Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 45

Morgunblaðið - 14.06.2001, Page 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 45 eins og leifar úr fornöldinni. Auk þess eru þær hrein og bein ögrun við formælendur náttúruverndar. Svipað er að segja um aðveitu Bessastaðaár úr Gilsárvötnum, sem er áætlað að gefi 0,8%. Yfirfall úr Hálslóni er ennþá áætlað á Desjarárdalsstíflu, austan við Fremri-Kárahnjúk, sem þýðir að Desjarárdal, og hinu merkilega gljúfri Desjarárgili, verður stórlega spillt. Aðrir valkostir Sá möguleiki að virkja Jöklu í eigin farvegi er afgreiddur með því að stilla upp fjórum virkjunum, með tilheyrandi lónum, um endi- langan Jökuldal, sem þýðir að um helmingur dalbotnsins yrði undir lónum. Stíflur virðast settar af handahófi, m.a. er ein í stuðla- bergsgili Jöklu við Grund, ein- hverju mesta náttúruundri lands- ins. Þótt þrepavirkjanir þessar gefi um 140 MW meira afl er kostnaður talinn vera þriðjungi meiri en við Kárahnjúkavirkjun, og því komi þær ekki til greina. Ekki er minnst á þann mögu- leika, að leiða vatn Jöklu út Fljóts- dalsheiði og steypa því ofan á Neðra-Dal, ekki heldur á þá tillögu að stífla Jöklu við Horn, um 5 km innan við Fremri-Kárahnjúk, þar sem eru eðlileg skil í landslagi. Með þeirri tilhögun mætti komast af með eina stíflu í stað þriggja, og mikill hluti sethjallanna og öll Gljúfrin miklu myndu sleppa við rask. Þetta þýðir minni virkjun, og það er ekki til umræðu. Boginn spenntur Með núverandi tilhögun Kára- hnjúkavirkjunar er boginn spennt- ur til hins ýtrasta á öllum sviðum. Það á ekki síður við álverið, sem áætlað er að reisa í Reyðarfirði, og á að kaupa raforkuna. Þá er ætl- unin að sópa miklum hluta af sparifé þjóðarinnar inn í þessa hít, sem forstjóri Reyðaráls segir að kosti samtals um 200 milljarða króna. Í ljósi þeirra viðhorfsbreytinga sem átt hafa sér stað undanfarin ár, bæði hér og erlendis, og ekki síst þeirrar hatrömmu deilu sem varð vegna Fljótsdalsvirkjunar fyr- ir tveimur árum, er þetta næsta torskilið. Viðbrögð margra eru annaðhvort undrun eða sorg, og menn spyrja sig: Hvað vakir fyrir þeim sem standa fyrir þessum ósköpum? Dettur þeim virkilega í hug að þessi áætlun nái fram að ganga? Er þetta sjónarspil sett á svið til að geta haldið þeim skollaleik gangandi, sem búinn er að standa í rúman áratug, að draga trúgjarna Austfirðinga á asnaeyrum, og koma í veg fyrir að þeir geti byggt upp eðlilega atvinnustarfsemi? Hvað getur stjórnmálamönnum gengið til með slíkum blekkinga- leik? Varla er þó ástæða til að efast um vilja ríkisstjórnar Íslands í þessu efni, og reyndar bendir allt til að hún hafi tekið ákvörðun um framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar og tilheyrandi stóriðjuver fyrir ári. Vegaframkvæmdir sem nú eru hafnar í Fljótsdal, og annar und- irbúningur, staðfesta það. Þessa ákvörðun virðist stjórnin ætla sér að knýja fram með góðu eða illu, áður en kjörtímabili hennar lýkur vorið 2003, og því er allur und- irbúningur í fimmta gír. Til hvers var metið? Þá má spyrja að lokum: Til hvers var umhverfismatið? Var það að- eins til að fullnægja lögum og reglum? Var það bara sýndar- mennska, einn þáttur í þessu furðulega leikriti? Var aldrei ætl- unin að taka neitt mark á því? Og til hvers var ríkisstjórnin að hrinda af stað hinni svonefndu „Rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma“, ef ekki má taka Kárahnjúkavirkjun inn í þann sam- anburð? Þar endurtekur sig sagan frá Fljótsdalsvirkjun, þegar stjórn- in barðist gegn umhverfismati fram í rauðan dauðann. Slík vinnu- brögð eru ávísun á stríð. Virkjanir Þar endurtekur sig sagan frá Fljótsdals- virkjun, þegar stjórnin barðist gegn umhverf- ismati fram í rauðan dauðann, segir Helgi Hallgrímsson. Slík vinnubrögð eru ávísun á stríð. Höfundur er líffræðingur og búsettur á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.