Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 32
LISTIR
32 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 19. júní kl. 20.30
Gerður Bolladóttir sópran
Júlíana Rún Indriðadóttir píanó
Verk eftir Samuel Barber: Three
Songs op. 2, KNOXVILLE – Sum-
mer of 1915 og Four Songs op. 13,
og sex verk eftir Jórunni Viðar.
– – –
Þriðjudaginn 26. júní kl. 20.30
Signý Sæmundsdóttir sópran
Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó
Frumflutningur tveggja sönglaga
eftir Atla Heimi Sveinsson við
texta Madame Béatrice Cantoni.
Sönglög eftir Ernest Chausson,
Francis Poulenc og Karl O. Run-
ólfsson.
– – –
Þriðjudaginn 3. júlí kl. 20.30
Þórunn Guðmundsdóttir sópran
Ingunn Hildur Hauksdóttir pí-
anó
Sönglög eftir Jórunni Viðar,
Samuel Barber og Gabriel Fauré.
– – –
Þriðjudaginn 10. júlí kl. 20.30
Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna
Lisa Fröberg píanó
Sónata í c-moll eftir Georg Phil-
ipp Telemann, Choral, cadence et
fugato eftir Henri Dutilleux, Fan-
taisie eftir Zygismond Stojowski og
Sónata eftir Paul Hindemith.
– – –
Þriðjudaginn 17. júlí kl. 20.30
Símon H. Ívarsson gítar
Jörgen Brilling gítar
Atriði úr La Clemenza di Tito
eftir W.A. Mozart, Koyunbaba op.
19 eftir Carlo Comeniconi, Andante
con variazioni eftir L. v. Beethoven,
þrjú íslensk þjóðlög útsett af Jóni
Ásgeirssyni og Hommage a Django
Reinhardt og Dag skal að kvöldi
lofa eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
– – –
Þriðjudaginn 24. júlí kl. 20.30
Svava Kristín Ingólfsdóttir
mezzósópran
Lisa Fröberg píanó
Frauenliebe und Leben eftir Ro-
bert Schumann, verk eftir norrænu
tónskáldin Sibelius, Gunnar de
Frumerie, Ture Rangström, Gösta
Nystroem og Jórunni Viðar. Einnig
flytja þær óperuaríur.
– – –
Þriðjudaginn 7. ágúst kl. 20.30
Berglind María Tómasdóttir
flauta
Arne Jørgen Fæø píanó
Le merle noir eftir Messiaen,
Músíkmínútur eftir Atla Heimi
Sveinsson, Sónatína eftir Dutilleux,
Columbine eftir Þorkel Sigur-
björnsson og Tónsmíð fyrir vinstra
heilahvel – (heilafruma deyr) eftir
Kolbein Einarsson frumflutningur.
– – –
Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20.30
Guðrún Ingimarsdóttir sópran
Heike Matthiesen gítar
Verk eftir John Dowland, Mát-
yás Seiber, Jorge Morel, Jayme
Ovalle, Paurillo Barroso, Heitor
Villa-Lobos, Fernando Sor, Franc-
isco Tarrega, Joaquin Rodrigo og
Federico Garcia Lorca.
– – –
Þriðjudaginn 21. ágúst kl. 20.30
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott
Jón Sigurðsson píanó
Rómansa eftir Robert Schu-
mann, Fagottsónata eftir Ríkarð
Örn Pálsson, Sonatensatz eftir
Mikhail Glinka, Rapsódía fyrir fa-
gott eftir Willson Osborne og La
Muerte del Angel eftir Astor Pia-
zolla.
– – –
Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20.30
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran
Einar Jóhannesson klarinett
Valgerður Andrésdóttir píanó
Verk fyrir sópran, klarinett og
píanó eftir Franz Lachner, Louis
Spohr og íslensk tónskáld.
Sumartón-
leikar í
Listasafni
Sigurjóns
Ólafssonar
þar sem mikið er gert með flaututóna,
er voru ekki alltaf jafn vel útfærðir þó
á milli væru góðir sprettir. Sif er góð-
ur fiðlari, er sýndi sitt besta í einleiks-
sónötu op. 27, nr. 4, eftir fiðlusnilling-
inn Eugène Ysafe. Þar gat vel að
heyra góða tækni og oft fallega mót-
aðar tónhendingar hjá Sif. Melodia
eftir Gluck er ótrúlega fögur tónsmíð
og lék Sif þetta einstæða lag í umritun
Kreislers og þar naut sín fallegur
tónn fiðlunnar og sama má segja um
Poème, eftir Ernest Chausson, sem
er frá upphafi til enda tónmál hinnar
syngjandi fiðlu, enda í miklu dálæti
hjá fiðluleikurum. Poème var sérlega
fallega leikið og náðu flytjendur oft
töluverðu flugi í þessu yfirrómantíska
en fagra verki.
Lokaverkið á efniskránni var hið
fræga Tzigane eftir Ravel, verk sem
hefur algjöra sérstöðu meðal verka
Ravels, virtúósaverk, sem tekur til
margra þátta í tækni og tónleik á
fiðlu. Það hefst á löngum einleikskafla
fyrir fiðluna er var mjög vel mótaður
með töluverðu sígaunabragði og til-
finningaþrungnum átökum. Þarna
var mest umleikis fyrir píanóið og var
innkoma píanósins sérlega fallega
mótuð hjá Steinunni Birnu, sem átti
og sinn þátt í ágætum flutningi þessa
sérstæða og vinsæla verks.
Sem aukalag léku Sif og Steinunn
Birna hluta af næturljóði eftir Chopin
(op. 37, nr.1) og var leikur Sifjar
syngjandi fagur. Sif er góður fiðlu-
leikari og átti víða mjög glæsilega
mótaðar tónhendingar, bæði er tók til
tækni og túlkunar, eins t.d. í sónöt-
unni eftir Ysafe, Melodiu Glucks en
sérstaklega þó í tveimur síðustu verk-
unum, hinum rómantíska og syngj-
andi tónleik hjá Chausson og glæsi-
legum og ástríðufullum tilþrifum hjá
Ravel. Steinunn Birna Ragnarsdóttir
studdi vel við, en fékk helst að taka til
hendi í Tzigane eftir Ravel og gerði
það af öryggi, svo og í Poème, þar
sem samspilið var á köflum einstak-
lega fallega mótað.
Náttúruvökunótt
í Laugarnesinu
TÓNLIST
L i s t a s a f n S i g u r j ó n s
Ó l a f s s o n a r
Sif Tulinius og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir fluttu verk eftir
Corelli, Wieniawski, Ysafe,
Gluck, Chausson og Ravel.
Þriðjudagurinn 12.júní, 2001.
SAMLEIKUR Á
FIÐLU OG PÍANÓ
Í SUMARBLÍÐRI kvöldgolunni,
er strýkur mjúkri hendi sinni yfir
sundin og hljóðlátir seglbátar líða um
hafflötinn með hvít seglin, er bifast
eins og vængir á fiðrildum og kvöld-
sólin bjarmar á, meðan milt húmið
klæðir fjöllin náttklæðum kyrrðar-
innar, birtast hin óræðu skil dags og
nætur, er sér eiga vist í djúpum duld-
um hinna óskilgreinanlegu tilfinn-
inga. Þetta var sú stemmning sem
blasti við þeim, er áttu leið út á Laug-
arnes, á fyrstu sumartónleikana í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þar
sem tvær listakonur léku rómantísk
tónverk, er áttu sér fang í sömu upp-
sprettu fegurðarinnar og náttúru-
vökunótt í Laugarnesinu.
Sif Tulinius og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir hófu Sumartónleikana
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar s.l
þriðjudag með La Folia eftir Arcan-
gelo Corelli í rómantískri umritun
Kreislers. Nafnið Folia er talið portú-
galskt að uppruna og merkir glópska
og/eða galsi og er fyrst þekkt á 15. öld
en verður á 17. öld vinsæll sunginn
dans við gítarundirleik. Mörg tón-
skáld hafa notað þetta lag, sem einnig
er hljómsett með ákveðnum hætti og
er La Folia eftir Corelli frægasta til-
brigðaverkið við þetta lag. Uppruna-
lega gerð verksins er fallegri, því
skrautlega útfærslan hjá Kreisler yf-
irtrompar verkið, sem var að mörgu
leyti vel flutt en ekki þó án hnökra hér
og þar hjá fiðlaranum.
Minningar frá Moskvu eftir Wieni-
awski er skemmtilegt leiktækniverk, Jón Ásgeirsson
Margrét H. Blöndal við eitt verka sinna.
Svava Björnsdóttir vinnur að uppsetningu verks síns.
Í KVÖLD verður opnuð í Henie On-
stadt-listamiðstöðinni í Ósló sýn-
ingin Mynd, íslensk nútímalist eftir
9 listamenn. Það er Jón Proppé
listfræðingur sem hefur stjórnað
uppsetningu sýningarinnar og val-
ið listamennina í samráði við
stjórnendur listamiðstöðvarinnar.
Að sögn Jóns er þetta stærsta
sýning á íslenskri nútímalist sem
haldin hefur verið á Norðurlöndum
og hefur undirbúningur staðið um
nokkra hríð. Listamennirnir 9 eru
Ómar Stefánsson, Jón Óskar Hall-
dórsson, Bjarni Sigurbjörnsson,
Svava Björnsdóttir, Þorvaldur
Þorsteinsson, Anna Líndal, Birgir
Andrésson, Margrét Blöndal og
Guðjón Bjarnason.
„Listamennirnir sem valdir hafa
verið til að taka þátt í þessari sýn-
ingu eru allir sömu kynslóðar en
engu að síður fjölbreyttur hópur
og sýna vel hversu margþætt ís-
lensk nútímamyndlist er,“ segir
Jón Proppé í sýningarskrá. „Þeir
eru menntaðir í myndlist heima á
Íslandi og luku síðan framhalds-
námi erlendis; í Hollandi, Þýska-
landi eða Bandaríkjunum. Myndlist
þeirra á það sammerkt að þau
vinna í marga miðla og treysta því
að hugmyndafræðilegt samræmi
skili sér í heildaráhrifum verka
þeirra.“
Sýningin Mynd í Henie Onstadt
Kunstsenter í Ósló stendur til 26.
ágúst.
Íslensk nútímalist í Ósló
SUMARSTARF Listasafns Sigur-
jóns Ólafssonar er að hefjast um
þessar mundir. Sett hefur verið
upp sérstök sumarsýning sem ber
heitið Hefð og nýsköpun en þar má
sjá úrval verka eftir Sigurjón
Ólafsson frá þrjátíu ára tímabili,
1930–1960. Árið 1930 sýndi Sigur-
jón í fyrsta sinn á viðurkenndri op-
inberri sýningu: Kunstnerens Ef-
terårsudstilling í Kaupmannahöfn,
og sama ár var hann einnig sæmd-
ur gullpeningi dönsku Listaaka-
demíunnar fyrir tveggja metra háa
styttu af verkamanni. Árið varð
þannig upphaf að glæsilegum ferli
listamannsins, þar sem hann iðu-
lega kom mönnum á óvart með ný-
stárlegum verkum sínum. Á sýn-
ingunni eru 30 ljósmyndir og 24
skúlptúrverk, bæði raunsæ port-
rett og abstraktverk, þar á meðal
þrjú verk sem hafa ekki verið sýnd
opinberlega í fjóra áratugi.
Birgitta Spur, forstöðumaður
Listasafnsins, segir það enga til-
viljun að sýningunni hafi verið val-
ið þetta nafn, Hefð og nýsköpun.
„Sigurjón var klassískt menntaður
og það kemur alltaf fram í verkum
hans, ekki síst í fígúratívu mynd-
unum. Helstu verk hans frá fyrstu
árum ferils hans, þroskaárum hans
sem listamanns er eingöngu hægt
að sýna á ljósmyndum. Þessi ár
voru mikilvæg; á þeim breyttist
margt og Sigurjón var í mikilli
sókn sem listamaður. Strax með
verkamanninum var hann farinn að
brjóta hefðir. Sú mynd er sósíal-
realísk, en í akademíunni voru
menn yfirleitt að móta styttur í
grísk-rómversku hefðinni.“ Fáum
árum síðar gerði Sigurjón verk
sem Reykvíkingar þekkja vel, Salt-
fiskstöflun, sem stendur við Sjó-
mannaskólann í Reykjavík. „Þetta
verk vakti mikla athygli, og það
liðu heil tuttugu ár þar til það var
loks sett í steinsteypu og því komið
fyrir á opinberum vettvangi við
Sjómannaskólann,“ segir Birgitta.
Nýtt tímabil tók við í list Sigurjóns
á árunum 1936–37, með einfaldari
stíl og rúnnuðum formum. Hann
hélt áfram í abstraksjón, en vann
samtímis fjölmargar andlitsmynd-
ir. „Þegar Sigurjón kom heim, árið
1945 og settist að hér í Laugarnes-
inu, fór hann höggva í grjót, þá
hófst grásteinstímabil hans, sem
stóð í um það bil 10 ár.“ Þegar Sig-
urjón Ólafsson veiktist af berklum
tók við enn eitt tímabil á sköp-
unarferli hans. Hann valdi sér létt-
ari efni, eins og tré, og nokkur
mikilvæg verk frá þessum tíma eru
á sýningunni, þar á meðal verk sem
ekki hafa verið sýnd opinberlega í
um 40 ár. Þetta síðasta tímabil sem
sýningin tekur til, spannar árin
1956–60, eða þar til Sigurjón var
lagður inn á Reykjalund með
berkla.
Birgitta Spur segir sýninguna
lýsa vel fjölbreytninni í list Sig-
urjóns Ólafssonar og þann ólíka
efnivið sem hann notaði.
Leiðsögn verður um sýninguna í
sumar fyrir þá sem óska þess, en
hún stendur til 30. september.
Listasafnið og kaffistofan eru opin
alla daga nema mánudaga milli kl.
14 og 17.
Sumarsýningin Hefð og nýsköpun í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Leir, brons, gifs, steinn og tré
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Af sumarsýningunni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Verkið á mynd-
inni heitir Glataði sonurinn, unnið í tré á árunum 1957 til 1958.