Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 29 SLAGURINN um leiðtogaembættið í breska Íhaldsflokknum hófst fyrir alvöru í gær, þegar Michael Portillo, talsmaður flokksins í ríkisfjármálum og fyrrverandi varnarmálaráðherra, varð fyrstur til að lýsa yfir framboði. Sagði Portillo nauðsynlegt að aðlaga Íhaldsflokkinn breyttum tímum, ætti hann að eiga möguleika á að vinna aftur hylli kjósenda. Framboðs Portillos hafði verið vænst allt frá því að William Hague, fyrrverandi leiðtogi, sagði af sér sl. föstudag í kjölfar ófara Íhalds- flokksins í þingkosningunum daginn áður. Portillo er almennt talinn sig- urstranglegastur, en meðal annarra sem sagðir eru íhuga framboð eru Kenneth Clarke, Evrópusinni og fyrrverandi fjármálaráðherra, Ann Widdecombe, talsmaður Íhalds- flokksins í innanríkismálum, og Iain Duncan Smith, talsmaður í varnar- málum sem er af mörgum talinn leiðtogi hægriarmsins í flokknum. Hörð barátta í uppsiglingu Portillo sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Íhaldsflokkurinn hefði fengið „hræðilega“ útreið í þingkosningun- um og að þörf væri á víðtækri upp- stokkun, bæði hvað varðar stefnu og ímynd flokksins. „Við þurfum að sýna kjósendum að við séum venju- legt fólk, að við deilum áhyggjum þeirra. Við þurfum að taka upp hóf- saman og skilningsríkan tón,“ sagði Portillo þegar hann tilkynnti um framboð sitt fyrir framan skrifstofu- byggingu breska þingsins í London í gærmorgun. „Flokkurinn verður að höfða til allra þeirra ólíku hópa sem byggja Bretland; til beggja kynja, allra aldurshópa og þeirra sem eiga ættir að rekja til annarra landa.“ Evrópumálin hafa reynst íhalds- mönnum þung í skauti og djúp gjá aðskilur Evrópusinna og Evrópu- andstæðinga í flokknum. Portillo reyndi að höfða til beggja fylkinga er hann kvaðst myndu taka upp „al- þjóðlegri“ stefnu en forveri sinn, þótt hann væri mótfallinn evruaðild að svo stöddu. Tveir þriðju hlutar skuggaráðu- neytis Íhaldsflokksins lýstu strax yf- ir stuðningi við Portillo, þar á meðal Francis Maude, talsmaður í utanrík- ismálum sem stýrir kosningabaráttu hans. Veðbankar voru ekki seinir á sér að lýsa Portillo sigurstranglegastan. Iain Duncan Smith kom næstur, en taldist langtum ólíklegri, þá Kenn- eth Clarke og Ann Widdecombe. Aðrir þóttu eiga mun minni mögu- leika. Ýmsir hafa gert því skóna að Por- tillo og Clarke hafi gert með sér leynilegan samning, þess efnis að Clarke styðji Portillo í leiðtogastöð- una gegn því að hann taki upp já- kvæðari stefnu gagnvart Evrópu. Hvorugur hefur viljað staðfesta þetta. Ef Widdecombe eða aðrir úr hægri arminum bjóða sig fram gegn Portillo þykir ljóst að hörð valdabar- átta milli frjálslyndari og íhaldssam- ari fylkinga flokksins sé í uppsigl- ingu. Ann Widdecombe gaf forsmekk- inn að því sem vænta má í kosninga- baráttunni er hún réðst að Portillo í gærmorgun, áður en hann lýsti yfir framboði sínu. Í viðtali á einni út- varpsstöðva BBC sagði Widde- combe að hún myndi sýna Portillo hollustu ef hann næði kjöri, en dró í efa að hún myndi kæra sig um að starfa með honum. „Ég gæti einfald- lega ekki [tekið sæti í skuggaráðu- neyti] undir stjórn Portillos,“ sagði Widdocombe svo í viðtali síðar um daginn. Þá skaut Tebbit lávarður, fyrrver- andi flokksformaður, óbeint á Por- tillo fyrr í vikunni. Kvaðst hann fremur vilja sjá Duncan Smith í leið- togastöðunni, þar sem hann væri „venjulegur fjölskyldufaðir“ og vís- aði til þess að Portillo hefur viður- kennt að hafa átt kynlífsreynslu með karlmönnum á skólaárum sínum. Thatcheristinn sem mildaðist Michael Portillo fæddist í London árið 1953, en spænska ættarnafnið hefur hann frá föður sínum, Luis, sem hafði flúið borgarastríðið á Spáni tveimur áratugum áður. Hann lagði stund á sagnfræði í Cambridge og kvæntist síðar vinkonu sinni úr háskólanum, Carolyn. Portillo hóf að starfa fyrir Íhalds- flokkinn árið 1976 og átta árum síðar var hann kosinn á þing fyrir kjör- dæmið Enfield Southgate. Hann tók sæti í ríkisstjórn Margrétar Thatch- er árið 1986 og gegndi í fyrstu ýms- um embættum aðstoðarráðherra, en var skipaður varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Johns Majors árið 1995. Portillo var í uppáhaldi hjá Thatcher og tilheyrði lengi vel armi Thatcherista í flokknum. En síðan hann missti sæti sitt á þingi í kosn- ingunum 1997 hefur hann færst nær miðju og gerst einn helsti talsmaður frjálslyndra viðhorfa í flokknum. Portillo var aftur kjörinn á þing í aukakosningum árið 1999 fyrir Kensington og Chelsea, eitt örugg- asta kjördæmi íhaldsmanna, og tók sæti í skuggaráðuneyti Íhalds- flokksins ári síðar. Sem talsmaður í ríkisfjármálum hefur hann horfið frá ýmsum fyrri stefnumálum flokksins, svo sem andstöðu við lögbundin lág- markslaun og því að skattar yrðu ófrávíkjanlega lækkaðir, kæmist flokkurinn til valda. Flókið kosningaferli Leiðtogakjörið getur ekki farið fram fyrr en samtök óbreyttra þing- manna Íhaldsflokksins, kennd við 1922, kjósa sér nýjan formann 27. þessa mánaðar, en hann mun hafa umsjón með framkvæmdinni. Búist er við að framboðsfrestur renni út nokkrum dögum síðar. Allir þingmenn Íhaldsflokksins geta sóst eftir leiðtogastöðunni og þurfa aðeins tvo meðmælendur. Ef fleiri en tveir gefa kost á sér fer fram leynileg atkvæðagreiðsla innan þingflokksins og sá sem fær fæst at- kvæði dettur úr leik. Tveimur dög- um síðar er kosið aftur milli þeirra sem eftir eru og svo heldur fram þar til tveir standa uppi. Það er ekki fyrr en þá sem almennir flokksmenn fá tækifæri til að velja á milli frambjóð- endanna, en það er gert með póst- kosningu allra skráðra meðlima Íhaldsflokksins sem greitt hafa félagsgjöld. Skýrar reglur gilda um fjármögn- un kosningabaráttunnar. Kostnað- urinn má ekki vera meiri en 100 þús- und pund, eða um 14,5 milljónir króna, og skal allur gefinn upp. Frambjóðendur mega ekki greiða hann úr eigin vasa, heldur skal bar- áttan vera fjármögnuð með frjálsum framlögum. Frambjóðendum er heimilt að auglýsa í fjölmiðlum, svo fremi sem þeir greiða fullt gjald fyr- ir og nota ekki tækifærið til að vega að keppinautum sínum. Portillo fyrst- ur til að gefa kost á sér Framundan er spennandi barátta um leið- togastöðuna í breska Íhaldsflokknum. Eins og fram kemur í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur þykir Michael Portillo sigurstranglegastur. AP Michael Portillo tilkynnir um framboð sitt til leiðtogaembættis Íhalds- flokksins fyrir utan skrifstofubyggingu breska þingsins í gær. London. AFP, AP, The Daily Telegraph. Slagurinn um leiðtogastöðuna í breska Íhaldsflokknum eftir afsögn Hagues Ryðfríar Blómagrindur fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.900 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.