Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.06.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 31 SÝNINGIN Skúlptúr við Silfurtún verður opnuð í dag, fimmtudag, kl. 17.15, á túninu við Silfurtún í Garðabæ. Ávarp flytja Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri og Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi sveit- arstjóri Garðahrepps. Sýningin er liður í hátíðarhöldum vegna 25 ára afmælis Garðabæjar, en Silfurtún er elsta skipulagða íbúðahverfi bæjarins. Á sýningunni sýna sex listamenn útilistaverk sem þeir hafa ýmist gert fyrir sýninguna eða lána á hana. Listamennirnir eru Garbríela K. Friðriksdóttir, Helgi Gíslason, Magnús Tómasson, Pétur Bjarnason, Rebekka Rán Samper og Valgerður Guðlaugsdóttir. Í tilefni sýningarinnar hefur ver- ið gefin út sýningarskrá með upp- lýsingum um listamennina. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sá um skipulagningu á sýningarsvæðinu. Uppsetning verkanna var í höndum starfsmanna garðyrkjudeildar Garðabæjar og Auglýsingastofa Guðrúnar Önnu sá um hönnun sýn- ingarskrár. Sýningin verður opin til 14. októ- ber. Morgunblaðið/Sverrir Verk eftir Rebekku Rán Samper er meðal listaverka á Silfurtúni. Sýningin Skúlptúr við Silfurtún opnuð ÞRIÐJU og jafnframt síðustu tón- leikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar á þessu starfsárinu verða haldnir á Hótel Borgarnesi annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Gestir Tónlistarfélagsins eru að þessu sinni tríóið Guitar Islancio og á efnisskránni verða m.a. íslensk þjóðlög í djassbúningi. Tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen, gítar, Gunn- ar Þórðarson, gítar og Jón Rafnsson, kontrabassi. Tónleikarnir eru framlag Tónlist- arfélags Borgarfjarðar til Borgfirð- ingahátíðar. Guitar Islancio Guitar Islancio í Borgarnesi NÚ stendur yfir sýning á olíu- og vatnslitamyndum Sigríðar Jónsdótt- ur í Þrastarlundi. Myndtökin eru landslag og uppstillingar. Þetta er önnur sýning Sigríðar en hún hefir að auki tekið þátt í samsýningum. Hún stundaði nám við Myndlist- arskóla Kópavogs og hefir notið leið- sagnar einkakennara á námskeiðum. Sýningin stendur til 20. júní og er opin frá kl. 9–23. Myndlist í Þrastarlundi Í NÝLISTASAFNINU við Vatns- stíg stendur yfir dagskrá um þessar mundir sem ber heitið Pólýfónía. Þar verður lögð áhersla á að kanna mörkin og markaleysið á milli tón- listar og myndlistar. Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20, koma fram Paula Roush, Eagle Beagle, Biogen og Plug-in. Pólýfónía í Nýló SÝNINGU á verkum Hrafnkels Sig- urðssonar í i8 Klapparstíg 33 lýkur á laugardag. Nýjustu verk Hrafnkels eru ljós- myndir af tjöldum í íslensku vetrar- umhverfi og eru það verkin sem hann sýnir nú. Þetta er önnur sýning Hrafnkels í i8 en sú fyrri var haldin 1996. i8 er opið þriðjudaga - laugardaga frá kl. 13-17. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞORRI Hringsson listmálari opnar sýningu á vatnslitamyndum í Galleríi Sölva Helgasyni, að Lónkoti í Skaga- firði á laugardag kl. 16. Vatnslitamyndirnar eru unnar á árunum 1999-2001 og eru allar af við- fangsefnum úr nágrenni vinnustofu hans að Haga í Aðaldal. Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík árið 1966 og hefur haldið 15 einkasýningar og tekið þátt í 25 samsýningum frá árinu 1987, nú síð- ast með Gullpenslinum á Kjarvals- stöðum. Hann er deildarstjóri mál- aradeildar Myndlistaskólans í Reykjavík og í stjórn skólans, ásamt því að skrifa um vín og veitingahús í tímaritið Gestgjafann. Sýningin stendur til 30. júní og er opin á sama tíma og Ferðaþjónustan í Lónkoti. Þorri Hrings- son sýnir í Lónkoti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.