Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 21

Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 21 DRÖG að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og 101 Skuggahverfis hf. voru sam- þykkt í borgarráði á þriðju- dag. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að deiliskipulag fyrir neðri hluta Skuggahverfis verði samþykkt í ár. Á fram- kvæmdum á því svæði að vera lokið árið 2005. Uppkaup á fasteignum nauðsynleg Morgunblaðið greindi ný- verið frá hugmyndum að deili- skipulagi fyrir svonefnt Skuggahverfi sem gerði ráð fyrir niðurrifi um 40 húsa en svæðið afmarkast af Skúla- götu, Klapparstíg, Frakkastíg og Hverfisgötu. Vegna mót- mæla íbúa var ákveðið að fresta áformum um nýtt skipulag á efra hluta svæðis- ins, þ.e. frá Lindargötu og upp að Hverfisgötu en ljúka deili- skipulagi svæðisins að Lindar- götu í ár. Nú hefur borgarráð sam- þykkt fyrir sitt leyti drög að samningi milli borgarinnar og 101 Skuggahverfi hf. sem unn- ið hefur að þróun deiliskipu- lags fyrir svæðið. Í drögunum segir að aðilar séu sammála um að standa saman að deiliskipulagi á Skuggahverfi. Skal skipu- lagsvinnan fara fram í tveimur áföngum og tekur fyrri áfang- inn til svæðis milli Lindargötu og Skúlagötu en sá seinni til svæðisins milli Lindargötu og Hverfisgötu. „Stefnt skal að því að deiliskipulag fyrir fyrri áfanga verði samþykkt á árinu 2001 og að framkvæmdir á því svæði hefjist á árinu 2002 og verði lokið á árinu 2005 ef markaðsaðstæður að mati 101 Skuggahverfis leyfa,“ segir í drögunum. Þá segir að samhliða vinnu við deiliskipulag seinni áfanga skuli 101 Skuggahverfi vinna markaðs- og hagkvæmniat- hugun á því svæði. Segir að nauðsynlegt muni reynast að kaupa fasteignir á svæðinu meðan á deiliskipulagsgerð- inni stendur og munu aðilar standa saman að þeim kaup- um. Að sögn Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns eru ekki lík- ur á að breytingar verði gerð- ar á samkomulaginu. Borgar- ráð hefur þegar samþykkt það að sínu leyti en samkomulagið er einnig háð samþykki stjórnar 101 Skuggahverfis hf. Samkomulag um deiliskipulagsvinnu milli Skúlagötu og Hverfisgötu samþykkt í borgarráði Fyrri áfanga fram- kvæmda lokið 2005 Skuggahverfi Á AUSTURVELLI í Reykjavík voru nokkrir hressir krakkar á leikja- námskeiði á vegum Tónabæjar þeg- ar ljósmyndara blaðsins bar þar að garði. Veðurblíðan var með eindæmum enda nutu krakkarnir sín hið besta. Hluti krakkanna var í því að búa til skondnar skuggamyndir enda að- stæður til þess hinar bestu og ekki ský á himni. Það er enda ekki ann- að að sjá en að þessum unga manni farist það verkefni vel úr hendi. Morgunblaðið/Billi Ungviði á Austur- velli Miðborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.