Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 31
SÝNINGIN Skúlptúr við Silfurtún
verður opnuð í dag, fimmtudag, kl.
17.15, á túninu við Silfurtún í
Garðabæ. Ávarp flytja Ásdís Halla
Bragadóttir bæjarstjóri og Ólafur
G. Einarsson, fyrrverandi sveit-
arstjóri Garðahrepps.
Sýningin er liður í hátíðarhöldum
vegna 25 ára afmælis Garðabæjar,
en Silfurtún er elsta skipulagða
íbúðahverfi bæjarins. Á sýningunni
sýna sex listamenn útilistaverk sem
þeir hafa ýmist gert fyrir sýninguna
eða lána á hana. Listamennirnir eru
Garbríela K. Friðriksdóttir, Helgi
Gíslason, Magnús Tómasson, Pétur
Bjarnason, Rebekka Rán Samper
og Valgerður Guðlaugsdóttir.
Í tilefni sýningarinnar hefur ver-
ið gefin út sýningarskrá með upp-
lýsingum um listamennina. Þráinn
Hauksson landslagsarkitekt sá um
skipulagningu á sýningarsvæðinu.
Uppsetning verkanna var í höndum
starfsmanna garðyrkjudeildar
Garðabæjar og Auglýsingastofa
Guðrúnar Önnu sá um hönnun sýn-
ingarskrár.
Sýningin verður opin til 14. októ-
ber.
Morgunblaðið/Sverrir
Verk eftir Rebekku Rán Samper er meðal listaverka á Silfurtúni.
Sýningin Skúlptúr
við Silfurtún opnuð
ÞRIÐJU og jafnframt síðustu tón-
leikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar
á þessu starfsárinu verða haldnir á
Hótel Borgarnesi annað kvöld,
föstudagskvöld, kl. 20.30.
Gestir Tónlistarfélagsins eru að
þessu sinni tríóið Guitar Islancio og
á efnisskránni verða m.a. íslensk
þjóðlög í djassbúningi. Tríóið skipa
þeir Björn Thoroddsen, gítar, Gunn-
ar Þórðarson, gítar og Jón Rafnsson,
kontrabassi.
Tónleikarnir eru framlag Tónlist-
arfélags Borgarfjarðar til Borgfirð-
ingahátíðar.
Guitar Islancio
Guitar
Islancio í
Borgarnesi
NÚ stendur yfir sýning á olíu- og
vatnslitamyndum Sigríðar Jónsdótt-
ur í Þrastarlundi. Myndtökin eru
landslag og uppstillingar. Þetta er
önnur sýning Sigríðar en hún hefir
að auki tekið þátt í samsýningum.
Hún stundaði nám við Myndlist-
arskóla Kópavogs og hefir notið leið-
sagnar einkakennara á námskeiðum.
Sýningin stendur til 20. júní og er
opin frá kl. 9–23.
Myndlist í
Þrastarlundi
Í NÝLISTASAFNINU við Vatns-
stíg stendur yfir dagskrá um þessar
mundir sem ber heitið Pólýfónía. Þar
verður lögð áhersla á að kanna
mörkin og markaleysið á milli tón-
listar og myndlistar.
Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20,
koma fram Paula Roush, Eagle
Beagle, Biogen og Plug-in.
Pólýfónía í
Nýló
SÝNINGU á verkum Hrafnkels Sig-
urðssonar í i8 Klapparstíg 33 lýkur á
laugardag.
Nýjustu verk Hrafnkels eru ljós-
myndir af tjöldum í íslensku vetrar-
umhverfi og eru það verkin sem
hann sýnir nú. Þetta er önnur sýning
Hrafnkels í i8 en sú fyrri var haldin
1996.
i8 er opið þriðjudaga - laugardaga
frá kl. 13-17.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÞORRI Hringsson listmálari opnar
sýningu á vatnslitamyndum í Galleríi
Sölva Helgasyni, að Lónkoti í Skaga-
firði á laugardag kl. 16.
Vatnslitamyndirnar eru unnar á
árunum 1999-2001 og eru allar af við-
fangsefnum úr nágrenni vinnustofu
hans að Haga í Aðaldal.
Þorri Hringsson er fæddur í
Reykjavík árið 1966 og hefur haldið
15 einkasýningar og tekið þátt í 25
samsýningum frá árinu 1987, nú síð-
ast með Gullpenslinum á Kjarvals-
stöðum. Hann er deildarstjóri mál-
aradeildar Myndlistaskólans í
Reykjavík og í stjórn skólans, ásamt
því að skrifa um vín og veitingahús í
tímaritið Gestgjafann.
Sýningin stendur til 30. júní og er
opin á sama tíma og Ferðaþjónustan
í Lónkoti.
Þorri Hrings-
son sýnir
í Lónkoti