Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MA-hátíð verður haldin laugardaginn 16. júní 2001 í Íþróttahöllinni á Akureyri • Fordrykkur kl. 18.15-18.45. • Borðhald hefst kl. 19.00. • Hljómsveitirnar í Svörtum fötum og Harmonikufélag Eyjafjarðar og nágrennis leika fyrir dansi til kl. 3. • Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. • Miðasala verður í Íþróttahöllinni föstudaginn 15. júní kl. 17-20 og laugardaginn 16. júní kl. 12-17. • Miðaverð kr. 4.700. • Miðar á dansleikinn verða seldir við innganginn. • Samkvæmisklæðnaður Hátíðarnefnd. MA-hátíð FJÖLDI aðdáenda enska knatt- spyrnuliðsins Liverpool, og reynd- ar ýmissa annarra liða, lögðu leið sína í verslunina Sportver á Gler- ártorgi á Akureyri í gær þar sem enska FA-bikarnum hafði verið komið fyrir til sýnis. Liverpool sigr- aði Arsenal í úrslitaleik í ensku bik- arkeppninni, sem er elsta knatt- spyrnumót heims, fyrir skömmu og var greinilegt að mörgum fannst spennandi að fá að hefja bikarinn á loft eins og margur frægur fyrirlið- inn hefur gert á Wembley í gegnum tíðina, og Jamie Redknapp og Rob- bie Fowler, fyrirliðar Liverpool, gerðu í Cardiff á dögunum þegar úrslitaleikurinn fór fram þar. Nokkur hundruð manns létu mynda sig með bikarinn á Akureyri í gær og margir í Kringlunni í Reykjavík í fyrradag en Hans Pet- ersen og Pedró-myndir buðu upp á það fólki að kostnaðarlausu. Það er Englendingurinn Laurie Good sem hefur þann starfa að gæta bikarsins og kveðst hann ferðast nánast stanslaust með hann um heimsbyggðina. Hann segist kall- aður „keeper of the Cup“ í heima- landinu, gæslumaður bikarsins, og allir vita við hvaða bikar er átt. Enski bikarinn á loft Þrír aðdáendur Liverpool í myndatöku með enska bikarinn í Sportveri á Glerártorgi á Ak- ureyri í gær. Starfsmaður Pedro-mynda myndaði alla sem vildu, með bikarinn, og virðast að minnsta kosti tveir þremenninganna mjög spenntir! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tíu ára aðdáandi Liverpool á Akureyri, Bjarki Guðmundsson, hefur enska bikarinn á loft í gær. GUÐMUNDUR Ólafur ÓF 91 hinn nýi kom til heimahafnar nýlega og af því tilefni var haldin móttaka og veisla fyrir áhöfn, fjölskyldur þeirra og raunar alla sem lögðu leið sína um borð í skipið. Mikil gleði ríkti þessa stund enda miklu að fagna. Nýja skipið er stórglæsilegt í alla staði, rúmgott og nýtískulegt. Það er stór stund í lífi bæjarfélags þegar svona stórt og mikilfenglegt skip bætist í skipaflotann. Hannes Garðarsson hélt stutta tölu fyrir hönd fjölskyldu Garðars Guðmundssonar og áhafnarinnar. Hann rakti sögu fyrirtækisins, allt frá síðari hluta 19. aldar. Hann út- skýrði að nafn skipsins tengdist ætt- inni órjúfanlegum böndum, bæði Guðmunarnafnið og ekki síður Ólafs- nafnið, það vísaði hvort tveggja til Ólafs og Ólafar. Þórður Jónsson, forstjóri SR- mjöls, sem eignast hlut í Garðari Guðmundssyni með þessum kaup- um, hélt einnig stutta tölu. Í máli hans kom fram að hann væri afar ánægður með að viðræður við Garð- ar Guðmundsson hf. hefðu tekist og það hefði verið sigur beggja aðila. Hér væri komið stórt skip með aukn- um aflaheimildum sem væri frum- skilyrði fyrir betri afkomu og rekstri. Síðan var gestum boðið upp á kaffi og veitingar. Fjöldi manns lagði leið sína til að skoða skipið. Guðmundur Ólafur gamli liggur við landfestar í Siglufjarðarhöfn. Nýja skipið er stálskip, smíðað í Noregi árið 1990, en það kom til Ís- lands árið 1999 og hét þá Sveinn Benediktsson SU-77. Það er 56 metra langt og 11 metra breitt, alls 1.230 brúttólestir. Stærra skip með meiri aflaheimildir Nýja skipið er muna stærra en gamli Guðmundur Ólafur, en það sem mestu skiptir þó er að nýja skip- inu fylgja meiri aflaheimildir og munar þar mest um kolmunnakvót- ann. Með tilkomu nýja skipsins verð- ur mögulegt að vera á veiðum árið um kring og verða þá stoppin á Guð- mundi Ólafi úr sögunni. „Við höfum velt þessum möguleika lengi fyrir okkur,“ segir Barði Jak- obsson hjá Garðari Guðmundssyn hf. „Hins vegar kom ekki alvara í málið fyrr en í vor. En þetta var nauðsyn- legt til að efla rekstur fyrirtækisins.“ Barði segir að fleiri karla þurfi um borð í nýja skipið en á Guðmundi Ólafi gamla voru 14 í áhöfn en á þessu nýja verða þeir 17. Guðmund- ur Ólafur ÓF 91 hélt á veiðar á mánudagskvöld. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Mikil gleði ríkti þegar Guðmundur Ólafur ÓF 91, sem áður hét Sveinn Benediktsson SU-77, kom til heimahafnar í Ólafsfjarðarhöfn. Nýtt skip í flota Ólafsfirðinga Ólafsfjörður bera sama fyrra nafn var víxlað á prófblöðunum. „Svona atvik geta alltaf komið fyrir og hafa komið upp áður en sem betur fer eru þau fátíð,“ sagði Sig- urgrímur. Hann sagði að það kerfi sem nú væri viðhaft í þessum efnum væri öruggara en það sem áður var notað en aldrei yrði að fullu hægt að koma í veg fyrir mistök. Þetta kerfi hefur verið notað síðustu fimm ár. Hann sagði að til væri í dæminu að NEMANDI í 10. bekk í Brekku- skóla á Akureyri hækkaði um 3,5 í samræmdu prófi í ensku eftir að í ljós kom að mistök höfðu átt sér stað í skólanum við merkingu prófs hans. Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum, sagði að fyrirkomulagið væri yfirleitt með þeim hætti í stærri skólum að lím- miði með nafni og kennitölu nem- anda er límdur á prófblaðið þegar hann hefur þreytt prófið. Úrlausnir eru sendar frá hverjum skóla til Námsmatsstofnunar þar sem skanni les límmiðann. Nöfnunum víxlað Í umræddu tilvik urðu þau mistök að nöfnum tveggja nemenda sem límmiðar með nafni og kennitölu væru settir á áður en nemandi hefur prófið, það væri t.d. gert í nokkrum mæli í samræmdum prófum í 7. bekk og eins í minni skólum þar sem rýmri tími gæfist til þess að morgninum. Sigurgísli sagði að nemendur gætu fengið afrit af prófum sínum til skoðunar og árlega bærust á bilinu 100 til 150 slíkar beiðnir. Í nokkrum tilfellum hefðu komið upp mistök á borð við þau sem urðu í Brekkuskóla síðastliðið vor. Sömu mistökin í dönskuprófinu Mistökin uppgötvuðust í kjölfar þess að móður nemandans þótti misræmi á milli skólaeinkunnar hans í ensku og útkomunni úr sam- ræmdu prófunum þar sem hann fékk 3 í einkunn. Hún fékk afrit af prófinu og kom þá í ljós hin ranga nafnamerking þess. Eftir að mistök- in urðu ljós fékk nemandinn rétta einkunn, 6,5, og var að vonum mun ánægðari með þau málalok. Sömu mistökin voru einnig gerð hvað varðar samræmda prófið í dönsku en það kom ekki að sök þar sem þessi tveir nemendur reyndust með sömu einkunn. Mistök áttu sér stað við skil á samræmdum prófum í Brekkuskóla Nöfnum tveggja nemenda víxlað BINGÓ verður á vegum unglinga í Hjálpræðishernum í kvöld, fimmtudagkvöldið 14. júní, og hefst það kl. 20. Bingóið er liður í fjáröflun unglinganna vegna ferðar sinnar til Danmerkur síðar í sum- ar. Allir eru velkomnir á bingóið og vænta unglingarnir þess að sem flestir láti sjá sig. Bingó ERLINGUR Valgarðsson, Elli, opnar myndlistarsýningu á Café Karólínu á Akureyri á föstudagskvöld, 15. júní. Sýninguna kallar listamaður- inn „Einkenni“ enda fjallar hún um það hvernig við persónu- gerum fólk eftir útlitseinkenn- um. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir af nokkrum andlit- um úr bæjarlífinu á Akureyri, annars vegar óbreyttar og hins vegar myndir sem Elli hefur meðhöndlað og gefið þessu fólki ný og afgerandi útlitsein- kenni. Elli er búsettur á Akureyri og hefur fengist við myndlist um árabil, bæði hefðbundið málverk og hugmyndafræði- lega myndlist. Hann á að baki allnokkrar einkasýningar og hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum, nú síðast á sumar- sýningu Listasafnsins á Akur- eyri sem opnuð var um síðustu helgi. Ljósmyndirnar á sýningunni tók Emil Valgarðsson. Allir eru velkomnir á opn- unina og búast má við bók- menntalegu innskoti. Einkenni Erlings á Karólínu AÐALFUNDUR Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga var haldinn ný- lega á Kópaskeri. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru tvö sérmál fundarins tekin fyrir. Fyrra málið var „Sauðfjárrækt, framtíð hennar og tækifæri í breyttum heimi,“ og síðara málið var Dettifossvegur. Á fundinum var lögð fram til- laga sem samþykkt var samhljóða, en þar fagnar aðalfundurinn ákvörðun þingmanna kjördæmis- ins um að skipa starfshóp um stað- setningu Dettifossvegar. Jafn- framt leggur fundurinn áherslu á að lagningu vegarins verði hraðað og hann verði tilbúinn eigi síðar en árið 2005. Fagna ákvörðun um Detti- fossveg Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.