.á m. um stöðvun landnáms, í kjölfar þess að þeir hafi fallist á vopnahlé fyrir til- stuðlan Bandaríkjamanna. Annan var í Kaíró í gær og hóf þar för sína um M-Austurlönd. Síðan var haldið til Damaskus í Sýrlandi og í dag fer Annan til Amman í Jórdaníu. Þaðan liggur svo leiðin til Líbanons á morgun, en á laugardag fer Annan til Ísraels og svæða Palestínumanna.  Lítið lát/28 Annan í M-Austurlöndum Kaíró. AFP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.