Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 33
Opið
á fimmtudögum
til kl. 21.00
SEM utangarðsmaður í myndlist-
arheimi verður undirritaður blátt
áfram að viðurkenna, að ekki var
honum, frekar en öðrum aðvífandi
tónlistarunnendum sem eins var
ástatt um, með öllu ljóst ytra tilefni
þess að flytja fimm tónverk Magn-
úsar Blöndal Jóhannssonar sem lið í
uppákomuröðinni Pólýfónía í Ný-
listasafninu á Vatnsstíg á þriðju-
dagskvöldið var. Ekki heyrðist
manni það koma skýrt fram af
munnlegum kynningum Tuma
Magnússonar og spjalli hans við
nærstatt tónskáldið. Né heldur var
þess getið á fjölrituðum blöðum
safnsins frekar en nafns kynnisins,
og vantaði að auki ýmsar grundvall-
arupplýsingar um verkin svo sem
hljóðfæri og tímasetningar. Að vísu
var fyllt í sumar eyðurnar með fyrr-
nefndum kynningum, en sem kunn-
ugt er vill oft ýmislegt misfarast eftir
þeirri boðleið og því undir hælinn
lagt að allt hafi komizt kórrétt til
skila.
Hvað tilefnið varðar má vitaskuld
vel á það fallast, að hreyfimyndir
þær sem fylgdu tveim verkum
Magnúsar, Samstirni (1962) og
Frostrósum (1970), hafi getað höfðað
til myndlistarunnenda sérstaklega,
þó að tónskáldið hafi ekki samið
fyrra verkið með sjónrænni hlið í
huga, enda vídeómynd Gunnars Þórs
Víglundssonar, Þórdísar Guðmunds-
dóttur og Kristjáns Björns Þórðar-
sonar ekki komin til fyrr en aldar-
fjórðungi síðar eða 1996. Svart-hvít
filman af ballett Ingibjargar Björns-
dottur við Frostrósir Magnúsar var
á hinn bóginn myndlistarefni út af
fyrir sig og mætti jafnvel kalla hrey-
fiskúlptúr. En hafi þessar myndir,
auk hins frjóa ímyndunarhreyfiafls í
tónlist Magnúsar almennt, loks farið
að skipa sér ákveðinn sess í hugum
íslenzkra myndlistarmanna, hefði
vissulega verið ástæða til að nefna
það í prentaðri dagskrá. Þegar þar
við bætast viðvaningsleg undirbún-
ingsatriði eins og hversu lengi var
verið að hafa uppi á síðasta atriði
tónleikanna á löngu tónbandi, að óg-
leymdri ærandi hárri styrkstillingu
(einkum í Sonorities III) ásamt mis-
miklum hljómgæðum, var ekki að sjá
í fljótu bragði að sú virðing sem
yngri kynslóð íslenzkra myndlistar-
manna kynni að bera fyrir þessum
frumkvöðli í hérlendri raftónlist hafi
komið fram að sama
skapi. Einkum ef borið
er saman við fram-
kvæmd tónlistarhátíða
síðustu ára eins og
ErkiTíð og ART 2000,
þar sem flest var klapp-
að og klárt, a.m.k.
tæknilega. En þó ber
að virða viljann fyrir
verkið.
Þar eð fjallað var um
ballettinn og Samstirni
í umsögn Bergþóru
Jónsdóttur í fyrradag
(„Í stjörnumerki
Magnúsar Blöndals“),
skal hér aðeins ymprað
á hinum verkunum
þremur. Raforgelverkið Hieroglyp-
hics (Helgiletur), sem heyrðist sagt
vera frá árinu 1978, bar fyrir eyru
undirritaðs í fyrsta skipti þetta
kvöld, enda lítt verið viðrað á tón-
leikum hin síðari ár. Að svo miklu
leyti sem manni skildist af umsögn
tónskáldsins var frumlína verksins
leikin nánast af fingrum fram inn á
eina segulbandsrás og síðan spunnið
við inn á aðra. Blandað var á milli
rása þannig að hljóðið ætti, gegnum
hátalara uppstillta í sem lengstri
innbyrðis fjarlægð, að upplifast líkt
og á ferðalagi um salinn. Í litlum
húsakynnum Nýlistasafnsins fór það
rýmisflakk óhjákvæmilega fyrir lítið,
en á móti vó helgiblendinn íhugunar-
blær verksins sem leið
hægt áfram á líðandi
hljómum, að mestu í
moll.
Af einhverjum
ástæðum er verkið
ekki að finna á hljóm-
diskinum sem út kom
með verkum Magnúsar
í vetur. Þar er hins
vegar Sonorities III
fyrir píanó og slagverk
frá 1973. Í því er leitað
nýrra leiða í píanó-
flutningi með m.a.
ýmsum óvenjulegum
aðgerðum innan hljóm-
kassans, stroki, plokki,
pákusleglaslætti o.fl.,
auk handleggsklasahljóma á hljóm-
borðið. Að sögn höfundar hefði Hall-
dór Haraldsson í téðri upptöku tekið
öllum öðrum píanistum fram. Óhætt
er að segja að hér hafi heldur betur
kveðið við nýjan tón á hvítum nótum
og svörtum sem prýðisvel var fallinn
til að setja flesta klassísk menntaða
slaghörpuleikara samtímans úr
hefðbundnum skorðum. Ekki
greindi undirr. hver hefði séð um
slagverkið, en eftir „latneskulegu“
danshrynum innslagskaflanna á milli
púlsminni hvíldarstaða að dæma
virtist um menntaðan trommuleik-
ara að ræða – jafnvel þótt sá ábyrgi
hafi verið höfundur sjálfur. Sviptist
upplifun hlustandans skemmtilega á
milli háafstraktrar tóntjáningar og
einhvers sem hljómaði í bland eins
og impressjón af reykmettaðri dans-
búllu í vesturheimskri stórborg, og
hefði sú stemmning vel komizt til
skila án þess að stilla græjurnar í
botn.
Síðast var slegið á léttustu strengi
kvöldsins – að vísu ekki fyrr en eftir
alllanga leit á segulbandsspólunni að
þekktasta dægurlagi Magnúsar,
Sveitinni milli sanda, við samnefnda
heimildamynd Óskars Knudsens
sem Ellý Vilhjálms gerð frægt á sín-
um tíma í löturhægum en seiðandi
beguine-rytma. Að þessu sinni birt-
ist öræfaarían sungin á þéttbýlis-
ensku (You came and set my heart)
af brezkri söngkonu, Kim Bond, sem
var hér á ferð kringum 1970, hljóð-
rituð á Hótel Loftleiðum um sama
leyti. Lagið var flutt hátt í helmingi
hraðar en upphaflega útgáfan, enda
breytti það töluvert um blæ við það
og ekki að öllu leyti til batnaðar, auk
þess sem söngkonan hafði eðlilega
annan stíl en Ellý, en án hennar óvið-
jafnanlega hendingaúthalds („sust-
ain“). Þrátt fyrir frísklegan söng-
máta Kim Bond virtist manni því
sem enn ætti eftir að lyfta arfi Ellýar
frá 7. áratug svo hæfir þessari sí-
grænu dægurperlu eins helzta frum-
herja framsækninnar í íslenzkri list-
músík.
Hreyfiafl
myndrænna
tóna
Magnús Blöndal
Jóhannsson
TÓNLIST
N ý l i s t a s a f n i ð
Magnús Blöndal Jóhannsson:
Hieroglyphics; Sonorities III;
Samstirni; Frostrósir; You came
and set my heart (Sveitin
milli sanda). Þriðjudaginn
13. júní kl. 20:30.
PÓLÝFÓNÍA
Ríkarður Ö. Pálsson
CROWN College-kórinn frá
Minneapolis heldur tónleika í
Langholtskirkju á laugardag kl.
17. Kórinn er kunnur fyrir flutn-
ing á tónlist frá ólíkum tímabil-
um og fer árlega í tónleikaferðir
um Bandaríkin, kemur fram í
sjónvarpi og útvarpi og á vegum
skólans. Kórinn fór í tónleika-
ferð til Þýskalands og Austur-
ríkis 1997 en þessi ferð er til
Norðurlandanna og er Ísland
fyrsti viðkomustaðurinn.
Crown College er skóli sem
rekinn er til að mennta nemend-
ur sína til starfa innan kirkjunn-
ar, s.s. kennara, presta og tón-
listaruppalendur. Eftir fjögurra
ára nám útskrifast nemendur
með B.A.-gráðu.
Innan tónlistardeildarinnar
starfa, auk Crown College-kórs-
ins, blásarasveit, kvennakór,
kammerkór, djasssveit og
kammerstrengjasveit.
Stjórnandi kórsins, David W.
Donelson, er prófessor við tón-
listardeildina og stjórnandi kór-
starfsins síðan 1990. Hann er
með meistara- og doktorsgráðu
í kirkjutónlist frá Ft. Lauder-
dale-tónlistarháskólanum í
Florida.
Á efnisskrá kórsins eru m.a.
verk eftir Knut Nystedt,
Rachmaninov, útsetningar á
negrasálmum og mótettan Lo-
bet den Herrn, alle Heiden eftir
J.S. Bach. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
Kór frá
Minneapolis
í Langholts-
kirkju