Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.2001, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 27 FJARÐARKAUP Gildir til 16. júní nú kr. áður kr. mælie. BBQ kjúklingalæri 599 898 599 kg Hrásalat 350gr 119 145 340 kg Grill lambakótilettur 1.149 1.625 1.149 kg Rúllupylsa 1.198 1.599 1.198 kg Lambakæfa 598 789 598 kg Pampers prem. 2xpk. 20% kaupauki 1.849 2.118 1.849 kg BKI luxus kaffi 500gr 298 322 596 kg HAGKAUP Gildir til 17. júní nú kr. áður kr. mælie. Rauðvínslegnar svínakótilettur 899 1.339 899 kg Kjarnafæðis gráðostsósa, 200 g 120 164 600 kg Kjarnafæðis grill piparsósa, 200 g 120 164 600 kg Grillkartöflur 149 229 149 kg HRAÐBÚÐIR Essó Gildir til 30. júní nú kr. áður kr. mælie. Orville-örbylgjupopp, 298 g 159 185 540 kg Mentos fruit/mint, töflur 40 g 59 75 1.480 kg Bounty-súkkulaði, 57 g 55 70 965 kg Stórt Twix-súkkulaði, 85 g 79 105 916 kg Mozart-kúlur, 17 g 45 59 2.647 kg MS Djæf ísp./möndl./súkkul./capp. 129 152 1.843 kg 1944 Stroganoff, 450 g 359 409 798 kg Pepsí, 0,5 ltr. plast 109 130 218 ltr KÁ verslanir Gildir til 17. júní nú kr. áður kr. mælie. Svínahnakkasneiðar úrb. 958 1.198 958 kg Svínabógur hringskorinn 398 569 398 kg Prince Póló 3 í pk., 120 g 119 179 991 kg Marmaraostakaka, 800 g 798 929 998 kg Gullostur, 250 g 359 449 1.436 kg Búri 38% 973 1.145 973 kg Dan Cake marmarakaka, 300 g 139 198 463 kg Dan Cake Lemon/súkkul., 300 g 139 198 463 kg NÓATÚNSVERSLANIR Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Dane Cake luxus kökur, 300 g 129 189 430 kg Daloon-kjötréttir, 350 g 219 399 626 kg O&S sveppasósa, 300 g 178 225 594 kg O&S gráðostasósa, 300 g 178 225 594 kg Nóa Kropp, 200 g 199 256 995 kg Campino jarðarb.brjóstsykur, 140 g 159 nýtt 1.136 kg NÝKAUP Gildir til 20. júní nú kr. áður kr mælie. UN grillborgari, 140 g 99 159 707 kg VSOP-helgarsteik 958 1.198 958 kg VSOP-koníakslegnar lærissn., 2. fl. 958 1.198 958 kg Ali Mexíkósvínakótilettur 1.046 1.395 1.046 kg BKI kaffi luxus, 500 g 299 399 598 kg Sun lolly, 10 st., 5 bragðteg. 169 239 17 st. Tholstrup blár kastalaostur, 150 g 229 299 1.527 kg Vestfirskur harðfiskur, roðlaus ýsa 3.126 4.168 3.126 kg Hel garTILBOÐIN SAMKAUPGildir til 17. júní nú kr. áður kr. mælie. Goða Bayonneskinka 1.095 1.368 1.095 kg Ekta krakkabollur 758 948 758 kg Merrild-kaffi 103, 500 g 299 349 598 kg Emmess hversdagsís, 2 ltr 399 549 200 ltr ÍM reyktur/grafinn lax 1.698 2.358 1.698 kg Kjúklingalæri frosin 398 699 398 kg Myllu heimilisbrauð, 770 g 159 225 206 kg Ali svínakótilettur reyktar 1.123 1.498 1.123 kg SELECT-verslanir Gildir til 27. júní nú kr. áður kr. mælie. Bahlsen saltkringlur 200 g 119 149 595 kg Prins polo XXL 69 90 Marabou-súkkulaðirúllur, 3 teg. 99 120 Billy’s pan pizzur, 3 teg 110 220 UPPGRIP-verslanir OLÍS Júnítilboð nú kr áður kr. mælie. Lion Bar-súkkulaði, 4 í pakka 280 320 280 pk. Kit Kat-súkkulaði 3 í pakka 190 225 190 pk. Mix, 0,5 ltr. plast 110 130 220 ltr Appelsínusvali, 3 x 1/4 ltr 148 180 196 ltr Eplasvali, 3 x 1/4 ltr 148 180 196 ltr ÞÍN VERSLUN Gildir til 20. júní nú kr. áður kr. mælie. Púrtvíns helgarsteik 1.279 1.599 1.279 kg Marabou-súkkulaði 100 g 79 89 790 kg Skyr.is 170 g 70 78 406 kg Villiköttur 2 saman 139 178 458 kg irleitt á sambærilegu verði og nám- skeið ÍTR. Hulda Guðrún Bragadóttir hjá Útilífsskóla skáta í Grafarvogi segir aðsóknina vera mjög góða í sumar, fullt er í júní en eitthvað laust í júlí og ágúst. 7.500 krónur kostar á hálfs- mánaðarnámskeið virka daga frá kl. 10-16 og um 150 börn á aldrinum 7-11 ára hafa skráð sig til þátttöku í sum- ar. Námskeiðin enda með einnar næt- ur útilegu. Aðsókn hefur einnig verið góð í Knattspyrnu-, leikja- og íþróttaskóla Víkings, að sögn Þrándar Sigurðs- sonar skólastjóra. „Um 120 börn á aldrinum 5-13 ára eru á námskeiðum hjá okkur núna en ekki hefur verið bókað eins mikið á seinni námskeið. Um 20-30 börn eru yfirleitt saman í hóp ásamt þjálfara og aðstoðar- manni. Hálfsmánaðarnámskeið kost- ar 4.000 kr. en kennt er frá klukkan 9- 12.“ Aðsókn hefur aukist gífurlega í golfkennslu á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur, segir Vilborg Auðuns- dóttir. Aðeins er laust í örfá námskeið sumarsins en þátttakendur í hverju eru 24 og er þátttökugjald 15.000 fyr- ir tíu daga námskeið, hálfan daginn. Á vegum Neskirkju, Dómkirkju og fleiri kirkna hafa verið haldin leikja- og ævintýranámskeið með kristilegu ívafi undanfarin sumur Námskeiðin í Dómkirkjunni, Kirkja og börn í borg, eru vinsæl að sögn Bolla Bollasonar, og nánast er fullt á þau öll. Í boði eru vikunám- skeið í fjórar klukkustundir á dag , ýmist fyrir eða eftir hádegi. Gjaldið er 1.500 kr en afsláttur er veittur hafi börn sótt kirkjuskóla Dómkirkjunn- ar. Rúnar Reynisson skrifstofustjóri Neskirkju telur líklegt að bráðlega verði uppselt á leikja- og ævintýra- námskeið sumarsins. Þau standa frá kl. 13-17 virka daga í eina viku og gjaldið er 2.500 krónur og er nesti innifalið. Laust á tungumála- námskeið af ýmsum toga Mímir Tómstundaskólinn býður ýmis tungumálanámskeið í sumar auk mynd- og leiklistarkennslu. Ingi- björg Guðmundsdóttir skólastjóri segir alla komast að sem vilja því bætt er við námskeiðum séu þau eft- irsótt. „Vinsælust í sumar eru ensku og myndlistarnámskeiðin en aðsókn- in er svipuð og í fyrra og því útlitið gott.“ Námskeiðin standa í þrjár klukku- stundir fyrir hádegi og kosta 8.900 krónur“ Laust er einnig á námskeið Spænskumiðstöðvarinnar í sumar, að sögn Helenar Garðarsdóttur. Námið fléttast saman við útileiki af ýmsum toga sem tengjast spænskunni og fara fram á lóð Háskóla Íslands. Töluvert er um bókanir fyrri hluta sumars en enn laust seinni hluta sum- ar. Námskeið kostar 18.500 kr, en kennt er fjóra tíma á dag í hálfan mánuð. Uppselt hjá Heimilis- iðnaðarskólanum Fullt er á öll handverksnámskeið Heimilisiðnaðarskólans í sumar nema nokkur pláss eru enn laus í jurtalitun en það námskeið hófst fyrr í vikunni. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8-14 ára og gjaldið er 8.000 kr. fyrir fimm daga kennslu en kennt er frá kl. 13-17. Meðal annars er unnt að læra tálgun og trésmíði, vefnað, dúkkufatasaum og listsköpun í gleri. Um 60 börn munu taka þátt í þessum námskeiðum sem standa aðeins í júní, segir Steinunn Ásgeirsdóttir skóla- stjórnandi. Laust á ljósmynda- og kvikmyndanámskeið Myndatökuskóli Marteins hefur í sumar boðið í fyrsta sinn ljósmynda- og kvikmyndanámskeið fyrir börn fædd 1988 – 1990. Miðstöð nám- skeiðsins er í Réttarholtsskóla og enn eru laus sæti, segir Marteinn Sigur- geirsson. Leiklistarnámskeið í Borg- arleikhúsinu nánast uppseld Nýtt af nálinni er einnig námskeið í Leiklistarskólanum en um 350 börn á aldrinum 7-15 ára eru skráð í skólann en hann er samvinnuverkefni Borg- arleikhúss og Kvikmyndaskóla Ís- lands. Hálfsmánaðarnámskeið, fjórar klukkustundir á dag, kosta 28.000 krónur. Biðlistar eru á júnínámskeið en ekki alveg fullt í ágúst, segir Lísa Ingólfsdóttir starfsmaður. „Nám- skeiðin eru dýr því mjög mikið er lagt í þau, meðal annars kenna atvinnu- leikarar og tæknifólk. Ólíkt ýmsum öðrum sumarnámskeiðum fyrir börn eru þessi ekki hugsuð sem geymslu- staður fyrir börnin á meðan foreldr- arnir eru í vinnunni.“ Söngur og leiklist fyrir 16.000 kr. Sönglist s.f. býður annað árið í röð söng- og leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, Fyrsta námskeiðið sem nú stendur yfir er mjög vel sótt og mikið er um bókanir á seinni námskeið en þó er eitthvað laust á sum námskeiðanna segir Ragnheiður Hall. Verð fyrir tveggja vikna námskeið er 16.000 krónur en kennt er þrjá tíma á dag. Reiðnámskeið á 19.800 kr. Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri segir reiðnámskeiðin hjá Þyrli vera afar vinsæl og allt er fullbókað í júní en eitthvað um laust pláss seinna í sumar. „Óhætt að segja að starfsemin gangi vel, við bjóðum byrjendanámskeið og framhalds- námskeið fyrir 7-14 ára, þar sem dag- ur í sveit er innifalinn í verði, en auk þess er sérstök deild fyrir sex ára, og gangskiptingarnámskeið.“ Byrjenda- og framhaldsnámskeið í þrjár klukkustsundir daglega í tíu daga kosta 19.800 krónur. Vinsæl námskeið hjá Rauða krossinum Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands heldur eins og undanfarin ár námskeið þar sem áhersla er lögð á jákvæð mannleg samskipti, ólíka menningu og umhverfi. Þátttakendur eru börn á aldrinum 9-11 ára og upp- selt er á öll námskeið nema það síð- asta í byrjun júlí. Kr. 8.000 kostar á vikunámskeið en kennt er frá kl. 9-16, að sögn sjálf- boðaliða á skrifstofu ungmenna- hreyfingarinnar. NOKKUÐ hefur borið á því að not- endur Tal GSM nái ekki reikisam- bandi við dreifikerfi Símans GSM þegar þeir eru utan þjónustusvæð- is Tals. Anna Huld Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptatengsla Tals, vildi af þeim sökum koma því á framfæri að í slíkum tilfellum þurfi að stilla Tal GSM símann þannig að hann finni dreifikerfi Símans GSM með réttum hætti. „Viðskiptavinir Tals geta verið í reikisambandi í dreifikerfi Símans þegar þeir eru utan þjónustusvæð- is Tals. Fyrirtækin gerðu samning um slíka reikiþjónustu á Vestfjörð- um utan Ísafjarðar, Norðurlandi utan Eyjafjarðarsvæðisins og Húsavíkur, svo og á austan- og sunnanverðu landinu að Vík í Mýr- dal. Í valglugga Tal GSM símans þarf að finna stillingar fyrir dreifi- kerfi (Network) og stilla þar hand- virkt á dreifikerfi Símans GSM. Þetta þarf að gera þegar Tal-not- andinn er staddur inni á þjónustu- svæði Símans GSM þar sem reiki- samningurinn gildir. Þegar þessu er lokið þarf að stilla aftur á sjálf- virka (automatic) leit að dreifikerfi. Eftir það eiga engin vandkvæði að koma upp þótt fólk fari á milli GSM kerfa Tals og Símans. Still- ingarnar þarf aðeins að fram- kvæma í þetta eina skipti. Eftir það leitar GSM síminn sjálfkrafa að því dreifikerfi sem stendur til boða hverju sinni. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Tals – www.tal.is – og einn- ig munu allar upplýsingar veittar í þjónustuveri fyrirtækisins í gjald- frjálsu númeri 1414. Þess má geta að símtöl milli tveggja Tal GSM síma kosta alltaf 10 kr. á mínútu, óháð því hvort við- skiptavinurinn er staddur innan þjónustusvæðis Tals eða dreifikerf- is Símans GSM.“ Notkun Tal GSM síma í dreifikerfi Símans GSM Réttar stillingar mikilvægar VERÐMERKINGAR á vörum eru bindandi og auglýst verð og kjör skulu gilda í versluninni. Þetta eru niðurstöður tveggja lögfræðinga á sviði neytenda- réttar sem hafa tekið til skoð- unar ýmis álitaefni er varða ábyrgð auglýsenda gagnvart al- menningi. Rannsóknin og skýrslan var unnin af prófessor Kai Krüger við háskólann í Bergen og prófessor Peter Mø- gelvang-Hansen við Við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn, að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Þar sem ágengar auglýsingar verða æ algengari í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum þarf ábyrgð framleiðenda og auglýsenda að vera skýrari að mati lögfræðing- anna. Þó að nýlegar reglugerðir frá ESB hafi skerpt á þeirri ábyrgð undanfarið eru enn nokkur atriði óljós í sambandi við framkvæmdina. Rannsóknin leiddi í ljós að sem viðskipta- maður seljanda á viðskiptavin- urinn ekki að bera skaða vegna útgjalda og ófjárhagslegs tjóns ef hann hefur eytt tíma og pen- ingum vegna auglýsingar sem verslunin vill síðan hlaupast undan að standa við. Þó ber að taka fram að þetta er einungis álit lögfræðinganna sem unnu rannsóknina og þeir benda á að þetta þurfi að festa skýrum stöfum í lög. Einnig þarf að þeirra mati að setja skýrari reglur um skuldbindingargildi auglýsinga og samræma nor- ræna löggjöf um málið. Úrskurðaraðilar á sviði neyt- endamála hafa að mati rannsak- endanna ekki gengið nógu langt í því að gera athugasemdir við rangar og villandi auglýsingar. Það segja þeir hafa mikla þýð- ingu í framkvæmd enda varða kvartanir og kröfur í slíkum málum oftast smáum fjárhæðum og koma af þeim sökum sjaldan eða aldrei til kasta dómstóla. Auglýst verð skal gilda EKKI hafa allir foreldrar fjár- hagslegt bolmagn til þess að senda börnin sín á námskeið yfir sumartímann, að mati Önnu Margrétar Stefánsdóttur, for- manns Heimila og Skóla, lands- samtaka foreldrafélaga. „Við heyrum af fólki í vandræð- um, sérstaklega í barnmörgum fjölskyldum sem ekki hafa ráð á að senda öll börnin á reið- námskeið í nokkrar vikur eða eitt- hvert annað námskeið. Í öðrum til- fellum kvarta foreldar yfir að koma ekki börnum sínum að á námskeiðum. Sumarið á að vera ánægjulegur tími sem fjölskyldan á að njóta í samvistum en margir foreldrar þurfa að taka sumarfríið í sitthvoru lagi til þess að skilja ekki börnin eftir ein allan daginn. Ekki er forsvaranlegt að börn, jafnvel sex ára gömul, séu ein á ferð með lykil um hálsinn allan daginn því það bjóðast engin úr- ræði fyrir þau.“ Heimili og skóli lýsa því yfir áhyggjum af lausagöngu barna yf- ir sumartímann og vilja stuðning yfirvalda, atvinnulífs og skóla við foreldra sem eru að vinna þjóð- félaginu gagn í sínum störfum, að sögn Önnu Margrétar. „Þjóðfélag- ið er að breytast og við þurfum að gera okkur betur grein fyrir breyttum aðstæðum.“ Ekki forsvaranlegt að börnin gangi sjálfala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.