Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UPPHAFLEGA var speglunartækn- in þróuð til að hjálpa læknum við að sjúkdómsgreina sjúklinga, og byggist tæknin á að grönn slanga sem tengist sjónvarpi er þrædd inn í meltingar- veginn. Þannig er hægt að skoða meltingarveginn innan frá án þess að skera sjúklinginn upp. Christopher Gostout er yfirmaður speglunardeildar á Mayo-sjúkrahús- inu í Minnesota í Bandaríkjunum og yfirmaður deildar þar sem ný spegl- unartækni er þróuð. Hann hélt fyr- irlestur á nýafstöðnu þingi norrænna meltingarsérfræðinga um framtíðina í speglunarlækningum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gostout að nýj- ustu speglunartækin væru aðeins um 2 cm að lengd og 1 cm að breidd og að sjúklingarnir kyngdu þessu tæki eða hylki eins og pillu. Sjúklingurinn þarf því ef til vill ekki í framtíðinni að vera á sjúkrahúsi eða lækningastofu meðan speglunarað- gerðin fer fram, hann getur í raun verið hvar sem er í heiminum meðan læknirinn fylgist með myndunum sem speglunartækið tekur í gegnum tölvutengingu annaðhvort á skrif- stofu sinni, heima hjá sér, eða jafnvel í bílnum sínum. Tækið gefur upp stað- setningu, eins konar landfræðileg hnit um hvar það er staðsett, til að hjálpa læknum við að staðsetja mein- semdir sem tækið finnur. Einnig er hægt að setja skynjara á hylkið sem greina efnin í meltingarveginum eins og t.d. blóð sem kemur frá sárum eða æxlum. Tækið mun einnig geta þegar fram líða stundir tekið frumusýni, brennt saman æðar og fleira. Hefðbundin speglunartæki eru um 10 mm í þvermál, en einnig eru til tæki sem eru ekki nema 5–6 mm í þvermál. Með hylkjunum verður ekki lengur þörf á að gefa sjúklinginum kæruleysislyf í æð meðan á speglun stendur og þarf hann ekki að taka frí. Gostout telur að mörkin milli spegl- unaraðgerða sem framkvæmdar eru innan frá og kviðarholsaðgerða skurðlæka muni skarast meira í fram- tíðinni. Ástæðuna segir Gostout vera að speglunarlæknar séu farnir að sinna verkefnum sem áður þurfti að leysa með skurðaðgerð. Hann segir að fyrir áratug hafi 20% sjúklinga sem hafi fengið speglun þurft að gangast undir skurðaðgerð, en að nú sé hlutfallið aðeins 1–2% þar sem sí- fellt fleiri aðgerðir séu gerðar í spegl- uninni. Vélindabakflæði hefur verið mikið í umræðunni hér á landi, en fari sýra óhóflega upp í vélinda geta frumu- breytingar hafist í slímhúðinni, sem getur verið forstig krabbameins. „Við erum búin að útbúa aðferð þar sem hægt er að flysja af slímhúðina þar sem frumubreytingarnar eiga sér stað í heilu lagi með speglunartækinu. Við munum hefja prófanir á þessu síðla næsta haust,“ segir Gastout. Saumar, heftir, sker og brennir Hann segir margar fleiri tækninýj- ungar vera í burðarliðnum. „Við erum t.d. að þróa aðferð til að lækna sýru- bakflæði með því að sauma í slappt og vítt efra magaop. Þá er lítilli saumavél sem er um 2 cm löng og 1 sm breið komið fyrir á speglunartækinu. Í saumavélinni er nál og er henni stjórnað með handfangi utan frá. Tækið sogar slímhúðina inn í holrúm á tækinu og þá er hægt að sauma saman.“ Margs konar aðgerðir eru gerðar með speglunartækjum. Í fyrsta lagi eru það að sögn Gostouts, aðgerðir sem tengjast myndun æxla og sepa í meltingarveginum. Þá er æxlið t.d. brennt með leysigeisla og sé ekki hægt að fjarlægja það algjörlega, er mögulegt að koma í veg fyrir að æxlið stífli meltingarveginn með því að skera á hluta þess. Gostout segir að í framtíðinni verði hægt að skera heilu æxlin í burtu, án skurðaðgerðar og fjarlægja þau úr líkamanum með speglunartækjunum, annaðhvort í gegnum munn eða endaþarm. Einnig er hægt að nota vírnetsrör til að opna meltingarveginn þar sem hann hefur stíflast, en rörin eru þannig hönnuð að þau opnast smám saman, eftir að þeim hefur verið komið fyrir. Tekst að stöðva blæðingu í meltingarvegi í 90% tilfella Speglunartæknin hefur einnig nýst vel við að finna blæðingu í melting- arvegi og stöðva hana að sögn Gost- outs. „Margar aðferðir eru notaðar til að stöðva blæðingu, t.d. að sprauta alkóhóli eða adrenalíni í meinið, brenna fyrir blæðandi æð eða klípa sárabarmana saman og hefta sárið saman til að loka því.“ Gostout segir að þessar aðferðir hafi verið mjög árangursríkar. „Í 90% tilfella þar sem speglun er notuð til að finna blæðingu í melting- arvegi, næst að stöðva hana. Hjá þessum tíunda hluta tekst það hjá 90% þeirra í næstu tilraun.“ Sérstakt blæðingateymi er starfrækt á Mayo- sjúkrahúsinu þar sem Gostout starfar og segir hann að hlutfall sjúklinga á gjörgæslu sem látast vegna blæðinga í meltingarvegi hafi fallið úr 8–9% nið- ur í 1–2% frá því að blæðingateymið byrjaði að starfa fyrir nokkrum árum. Ýmsar nýjungar voru kynntar á þingi norrænna meltingarsérfræðinga á Íslandi Örar fram- farir í spegl- unartækni Speglunartækninni hefur fleygt fram síð- ustu ár og sífellt er hægt að gera fleiri og flóknari aðgerðir með hjálp speglunar- tækja. Nína Björk Jónsdóttir kynnti sér helstu nýjungar á þessu sviði. Með þessu litla hylki sem sjúk- lingur er látinn gleypa er unnt að mynda meltingarveginn eða greina efni þar og mun tækið þegar fram líða stundir einnig geta tekið sýni. Christopher Gostout ninabjork@mbl.is NÝJUNGAR í meðferð æðakölkun- ar og ný tækni í innæðaaðgerðum voru meginviðfangsefni á norrænu þingi æðaskurðlækna, sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Um 140 manns sóttu þingið og nokkrir af færustu sérfræðingum æðaskurð- lækninga fluttu þar erindi. Meðal helstu fyrirlesara voru prófessor Amman Bolia frá háskólanum í Leichester á Bretlandi, prófessor Bauer Sumpio frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum og prófessor David Bergqvist frá Akademíska sjúkra- húsinu í Uppsölum. Dr. Amman Bolia er frumkvöðull í ákveðinni tækni sem hefur rutt sér til rúms við aðgerðir á æðakölkun- arsjúkdómum. Að sögn Bolia felst tæknin í því að gerðar eru svokall- aðar innæðaaðgerðir þar sem röntgentækni er nýtt til að þræða æðar með leiðurum. Æðar sem lokast hafa vegna æðakölkunar eru opnaðar á annan hátt en fyrr með því að fara milli laga æðaveggjarins, í stað þess að ráðast að vandamálinu í miðju æðarinnar. Þannig er skap- aður nýr farvegur fyrir blóðflæði framhjá kölkunarsjúkdómnum og æðin hreinsuð frá æðaveggnum í stað miðju æðar áður. Þessi aðferð getur verið varanlegri en hefðbund- in skurðaðgerð í völdum tilfellum. Það var árið 1987 sem Bolia hóf að gera slíkar aðgerðir. „Í fyrstu höfðu ekki margir trú á þessari aðferð, en nú hefur hún sannað sig og er að verða æ útbreiddari þar sem hún á við,“ segir Amman Bolia. Þess má geta að nú eru um 45% allra æðaaðgerða á útlimum Íslandi gerðar með innæðatækni. Þessi tækni hefur reynst vel á sjúklingum sem þola illa opnar skurðaðgerðir, svo sem aldraðir og mjög veikt fólk. Lifnaðarhættir segja ekki alla söguna Dr. Bauer fjallaði um framþróun í meðferð og rannsóknum á æðakölk- un. „Að undanförnu hafa komið fram ýmsar hugmyndir um hvað valdi æðakölkun. Menn hafa velt því fyrir sér hvort ákveðnir þjóðfélags- hópar séu líklegri til að fá alvarlegri stig sjúkdómsins. Ýmsir áhættuhóp- ar eru vel þekktir svo sem reyk- ingamenn, sykursýkissjúklingar, fólk með of háan blóðþrýsting og hátt magn kólesteróls í blóði. Menn eru sífellt að glöggva sig betur á samverkan erfðaþátta og lifnaðar- hátta og rannsóknir standa yfir á því hvernig þessir þættir stuðla að æðakölkun og hvað sé hægt að gera til að minnka líkurnar á sjúkdómn- um,“ segir Bauer. Hann hefur rannsakað tengsl blóðþrýstings og æðakölkunar. „Það er athyglisvert að sumt fólk hefur tilhneigingu til æðakölkunar í ríkara mæli en aðrir við svipaðar aðstæður, svo lifnaðarhættir virðast ekki segja alla söguna.“ Við Yale-háskóla hefur verið kom- ið á fót rannsóknarstofu til að skoða af hverju sumt fólk hefur tilhneig- ingu til æðakölkunar fremur en ann- að og er í því skyni horft til erfða- fræðilegra þátta. Á Íslandi eiga sér stað rannsóknir á þessu sviði í sam- starfi Æðaskurðlæknafélags Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Á þinginu var kynnt rannsókn sem staðfestir að ætt og uppruni einn og sér getur verið sjálfstæður áhættu- þáttur fyrir æðakölkun. Bauer bendir á að þó miklar framfarir hafi átt sér stað í meðferð æðakölkunarsjúkdóma og einkenn- um þeirra, til dæmis með lyfjagjöf og nýjum aðferðum við að hreinsa æðar án þess að opna þær með upp- skurði, sé enn mikið starf óunnið. „Ég tel mjög mikilvægt að almenn- ingur sé meðvitaður um heilsu sína og leggi líf sitt ekki algerlega í hendur lækna. Því meðvitaðra sem fólk er um líkama sinn, því líklegra er það til að stunda holla lifnaðar- hætti og draga þannig úr líkum á hinum ýmsu sjúkdómum.“ Dr. David Bergqvist lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að almenn- ingur sé uppfræddur um áhættu- þætti æðasjúkdóma. Bergqvist sem starfað hefur á sviði æðaskurðlækn- inga í yfir 20 ár fjallaði á þinginu um notkun nýrra lyfja varðandi æða- kölkun og flókið samspil storkuþátta og birtingu æðasjúkdóma. Að sögn Bergqvist hafa á starfs- ævi hans orðið miklar framfarir í notkun lyfja á sviði blóðstorku sem geta haft fyrirbyggjandi gildi við æðasjúkdóma og afleiðingar þeirra sem og gera beina meðferð auðveld- ari og áhrifaríkari. Þetta hafi einnig gjörbreytt þeim möguleikum sem fyrir hendi eru við skurðaðgerðir og innæðameðferð æðasjúkdóma. Í tengslum við ráðstefnuna var haldið námskeið fyrir verðandi æða- skurðlækna en umsjón með því hafði meðal annars Georg Stein- þórsson, æðaskurðlæknir á Land- spítala – Háskólasjúkrahúsi í Foss- vogi. Námskeiðið var liður í að reyna að glæða áhuga á þessari sér- grein, en að sögn Stefáns E. Matthí- assonar, formanns Æðaskurðlækna- félags Íslands, er mikill skortur á sérfræðingum í greininni á Norð- urlöndunum. Að undanförnu hefur starfsað- staða fyrir lækningar á þessu sviði batnað til muna hér á landi með bættu skipulagi og sameiningu æða- skurðlækningadeilda í Fossvogi og með uppbyggingu aðstöðu þar. Stef- án segir þetta vekja vonir um að þessum málaflokki verði vel borgið hér á næstu árum. Fjölmörg erindi flutt á norrænu þingi og námskeiði æðaskurðlækna í Reykjavík Miklar tæknifram- farir á síðustu árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir á þingi æðaskurðlækna í Odda um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.