Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 14

Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMFANG svokallaðra ferliverka á sjúkrahúsum jókst mjög frá árinu 1999 til 2000 samkvæmt úttekt Rík- isendurskoðunar á ferliverkum á níu sjúkrahúsum í landinu eftir að um- sjón með greiðslu þeirra var flutt frá Tryggingastofnun ríkisins til ein- stakra sjúkrahúsa með samningum sjúkrahúsanna við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Til úrbóta telur Ríkisendurskoðun brýnt að stórefla eftirlit með framkvæmd samninga og búa þurfi þannig um hnúta að vinna sérfræðinga fari ekki fram yfir umsaminn fjölda eininga. Með ferliverkum er átt við sér- fræðimeðferð sem veitt er á sjúkra- húsum, svo sem aðgerðir, viðtöl, skoðanir og rannsóknir sem fram fara án þess að sjúklingur sé lagður inn. Greitt er sérstaklega fyrir ferli- verk eftir gjaldskrá um einingar og er miðað við að fjöldi eininga sem unninn er á hverju sjúkrahúsi fari ekki yfir ákveðið mark á ári. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra tjáði Morgunblaðinu í gær að nauðsynlegt sé að fara yfir forsendur ferliverkakvótans, sem sumar stofn- anir hafi farið fram úr. Einnig sagði hann nauðsynlegt að fara yfir kerfið almennt því það að læknar, sem hefðu einir stétta fengið að vinna ferliverk, væru bæði launamenn og verktakar hefði skapað viss vand- kvæði á sjúkrahúsunum. Sagði ráð- herra nauðsynlegt að ræða við for- ráðamenn stærstu sjúkrahúsanna um málin sem snertu launakjör sem væru viðkvæmur þáttur. Aukning vegna eðlisbreyt- inga í starfi sjúkrahúsa Ástæður fyrir aukningu ferliverka eru meðal annars taldar vera breyt- ingar á eðli starfs sjúkrahúsanna, innlögnum fari fækkandi og aukin þörf sé fyrir dag- og göngudeildar- þjónustu, þar með talin ferliverk. Umfang ferliverka jókst um 4% á sjúkrahúsunum 9 frá árinu 1999 til 2000. Dæmi eru um meiri vöxt hjá einstaka sjúkrahúsi, jafnvel um tugi prósenta, og á 6 sjúkrahúsum var alls farið 333 þúsund einingum fram- úr úthlutuðu einingamagni á tíma- bilinu. Óheppilegt fyrirkomulag á greiðslum til lækna Þá segir í skýrslu Ríkisendurskoð- unar um áhrif aukins umfangs ferli- verka að legudögum hafi nánast í öll- um tilvikum fækkað bæði árin og megi því ætla að kostnaður spítal- anna vegna legudeilda hafi minnkað. „Þrátt fyrir að fjölgun ferliverka hafi leitt til þess að afköst á sjúkrahús- unum, þ.e. fjöldi sjúklinga og að- gerða, hafi aukist stórlega, vekur at- hygli að biðlistar hafa víðast hvar einnig lengst í nær öllum sérgrein- um.“ Ríkisendurskoðun segir að gera verði ráðstafanir til þess að tryggja að farið sé eftir samningum um fjölda eininga í ferliverkum. „Ljóst er að það fyrirkomulag sem ríkir á greiðslum til lækna fyrir ferli- verk á sjúkrahúsum er að ýmsu leyti óheppilegt. Læknar fá víðast hvar greitt fyrir vinnu sína á sjúkrahús- um samkvæmt tveimur kerfum – sem starfsmenn og sem verktakar. Þessi tilhögun er gjarnan flókin í framkvæmd og útheimtir mikla vinnu af hálfu stjórnenda. Við slíkar aðstæður verður allt eftirlit vanda- samt og getur misfarist. Æskilegt er að greiðslur fyrir ferliverk séu hluti af almennun launakjörum lækna á sjúkrahúsum, líkt og raunin er í til- fellum þeirra lækna sem gert hafa fastlaunasamning, svokallaðan helg- unarsamning. Með helgunarsamn- ingi fær læknir sérstakt álag ofan á föst laun gegn því að „helga sig“ hlutaðeigandi sjúkrahúsi. Það þýðir að hann skuldbindur sig til að starfa ekki sjálfstætt (þ.e. sem verktaki) né heldur þiggja laun annars staðar. At- hygli vekur hve fáir sérfræðingar hafa valið þennan kost. Samkvæmt þeim upplýsingum sem skýrslan byggist á er meginástæðan sú að hið tvöfalda kerfi felur í sér betri mögu- leika til tekjuöflunar en helgunar- samningur.“ Munur vegna tvöfalds kerfis óæskilegur Einnig segir Ríkisendurskoðun að sá munur sem hið tvöfalda kerfi skapi á aðstöðu og starfskjörum ólíkra faghópa innan sjúkrahúsanna hljóti að teljast óæskilegur. Aðeins einn hópur njóti þess að laun séu af- kastatengd en aðrir hópar séu án slíkrar tengingar. Bent er á að eigi að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á greiðslum fyrir vinnu sérfræðinga á sjúkrahúsum þurfi ábyrgð og skyldur að vera vel tilgreind í samn- ingum og efla þurfi eftirlit með fram- kvæmd samninga. Minnt er á að ákvæði um afslátt af einingaverði þegar tilteknu marki er náð séu í gildi í samningum TR og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Væri eðlilegt að sérfræðingar sem ynnu ferliverk á sjúkrahúsunum veittu einnig slík- an afslátt, hann sé aðeins í gildi á tveimur sjúkrahúsanna. Telur Rík- isendurskoðun að ákvæði um afslátt væru til þess fallin að halda aftur af þeirri tilhneigingu sem gæti víða að umfangið fari vaxandi. „Tryggja verður að í þeim tilvik- um þar sem ákvæði um vinnutíma eru í samningum, séu þau raunveru- lega virt. Með öllu hlýtur að teljast óviðunandi að læknum sé sums stað- ar ætlað að standa sjúkrahúsunum skil á endurgreiðslum vegna þeirra ferliverka sem þeir sinna í dagvinnu- tíma sínum, en annars staðar ekki.“ Í lok skýrslunnar er fjallað um við- horf stjórnenda, lækna og hjúkrun- arfræðinga til ferliverka. Segir þar að hjúkrunarfræðingar virðist al- mennt afar ósáttir við fyrirkomulag ferliverka á sjúkrahúsunum þar sem álag á þá hafi aukist í takt við aukið umfang þeirra. Telji þeir sig ekki hafa fengið það bætt í launum á sama hátt og læknar. Þá segir í skýrslunni að sumir hjúkrunarfræðingar haldi því fram að læknar hafi í sumum tilvikum veitt meðferð umfram það sem nauð- synlegt og eðlilegt megi teljast. Bentu þeir á að hnéspeglunum, maga- og ristilspeglunum og aðgerð- um þar sem rör væru sett í eyru hefði fjölgað mjög og deila mætti um hvort þær hefðu verið nauðsynlegar í öllum tilvikum. „Hjúkrunarfræðing- ar gagnrýna sumir þann „hraða“ og „æðibunugang“ sem þeir segja að einkenni ferliverk lækna. Bent er á að út frá sjónarmiði hjúkrunar séu vinnubrögð af þessu tagi mjög óæskileg.“ Ríkisendurskoðun segir umfang ferliverka á sjúkrahúsum hafa aukist Telur að efla þurfi eftirlit með samningum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á fyrirkomulagi launa lækna. Lokið er þeim hluta úttektarinnar sem fjallar um fyrirkomulag ferliverka. „Þessi síða er hluti af því stóra verkefni,“ sagði Arnar. „Auðvitað hafa þessi gögn verið til í prentuðu formi, en eins og gefur að skilja auðveldar þetta aðgengið.“ Jafn- framt sagði Arnar að í tengslum við verkefnið hefði verið unnið að lagfæringu heimasíðna þar sem lagagögn hafa verið birt, t.a.m. hefði leitarvél heimasíðu Hæsta- SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- málaráðherra, opnaði í gær nýjan réttarheimildavef sem á að vera heildstætt yfirlit helstu lagagagna og réttarheimilda. Slóðin www.rettarheimild.is og má þar nálgast lög og reglugerðir, dóma, stjórnvaldsúrskurði, alþjóðasamn- inga og niðurstöður alþjóðadóm- stóla, auk annars efnis. Meðal nýmæla á heimasíðunni er heildarsafn gildandi reglugerða sem birtist þar í fyrsta sinn á net- inu auk hundraða stjórnvalds- úrskurða og úrskurða Félagsdóms. Heimasíðan verður hluti af vef stjórnarráðsins og er komið á fót í samræmi við tillögur nefndar um miðlun lagagagna á netinu, sem dómsmálaráðherra skipaði í nóv- ember 1999. Formaður nefnd- arinnar er Arnar Þór Jónsson og er hann jafnframt ritstjóri heima- síðunnar. Hann segir að nefndin hafi verið skipuð í framhaldi af stefnumótun ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið árið 1996. réttar verið endurbætt og alþjóða- samningar gerðir aðgengilegir og uppfærðir. „Síðan er fyrst og fremst miðuð við þarfir almennings en ekki sér- fræðinga,“ áréttaði Arnar. „Þarna á almenningur að geta nálgast þessar upplýsingar með auðveld- um hætti og það er megináhersl- an.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, opnaði nýja heimasíðu í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni í Reykjavík, í gær. Heildarsafn reglugerða á netinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Grími Sæ- mundsen, stjórnarformanni Lyfja- verslunar Íslands: „Í tilefni af bréfi Búnaðarbankans Verðbréfa dags. 12. júní 2001, um málefni Lyfjaverslunar Íslands hf. og Frumafls ehf. vill undirritaður stjórn- arformaður Lyfjaverslunar Íslands taka eftirfarandi fram: Bréf Yngva Arnar Kristinssonar f.h. Búnaðarbankans Verðbréfa er í mikilvægum atriðum rangt um sam- skipti undirritaðs og Árna Tómasson- ar, bankastjóra Búnaðarbanka Ís- lands, varðandi ráðgjöf við verðmat á Frumafli ehf. Hið rétta er að trún- aðarerindi stjórnarformanns Lyfja- verslunar við Árna Tómasson fjallaði um að fá aðstoð við að verðmeta óefn- islega þætti Frumaflssamningsins. Eftir frumskoðun erindisins tjáði bankastjórinn Grími Sæmundsen að hann treysti sér ekki til að meta um- rædda þætti, og vísaði því frá sér. Á hinn bóginn hafði Árni lagt óformlegt núvirðismat á Sóltúnsverkefnið en um það lá þegar fyrir mat frá endur- skoðanda félagsins og fleirum. Í ljósi þessa var ekki grundvöllur til frekari meðferðar málsins af hans hálfu. Í tilefni af bréfi Yngva Arnar Krist- inssonar f.h. Búnaðarbankans Verð- bréfa hefur stjórn Lyfjaverslunar Ís- lands ákveðið að fara þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það rannsaki til- urð þess að samskiptum undirritaðs og bankans er lýst opinberlega með jafnröngum hætti og að framan greinir. Í því sambandi er óhjákvæmi- legt að þess verði beiðst að Fjármála- eftirlitið rannsaki viðskipti Búnaðar- bankans Verðbréfa með viðskipti með hlutabréf í Lyfjaversluninni, undan- farna daga, m.a. með hliðsjón af reglum laga um viðskiptabanka og laga um verðbréfaviðskipti. Að öðru leyti vill undirritaður lýsa yfir, að í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um málefni Lyfjaverslunar Íslands hefur stjórn félagsins ákveðið að fela stjórnarformanni þess að gera opin- berlega grein fyrir afstöðu stjórnar til þeirra misvísandi upplýsinga sem fram hafa komið. Munu sjónarmið stjórnarinnar sett fram á næstu dög- um.“ Yfirlýsing stjórnarformanns Lyfjaverslunar Íslands LIÐS- OG BIRGÐAFLUTNING- AR á átakatímum og varnir gegn al- þjóðlegum hryðjuverkum verða í brennidepli á Norðurvíkingi 2001, varnaræfingu varnarliðsins sem haldin verður 18.– 24. júní næstkom- andi. Tæplega 3000 manns taka þátt í æfingunni, allir 1.900 liðs- menn varnarliðs- ins í Keflavík og rúmlega 900 manna lið frá Bandaríkjunum, auk liðsmanna Landhelgisgæslunn- ar. Þungamiðjan í hryðjuverkaþætt- inum eru varnir gegn tölvuhernaði og er áhersla lögð á varnir virkjana og rafmagnskerfa, að sögn Gunnars Gunnarssonar, sendiherra og skrif- stofustjóra varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins. „Fyrri æfingar voru oft meira miðaðar við beina hernaðarlega ógn en nú er áhersla lögð á hryðjuverk sem er í samræmi við þróun mála í okkar heimshluta,“ segir Gunnar. Hlutverk hryðjuverkasveita verð- ur í höndum 50 hermanna úr þjóðvarðliði Illinois-fylkis og sér- sveit bandaríska flotans, Navy Seals. Æfingin mun fara fram í varnar- stöðinni á Miðnesheiði, í Helguvík- urhöfn, Sogsvirkjun, Nesjavalla- virkjun, í Skálafelli, og í skíðasvæðinu í Hamragili. Allmargir liðsmenn Bandaríkjahers munu gista í skólahúsum í Sandgerði, Hveragerði og að Ljósafossi en þeir hafa hingað til að mestu gist á varn- arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, að sögn Gunnars. Fjórar F-15 orrustu- þotur, fimm Pave Hawk björgunar- þyrlur, Fimm P-3 kafbátaleitarvélar, ein KC-135 eldsneytisvél og ein KC-130 Herkúlesvél frá varnarliðinu verða notaðar á æfingunni auk fimm A-10 orrustuflugvéla, þriggja Chin- ook- og sex Black Hawk-flutninga- þyrla frá Bandaríkjunum. Skotvopn verða hlaðin púðurskotum og notast verður við svokallaðan Miles-búnað sem byggist á lasertækni. „Búast má við að almenningur verði var við æfingarnar á meðan á þeim stendur enda er hér um að ræða nokkuð mikinn umbúnað og töluverðan fjölda manna en skipulag- ið miðast við að valda sem minnstri truflun,“ segir Gunnar. Strangar reglur um umgengni við náttúruna verða í gildi og verður öllum erlend- um þátttakendum gerð grein fyrir þeim áður en æfingin hefst. Landhelgisgæslan mun meðal annars æfa sprengjuleit og upp- göngu í skip ásamt víkingasveit lög- reglunnar, að sögn Halldórs B. Nellett hjá Landhelgisgæslunni. „Undanfarna daga höfum við notið leiðsagnar þriggja manna úr banda- rísku strandgæslunni en þeir munu taka þátt í lokaæfingunni 20.–21. júní sem verður um leið eins konar próf. Við höfum lent í því að menn sýni mótþróa og neiti okkur um upp- göngu í skip og því eru æfingar sem þessar nauðsynlegar. Þær ættu að koma að góðum notum en vonandi kemur ekki til þess að við þurfum að nota þetta.“ Þyrlur Bandaríkjahers, sem koma hingað til lands, verða nýttar til flutninga í almannaþágu í verkefni sem nefnt hefur verið Norðurná- granni. Varnarmálaskrifstofa velur verknjótendur úr hópi opinberra að- ila og félagasamtaka sem starfa í þágu almannaheilla, en þeir eru að þessu sinni, Náttúruvernd ríkisins, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Kjósarhreppur. Meðal verkefna sem ráðist verður í verða flutningur á gömlum járnbrautarvagni af bryggj- unni í Hvítanesi í Hvalfirði, flutning- ur á áburði og skýli í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur, og flutningur á sæluhúsum í A-Skaftafellssýslu. Varnaræfingin Norðurvíkingur haldin 18.–24. júní Æfa varnir gegn alþjóð- legum hryðjuverkum Gunnar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.