Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 21 DRÖG að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og 101 Skuggahverfis hf. voru sam- þykkt í borgarráði á þriðju- dag. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að deiliskipulag fyrir neðri hluta Skuggahverfis verði samþykkt í ár. Á fram- kvæmdum á því svæði að vera lokið árið 2005. Uppkaup á fasteignum nauðsynleg Morgunblaðið greindi ný- verið frá hugmyndum að deili- skipulagi fyrir svonefnt Skuggahverfi sem gerði ráð fyrir niðurrifi um 40 húsa en svæðið afmarkast af Skúla- götu, Klapparstíg, Frakkastíg og Hverfisgötu. Vegna mót- mæla íbúa var ákveðið að fresta áformum um nýtt skipulag á efra hluta svæðis- ins, þ.e. frá Lindargötu og upp að Hverfisgötu en ljúka deili- skipulagi svæðisins að Lindar- götu í ár. Nú hefur borgarráð sam- þykkt fyrir sitt leyti drög að samningi milli borgarinnar og 101 Skuggahverfi hf. sem unn- ið hefur að þróun deiliskipu- lags fyrir svæðið. Í drögunum segir að aðilar séu sammála um að standa saman að deiliskipulagi á Skuggahverfi. Skal skipu- lagsvinnan fara fram í tveimur áföngum og tekur fyrri áfang- inn til svæðis milli Lindargötu og Skúlagötu en sá seinni til svæðisins milli Lindargötu og Hverfisgötu. „Stefnt skal að því að deiliskipulag fyrir fyrri áfanga verði samþykkt á árinu 2001 og að framkvæmdir á því svæði hefjist á árinu 2002 og verði lokið á árinu 2005 ef markaðsaðstæður að mati 101 Skuggahverfis leyfa,“ segir í drögunum. Þá segir að samhliða vinnu við deiliskipulag seinni áfanga skuli 101 Skuggahverfi vinna markaðs- og hagkvæmniat- hugun á því svæði. Segir að nauðsynlegt muni reynast að kaupa fasteignir á svæðinu meðan á deiliskipulagsgerð- inni stendur og munu aðilar standa saman að þeim kaup- um. Að sögn Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns eru ekki lík- ur á að breytingar verði gerð- ar á samkomulaginu. Borgar- ráð hefur þegar samþykkt það að sínu leyti en samkomulagið er einnig háð samþykki stjórnar 101 Skuggahverfis hf. Samkomulag um deiliskipulagsvinnu milli Skúlagötu og Hverfisgötu samþykkt í borgarráði Fyrri áfanga fram- kvæmda lokið 2005 Skuggahverfi Á AUSTURVELLI í Reykjavík voru nokkrir hressir krakkar á leikja- námskeiði á vegum Tónabæjar þeg- ar ljósmyndara blaðsins bar þar að garði. Veðurblíðan var með eindæmum enda nutu krakkarnir sín hið besta. Hluti krakkanna var í því að búa til skondnar skuggamyndir enda að- stæður til þess hinar bestu og ekki ský á himni. Það er enda ekki ann- að að sjá en að þessum unga manni farist það verkefni vel úr hendi. Morgunblaðið/Billi Ungviði á Austur- velli Miðborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.