Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlesari frá Kirkjugörðum Reykjavíkur
Heilsustefna
rædd í Lissabon
VINNUEFTIRLITríkisins hefur valiðKirkjugarða
Reykjavíkur til þess að
sækja ráðstefnu Evrópu-
ráðs í Lissabon 18. og 19.
júní nk. þar sem fjallað
verður um stefnu fyrir-
tækja í slysa- og heilsu-
verndarmálum. Þórsteinn
Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur
var spurður hvers vegna
það fyrirtæki hefði orðið
fyrir valinu?
„Valin voru í fyrstu þrjú
fyrirtæki sem komu til
greina – auk Kirkjugarða
Reykjavíkur, Ísaga og
Húsavík úr hópi Heilsu-
sveitarfélaga. Niðurstaðan
varð að ég skyldi fara sem
fyrirlesari fyrir Kirkju-
garða Reykjavíkur. Þetta var
ákveðið á grundvelli þess að við
höfum sl. fimm ár unnið sam-
kvæmt starfsmannastefnu sem
tekur sérstaklega á heilsuverndar-
og slysavarnaþættinum hjá starfs-
fólki. Við erum í nánu samstarfi
við Vinnueftirlit ríkisins, nánara
en lög krefjast. Eins höfum við
undanfarin ár verið í samstarfi við
fyrirtækið Heilsuvernd ehf.“
– Um hvað ætlar þú að tala í fyr-
irlestri þínu í Lissabon?
„Ég mun tala um samstarfið við
hina tvo fyrrnefndu aðila sem
byggist á því að sérfræðingar
Vinnueftirlitsins halda vélanám-
skeið fyrir starfsfólk Kirkjugarða
Reykjavíkur og leiðbeina um
hvernig unnið skuli með tæki við
hirðingu kirkjugarða. Einnig er-
um við með tvo starfsmenn kirkju-
garðanna, annar er fulltrúi fyrir-
tækisins gagnvart Vinnueftirlitinu
og hinn er fulltrúi starfsmanna.
Þessir tveir menn fylgjast með öll-
um áhættuþáttum í vinnuum-
hverfinu og gera viðeigandi ráð-
stafanir ef eitthvað reynist
gagnrýnivert. Samstarfið við
Heilsuvernd er fólgið í því að fyr-
irtækið sendir til okkar sjúkra-
þálfara í sumarbyrjun sem kennir
sumarstarfsfólkinu rétta líkams-
beitingu. Starfsmenn Heilsu-
verndar hafa og séð um að taka á
móti fjarvistartilkynningum vegna
veikinda og greina ástæður sem
liggja að baki. Þessi greiningar-
þáttur er síðan notaður til þess að
laga það til í vinnuumhverfinu sem
gæti valdið fjarvistum vegna veik-
inda. Heilsuvernd hefur einnig
verið með fræðslu fyrir starfs-
menn á fundum þar sem farið er
yfir lífstengda áhættuþætti og
varnir gegn þeim. Fyrir tilstuðlan
Heilsuverndar skapast aðgangur
að heilbrigðisstarfsfólki sem veitir
ráðgjöf, bæði í veikindum og þess
utan. Þá hafa starfsmenn Heilsu-
verndar unnið fyrir okkur áhættu-
mat og þarfagreiningu í sambandi
við heilsuvernd eða heilsueflingu
út frá þörfum mismunandi starfs-
mannahópa, t.d. garðyrkjumanna,
starfsfólki kirkjunnar (Fossvogs-
kirkju) og sumarstarfsmanna.
Þess má geta að það kemur hjúkr-
unarfræðingur tvisvar
á ári á vegum Heilsu-
verndar og er með við-
talstíma hér hjá okkur
og ræðir við starfs-
menn um heilsufar
þeirra, mælir hlutfall
blóðfitu og blóðþrýsting og fleira.
Þess utan erum við með fræðslu-
erindi og umræðufundi fyrir
starfsfólk með fagfólki, t.d. prest-
um og sálfræðingum og fleiri að-
ilum, sem kom þar að. Þá er tekið
fyrir það sem mörgum starfs-
mönnum reynist erfitt, t.d. að
meðhöndla lík, umgangast syrgj-
endur og fleira tengt slíkum þátt-
um. Á döfinni hjá okkur er næst að
hafa samband við fagaðila svo sem
Krabbameinsfélagið og fá frá þeim
upplýsingar um hvernig best er að
aðstoða þá sem verða langveikir í
hópi starfsmanna eða ástvina
þeirra.“
– Hvers vegna eru Kirkjugarð-
ar Reykavíkur með alla þessa
þjónustu?
„Það er vegna þess að stjórn-
endur fyrirtækisins vita að það er
mjög hagkvæmt fyrir fyrirtækið
að auka heilsuverndina, bæði með
fyrirbyggjandi þáttum og með-
ferð. Það hefur mikið að segja
hvernig líðan starfsmanna er á
vinnustað, sé hún góð skilar það
sér í jákvæðari efnahag fyrirtæk-
isins. Frá rekstrarsjónarmiði skil-
ar kostnaður við þessa þætti sér
því til baka. Ég geri þó þann fyr-
irvara að auðvelt sé að „skjóta yfir
markið“, í þessum efnum – mikið
er í boði varðandi heilsuvernd og
ýmislegt þar innan um sem ekki
hefur verið staðfest læknisfræði-
lega. Þess vegna er svo brýnt að
vera í samstarfi við viðurkennda
sérfræðinga á sviði heilsuverndar,
til þess að tryggja að réttar
áherslur séu valdar.“
– Er þetta í fyrsta skipti sem við
eigum fulltrúa á svona ráðstefnu?
„Þessi ráðstefna heitir: Lítil,
heilsusamleg og samkeppnisfær
(fyrirtæki), og verið er að höfða til
minni fyrirtækja í löndum Evr-
ópusambandsins, en yfir 90% af
öllum fyrirtækjum
sambandsins eru með
innan við tíu starfs-
menn. Þetta er í annað
skipti sem svona ráð-
stefna er haldin og við
Íslendingar áttum þátt-
takendur á þeirri fyrstu, þá sendi
Eimskipafélag Íslands fulltrúa
sína sem héldu fyrirlestur. Núna
fara sjö fulltrúar frá Íslandi á
þessa ráðstefnu Evrópuráðsins
sem stendur í tvo daga. Þarna
verður komið á framfæri raunhæf-
um líkönum sem auka veg góðrar
heilsustefnu og hagnað lítilla og
millistórra fyrirtækja.“
Þórsteinn Ragnarsson
Þórsteinn Ragnarsson fæddist
á Akureyri 25. september 1951.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1971 og varð cand. theol. frá Há-
skóla Íslands 1978. Viðskipta- og
rekstrarnámi lauk hann 1991 frá
HÍ. Hann var vígður 1978 sem
prestur að Miklabæ í Skagafirði,
árið 1985 varð hann deildarstjóri
viðskiptadeildar Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og var einnig prest-
ur Óháða safnaðarins. Árið 1995
var Þórsteinn ráðinn forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur og er
það enn. Hann er kvæntur Elsu
Guðmundsdóttur bankaritara og
eiga þau fjórar dætur.
Kostnaður við
heilsustefnu
skilar sér til
baka
Jafnvel einhver hundruð milljarða nægja ekki til að stöðva menn í að lemja hausnum við
trúarbragðasteininn.
LÖGFRÆÐINGUR Landsvirkjun-
ar mun á næstunni ræða við eigend-
ur jarða og jarðarhluta á áhrifasvæði
Kárahnjúkavirkjunar um ráðstafan-
ir og/eða bætur vegna hugsanlegra
afleiðinga virkjunarinnar, þ.e. bú-
sifja af völdum grunnvatnsbreyt-
inga.
Þetta kemur fram á fréttavef
Kárahnjúkavirkjunar, en Lands-
virkjun ræðir málið einnig við við-
komandi sveitarstjórnir, m.a. hefur
sérstök nefnd, með fulltrúum Fljóts-
dælinga, verið sett á laggir vegna
mála sem snerta þá sérstaklega.
Eigendur alls 149 jarða á Austur-
Héraði, í Fljótsdalshreppi, Fella-
hreppi og á Norður-Héraði kunna að
eiga hér hagsmuna að gæta. Þessar
jarðir eru að hluta eða öllu leyti á
áhrifasvæði virkjunarinnar, sem í
þessu tilviki er 100 metra breitt
svæði á láglendi meðfram ánum. Af
þeim er 21 jörð í opinberri eigu og 49
jarðir eru skráðar í eyði.
Rennsli jökulánna á svæðinu ým-
ist eykst eða skerðist vegna Kára-
hnjúkavirkjunar sem getur breytt
grunnvatnsstöðu á tilteknum svæð-
um. Þá skerðist land í Fljótsdal
vegna frárennslisskurðar virkjunar-
innar.
Rætt við eigendur allra
jarða á áhrifasvæðinu
Kárahnjúkavirkjun
STARFSGREINASAMBANDI Ís-
lands hefur verið falið að gefa um-
sagnir vegna útgáfu atvinnuleyfa til
útlendinga við heimaþjónustu. Um
er að ræða verkefni sem Alþýðusam-
band Íslands hefur sinnt fyrir aðild-
arfélög Starfsgreinasambandsins
fram til þessa, en hefur nú hætt að
sinna þessu verkefni.
Frá þessu er skýrt á vef Starfs-
greinasambandsins. Þar kemur
einnig fram að eftir ákvörðun Al-
þýðusambandsins hafi verið haft
samband við Starfsgreinasambandið
um að það tæki verkefnið að sér og
sinnti því samræmingarhlutverki
sem nauðsynlegt væri, í stað þess að
hvert og eitt aðildarfélag SGS tæki
verkefnið að sér.
Umsagnir
vegna
atvinnuleyfa
Starfsgreinasambandið
♦ ♦ ♦