Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 28

Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÉTTARHÖLD standa nú yfir í máli Jeffrey Archer lávarðar, fyrr- verandi borgarstjóraefnis íhalds- manna í London. Jeffrey Archer er þekktur rithöfundur og milljóna- mæringur í Bretlandi. Archer er ákærður fyrir að hafa framið mein- særi fyrir rétti árið 1987 í meið- yrðamáli er hann höfðaði gegn breska dagblaðinu Daily Star. Jeffrey Archer var árið 1999 kos- inn frambjóðandi íhaldsmanna í borgarstjórnarkosningunum í London sem fóru fram vorið 2000. Íhaldsflokkurinn dró þó umboð hans sem frambjóðanda snögglega til baka er upp komst að lávarð- urinn hafði fengið þáverandi vin sinn, Ted Francis, til að bera ljúg- vitni í réttarhöldum er hann kærði dagblaðið Daily Star fyrir æru- meiðingar. Áfall fyrir William Hague William Hague, þáverandi for- maður Íhaldsflokksins, lýsti því yfir í kjölfarið að lávarðurinn yrði gerð- ur brottrækur úr flokknum. Síðar úrskurðaði þó siðanefnd flokksins að hann yrði einungis gerður brott- rækur í fimm ár. Úrskurðurinn þótti mikið áfall fyrir Hague sem hafði viljað reka Archer lávarð úr flokknum fyrir fullt og allt. Auk þess hafði hann skellt skollaeyrum við aðvörunum um að Archer lávarður væri ekki ákjósanlegt borgarstjóraefni í ljósi vafasamrar fortíðar. Háttsettir íhaldsmenn sögðu þetta vera alvar- legustu dómgreindarvillu Hagues frá því að hann tók við embætti árið 1997 auk þess sem hneykslið þótti vera alvarlegt bakslag fyrir flokk- inn aðeins 18 mánuðum fyrir kosn- ingar. Kveðst vera saklaus Málaferlin yfir Archer lávarði eru tilkomin vegna þess að hann varð uppvís að því að bera fyrir sig falska fjarvistarsönnun í meinsær- ismálinu sem hann höfðaði gegn Daily Star. Dagblaðið hafði birt frétt þess efnis að Archer lávarður hefði nýtt sér þjónustu tiltekinnar vændiskonu. Lávarðurinn vann málið og dagblaðið þurfti að greiða honum sem svarar 50 milljónum ís- lenskra króna í skaðabætur. Nú eru komin fram vitni sem segja að Archer hafi falsað sönn- unargögn í málinu, hann hafi borið ljúgvitni fyrir dómi auk þess sem hann hafi fengið þáverandi vin sinn, Ted Francis, til að ljúga til að hafa fjarvistasönnun í málinu. Daily Star hefur því höfðað mál gegn Archer lávarði að nýju á þeirri forsendu að hann hafi falsað sönnunargögn, log- ið fyrir dómi og fyrir að hafa hindr- að framgang réttvísinnar. Alls eru ákærurnar á hendur lávarðinum sjö en hann kveðst vera saklaus af öll- um sakargiftum. Laug að Thatcher um hjákonuna Jeffrey Archer lávarður var á ár- um áður varaformaður Íhalds- flokksins. Hann hefur í réttarhöld- unum sem nú standa yfir orðið uppvís að því að hafa átt hjákonu á þeim árum, þrátt fyrir að hafa sannfært þáverandi forsætisráð- herra, Margaret Thatcher, um að sambandinu væri lokið. Það er fyrr- verandi ritari Archers lávarðar, Angela Peppiat, sem hefur greint frá þessu fyrir rétti. Hún hefur þar að auki upplýst að Archer hafi beð- ið sig um að falsa dagbók á skrif- stofu hans og fjarlægja uppruna- legu dagbókina til að þannig mætti staðfesta fjarvistarsönnun hans. Þá hefur Peppiat borið fyrir dómi að hún hafi haldið skrá um greiðslur sem lávarðurinn greiddi milligöngumanni fyrir að greiða vændiskonunni sem hlut átti að máli fyrir þjónustu sína við lávarð- inn. Segir Peppiat að Archer lá- varður hafi fengið umræddan milli- göngumann til að fara úr landi meðan á réttarhöldunum árið 1987 stóð. Enn fremur kemur fram á fréttavef BBC að ritari lávarðarins hafi borið fyrir dómi að Archer og kona hans hafi einungis sést saman opinberlega á meðan á réttarhöld- unum stóð „til að sýna umheim- inum að þau væru par og að Jeffrey gæti alls ekki hafa verið í neins konar sambandi utan hjónabands“. Ritari lávarðarins sagði einnig að í raun hefðu þau hjónin lifað að- skildu lífi. Eins og áður sagði hefur Jeffrey Archer lávarður neitað öll- um sakargiftum The Daily Star. Þá hefur Ted Francis, vísað sakargift- um á bug. Réttað yfir Archer lávarði fyrrverandi borgarstjóraefni Íhaldsflokksins Heldur áfram fram sakleysi sínu London. The Daily Telegraph. Reuters Jeffrey Archer lávarður stillir sér upp við andlitsmyndir af Elísabetu drottningu eftir listamanninn Andy Warhol. FORSETI Filippseyja, Gloria Arroyo, fordæmdi í gær óbreytta borgara á eynni Basil- an fyrir að veita mann- ræningjum íslömsku hermdar- verkasam- takanna Abu Sayyaf hjálp. Sagði hún að slíku fólki yrði ekki hlíft. „Þeir sem veita þessum glæpamönnum skjól, gefa þeim mat, vopn eða upplýsingar skulu ekki búast við neinni mis- kunn af okkar hálfu,“ sagði Arroyo að loknum ríkisstjórn- arfundi. Embættismenn segja að ekki hafi tekist að staðfesta hvort yf- irlýsingar Abu Sayyaf um að hryðjuverkamennirnir hafi tek- ið af lífi bandarískan gísl með því að hálshöggva hann séu réttar. Hins vegar hafa tvö höf- uðlaus lík Filippseyinga fundist skammt frá staðnum sem Abu Sayyaf tilgreindi. Umræddur Bandaríkjamað- ur heitir Guillermo Sobero, er frá Kaliforníu og var staddur á vinsælum ferðamannastað í vesturhluta eyríkisins er hann var tekinn í gíslingu 27. maí. Abu Sayyaf tók þá tvo aðra Bandaríkjamenn, trúboðana Martin og Gracia Burnham, en einnig hafa samtökin í haldi alls 25 Filippseyinga. Aðstoð við Abu Sayyaf fordæmd Manila. AFP, The Daily Telegraph. Forseti Filippseyja Gloria Arroyo SEX MANNS særðust í átökum Pal- estínumanna og Ísraela í gær þrátt fyrir að samið hefði verið um vopna- hlé. Forvígismenn Ísraelsstjórnar og palestínsku heimastjórnarinnar samþykktu á þriðjudag vopna- hlésáætlun George Tenets, forstjóra leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, með töluverðum skilyrðum þó. Aðfaranótt miðvikudags var grísk-kaþólskur munkur felldur af palestínskum byssumönnum. Var hann á leið heim þegar skotið var á bíl hans, sem var með ísraelskum númeraplötum. Hafa alls 608 manns fallið á þeim átta mánuðum sem upp- reisn Palestínumanna, Intifata, hef- ur staðið yfir. Skotið var á tvo óbreytta Ísraela, unga konu og verkamann, í gær og voru þau flutt á sjúkrahús í Tel Aviv. Þrír Palestínumenn særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á íbúa- byggð á Gazasvæðinu. Einnig særð- ist ísraelskur hermaður þegar skotið var á landamærastöð nálægt þorp- inu Nablus á vesturbakka Jórdanár. Óstöðugt vopnahlé Enn er margt sem skilur að deilu- aðila þrátt fyrir að þeir hafi sam- þykkt skilmála Tenets. Yasser Ara- fat, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, vill að Ísraelar dragi herlið sitt tafarlaust frá þeim svæðum sem Palestínumenn byggja og vill einnig að opnað verði fyrir umferð til og frá þessum svæðum. Stuðningur við vopnahléð er lítill meðal Palestínumanna og er ekki líklegt að hann aukist ef Arafat getur ekki sýnt fram á að hann hafi fengið sínu framgengt. Herská samtök Pal- estínumanna, þar á meðal Hamas, hafa lýst því yfir að þau muni hafa vopnahléð að engu. Ísraelar krefjast þess að palest- ínskar öryggissveitir hefji þegar í stað leit að vopnum á heimastjórn- arsvæðunum og geri þau upptæk. Einnig vilja Ísraelar að öryggissveit- irnar handtaki fjölda Palestínu- manna sem þeir telji að beri ábyrgð á hryðjuverkum sem framin hafa verið á undanförnum mánuðum. Er það síðastnefnda krafan sem hvað harðast er deilt um, en Palestínu- menn hafa hafnað henni. Óttast er að vopnahléð verði ekki langlíft. Hvor aðili um sig hefur sagt að hann muni bíða með að uppfylla skilmála vopnahlésins þar til hinn hefur gert það og er því ekki víst að vopnahléð muni bæta ástandið til langframa. Ef herskáir Palestínu- menn, sem Arafat hefur litla sem enga stjórn á, láta til skarar skríða á ný er líklegt að átökin blossi upp að nýju. Ísraelar og Palestínumenn samþykkja vopnahlésáætlun Lítið lát á átökum AP Ísraelskir hermenn, lögreglumenn og sjúkraliðar standa yfir líki Germanos Tsibouktskais, grísks munks sem palestínskir byssumenn myrtu seint á þriðjudag þegar hann var á leið í klaustur sitt frá Jerúsalem. AP, AFP, The Daily Telegraph. HERSVEITIR Talibana í Af- ganistan vinna skipulega að því að eyðileggja bæinn Yakawlang eftir að þær náðu honum úr höndum stjórnarandstæðinga í síðustu viku. Var það haft eftir talsmönnum andspyrnuhreyf- ingarinnar í landinu og fulltrú- um Sameinuðu þjóðanna í gær. Fulltrúar SÞ segja, að þegar barist hafi verið um Yakaw- lang, hafi Talibanar gert miklar loftárásir á bæinn og síðan haf- ið að brenna öll hús til grunna er þeir höfðu náð honum á sitt vald. Í bænum bjuggu um 60.000 manns en flestir höfðu flúið til fjalla áður en átökin hófust. Um 800.000 Afganar hafa farið á vergang síðustu tíu mán- uðina vegna mikilla þurrka og stríðsátakanna í landinu. Er óttast, að mikil hungursneyð sé yfirvofandi. Franska lestafyrir- tækið lögsótt HÖFÐAÐ hefur verið mál í Bandaríkjunum á hendur franska ríkislestafyrirtækinu SNCF fyrir að hafa hagnast á því að flytja 72.000 gyðinga og tugi þúsunda annarra í útrým- ingarbúðir nasista af yfirráða- svæðum þeirra í Frakklandi frá mars 1942 til ágúst 1944, að sögn New York Times í gær. Blaðið segir að um 100 manns, fólk sem lifði af vist í búðunum og erfingjar fórnarlamba út- rýmingarherferðar nasista, höfði málið fyrir bandarískum alríkisdómstóli. Sækjendurnir segja að nasistar hefðu ekki getað flutt allt þetta fólk í útrýmingarbúðirnar án hjálpar franska lestafyrirtæk- isins. Sexburar fæðast í Barein 36 ÁRA kona í Barein ól sex- bura í fyrrakvöld og henni heilsaðist vel í gær, að sögn lækna. Börnin voru einnig við góða heilsu. Þau fæddust nokkrum vikum fyrir tímann og voru 4–6 merkur að þyngd. Læknar sögðu að konan hefði fengið lyf við ófrjósemi fyrir ári. Klámrit í bíl Breta- drottningar VIÐGERÐARMENN, sem voru að gera nýja Jagúar-bif- reið Elísabetar Bretadrottn- ingar sprengjuhelda, fundu klámrit og hakakross á bak við sætisplötu í bifreiðinni, að sögn breska blaðsins Guardian í gær. Jaguar bað drottninguna afsökunar og kvaðst hafa hafið rannsókn á málinu. Guardian segir að einn af starfsmönnum Jaguar-verk- smiðju í Coventry hafi viður- kennt að hafa teiknað haka- kross á plötuna og skilið eftir klámrit í bílnum. Hann hafi fall- ist á að segja af sér. STUTT Talibanar brenna bæ til grunna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.