Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 30

Morgunblaðið - 14.06.2001, Side 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG RUSSELL-JOHNSTON lávarður, forseti þings Evrópuráðsins, er nú í þriggja daga opinberri heimsókn á Íslandi. „Það er skylda forseta Evrópuráðsþingsins að heimsækja öll aðildarríkin. Ég er nú þegar bú- inn að heimsækja 41 af 43 ríkjum ráðsins,“ segir hann, spurður um erindi sitt á Íslandi. Þegar lávarðurinn er inntur eftir því hvað hafi verið til umræðu á fundum hans með forseta Íslands, forseta Alþingis og utanríkisráð- herra, segir hann pólitísk mál er varða Evrópuráðið hafa verið aðal- umræðuefnið. „Við ræddum um málefni Rússlands, sérstaklega með tilliti til Tsjetsjníu og mann- réttindabrota Rússa þar.“ Þá segir hann að á fundunum hafi möguleg kæra Dana gegn Rússum vegna mannréttindabrota í Tsjetsjníu verið rædd. „Eitt aðildarríki getur stefnt öðru vegna slíkra brota og sem stendur er Danmörk eina ríkið sem íhugar að kæra. Áður höfðu hollenska þingið og þingið í Lúx- emborg íhugað að kæra Rússland fyrir Mannréttindadómstólnum en féllu frá því að lokum.“ Markmiðið að efla mannleg gildi Þegar Russell-Johnston lávarður er inntur eftir því hvers vegna Hol- land og Lúxemborg hafi fallið frá því að kæra kveðst hann telja að það hafi verið vegna viðskiptalegra hagsmuna. „Það er þó ekkert eitt svar við þeirri spurningu. Evrópu- ráðið hefur hins vegar farið fram á það að eitt aðildarríki kæri Rússa fyrir dómstólnum.“ Hvaða mál hafa forgang á þingi Evrópuráðsins um þessar mundir? „Það eru alltaf tiltekin pólitísk áherslumál á hverjum tíma. Til dæmis eru tvö mál sem hafa póli- tískan forgang innan þingsins núna, en það er Kosovo og vandinn við að ná ríkjum Balkanskaga aftur inn í hina lýðræðislegu fjölskyldu. Að öðru leyti hefur Evrópuráðið það að markmiði að efla mannleg gildi innan aðildarríkjanna en við höfum líka áhuga á löndunum sem standa utan við ráðið. Við höfum til dæmis áhuga á því sem gerist í Norður-Afríku og í Ameríkuríkjun- um. Þing Evrópuráðsins hefur líka áhyggjur af því aðdauðarefsingum sé haldið áfram í Bandaríkjunum og Japan vegna þess að Evrópu- ráðið er algerlega mótfallið slíku.“ Um 20.000 mál bíða úrskurðar „Evrópuráðið er sérstaklega stolt af Mannréttindadómstólnum og við leggjum mikla áherslu á að úrskurðum dómstólsins sé fram- fylgt. Það er mikið álag á dóm- stólnum núna því mikill fjöldi kæra liggur fyrir eða um 20.000 mál. Þetta er mjög há tala og slíkan fjölda mála tekur langan tíma að afgreiða. Flest þessara mála koma frá Tsjetsjníu en einnig er nokkur fjöldi mála kominn frá Tyrklandi og Ítalíu. Málin frá Ítalíu eru reyndar ekki vegna mannréttinda- brota heldur vegna seinagangs dómstóla þar. Réttlæti þarf nefni- lega að framfylgja bæði fljótt og vel.“ En er forseti þings Evrópuráðs- ins sáttur við það hvernig ráðið hefur tekið á mannréttindabrotum í nýju aðildarríkjunum, það er ríkj- um Sovétríkjanna gömlu? „Maður er aldrei fullsáttur. Þó finnst mér að ráðið sem stofnun leggi sig mjög fram við að fylgjast vel með því sem gerist í aðildar- ríkjunum. Það leggur sig eftir því að vera í sambandi og vita hvað fer fram í þessum ríkjum. Ráðið reynir einnig að fylgjast með því að löndin heiðri það samkomulag sem þau gerðu við inngöngu í ráðið. Til þess höfum við eftirlitsnefnd á okkar vegum sem fylgist með því sem gerist í aðildarríkjunum og ef við teljum framfarir ekki nægilegar þá eigum við alvarlegar viðræður við stjórn viðkomandi ríkis. Til dæmis hef ég nýlega átt langa fundi með dómsmálaráðherra Úkraínu vegna þess að það hefur tekið þá langan tíma að uppfylla þá sáttmála sem þeir gengust undir við inngöngu í ráðið. Nú hefur því myndast mikill þrýstingur á Úkraínu til að gera það sem þeir samþykktu sjálfir að gera. Hins vegar getur enginn neytt þá til neins. Við höfum í raun fá úrræði til að fást við slíkan vanda, nema að vísa viðkomandi ríki úr ráðinu. Til þess hefur þó aldrei komið og ég vona að til svo róttækra aðgerða þurfi aldrei að koma.“ Deilurnar um aðild Rússa Aðspurður sagði Russell-John- ston lávarður ekkert eitt ákveðið svar vera við þeirri spurningu hvort betra væri að leyfa ríki að vera áfram í ráðinu ef það stendur ekki við gerða sáttmála eða vísa því úr ráðinu. „Það fer eftir aðstæðum hvernig ber að bregðast við slíku. Sumir vilja færa rök að því að ef aðildarríki er refsað með brottvís- un þá missi ráðið þar með samband við viðkomandi ríki og þar með alla möguleika á því að telja ráðamenn þar á að bæta ráð sitt. Á hinn bóg- inn eru þeir sem telja að ef ríki er vísað úr ráðinu sýni það mjög mikla óánægju ráðsins með við- komandi land. Slíkt væri merki um að Evrópuráðið liti ekki lengur á viðkomandi land sem verðugt þess að teljast umburðarlynt fjölhyggju- og lýðræðisþjóðfélag. Fólkið í land- inu yrði þá, samkvæmt þessum rökum, ákafara að bæta orðstír sinn og myndi reyna enn meira en áður að uppfylla þau skilyrði sem eru forsenda aðildar að ráðinu. Hins vegar finnst mér persónu- lega að það ætti til dæmis ekki að reka Rússa úr Evrópuráðinu að þessu sinni. Það er þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Það veltur allt á því hver þróunin verð- ur í Rússlandi og hvernig Rússar koma til með að haga sér,“ segir lá- varðurinn að lokum. Forseti þings Evrópuráðsins í Strassborg Rússum verði ekki vísað úr ráðinu Morgunblaðið/Jim Smart Russell-Johnston lávarður, forseti þings Evrópuráðsins. MEÐAL nýjunga í starfsemi Söguseturs- ins á Hvolsvelli eru sunnudagsferðir með leiðsögn um Njáluslóð í Rangárþingi, segir Art- húr Björgvin Bollason, forstöðumaður. „Ferðirnar hefjast nú miðjan júní og standa fram í miðjan ágúst. Farið verður frá Sögusetrinu á Hvols- velli alla sunnudaga kl. 14, en á undan eiga gestir þess kost að njóta leiðsagnar sagna- manns um sýninguna Á Njáluslóð,“ segir Art- húr Björgvin og bætir við, að þeir sem vilja geta gætt sér á dýrindis kjötsúpu, sem matreidd er að fornum sið og fram borin í hádeginu af rangæskum griðkon- um í Söguskálanum, miðaldaskála Söguset- ursins. Söngleikur frumsýndur Föstudagskvöldið 29. júní er fyr- irhugað að frumsýna söngleik sem ber heitið Gunnar í Sögusetrinu sem byggður er á lagaflokki Jóns Lax- dals við ljóð Guðmundar skóla- skálds um ævi og örlög hetjunnar Gunnars á Hlíðarenda. Arthúr Björgvin segir söngleik- inn höfða til innlendra sem erlendra gesta, en sögumaður mun spjalla við gesti á ensku. Ætlunin er að flytja söngleikinn öll föstudagskvöld í sumar, en á undan eiga gestir þess kost að snæða léttan lambakjötsrétt í Sögu- skálanum. Sunnudagsferðir með leiðsögn um Njáluslóðir TENGLAR .............................................  Frekari upplýsingar fást í síma 487 8781 eða í tölvupósti: njala- @islandia.is. Boðið verður upp á gönguferðir um Njáluslóðir á sunnudögum í sumar og í lok júní verður frum- fluttur í Sögusetrinu á Hvolsvelli, söngleikur um Gunnar á Hlíðarenda. Á SJÓMANNADAGINN var opið hús í Sjávarpakkhúsinu við höfnina í Stykkishólmi. Þar var bæjarbúum boðið upp á að skoða húsið og fá sér kaffi. Í húsinu verður veitinga- staður þar sem lögð verður áhersla á gott kaffi og léttar veitingar í há- deginu og á kvöldin. Lifandi tónlist mun skipa sess í rekstri staðarins enda stendur hún nærri aðstand- endum. Það eru hjónin Bjarni Daní- elsson og Valgerður Gunnarsdóttir og Björn Árnason og Sigurlín Schewing sem keyptu Sjávarpakk- húsið í fyrra. Þau stunda skútusigl- ingar og freistaði Breiðafjörðurinn. Þau voru að leita eftir aðstöðu í landi þegar þau sáu að Sjávarpakk- húsið væri til sölu. Hafa þau ráðist í miklar endurbætur en gömlu við- irnir eru enn í útveggjum. Sjávarpakkhúsið var mikið notað sem beitningaskúr og þar hafa margir balarnir verið beittir. Í mörg ár hefur húsið staðið autt og hvorki haldið vatni né vindi og talið ónýtt. Fyrir nokkrum árum var byrjað á að endurbyggja húsið og er þeim framkvæmdum að ljúka núna. Vel hefur tekist til og setur húsið, sem áður var hrörlegt og ljótt, fallegan svip á höfnina. Þar með bætist eitt gamalt hús við þau sem fyrir eru í gamla miðbænum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýjir eigendur Sjávarpakkhússins í Stykkishólmi. Valgerður Gunnars- dóttir, Bjarni Daníelsson, Þóranna Björnsdóttir, sem sér um reksturinn, Björn Árnason og Sigurlín Schewing. Nýr veitingastaður í Stykkishólmi Stykkishólmur.Morgunblaðið HERSKÁIR landtökumenn í Zim- babwe hafa lagt undir sig búgarð í eigu eins af frambjóðendum stjórn- arandstöðunnar í kosningunum á síðasta ári. Höfðaði hann mál til ógildingar kosningaúrslitunum í sínu kjördæmi og átti að taka það fyrir á næstu dögum. Philemon Matibe, einn af fáum blökkumönnum í Zimbabwe, sem hafa haslað sér völl sem stórbændur eftir að landið varð sjálfstætt 1980, sagði að sá, sem hefði verið lýstur sigurvegari í kosningunum, Webster Shamu, frambjóðandi stjórnarflokks Roberts Mugabes forseta, hefði rætt við sig fyrir viku og sagt að hann yrði að falla frá málshöfðuninni vildi hann halda búgarðinum. „Hann sagði að ég skyldi hætta við málið og í staðinn myndu ríkisstjórn- in og stjórnarflokkurinn, ZANU-PF, sjá til þess að ég missti ekki jörðina,“ sagði Matibe. Daginn eftir komu landtökumenn- irnir á vettvang í fylgd háttsetts embættismanns í héraðinu og lög- reglunnar. Gáfu þeir Matibe sólar- hring til að hafa sig á brott og tóku að skipta jörðinni upp á milli sinna manna sem þeir segja vera uppgjafa- hermenn úr skæruliðastríðinu gegn hvítu ráðamönnunum áður fyrr. Seg- ist Matibe hafa frétt að hátt settur maður í flughernum ætti að fá sjálft húsið. Jörðinni var skipt upp á milli 40 manna en 85 starfsmenn á búinu og fjölskyldur þeirra eru nú vegalaus. Landtökumennirnir, sem allir eru á snærum Mugabes forseta, hafa lagt undir sig tugi býla í eigu hvítra manna og hafa nokkrir þeirra verið drepnir. Afleiðingin er m.a. sú að landbúnaðarframleiðslan hefur minnkað mikið og óttast er að til hungursneyðar komi í Zimbabwe með haustinu. Landtökumenn í Zimbabwe ganga erinda stjórnarflokksins Stjórnarandstæðingur rekinn af jörðinni Harare. AFP, Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.