Morgunblaðið - 14.06.2001, Síða 39
hafa þær nú báðar lokið á þessu
ári með látleysi og sæmd.
Það eru því miklar breytingar
sem hin nýbyrjaða öld hefur fært
tveimur ungum piltum. Höggvið
hefur verið óþyrmilega inn í raðir
nánustu fjölskyldumeðlima. Þeirra
er nú beggja sárt saknað, bæði
ömmu Rúnu og ömmu Siggu, og
þær báðar kvaddar með aðeins
fjögurra mánaða millibili.
Og Ditta kveður nú móður sína
og nánasta vin. Það var alltaf mjög
sérstakt samband þeirra í milli,
sterkt og einlægt, svo leitun var
að. Innilegar samúðarkveðjur,
Ditta mín. Einnig til Mumma og
Völu og fjölskyldu, en missir
þeirra er einnig mikill.
Rúna mín. Ég fékk þér víst
aldrei fullþakkað í þessu lífi allt
það sem þú gafst af þér mér til
stuðnings og mínum. Fyrir mér
ertu ein af stærstu persónum sem
ég hef kynnst í lífinu og þakkarorð
mín verða alltaf hjóm eitt miðað
við það sem ég naut frá þér. Þín er
saknað, en vissan um þá frelsun
sem nú tekur við í nýju ferðalagi
er jafnframt gleðitilefni. Minningin
lifir áfram og vonandi getum við
öll lært af þér og tileinkað okkur
þann umvefjandi kærleika sem þú
sýndir okkur í verki. Hafðu hjart-
ans þökk fyrir allt.
Einar Kristinn.
Það eru mikil forréttindi fyrir
börn sem alast upp í samfélagi
hraða og tímaleysis að fá fóstru
sem hefur hæfileika til að umgang-
ast þau með virðingu, tala við þau
sem jafningja og gefa sér tíma til
að útskýra hluti fyrir þeim á ein-
faldan hátt.
Þannig fóstra var ástkær vin-
kona okkar Kristrún Guðmunds-
dóttir sem við nú kveðjum eftir
erfið veikindi. Fyrir tæpum 3 ár-
um tók Rúna að sér að gæta barna
okkar, Þórunnar og Björns. Hann
var á fyrsta ári og myndaðist strax
óvanalega traust vináttusamband á
milli þeirra og Þórunn eignaðist
sína trúnaðarvinkonu.
Á meðan Þórunn var í leikskól-
anum þá voru Rúna og Bjössi með
sinn leikskóla heima. Bjössi undi
því vel að hafa fóstruna sína út af
fyrir sig þar sem þau gátu lesið
sögur og leikið saman. Þá voru
þau dugleg að fara út að skoða
umhverfið og heilsa upp á kisur og
hunda í næstu görðum.
Hún tók slíku ástfóstri við börn-
in að þau nánast biðu við dyrnar á
morgnana eftir að Rúna kæmi.
Oftar en ekki var spurt „er ekki
Rúna okkar að fara að koma“.
Sömuleiðis í lok dagsins gaf hún
sér alltaf tíma til að segja frá
ævintýrum þeirra þann daginn.
Þegar við foreldrarnir fórum til
útlanda þá var það auðsótt mál að
Björn gisti hjá Rúnu vinkonu sinni
í Espigerðinu. Síðan var heimili
Rúnu vinsæll viðkomustaður
barnanna þar sem alltaf voru til
pönnukökur eða annað heimabak-
að meðlæti.
Þegar Björn hafði aldur til þá
fór hann í leikskóla á morgnana.
Umhyggjusemi Rúnu var slík að
alltaf var hún komin áður en há-
degismat var lokið til að fylgjast
með hvernig matarlyst hans var
þann daginn. Ef lystin var ekki
góð þá var eldaður hafragrautur
þegar heim var komið.
Auk þess að sinna um börnin þá
sá Rúna um ýmis heimilisstörf.
Þau verk vann hún að einstakri
natni eins og allt sem hún tók sér
fyrir hendur. Það var sama hvað
fór úrskeiðis á heimilinu hvort það
var gat á sokk eða snuð hafði verið
bitið í sundur þá var viðkvæðið hjá
Bjössa „Rúna mín verður að
sauma þetta“.
Börnin okkar hafa misst bestu
vinkonu sína. Söknuðurinn er sár
en huggun harmi gegn að nú er
Rúna engill á himnum sem vakir
yfir þeim. Söknuðurinn er þó enn
sárari fyrir börn hennar og barna-
börn. Við sendum þeim okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Arndís Björnsdóttir,
Sigurður Einarsson og
börn.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 39
✝ GuðbrandurGuðmundsson
fæddist að Stóru-
Drageyri í Skorradal
í Borgarfirði þann
22. október 1934.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Blönduósi
þann 4. júní 2001.
Útför hans fer fram
frá Búðstaðakirkju í
dag fimmtudag kl.
15.00 Foreldrar Guð-
brandar voru Guð-
mundur Guðbrands-
son, f. 20.06.1889, d.
29.12.1975 og Guð-
rún Vernharðsdóttir, f. 15. 12.
1893, d. 15.06.1981. Systkini Guð-
brandar eru Þuríður, Halldóra,
Guðbjörg Vernharður, Kristófer
og Guðrún sem er látin.
Þann 6.desember 1959 kvænt-
ist Guðbrandur Elínu Sigrúnu
Aðalsteindóttur, f. 10.06.1938, d.
28.11.1985, foreldrar hennar
voru þau Aðalsteinn Hólm Þor-
steinsson vélstjóri, f. 22.08.1914,
d. 06.05.1961 og Helga Guðbjörg
Kristjánsdóttir húsmóðir, f.
29.04.1919, d. 09.12.1943. Þau
bjuggu allan sinn búskap í
Reykjavík, fyrst að Frakkastíg
21 og svo Írabakka 8.
Þau eignuðust sex börn og
barnabörnin eru orðin 17 talsins.
1) Guðmundur,
vélamaður og bóndi,
maki Sigþrúður
Friðriksdóttir, börn
þeirra er Erla Rún
og Friðrún Fanný,
barn Guðmundar er
Lárus Kristinn. 2)
Sigríður, mat-
reiðslumeistari,
maki Konráð R.
Konráðsson, barn
þeirra er Dagbjört
Karlotta. 3) Björk,
matvælaiðnfræðing-
ur, maki Sveinn M.
Sveinsson, börn
þeirra eru Katrín Sigurbjörg,
Sigrún Tinna og Sveinn Guð-
berg. 4) Vigdís Edda, húsmóðir,
maki Guðmundur Sigfússon,
börn þeirra eru Sigfús Krist-
mann og Karen Ósk, barn Vigdís-
ar er Elín Ósk. 5) Aðalsteinn
Hólm, vélfræðingur, maki Birg-
itta Benediktsdóttir, barn þeirra
er Alexandra, börn Aðalsteins
eru Dóra Björk og Guðjón Örn,
og sonur Birgittu er Benedikt
Þór. 6) Þuríður Helga, matar-
tæknir, maki Steingrímur Páls-
son, börn þeirra eru Eyþór Ingi
og Sigríður Esther, barn Þuríðar
er Sandra Dögg.
Hann verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju í dag kl. 15:00.
Guðbrandur flytur frá Drageyri
til Reykjavíkur um tvítugt, þar
kynnist hann Elínu Sigrúnu Að-
alsteinsdóttir, sem síðar varð eig-
inkona hans og hans besti vinur.
Þau gengu í hjónaband 6. desemb-
er 1959. Mestan sinn búskap
bjuggu þau að Írabakka 8, eða þar
til Elín lést 28. nóv. 1985.
Þau eignuðust sex börn og
barnabörnin eru orðin 17 talsins.
Af þeim störfum sem Guðbrand-
ur innti af hendi og var honum
einna eftirminnilegast, var er hann
vann á vegum Varnarliðsins við
byggingu Ratsjárstöðvar á
Straumnesfjalli í Aðalvík. Enda
sagði hann okkur krökkunum oft
skemmtilegar sögur af dvöl sinni
þar.
Lengst af vann hann hjá ýmsum
heildsölum, þar sem hann ferðaðist
um landið og seldi vörur til versl-
ana. Mikið yndi hafði hann af þess-
um ferðalögum og lenti hann í hin-
um ýmsustu ævintýrum, enda oft
um torfarnar leiðir að fara þar sem
vegagerðin var ekki eins góð þá og
nú. Einnig fór hann mikið í inn-
kaupaferðir til hinna ýmsu landa í
evrópu með Lárusi Ingimarssyni
heildsala.
Guðbrandur var mikill Sjálfstæð-
ismaður, og vann sem ungur maður
að ýmsum félagsmálum og var
hann einnig liðtækur við að skrifa
greinar í Morgunblaðið.
Þegar pabbi varð fyrir því áfalli
að missa eiginkonu sína, mömmu
okkar, missti hann ekki eingöngu
eiginkonu heldur einnig lífsakkeri
sitt.
Fljótlega eftir þetta mikla áfall
fór heilsufari hans að hraka og
gekkst hann m.a. undir stóra
lungnaaðgerð á Landspítalanum
1994, og eftir það sinnti hann að-
eins léttum störfum, og gaf upp öll
sín ferðalög.
Síðasta hálft annað ár dvaldist
hann á Sjúkrahúsi Blönduóss, og
þar var hann í góðu yfirlæti góðs
starfsfólks þar til yfir lauk.
Elsku pabbi, við söknum þín
mikið en við vitum jafnframt að
mamma hefur tekið vel á móti þér.
Kveðja frá börnum.
Elsku pabbi minn
Nú eru þjáningarnar þínar á
enda, og þú ert komin á þann stað
sem þú varst búinn að bíða lengi
eftir, jú til hennar mömmu sem
hvarf frá okkur alltof snemma.
Pabbi var rólyndismaður og aldrei
man ég eftir því að hann skipti
skapi, hann var þolinmæðin upp-
máluð. Pabbi var sölumaður af
guðs náð, það var nú gaman þegar
hann kom heim með sýnishornin af
fatnaði, já þá var gaman að máta
fram og til baka, en þegar kom að
því að raða ofan í töskurnar aftur,
þá kom babb í bátinn, aðeins helm-
ingurinn komst ofan í og þá var
taskan full en pabbi reddaði mál-
unum. Pabbi ferðaðist mikið um
landið og utan þess vegna sölu-
starfsins, ég hef heyrt að sölu-
mönnunum var alltaf líkt við lóuna,
jú þeir voru vorboðarnir. Pabbi
gekk að eiga hana mömmu 6. des.
1959 og eignuðst þau 6 börn og nú
í dag eiga þau 17 barnabörn. Þegar
mamma dó í nóvember 1985, missti
pabbi ekki bara eiginkonuna sína,
líka besta vininn og mikið af lífs-
viljanum, það var mikill missir.
Heilsu pabba hrakaði örfáum ár-
um eftir að mamma dó. Frá og
með árinu 1994 eftir stóru lungna-
aðgerðina fór heilsan hratt niður á
við, og um áramótin 9́9 fluttist
pabbi til okkar í Drápuhlíðina og
dvaldist hjá okkur um nokkurra
mánaða skeið og fluttist hann þá í
Vesturbergið til Bjarkar og fjöl-
skyldu. En heilsan kallaði á meiri
ummönnun en við gátum veitt hon-
um, og var hann þeirrar gæfu að-
njótandi að komast á Sjúkrahúsið á
Blönduósi þar sem hann naut góðr-
ar umönnunar hjá úrvalsgóðu
starfsfólki og vil ég senda þeim
mínar bestu þakkir fyrir að hugsa
vel um hann pabba minn. Þegar ég
flutti til Reykjavíkur með hana
Söndru mína ársgamla fluttum við
til afa á Író og bjuggum við hjá
honum um langt skeið. Alltaf var
pabbi til í að passa fyrir mig, og
mikið þótti Söndru gott að vera hjá
honum Gumma afa. Elsku pabbi
minn, nú veit ég að þú ert í góðum
höndum og nú getur þú andað létt-
ar og faðmaðu hana mömmu frá
mér, mikið sakna ég ykkar sárt.
Mín huggun er sú að nú eruð þið
loks saman eftir rúmlega 15 ára
viðskilnað.
Þín dóttir
Þuríður Helga.
Að kveðja vini og ættingja er
ekki auðvelt. Við Guðbrandur Guð-
mundsson vorum samferða í þessu
jarðlífi í tæp 20 ár og fyrir þau
langar mig að þakka. Ekki aðeins
voru hann og Elín Aðalsteinsdóttir
kona hans foreldrar konu minnar
Bjarkar, heldur einnig vinir, félag-
ar og ómetanleg stoð okkar er við
stigum okkar fyrstu skref í átt að
sjálfstæði okkar og sköpun okkar
eigin fjölskyldu. Því miður naut
Elínar ekki lengi við en hún lést
árið 1985 langt um aldur fram.
Engu að síður náði hún að setja
mark sitt á okkar framtíð með ör-
læti og manngæsku sem var langt
umfram það venjulega. Guðbrand-
ar höfum við fengið að njóta fram
að þessu en hann lést nú þann 4.
júní. Þegar ég lít yfir þann tíma
sem við höfum átt saman í jarðvist-
inni koma margar minningar upp í
hugann. Minningar sem er allt of
langt mál að tíunda í grein sem
þessari en sem eru mér sem nesti
á minni lífsgöngu. Minningar um
óreyndan sveitastrák sem fór með
tengdapabba tilvonandi niður á
Bílaþjónustu að gera við Lettann
fyrir næstu stóru söluferð og hlust-
aði opinmynntur á sögur af svað-
ilförum í Aðalvíkinni og úr ótelj-
andi hringferðum um landið.
Minningar um hógværan hlátur,
hlýtt handtak og lítillátt þel.
Bestu þakkir fyrir samfylgdina
Guðbrandur.
Sveinn Mikael Sveinsson.
Elsku Guðbrandur.
Okkur langar í fáeinum orðum
að þakka þér fyrir samverustund-
irnar á liðnum árum. Efst í huga
okkar tveggja eru samverustund-
irnar í Kolaportinu þar sem við
stóðum margar stundirnar saman.
Þar undir þú þér vel. Sölumennska
var líf þitt og yndi en oft höfðum
við það á orði að þú værir eiginlega
alltof góður til að stunda sölu-
mennsku. Hugmynd okkar um
sölumann var einhver sem er mjög
harður í horn að taka, sá sem hvik-
ar ekki frá uppsettu verði og gefur
ekkert eftir. Það var ekki sú mynd
sem við fengum þegar við kynnt-
umst þér. Þú máttir hvergi sjá
auman blett á fólki, þá varstu bú-
inn að rétta fram báðar hendurnar
til hjálpar. Minnisstæðast er atvik
þegar kona kom til að versla, þú
kannaðist við hana og lést hana fá
vörurnar á alltof lágu verði. Þú
sást það nú víst á okkur að við vor-
um ekkert ánægðar með þessi við-
skipti og þegar konan var farin
hvíslaðir þú svo enginn heyrði,
„hún á svolítið bágt núna“. Þá viss-
ir þú að þessi kona hafði ekki alltof
mikið fé á milli handanna, jólin að
koma og þig langaði til að hjálpa
til.
Þrátt fyrir það fékkstu kannski
lítið þakklæti, kannski örlítið bros
en einhvern veginn erum við þess
fullvissar að hjarta þitt fylltist enn
meiri hlýju fyrir vikið. Þau fyrstu
lýsingarorð sem koma upp í hug-
ann þegar við hugsum til þín eru
góður, yndislegur og jákvæður.
Stundum var lítið að gera og flestir
sölumennirnir gengu um, hálfgrétu
yfir því hversu illa gekk. En það
var einn maður sem stóð alltaf
uppréttur og það varst þú. Þú
fannst alltaf eitthverjar skýringar
á þessu, annaðhvort var bara of
gott veður eða bara of vont veður.
Þú brostir bara út í annað, þetta
var ekki svo mikið vandamál.
Elsku Guðbrandur. Minningarnar
um þig eru fjölmargar og allar
góðar. Þú verður ávallt í hjörtum
okkar minning um yndislega góðan
mann.
Að lokum viljum við votta að-
standendum öllum okkar innileg-
ustu samúð.
Dagbjört og Sólveig
Skaftadætur.
Það kom okkur sem þekktum
Guðbrand ekki á óvart að hans tími
skyldi vera kominn. Brandur eins
og við kölluðum hann var búinn að
vera sjúklingur undanfarin ár og
síðasta hálft annað árið var hann á
sjúkrahúsinu á Blönduósi. Ég man
nú ekki hvenær ég hitti Brand
fyrst en ætli það hafi ekki verið um
1976 þegar hann byrjaði að selja
fyrir föður minn úti á landsbyggð-
inni, en starfið hans Brands var að
selja vörur fyrir heildsala hringinn
í kringum landið. Ég kynntist svo
þessum manni betur er ég hóf
störf hjá Heildverslun Páls Páls-
sonar og síðar hjá Brek hf. en þá
sá ég um að finna sýnishorn og
setja í töskur svo að Brandur gæti
tekið með sér í hringferð. Brandur
ók lengi á gömlum GMC Suburban
bílum sem voru annaðhvort fyrr-
verandi lögreglu eða sjúkrabílar.
Svo síðustu árin hans ók hann á
appelsínugulum Moskovitch sem
allir tóku eftir. Árið 1983 kynntist
ég svo yngri syni Brands, Alla, og
komum við vinirnir oft saman á
heimili þeirra á Írabakka 8, þar
var oft margt um mannin, en það
var líka þannig að ef maður var
vinur eins þá var maður vinur allra
barnanna, enda áttu þau Brandur
og Elín kona hans sex börn og
fylgdi þeim krökkum mikill vina-
hópur og var hann ávallt velkom-
inn á heimili þeirra hjóna. Það var
svo dóttir Brands sem kynnti mig
fyrir konunni sem ég er búinn að
vera giftur í 10 ár þannig að ég á
þessari fjölskyldu margt að þakka.
Elín eiginkona Brands lést 1985
langt fyrir aldur fram aðeins 47
ára, var það mikið áfall fyrir Brand
og börnin þeirra því þessi fjöl-
skylda hefur alla tíð þótt mjög
samhent og þótti Elín hin mesta
kjarnakona. Síðustu árin seldi
Brandur í Kolaportinu og átti það
vel við hann, en vegna veikinda
varð hann að hætta. Okkur Heiðu
langar að senda börnum, tengda-
börnum og barnabörnum Brands
innilegar samúðarkveðjur.
Valur Stefánsson.
Ég kveð þig kæri vinur með ljóði
vinar okkar beggja, Tómasar Guð-
mundssonar, Aladdín, því í því
birtist lífshlaup þitt.
Það endist þér eins lengi og þú lifir
hið ljúfa ævintýr.
Það lagði þér á tungu orð, sem yfir
þeim undramætti býr
að fella rúbínglit á mýri og móa.
Þú mældir grýtta jörð við pálmaskóga.
Því töfraorðið, það var æskan þín,
og þú varst sjálfur lítill Aladdín.
Og þegar haustið hvíldi yfir bænum
og húm á landið seig,
í morgundýrð úr safírbláum sænum
þín sólskinsveröld steig.
Þar risu bjartir turnar hvítra halla
frá himinbláum grunni demantsfjalla.
En langt að baki lá þín gamla jörð
með lokuð sund og ís um strönd og fjörð.
Þig henti raunar seinna að verða að vakna,
ó, veslings Aladdín.
Og erfitt fannst þér oft að þrá og sakna
þess alls, er hvarf þér sýn.
Þú skildir ei, hví týndist tungu þinni
það töfraorð, sem lá þér dýpst í minni,
er dó í fjarska draums þíns rúbínglóð
og dimmt og autt var þar sem höll þín stóð.
Og þó skal engum dýrðardraumi glatað,
sem dreymdi þína önd.
Í auðmýkt hjartans ennþá færðu ratað
í óska þinna lönd.
Því minningin um morgunlandið bjarta
um myrka vegu lýsir þínu hjarta
í veröld þá, sem ósýnileg er,
en Aladdín í minni sínu ber.
Þinn vinur
Stanley.
GUÐBRANDUR
GUÐMUNDSSON
virkum dögum fyrir birting-
ardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skila-
frests.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir: Í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstu-
dag. Í miðvikudags-, fimmtu-
dags-, föstudags- og laugar-
dagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
Skilafrestur minningargreina